Fleiri fréttir

Atvinnuleysi jókst um 14% á milli mánaða

Skráð atvinnuleysi í janúar 2008 var 1% eða að meðaltali 1.545 manns. Þetta eru 188 fleiri en í desember síðastliðinn eða um 14% aukning, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Icelandair helst vel á töskum farþega sinna

Icelandair týnir 11,1 tösku á hverja þúsund farþega samkvæmt samantekt Sambands evrópskra flugfélaga. Og Icelandair stendur sig bara býsna vel miðað við önnur flugfélög.

Minningarbók um Fischer í Þjóðmenningarhúsinu

Búið er að setja upp minningarbók um skáksnillinginn Bobby Fischer í Þjóðmenningarhúsinu. Fyrirhuguð minningarstund í Laugardælakirkju þar sem hinn látni hvílir á laugardag kl. 13.

Neikvæður fréttaflutningur meginorsök andúðar

Framkvæmdastjóri Alþjóðahússins segir að fyrir nokkrum árum hafi útlendingaandúð hér á landi beinst að fólki af asískum uppruna en nú beinist hún að Pólverjum og Litháum

Segir orð Vilhjálms aumkunarverð

Yfirlýsingar Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um að borgarfulltrúar Samfylkingar hafi ekki axlað ábyrgð í REI málinu, eru aumkunarverðar. Þetta segir Sigrún Elsa Smáradóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sem var varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Aldrei hefur heyrst í neyðarsendi

Leit að flugvélinni, sem brotlenti 50 sjómílur vestur af Reykjanesi í gær, hefur engan árangur borið. Aldrei hefur heyrst í neyðarsendi hennar, sem gæti bent til að hún hafi sokkið strax.

Vilhjálmur vildi að Þórólfur segði af sér vegna ósannsögli

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, skoraði á Þórólf Árnason, fyrrverandi borgarstjóra, að segja af sér á sínum tíma, vegna tengsla hans við verðsamráð olíufélaganna. Þá sagði Vilhjálmur alvarlegt ef stjórnmálamenn segðu ekki satt.

Leit hafin að nýju

Flugvél frá danska flughernum hélt frá Keflavíkurflugvelli klukkan átta í morgun til leitar úr lofti að flugvélinni, sem brotlenti vestur af Reykjanesi síðdegis í gær, en leit úr lofti var hætt um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Leit dönsku vélarinnar verður stjórnað frá varðskipinu Ægi sem leitaði í nótt ásamt þremur togurum.

Óku inn í snjóflóð

Tveir menn , sem óku inn í nýfallið snjóflóð á Óshlíðarvegi í gærkvöldi , sakaði ekki og kom lögregla þeim til hjálpar. Björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík sóttu svo bílinn. Veginum var lokað og verður ekki reynt að opna hann fyrr en veður lægir. Ekki er vitað um fleilri snjóflóð vestra, en mikill snjór er í Súðavíkurhlíð og var veginum lokað í morgun.

Slasaðist alvarlega á hendi

Sjómaður slaðaðist alvarlega á hendi við vinnu sína um borði í fiskibáti, sem var við veiðar á Álftafirði við Ísafjarðardjúp í gær. Bátnum var þegar siglt til Ísafjarðar og var sjómaðurinn fluttur á sjúkrahnúsið þar. Ekki liggur fyrir hver tildrög slyssins voru, en lögreglan á Ísafirði rannsakar það.

Myndir af vélinni sem fórst undan ströndum Íslands í gær

Cessna 310 vélin sem fórst seinnipartinn í gær var seld þann 1. febrúar síðastliðinn til fyrirtækis í Bandaríkjunum að nafni ILS inc. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins til að fá upplýsingar um ferðir vélarinnar en heimildarmenn Vísis segja að líklega hafi verið um svokallað ferjuflug að ræða.

Leit úr lofti hætt

Leit úr lofti að Cessna vélinni sem saknað hefur verið síðan klukkan 16:10 í dag hefur verið hætt vegna myrkurs. Varðskip og þrír togarar munu halda leit áfram.

Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi

Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag.

Lýst eftir stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigrúnu Maríu Líndal 14 ára. Hún fór heiman frá sér á sunnudag um kl. 12:00. Ekkert hefur til hennar spurst síðan.

Hætt við málssókn á hendur HB Granda

Verkalýðsfélag Akraness hefur í samráði við ASÍ ákveðið að hætta við fyrirhugaða málssókn á hendur HB Granda vegna uppsagna félagsins á Akranesi. Þetta kemur fram á vef ASÍ.

Undiralda fordóma til staðar í þjóðfélaginu

Undiralda fordóma er til staðar í þjóðfélaginu, en það staðfestir vefsvæði sem stofnað var og kallað félag gegn Pólverjum á Íslandi og sjö hundruð unglingar skráðu sig inn á. Þetta segir forstöðumaður frístundamiðstöðvar hjá ÍTR.

Meirihlutinn heldur þótt Vilhjálmur hætti

Ólafur F. Magnússon sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að meirihluti hans og Sjálfstæðismanna væri ekki í hættu þótt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssonv hætti sem borgarfulltrúi.

Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja

Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni.

Þyrla og Fokker-vél bætast í leitarhóp

Björgunarþyrla og Fokker-vél landhelgisgæslunnar hafa bæst í hóp þeirra sem nú leita að bandarískum flugamanni sem fór í sjóinn um 50 mílum vestur af Reykjanesi með tveggja hreyfla Cessna vél sinni fyrir stundu.

Gera ráð fyrir hóteli en ekki sjúkralegurýmum

Vísi hefur borist yfirlýsing frá Heilsumiðstöð Íslands. Hún er svohljóðandi „Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var fyrirhuguð Heilsu- og lækningamiðstöð í Vetrarmýrinni í Garðabæ tekin til umfjöllunar. Þar var miðstöðin ranglega kölluð einkasjúkrahús sem helst væri ætlað útlendingum. Verkefninu var ranglega lýst í fréttinni.

Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni

Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar.

Lítil Cessna í neyð

Lítil aflavana tveggja hreyfla Cessna-flugvél lenti í sjónum um 50 mílur vestur af Keflavík fyrir stundu og hafa bæði björgunarflugvél og björgunarþyrla verið sendar á vettvang. Einn maður var um borð en frekari deili á honum eru ókunn.

Staða Vilhjálms hefur veikst

„Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur fengið á sig ákveðna ágjöf og tekið vissa dýfu við þessar aðstæður. Það hefur hinsvegar ekki komið fram á landsvísu og ég vona að það gerist ekki,“ sagði Geir H Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins niður í Alþingishúsi rétt í þessu.

Vilhjálmur bláþráðurinn eða haldreipið sem meirihlutinn hangir á

„Ég held að ástæðan fyrir því að Vilhjálmur nýtur trausts sexmenninganna sé sú að hann er tengingin við Ólaf F. Magnússon í núverandi meirihluta borgarinnar. Menn verða að meta hvort hann sé sá bláþráður eða haldreipi sem heldur meirihlutanum saman," segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, um nýjustu vendingar í borgarpólitíkinni.

Sjálfstæðisflokkurinn kominn ofan í kjallara

„Mér fannst þetta í raun bara raunarlegt og áframhald af þeirri dapurlegu málsvörn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur viðhaft síðustu daga,“ sagði Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar eftir blaðamannafund Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar í Valhöll fyrr í dag.

Vilhjálmur hættir ekki sem borgarfulltrúi

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, sagði á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hygðist ekki hætta sem borgarfulltrúi en að hann myndi meta stöðu sína á næstunni varðandi það hvort hann tæki við borgarstjórnarstólnum.

Forsetinn fundaði með Soniu Gandhi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti á laugardag fund með Soniu Gandhi, leiðtoga Kongressflokksins, á heimili hennar. Var það við hins svokallaða Delí-leiðtogafundar.

Blaðamannafundi úr Valhöll lokið

Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson borgarfulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna mun ekki víkja sæti. Vísir sýndi beint frá blaðamannafundi úr Valhöll þar sem Vilhjálmur ræddi við fjölmiðla.

Sjá næstu 50 fréttir