Fleiri fréttir Sex mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl Kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmd til sex mánaða fangelsisvistar, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna, fyrir að reyna að smygla til landsins 113 grömmum af kókaíni. 11.2.2008 11:39 Búið að læsa síðu sem hét Félag gegn Pólverjum á Íslandi Búið er að læsa vefsvæði sem hýsti hóp sem kallaði sig Félag gegn Pólverjum á Íslandi. Í frétt sem birt var í gær var sagt frá því að um sjöhundruð manns, mikið til ungt fólk, hafi skráð sig í hópinn frá því hann var stofnaður á föstudaginn. 11.2.2008 11:37 Sjálfstæðismenn funda í Ráðhúsinu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Ráðhúsinu í hádeginu. Um hefðbundin fund borgarstjórnarflokksins er að ræða sem yfirleitt er haldinn á þessum tíma. 11.2.2008 11:05 Hestar í Þykkvabæ skemmdu bíla með nagi Töluverðar annir voru hjá lögreglunni á Hvolsvelli í liðinni viku og tengdust mörg verkefnanna mikilli ófærð og óveðri sem geisaði í umdæminu. 11.2.2008 10:52 Timburhús á Akureyri mikið skemmt eftir heitavatnsleka Timburhús við Hafnarstræti á Akureyri er mikið skemmt eftir að heitt vatn flæddi um fyrstu og aðra hæð þess. 11.2.2008 10:31 Grjóthrun í Þvottárskriðum Vegurinn um Þvottárskriður er lokaður vegna grjóthruns. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að unnið sé að hreinsun og verður vegurinn opnaður eins fljótt og hægt er. 11.2.2008 09:17 Bræla kemur í veg fyrir loðnuveiðar Umþaðbil fjörutíu norsk loðnuskip, sem eru að veiðum hér við land, hafa aðeins fengið fimm þúsund tonn af þeim tæplega 40 þúsund tonnum sem þau mega veiða í íslenskri lögsögu. Þrálátar brælur hafa komið í veg fyrir veiðarnar og hafa skipin hvað eftir annað legið inni á Austfjaðrahöfnum vegna óveðurs. 11.2.2008 08:09 Rúður brotnar í bílum og par handtekið fyrir innbrot Rúður voru brotnar í fimm bílum, sem stóðu á bílastæðinu við Háskólabíó seint í gærkvöldi. Einhverju smálegu var stolið úr þremur bílum en einskis er saknað úr tveimur. Eignaspjöll eru hinsvegar umtalsverð því nýjar rúður og vinna við að setja þær í, kosta tugi þúsunda króna. Spellvirkjarnir eru ófundnir. 11.2.2008 08:05 Vilhjálmur verður áfram í borgarstjórn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur ráðfært sig við Davíð Oddsson um pólitíska framtíð sína. Honum er ráðlagt að sitja af sér mestu orrahríðina vegna REI-málsins. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Ráðhúsinu í dag. 11.2.2008 00:01 Vilhjálmur situr sem fastast - í bili Allt bendir til þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víki ekki til hliðar á næstunni sem oddviti sjálfstæðismanna í borginni. Ekki er þó víst að hann taki við borgarstjórastólnum að ári. 10.2.2008 19:30 Félag gegn Pólverjum Hátt í sjöhundruð manns, mikið til ungt fólk, hafa skráð sig í hóp á netinu sem kallar sig Félag gegn Pólverjum á Íslandi. Þar er farið niðrandi orðum um Pólverja sem búsettir eru hérlendis. 10.2.2008 18:33 Greining á krabbameini í blöðruhálskirtli markaðsett Íslensk erfðagreining birti í dag vísindagein í Nature genetics þar sem tveimur áður óþekktum erfðaþáttum blöðruhálskirtilskrabbameins er lýst. 10.2.2008 18:00 Olíuflutningabíll lenti utanvegar í Þrengslunum Litlu mátti muna að illa færi er olíuflutningabíll lenti utanvegar í Þrengslunum við Hellisheiði fyrir nokkrum mínútum. 10.2.2008 15:28 Þyrla LHG fengin til að smala hrossum Hross voru í sjálfheldu við Þríhyrning um helgina og var þyrla LHG fengin til að smala hestunum af fjallinu. Það gekk vonum framar. 10.2.2008 19:41 Gallar í björgunarbúnaði ollu dauðaslysi í Hvalsnesstrandinu Gallar í björgunarbúnaði ollu því að danski sjóliðinn Jan Nordskov Larsen, af varðskipinu Triton, drukknaði við björgunaraðgerðir þegar flutningaskipið Wilson Muuga strandaði við Hvalsnes í desember 2006. 10.2.2008 17:27 Landeigendur vænta nýs útspils frá fjármálaráðherra Landsamtök landeigenda vænta þess að fjármálaráðherra mæti til leiks með nýtt útspil af hálfu ríkisins í átt til samkomulags í deilunni við landeigendur, ekki síst í ljósi þess að núna fyrir lok febrúarmánaðar birtir ríkisvaldið þjóðlendukröfur sínar á vestanverðu Norðurlandi svokölluðu svæði 7. 10.2.2008 17:18 Brattabrekka ófær sökum vonskuveðurs Vonskuveður er á Bröttubrekku og er hún nú orðin ófær, samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar, sem bendir fólki á að aka um Heydal, milli Skógarstrandar og Hnappadals. 10.2.2008 16:06 Íbúðaverð í borginni hækkaði um 1,5% um áramótin Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um eitt og hálft prósent milli mánaðanna desember og janúar, samkvæmt vísitölu íbúðaverðs, sem Fasteignamat ríkisins birtir. 10.2.2008 15:30 Vík í Mýrdal er að drukkna í sandi Mikill fjörusandur hefur fokið yfir Vík í Mýrdal í óveðrinu sem geisað hefur á landinu undanfarið. Heimamenn segja að þorpið sé að drukkna í sandi en flæðarmálið færist nær þorpinu með hverju árinu. 10.2.2008 14:00 Góðar líkur á nýjum kjarasamningi í vikunni Jákvæður tónn er í talsmönnum beggja samningsaðila á vinnumarkaðnum eftir fund í Karphúsinu síðdegis í gær og taldar góðar líkur á að skrifað verði undir nýja kjarasamninga þegar líður á vikuna. Bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins hyggjast þó fyrst banka upp á hjá ríkisstjórninni til að knýja á um framlag stjórnvalda. 10.2.2008 12:28 Flugvél snérist í vindhviðu á Keflavíkurflugvelli Flugvél JetX á leið frá Salzburg fyrir Primera Air sem lagt var á stæði við Leifsstöð um kl. 18.45 í gær snérist skyndilega um fjórðung úr hring í vindhviðu þegar aka átti landgöngubrú upp að henni. Óskað var eftir aðstoð þar sem afgreiðsluaðili treysti sér ekki til þess að snúa vélinni aftur vegna vinds. 10.2.2008 12:25 Gunnar Birgisson pumpaði járn í turninum Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs opnaði nýja 700 fm heilsuræktarstöð World Class á 15. hæð í nýja turninum á Smáratorgi í gærdag. Við það tækifæri brá bæjarstjórinn sér í eina tækjasamstæðuna og pumpaði járn um stund. 10.2.2008 11:50 Björguðu pari efst í Norðurárdal Björgunarsveitarmenn björguðu pari í nótt sem sat fast í bíl sínum efst í Norðurárdalnum. 10.2.2008 11:43 Tekinn ölvaður á stolinni dráttarvél Lögreglan í Borgarnesi tók ölvaðann mann á stolinni dráttarvél í Hálsasveit ofarlega í Borgarbyggð í nótt. 10.2.2008 11:33 Collie hundurinn enn í óskilum á nýjum stað Eigandi Border-Collie hundsins sem var í óskilum í Blöndubakka í gærdag hefur enn ekki fundist. Hundurinn er því áfram í óskilum en nú kominn yfir á heimili við Jöfrabakkann. 10.2.2008 11:18 Versti vetur í 75 ára sögu Icelandair Mark Snowdown stöðvarstjóri Icelandair á Norðurlöndunum segir að óveðrið undanfarið geri það að verkum að félagið upplifi nú versta vetur í 75 ára sögu sinni. Á hann þar við tafir á flugi, aflýsingar og þau vandræði sem skapast hafa á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. 10.2.2008 11:05 Illa slasaður eftir dýfu í sundlaugina á Flúðum Karlmaður á þrítugsaldri slasaðist illa eftir að hann stakk sér til sunds í sundlauginni á Flúðum laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi. 10.2.2008 10:55 Vilhjálmur er að meta stöðu sína Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, er að meta pólitíska stöðu sína, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 10.2.2008 09:51 Hald lagt á fíkniefni í sumarbústað í Ölfusi Lögreglan á Selfossi lagði um klukkan hálf tólf í gærkvöldi hald fíkniefni í sumarbústað í Ölfusi. Um var að ræða tvö grömm af hassi eða amfetamíni og einhverjar töflur. 10.2.2008 09:47 Fjórir nítján ára piltar í hrakningum á Esjunni Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu í gærkvöldi fjóra nítján ára pilta sem lent höfðu í hrakningum á Esjunni. 10.2.2008 09:46 Erilsamt hjá lögreglunni á Suðurnesjum Erilsamt var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt. Tveir ökumenn voru kærðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn grunaður um ölvun við akstur. 10.2.2008 09:02 Reykjanesbrautin aftur opin fyrir umferð Reykjanesbrautin er nú aftur opin fyrir umferð. Fyrr í kvöld lokaðist brautin vegna umferðarslyss. 9.2.2008 19:40 Vilja að Vilhjálmur víki Upplausnarástand ríkir nú innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og óvissa um framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita flokksins. Þær raddir gerast háværari innan flokksins að Vilhjálmur víki til hliðar. 9.2.2008 18:33 Farþegar komnir í Leifsstöð Farþegar með vél á vegum Heimsferða eru nú komnir inn í Leifsstöð. Þeir sátu fastir í vélinni á Keflavíkurflugvelli í eina tvo tíma vegna veðurs. 9.2.2008 19:18 Á fjallahjólum niður stiga Perlunnar Það var frekar óvenjuleg sjón sem blasti við gestum í Perlunni í dag þar sem níu strákar hjóluðu niður tröppur hússins allt frá efstu hæð niður í kjallara. 9.2.2008 18:51 Þurfum að sækja um aðild að ESB. Ísland verður að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil til að losna við þá ofurbyrði sem hvílir á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló í dag. 9.2.2008 18:45 Varað við flughálku á Reykjanesbraut Vegagerðin hefur sent frá sér aðvörun um að flughálka sé nú á Reykjanesbraut. Þá hafa fokskemmdir orðið á klæðningu á Þverárfjallsvegi á milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu. 9.2.2008 18:29 Steingrímur J. sendir forseta alþingis hæðnistón Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sendir Sturlu Böðvarssyni hæðnistón í innanhústölvupósti á alþingi þar sem hann fjallar um reykingarbann það sem Surtla hefur boðað á alþingi. 9.2.2008 13:23 Gamalt tré rifnaði upp með rótum Afleiðingar veðurofsans komu víða í ljós í morgun þegar íbúar litu út um glugga sína. Þetta gamla tré sem stóð í garði einum á Kirkjuteigi í Reykjavík rifnaði upp með rótum í einni vindhviðunni sem gekk yfir. 9.2.2008 12:12 Talsvert af umferðaróhöppum á Suðurnesjum Talsvert var um umferðaróhöpp á Suðurnesjum í dag. Alls bárust lögreglunni tilkynningar um sex umferðaróhöpp á Suðurnesjum eitt í Grindavík annað í Sandgerði og hin fjögur í Reykjanesbæ. 9.2.2008 18:14 Aftur spáð hvassviðri eða stormi í kvöld Sigurður Ragnarsson veðurfærðingur segir að þegar líður á daginn fer vindur vaxandi á ný af suðvestri og í kvöld má búast við hvassviðri eða stormi á landinu sunnan- og vestanverðu og á miðhálendinu. 9.2.2008 13:51 Dagur segir að enginn ætli að axla ábyrgð í REI-málinu Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að fyrstu viðbrögð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn við skýrslunni um REI veki áleitnar spurningar. Greinilegt sé að enginn þeirra ætli að axla ábyrgð í málinu 9.2.2008 12:59 Ásatrúarfélagið leitar til norskra sérfræðinga í Evrópurétti Ásatrúarfélagið hefur leitað til norskra, sem og íslenskra, sérfræðinga í Evrópurétti í undirbúningi sínum fyrir mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannrétindadómstól Evrópu. 9.2.2008 11:06 Viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu aflétt Viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. 9.2.2008 10:31 Um 300 björgunarsveitarmenn að störfum í nótt Alls voru um 300 björgunarsveitarmenn að störfum á suðvesturhorni landsins og víðar í nótt. Sinntu þeir rúmlega 400 verkefnum. þar af rúmlega 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Vakt var á Samhæfingarstöðinni fram til klukkan fimm í morgun en þá hafði verulega hefur lægt á suðvesturhorni landsins en þótt hvassviðri sé á Norðurlandi. 9.2.2008 08:54 Sjá næstu 50 fréttir
Sex mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl Kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmd til sex mánaða fangelsisvistar, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna, fyrir að reyna að smygla til landsins 113 grömmum af kókaíni. 11.2.2008 11:39
Búið að læsa síðu sem hét Félag gegn Pólverjum á Íslandi Búið er að læsa vefsvæði sem hýsti hóp sem kallaði sig Félag gegn Pólverjum á Íslandi. Í frétt sem birt var í gær var sagt frá því að um sjöhundruð manns, mikið til ungt fólk, hafi skráð sig í hópinn frá því hann var stofnaður á föstudaginn. 11.2.2008 11:37
Sjálfstæðismenn funda í Ráðhúsinu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Ráðhúsinu í hádeginu. Um hefðbundin fund borgarstjórnarflokksins er að ræða sem yfirleitt er haldinn á þessum tíma. 11.2.2008 11:05
Hestar í Þykkvabæ skemmdu bíla með nagi Töluverðar annir voru hjá lögreglunni á Hvolsvelli í liðinni viku og tengdust mörg verkefnanna mikilli ófærð og óveðri sem geisaði í umdæminu. 11.2.2008 10:52
Timburhús á Akureyri mikið skemmt eftir heitavatnsleka Timburhús við Hafnarstræti á Akureyri er mikið skemmt eftir að heitt vatn flæddi um fyrstu og aðra hæð þess. 11.2.2008 10:31
Grjóthrun í Þvottárskriðum Vegurinn um Þvottárskriður er lokaður vegna grjóthruns. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að unnið sé að hreinsun og verður vegurinn opnaður eins fljótt og hægt er. 11.2.2008 09:17
Bræla kemur í veg fyrir loðnuveiðar Umþaðbil fjörutíu norsk loðnuskip, sem eru að veiðum hér við land, hafa aðeins fengið fimm þúsund tonn af þeim tæplega 40 þúsund tonnum sem þau mega veiða í íslenskri lögsögu. Þrálátar brælur hafa komið í veg fyrir veiðarnar og hafa skipin hvað eftir annað legið inni á Austfjaðrahöfnum vegna óveðurs. 11.2.2008 08:09
Rúður brotnar í bílum og par handtekið fyrir innbrot Rúður voru brotnar í fimm bílum, sem stóðu á bílastæðinu við Háskólabíó seint í gærkvöldi. Einhverju smálegu var stolið úr þremur bílum en einskis er saknað úr tveimur. Eignaspjöll eru hinsvegar umtalsverð því nýjar rúður og vinna við að setja þær í, kosta tugi þúsunda króna. Spellvirkjarnir eru ófundnir. 11.2.2008 08:05
Vilhjálmur verður áfram í borgarstjórn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur ráðfært sig við Davíð Oddsson um pólitíska framtíð sína. Honum er ráðlagt að sitja af sér mestu orrahríðina vegna REI-málsins. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Ráðhúsinu í dag. 11.2.2008 00:01
Vilhjálmur situr sem fastast - í bili Allt bendir til þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víki ekki til hliðar á næstunni sem oddviti sjálfstæðismanna í borginni. Ekki er þó víst að hann taki við borgarstjórastólnum að ári. 10.2.2008 19:30
Félag gegn Pólverjum Hátt í sjöhundruð manns, mikið til ungt fólk, hafa skráð sig í hóp á netinu sem kallar sig Félag gegn Pólverjum á Íslandi. Þar er farið niðrandi orðum um Pólverja sem búsettir eru hérlendis. 10.2.2008 18:33
Greining á krabbameini í blöðruhálskirtli markaðsett Íslensk erfðagreining birti í dag vísindagein í Nature genetics þar sem tveimur áður óþekktum erfðaþáttum blöðruhálskirtilskrabbameins er lýst. 10.2.2008 18:00
Olíuflutningabíll lenti utanvegar í Þrengslunum Litlu mátti muna að illa færi er olíuflutningabíll lenti utanvegar í Þrengslunum við Hellisheiði fyrir nokkrum mínútum. 10.2.2008 15:28
Þyrla LHG fengin til að smala hrossum Hross voru í sjálfheldu við Þríhyrning um helgina og var þyrla LHG fengin til að smala hestunum af fjallinu. Það gekk vonum framar. 10.2.2008 19:41
Gallar í björgunarbúnaði ollu dauðaslysi í Hvalsnesstrandinu Gallar í björgunarbúnaði ollu því að danski sjóliðinn Jan Nordskov Larsen, af varðskipinu Triton, drukknaði við björgunaraðgerðir þegar flutningaskipið Wilson Muuga strandaði við Hvalsnes í desember 2006. 10.2.2008 17:27
Landeigendur vænta nýs útspils frá fjármálaráðherra Landsamtök landeigenda vænta þess að fjármálaráðherra mæti til leiks með nýtt útspil af hálfu ríkisins í átt til samkomulags í deilunni við landeigendur, ekki síst í ljósi þess að núna fyrir lok febrúarmánaðar birtir ríkisvaldið þjóðlendukröfur sínar á vestanverðu Norðurlandi svokölluðu svæði 7. 10.2.2008 17:18
Brattabrekka ófær sökum vonskuveðurs Vonskuveður er á Bröttubrekku og er hún nú orðin ófær, samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar, sem bendir fólki á að aka um Heydal, milli Skógarstrandar og Hnappadals. 10.2.2008 16:06
Íbúðaverð í borginni hækkaði um 1,5% um áramótin Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um eitt og hálft prósent milli mánaðanna desember og janúar, samkvæmt vísitölu íbúðaverðs, sem Fasteignamat ríkisins birtir. 10.2.2008 15:30
Vík í Mýrdal er að drukkna í sandi Mikill fjörusandur hefur fokið yfir Vík í Mýrdal í óveðrinu sem geisað hefur á landinu undanfarið. Heimamenn segja að þorpið sé að drukkna í sandi en flæðarmálið færist nær þorpinu með hverju árinu. 10.2.2008 14:00
Góðar líkur á nýjum kjarasamningi í vikunni Jákvæður tónn er í talsmönnum beggja samningsaðila á vinnumarkaðnum eftir fund í Karphúsinu síðdegis í gær og taldar góðar líkur á að skrifað verði undir nýja kjarasamninga þegar líður á vikuna. Bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins hyggjast þó fyrst banka upp á hjá ríkisstjórninni til að knýja á um framlag stjórnvalda. 10.2.2008 12:28
Flugvél snérist í vindhviðu á Keflavíkurflugvelli Flugvél JetX á leið frá Salzburg fyrir Primera Air sem lagt var á stæði við Leifsstöð um kl. 18.45 í gær snérist skyndilega um fjórðung úr hring í vindhviðu þegar aka átti landgöngubrú upp að henni. Óskað var eftir aðstoð þar sem afgreiðsluaðili treysti sér ekki til þess að snúa vélinni aftur vegna vinds. 10.2.2008 12:25
Gunnar Birgisson pumpaði járn í turninum Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs opnaði nýja 700 fm heilsuræktarstöð World Class á 15. hæð í nýja turninum á Smáratorgi í gærdag. Við það tækifæri brá bæjarstjórinn sér í eina tækjasamstæðuna og pumpaði járn um stund. 10.2.2008 11:50
Björguðu pari efst í Norðurárdal Björgunarsveitarmenn björguðu pari í nótt sem sat fast í bíl sínum efst í Norðurárdalnum. 10.2.2008 11:43
Tekinn ölvaður á stolinni dráttarvél Lögreglan í Borgarnesi tók ölvaðann mann á stolinni dráttarvél í Hálsasveit ofarlega í Borgarbyggð í nótt. 10.2.2008 11:33
Collie hundurinn enn í óskilum á nýjum stað Eigandi Border-Collie hundsins sem var í óskilum í Blöndubakka í gærdag hefur enn ekki fundist. Hundurinn er því áfram í óskilum en nú kominn yfir á heimili við Jöfrabakkann. 10.2.2008 11:18
Versti vetur í 75 ára sögu Icelandair Mark Snowdown stöðvarstjóri Icelandair á Norðurlöndunum segir að óveðrið undanfarið geri það að verkum að félagið upplifi nú versta vetur í 75 ára sögu sinni. Á hann þar við tafir á flugi, aflýsingar og þau vandræði sem skapast hafa á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. 10.2.2008 11:05
Illa slasaður eftir dýfu í sundlaugina á Flúðum Karlmaður á þrítugsaldri slasaðist illa eftir að hann stakk sér til sunds í sundlauginni á Flúðum laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi. 10.2.2008 10:55
Vilhjálmur er að meta stöðu sína Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, er að meta pólitíska stöðu sína, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 10.2.2008 09:51
Hald lagt á fíkniefni í sumarbústað í Ölfusi Lögreglan á Selfossi lagði um klukkan hálf tólf í gærkvöldi hald fíkniefni í sumarbústað í Ölfusi. Um var að ræða tvö grömm af hassi eða amfetamíni og einhverjar töflur. 10.2.2008 09:47
Fjórir nítján ára piltar í hrakningum á Esjunni Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu í gærkvöldi fjóra nítján ára pilta sem lent höfðu í hrakningum á Esjunni. 10.2.2008 09:46
Erilsamt hjá lögreglunni á Suðurnesjum Erilsamt var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt. Tveir ökumenn voru kærðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn grunaður um ölvun við akstur. 10.2.2008 09:02
Reykjanesbrautin aftur opin fyrir umferð Reykjanesbrautin er nú aftur opin fyrir umferð. Fyrr í kvöld lokaðist brautin vegna umferðarslyss. 9.2.2008 19:40
Vilja að Vilhjálmur víki Upplausnarástand ríkir nú innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og óvissa um framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita flokksins. Þær raddir gerast háværari innan flokksins að Vilhjálmur víki til hliðar. 9.2.2008 18:33
Farþegar komnir í Leifsstöð Farþegar með vél á vegum Heimsferða eru nú komnir inn í Leifsstöð. Þeir sátu fastir í vélinni á Keflavíkurflugvelli í eina tvo tíma vegna veðurs. 9.2.2008 19:18
Á fjallahjólum niður stiga Perlunnar Það var frekar óvenjuleg sjón sem blasti við gestum í Perlunni í dag þar sem níu strákar hjóluðu niður tröppur hússins allt frá efstu hæð niður í kjallara. 9.2.2008 18:51
Þurfum að sækja um aðild að ESB. Ísland verður að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil til að losna við þá ofurbyrði sem hvílir á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló í dag. 9.2.2008 18:45
Varað við flughálku á Reykjanesbraut Vegagerðin hefur sent frá sér aðvörun um að flughálka sé nú á Reykjanesbraut. Þá hafa fokskemmdir orðið á klæðningu á Þverárfjallsvegi á milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu. 9.2.2008 18:29
Steingrímur J. sendir forseta alþingis hæðnistón Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sendir Sturlu Böðvarssyni hæðnistón í innanhústölvupósti á alþingi þar sem hann fjallar um reykingarbann það sem Surtla hefur boðað á alþingi. 9.2.2008 13:23
Gamalt tré rifnaði upp með rótum Afleiðingar veðurofsans komu víða í ljós í morgun þegar íbúar litu út um glugga sína. Þetta gamla tré sem stóð í garði einum á Kirkjuteigi í Reykjavík rifnaði upp með rótum í einni vindhviðunni sem gekk yfir. 9.2.2008 12:12
Talsvert af umferðaróhöppum á Suðurnesjum Talsvert var um umferðaróhöpp á Suðurnesjum í dag. Alls bárust lögreglunni tilkynningar um sex umferðaróhöpp á Suðurnesjum eitt í Grindavík annað í Sandgerði og hin fjögur í Reykjanesbæ. 9.2.2008 18:14
Aftur spáð hvassviðri eða stormi í kvöld Sigurður Ragnarsson veðurfærðingur segir að þegar líður á daginn fer vindur vaxandi á ný af suðvestri og í kvöld má búast við hvassviðri eða stormi á landinu sunnan- og vestanverðu og á miðhálendinu. 9.2.2008 13:51
Dagur segir að enginn ætli að axla ábyrgð í REI-málinu Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að fyrstu viðbrögð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn við skýrslunni um REI veki áleitnar spurningar. Greinilegt sé að enginn þeirra ætli að axla ábyrgð í málinu 9.2.2008 12:59
Ásatrúarfélagið leitar til norskra sérfræðinga í Evrópurétti Ásatrúarfélagið hefur leitað til norskra, sem og íslenskra, sérfræðinga í Evrópurétti í undirbúningi sínum fyrir mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannrétindadómstól Evrópu. 9.2.2008 11:06
Viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu aflétt Viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. 9.2.2008 10:31
Um 300 björgunarsveitarmenn að störfum í nótt Alls voru um 300 björgunarsveitarmenn að störfum á suðvesturhorni landsins og víðar í nótt. Sinntu þeir rúmlega 400 verkefnum. þar af rúmlega 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Vakt var á Samhæfingarstöðinni fram til klukkan fimm í morgun en þá hafði verulega hefur lægt á suðvesturhorni landsins en þótt hvassviðri sé á Norðurlandi. 9.2.2008 08:54
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent