Fleiri fréttir

Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land

Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai.

Sveitar­stjóri fái að fara suður aðra hverja viku

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi.

Bíllyklum og farsímum stolið úr búningsklefa

Tilkynnt var um þjófnaðarbrot hjá íþróttafélagi í Grafarholti síðdegis í gær. Þar var búið að fara í búningsklefa og stela verðmætum frá ungum knattspyrnuiðkendum.

„Fast­eigna­markaðurinn er líkast til að taka stakka­skiptum“

Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga.

Gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði

Skammt suðaustur af Hornafirði er allkröpp lægð á norðurleið. Í hugleiðingum Veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að sökum hennar sé nú norðanáttin ríkjandi á landinu.

Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið

Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið.

Mo Farah var seldur í man­sal sem barn

Langhlauparinn Sir Mo Farah var seldur í mansal sem barn en hann kom til Bretlands frá Sómalíu þegar hann var einungis níu ára gamall. Hann var látinn gera húsverk hjá fjölskyldu í Bretlandi og fékk ekki að fara í skóla fyrstu þrjú árin.

Rýnt í uppruna alheimsins í fyrstu mynd James Webb

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í kvöld fyrstu unnu myndina úr James Webb-geimsjónaukanum. Myndin sýnir þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu.

Ó­fætt barn ekki manneskja sam­kvæmt um­ferðar­lögum í Texas

Þunguð kona sem var sektuð af lögreglunni fyrir að vera ein að keyra á forgangsakrein hefur mótmælt sektinni sem hún fékk. Hún vill meina að ófætt barn hennar teljist sem farþegi en til að mega keyra á akreininni þurfa að vera tveir eða fleiri í ökutækinu.

Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng

Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni.

Nýr for­sætis­ráð­herra þann 5. septem­ber

Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku.

Spriklandi hressir og kátir Grundfirðingar

Eldri borgarar í Grundarfirði slá ekki slöku við því þeir koma saman nokkrum sinnum í viku í íþróttahúsinu á staðnum til að hreyfa sig og gera fjölbreyttar leikfimisæfingar í þeim tilgangi að styrkja sál og líkama.

Konur með um 86 prósent af heildar­launum karla

Konur sem vinna fulla vinnu eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla, en launamunurinn er mestur hjá ríkinu. Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á þremur árum, eða um tæp 23 prósent.

Banda­ríkja­menn bera af í brott­förum

Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Síldarvinnslan hefur keypt útgerðarfyrirtækið Vísi í Grindavík. Það getur þýtt að Síldarvinnslan fari upp fyrir leyfilegan hámarkskvóta. Við ræðum við forseta bæjarstjórnar Grindavíkur um kaupin í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma okkar klukkan 18:30. Við ræðum einnig við forstjóra Síldarvinnslunnar og framkvæmdastjóra Vísis um kaupin svo og íbúa í bænum.

Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kyn­­slóða

Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða.

Launaviðtalið varð að líkamsárás

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í dag. Útköllin voru af mörgum toga í dag og má þar nefna að maður gekk berserksgang í verslun, menn slógust í miðbænum og var stolnum bíl ekið aftan á strætó.

Vilja ekki að Biden bjóði sig aftur fram

Meirihluti kjósenda Demókrataflokksins vill ekki að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, bjóði sig aftur fram til embættis í forsetakosningunum 2024. Einungis 33 prósent allra Bandaríkjamanna segjast ánægð með störf forstans.

Rang­lega bendlaður við morðið á Abe og í­hugar mála­ferli

Tölvuleikjaframleiðandinn Hideo Kojima hefur hótað málaferlum eftir að falsfréttir sem sýndu myndir af honum í tengslum við fréttir af morðinu á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fóru á flug. Myndir af Kojima voru sagðar sýna manninn sem banaði Abe.

Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum til að greiða götu sína

Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum fyrirtækisins til að auglýsa fyrirtækið og hafa áhrif á löggjafa í þeim ríkjum þar sem þeir vildu koma starfsemi sinni á fót. Þá voru digrir sjóðir frá fjárfestum notaðir til að niðurgreiða þjónustuna og grafa undan samkeppnisaðilum.

Tak­­marka eigi lausa­­göngu katta til að hlífa fuglum

Varptími smáfugla stendur yfir þessa dagana og bendir Fuglavernd kattaeigendum því á að halda köttum sínum inni á næturnar. Undanfarin ár hefur dýravinur í Vesturbæ vakið athygli á fuglaveiðum katta í nær árlegri færslu á Facebook. Hún segir kattaeigendur í nágrenninu orðna meðvitaðri um ábyrgðarhlutverk sitt af því í ár hafi ungar komist á legg í fyrsta skipti í hverfinu.

Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi

Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni

Nocleg z widokiem na lodowiec

Na lagunie lodowcowej Fjallsárlón pojawiły się mieszkalne tratwy, w których można spędzić noc z widokiem na lodowiec.

Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær.

John­son segist ekki vilja gera neinum það að lýsa yfir stuðningi við hann

„Ég vil ekki eyðileggja fyrir neinum með því að veita honum stuðning minn,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra einstaklinga sem sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík.

Lægð yfir landinu þessa vikuna

Útlit er fyrir rigningu og norðanátt þessa vikuna. Skýjað og víða lítilsháttar væta verður í dag, en seinnipartinn má búast við meiri vætu fyrir austan með vaxandi norðanátt, samkvæmt vef Veðurstofunnar. 

Sjá næstu 50 fréttir