Fleiri fréttir

Tíkin týnd í þrjá mánuði

Rottweilertíkin Chrystel, sem rænt var úr vörslu lögreglu í byrjun maímánaðar, er enn ófundin. Á þriðja mánuð er síðan lögreglan á Selfossi sendi beiðni til allra dýralækna á landinu, á allar lögreglustöðvar og til þeirra starfsmanna sem sjá um skráningu dýra, um að hafa samband ef tíkin kemur í leitirnar. Þess utan hefur lögreglan takmörkuð úrræði til að finna tíkina, önnur en að bíða og vona að hún komi í leitirnar. Þeir sem hafa upplýsingar um hvar tíkina er að finna eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögreglu. Chrystel skal aflífa samkvæmt úrskurði héraðsdýralæknis og síðar úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir sem tók málið upp eftir að eigandi tíkarinnar kærði úrskurð héraðsdýralæknis. Eins og komið hefur fram í fréttum beit Chrystel konu í handlegginn í byrjun marsmánaðar. Áður hafði hún bitið dóttur konunnar.

Eitt innbrot tilkynnt í borginni

Tilkynnt var um innbrot í heimahús í höfuðborginni í nótt en þar hafði þjófur brotið sér leið inn og haft með sér sjónvarp fjölskyldunnar.

Tveir jarðskjálftar fundust greinilega í Grindavík

Tveir jarðskjálftar fundust greinilega í Grindavík rétt eftir klukkan hálf átta í morgun. Skjálftarnir mældust 2,4 og 2,0 á Richter og áttu upptök sín um 2,4 kílómetra norðan við bæinn.

Lítill vilji til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá

Þingflokksformenn eru sammála um að mikilvægt sé að efna til opinnar umræðu í samfélaginu öllu um drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskráin bindur hendur þingsins, en í henni er skýrt kveðið á um að samþykki tveggja þinga þurfi til að gera breytingar á henni. Óvíst er hvaða vægi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði.

Minningarathöfn við Geirsgötu í nótt

Fjöldi fólks kom saman við Geirsgötu um miðnætti í nótt til þess að minnast unga mannsins sem lést af völdum höfuðáverka á gjörgæslu í gær.

Uppreisnarmenn að umkringja Trípólí

Uppreisnarmenn í Líbíu sækja nú að tveimur mikilvægum bæjum í grennd við höfuðborgina Trípólí. Bardagar við báða bæina hafa staðið yfir alla helgina. Takist uppreisnarmönnum að ná þessum bæjum á sitt vald er Trípólí algerlega umkringd á landi en herfloti NATO einangrar borgina frá sjó.

Mikil óánægja með störf Barack Obama

Óánægja almennings í Bandaríkjunum með störf Baracks Obama bandaríkjaforseta hefur aldrei verið meiri frá því hann tók við embætti sínu.

Kýrin Yvonne vekur mikla athygli í Þýskalandi

Þýska þjóðin fylgist nú spennt með tilraunum dýraverndunarsinna til að bjarga kú úr skóglendi Bæjaralands en þar hefur kýrin dvalið síðan hún flúði af bóndabýli sínu í vor.

Chavez kominn til Venesúela

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur snúið aftur til Venesúela eftir aðra umferð lyfjameðferðar sem hann fór í á Kúbu.

Helmingi minna rusl

Óflokkað heimilissorp á Akureyri hefur minnkað um helming frá síðasta hausti. Í ágúst 2010 setti Akureyrarbær af stað svokallaða B-leið í endurvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu og var flokkunartunnum komið á hvert heimili, sem eru um 7.230 talsins.

Gera þátt um múslima á Íslandi

Trúarlíf múslima á Íslandi hefur vakið áhuga sjónvarpsmanna frá arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera en þeir eru nú að taka upp þátt hér á landi.

Íslenskt berg komið til ekta Íslendinga

Steinasafn hjónanna Snjólaugar Maríu Dagsdóttur og Þorsteins Þorleifssonar, var flutt til Winnipeg í Kanada. Það er nú til sýnis á New Iceland Heritage Museum, eða Sögusafni Nýja-Íslands í Gimli í Manitoba.

Herskip skutu á fólk í borginni Latakia

Sýrlensk herskip létu skotum rigna yfir hafnarborgina Latakia í gær og urðu í það minnsta nítján að bana. Árásinni var beint að andstæðingum sýrlenskra stjórnvalda sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu vikur.

Haustið ekki enn í kortunum

Nokkuð kólnar á landinu næstu daga. Rigning eða stöku skúrir verða í flestum landshlutum í vikunni.

Þyrlan sækir ökklabrotinn göngugarp

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið á Fimmvörðuháls að sækja slasaðan ferðamann. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er göngugarpur ökklabrotinn. Þyrlan fer að lenda á staðnum og kemur svo til Reykjavíkur. Björgunarsveitir eru einnig á leiðinni á staðinn.

Rakari missti allt sem hann átti í óeirðunum í London

Lundúnarbúar eru byrjaðir að safna peningum til að styrkja tæplega níræðan rakara en stofan hans var lögð í rúst í óeirðunum um síðustu helgi. Tæplega átta hundruð óeirðarseggir hafa verið ákærðir.

Lést eftir bílslys á Geirsgötu

Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Geirsgötu í fyrrakvöld lést nú síðdegis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. Hann var fæddur árið 1993.

Eldur í álverinu

Eldur kom upp í álverinu í Straumsvík um klukkan sex í kvöld en samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði í tæki. Slökkviliðið var sett í viðbragðsstöðu en slökkviliðið ISAL sá um að slökkva eldinn sem var minniháttar.

Áætlanir að sameina vaxta- og húsaleigubætur í eitt kerfi

Velferðarráðherra segir mikilvægt að jafna stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði. Áætlanir eru uppi um að leggja sameina vaxtabætur og húsaleigubætur í eitt kerfi. Þær breytingar gætu komið niður á efnameiri einstaklingum sem nú njóta vaxtabóta.

Tólf féllu þegar sprengja sprakk á hóteli

Að minnsta kosti tólf féllu þegar sprengja sprakk á hóteli í borginni Dera Allah Yar í Pakistan í morgun, á þjóðhátíðardegi Pakistana. Fjöldi fólks var inni á hótelinu þegar sprengjan sprakk og auk þeirra sem féllu eru að minnsta kosti fjórtán særðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Borgin Der Allah Yar er í Balochistan-héraði sem er stærsta hérað Pakistans en það er jafnframt það fátækasta.

Dregur sig úr kapphlaupinu

Tim Pawlenty, fyrrverandi ríkisstjóri í Minnessota, sem þótti framan af einn sigurstranglegasti frambjóðandinn í forkosningum bandaríska repúblikanaflokksins, hefur dregið sig úr kapphlaupinu.

Tekur undir ósk sjálfstæðismanna

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir ósk sjálfstæðismanna um að félags- og tryggingamálanefnd ræði bága stöðu leigenda á næsta fundi sínum.

Breivik skoðaði Útey í gallabuxum og bol - Myndband

Lögreglan í Osló fór með fjöldamorðingjann Anders Breivik til Úteyjar í gær dag en hann hefur játað að hafa framið fjöldamorð á eyjunni og sprengt sprengju í miðborg Oslóar tuttugasta og annan júlí síðastliðinn.

Rangt að standa í aðildarviðræðum og við eigum að hætta því

"Ég hef aldrei skynjað annað eins ákall um að koma ríkisstjórninni frá og skipta um stefnu í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði hann einnig að hann vildi að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt.

Ljósleiðari fór í sundur

Slit varð á ljósleiðara Mílu á Vesturlandi um kl. 10.30 í morgun, við Haffjarðará, milli Haukatungu og Söðulsholt. Viðgerðamenn eru komnir á staðinn til viðgerða, segir í tilkynningu frá Mílu.

Ástandið óþolandi og auka þarf framboð á leiguhúsnæði

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa óskað eftir því að Félags og tryggingamálanefnd ræði bága stöðu leigjenda á næsta fundi sínum. Ástandið á leigumarkaðnum sé óviðunandi og auka þurfi framboð á leighúsnæði til muna.

Óbreytt ástand

Karlmaður um tvítugt liggur enn alvarlega slasaður eftir að hann lenti í umferðarslysi á Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur í fyrrakvöld. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu er piltinum haldið sofandi í öndunarvél.

Æðarkolla hrapaði til jarðar í miðri flugeldasýningu

Gestum, sem fylgdust með flugeldasýningunni á fjölskylduhátíðinni í Vogum af bílastæði við Stóru-Vogaskóla í gærkvöldi, brá heldur í brún þegar stór dökkur hlutur kom fljúgandi og harpaði til jarðar.

Hugsanlega kominn tími á hvíld hjá Akureyringum

Nóttin var afar róleg á Akureyri, en þar stóðu fangageymslur galtómar eftir nóttina. Lögregla rekur rólegheitin til mikillar rigningar í bænum í nótt, auk þess sem mikið hefur verið um að vera fyrir Norðan undanfarnar helgar og því hugsanlega verið kominn tími á hvíld.

Líkamsárás í Hveragerði

Ráðist var á mann í Hveragerði laust eftir miðnætti í gær, en þar fara Blómstrandi dagar fram um helgina. Talið er að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn, en þeir veittust að manni með þeim afleiðingum að hann kinnbeinsbrotnaði. Þeirra er nú leitað, en fórnarlambið þekkti mennina ekki og tildrög árásarinnar eru óljós. Fórnarlambið var flutt til aðhlynningar með sjúkrabíl, en lögregla býst við að árásin verði kærð þegar fram líða stundir.

Útlendingar sprautuðu piparúða í leigubílaröðinni

Fjórir karlmenn ruddust fram fyrir í leigubílaröðina við Lækjargötu um klukkan sex í morgun við litla hrifningu þeirra sem höfðu beðið í röðinni í nokkrun tíma. Þegar maður sem var í röðinni ætlaði að hafa afskipti af mönnunum og benda þeim á að fara aftast í röðina og bíða, eins og allir hinir, tóku mennirnir upp piparúða og úðuðu framan í manninn.

Skemmdarvörgum verður ekki sýnd nein miskunn

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en hann telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setja mark sitt á sögu Bretlands.

Pissaði á 12 ára stúlku í flugvél

Átján ára piltur, Robert Vietze, hefur verið rekinn úr unglingalandsliði Bandaríkjanna í skíðaíþróttum fyrir að hafa kastað af sér vatni á 12 ára stúlku sem var með honum í flugvél fyrr í vikunni.

Líftækni í ljósi skáldskapar

Líftækni, vélmenni, gervimenni og klón í bókmenntum og myndmáli er viðfangsefni nýútkominnar bókar Úlfhildar Dagsdóttur, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika.

Þyrlan sækir handleggsbrotna konu

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið í átt að Hrafntinnuhrauni norðan við Laugafell að sækja handleggsbrotna konu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er ekki ljóst hvers vegna konan handleggsbrotnaði.

Milljónum skotið undan skatti

Að minnsta kosti sex manns eru grunaðir um að hafa skotið tugum milljóna undan skatti með erlendum greiðslukortum.

Potturinn gekk ekki út

Enginn var allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld. Einn var með fjórar tölur réttar + bónustöluna og fær sá rúmlega 210 þúsund krónur í sinn hlut. Tölur kvöldsins voru: 1 - 3 - 6 - 24 - 35 Bónustala: 45 Jókertölur: 8 - 3 - 6 - 9 - 8

Sjá næstu 50 fréttir