Fleiri fréttir

Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið

María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir.

Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum

Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst.

Úr krikket í forsætisráðuneytið

Imran Khan reynir nú að hamra saman ríkisstjórn í Pakistan eftir stórsigur í þingkosningum. Andstaða við Bandaríkin gæti valdið áhyggjum og loforð hans sögð óraunhæf. Ásakanir um kosningasvindl enn á lofti.

Donald Trump og Cohen í hár saman

Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað

Gæslan tekur undir með flugmönnum

Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, kveðst sammála því sem haft var eftir Ingvari Tryggvasyni, formanni öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Fréttablaðinu í gær að Gæslan geti ekki leyft sér neitt annað en að nota vélar sem hafi óvefengjanlegt orðspor.

Von á 24 stiga hita á morgun

Dagurinn í gær var sá hlýjasti á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og var veður gott víðast hvar á landinu.

Verði að taka á vanda utangarðsfólks

Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku.

Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum

Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum og því væri ákjósanlegt að samræma reglur um þá svo fólk eigi auðveldar með að bera þá saman, segir skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið ætlar að samræma reglur um uppgjör lífeyrissjóða ef tilefni verður til.

Hvetja til hitunar á frosnu grænmeti fyrir neyslu

Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað.

Flýta endurskoðun sauðfjársamnings

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar.

Kláruðu sex stóru maraþonhlaupin

Sigurlaug Hilmarsdóttir og Ómar Torfason eru í fámennum en góðmennum hópi Íslendinga sem hafa klárað öll sex stóru maraþonhlaupin í heiminum, það síðasta í Tókýó fyrr á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir