Fleiri fréttir Rafmagnslaust í Kópavogi og Garðabæ í nótt Rafmagnslaust varð í vesturhluta Kópavogs og hluta af Garðabæ á öðrum tímanum í nótt vegna bilunar í háspennuleiðslu og tókst ekki að komas rafmagni á fyrr en rétt fyrir klukkan fimm. Orsök bilunarinnar er ekki kunn. 17.2.2008 10:23 Líklegt að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins fundi Búist er við að ríkisstjórnin spili út sínum tillögum í tengslum við kjarasamninga í dag og boði aðila vinnumarkaðarins til fundar. Hugnist þeim tillögurnar gæti farið svo að það takist að skrifa undir kjarasamninga áður en þessi dagur verður allur. 17.2.2008 10:17 Fjörutíu sjúkraflutningar í nótt Það var mikið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt. Sjúkraflutningamenn fóru í um 40 sjúkraflutninga, sem að sögn slökkviliðsmanna er allt að því tvöfalt meira en venjulega. 17.2.2008 10:12 Stunginn með hnífi á Gauki á Stöng Karlmaður um tvítugt var stunginn í bakið á veitingastaðnum Gauki á Stöng í borginni á sjötta tímanum í nótt. Hann var færður á sjúkrahús en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Rúmlega þrítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um árásina. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt sökum ölvunar og voru fangageymslur fullar. 17.2.2008 10:04 Fréttablaðið með tvær tilnefningar 17.2.2008 06:00 Tveir menn rændu veitingastað Tveir karlmenn um tvítugt ruddust inn á veitingastað við Ingólfstorg á sjötta tímanum í kvöld og börðu afgreiðslumann með barefli. Þeir rændu síðan peningum úr sjóðsvél. Ræningjarnir komust undan og leitar lögreglan þeirra nú. Afgreiðslumaðurinn slapp með minniháttar meiðsl, samkvæmt upplýsingum lögreglu. 16.2.2008 20:08 Ölvaður maður tekinn í Leifsstöð Ölvaður maður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag en sá hafði látið ófriðlega í komusal flugstöðvarinnar. Hann gistir fangaklefa þar til áfengisvíman rennur af honum. 16.2.2008 19:36 Lögreglan fann bruggverksmiðju Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði bruggtæki og nokkurt magn af ætluðu sterku heimagerðu áfengi í dag. Kona nokkur hafði hringt í lögreglu og taldi að reynt hefði verið að brjótast inn á heimili hennar. Lögreglumenn fóru á staðinn en sáu ekki ummerki innbrotstilraunar. Þeir fundu hins vegar áfengið og bruggtækin sem fyrr segir frá. Konan sem tilkynnti um innbrotið verður kærð fyrir ólöglegan tilbúning áfengis. 16.2.2008 19:39 Enn beðið eftir tillögum ríkisstjórnarinnar Undirritun kjarasamninga er ekki í augsýn fyrr en í fyrsta lagi seinni partinn á morgun, segir forseti Alþýðusambands Íslands - og þá aðeins ef ríkisstjórnin kemur fram með viðunandi tillögur. Tillögur ríkisstjórnarinnar voru ekki kynntar nú síðdegis eins og vonast hafði verið eftir. 16.2.2008 18:51 Reykjafoss nálgast höfn Varðskip kom í Faxaflóahöfn með flutningaskipið Reykjarfoss í eftirdragi um fjögurleytið í dag og hefur hafsögumaður nú tekið við skipinu. Reykjafoss varð aflvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi og barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá skipverjum á þriðja tímanum í nótt. 16.2.2008 17:04 Ráðgert að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins fundi í dag Reiknað er með að ríkisstjórnin boði forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins til fundar síðar í dag, til viðræðna eða kynningar á tillögum stjórnvalda um aðkomu þeirra að gerð kjarasamninga. 16.2.2008 14:56 Tilnefningar til blaðamannaverðlauna tilkynntar Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, Pétur Blöndal, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Óli Kristján Ármansson, blaðamaður á Fréttablaðinu, eru tilnefndir til blaðamannaverðlauna ársins 2007. Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag en verðlaunin sjálf verða afhent í næstu viku. 16.2.2008 13:43 Háskóladagurinn settur í dag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti háskóladaginn í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Prúðbúnir hestamenn tóku á móti ráðherra við Ráðhúsið í tilefni dagsins. Á háskóladeginum kynna háskólar landsins námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Kynningin fer fram á tveimur stöðum í borginni. 16.2.2008 13:32 Beðið eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni Forseti Alþýðusambands Íslands útilokar ekki að skrifað verði undir kjarasamninga í kvöld eða nótt - það verði þó aðeins gert komi viðunandi tillögur frá ríkisstjórninni. Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins funduðu framundir miðnætti í gærkvöldi og settust aftur að samningaborðinu klukkan tíu í morgun. 16.2.2008 13:25 Aflvana skip norðvestur af Reykjanesi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst boð frá flutningaskipinu Reykjafossi á þriðja tímanum í nótt um að skipið hefði orðið aflvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi. 16.2.2008 13:19 Adrenalínferð gegn fordómum Tuttugu og fimm manna hópur níundu og tíundu bekkinga úr Austurbæjarskóla og Laugarnesskóla lögðu af stað í ferð á vegum samtakanna Adrenalín gegn rasisma í gær. Íslensk ungmenni og ungmenni af erlendu bergi brotin eru í samtökunum og er markmið þeirra að sporna á móti fórdómum gegn útlendingum í samfélaginu. 16.2.2008 12:59 Litháískir fangar ánægðir með launin á Litla Hrauni „Það er mín tilfinning að þeim finnst þeir ekki hafa neinu að tapa. Ef smyglið tekst koma þeir út í gróða en ef það mistekst fá þeir vinnu í fangelsi á launum sem þykja bærileg í Litháen," segir Einar Loftur Högnason, fangavörður á Litla Hrauni, í samtali við Fréttablaðið í dag. 16.2.2008 11:51 Mótmælir pólitískum fundi í Fríkirkjunni Fyrrverandi stjórnarmaður úr safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík mótmælir því að Samtökin Sól á Suðurlandi efni til fundar í Frkirkjunni á morgun. Tilefni fundarins er að mótmæla áformum um að virkja Þjórsá. 16.2.2008 11:13 Fundir halda áfram í Karphúsinu Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands funduðu langt fram á kvöld í gær og hefjast fundarhöld að nýju í Karphúsinu nú klukkan 10. 16.2.2008 09:59 Þorstinn var hinn sami þrátt fyrir rafmagnsleysi Bilun í háspennustreng í Hallveigarstíg setti strik í reikninginn hjá skemmtanaglöðum borgarbúum í gærkvöldi. Rafmagn fór af hluta Laugavegarins frá Snorrabraut og á Hverfisgötu að Lækjartorgi laust upp úr klukkan ellefu, um það leyti sem næturlífið í miðbænum er venjulega að glæðast. Posar veitingastaða og kráa duttu þar með út - en þorstinn var hinn sami og venjulega hjá bargestum. 16.2.2008 09:56 Hringdi af stöðinni og seig niður í reipi Annþór Karlsson fékk að nota síma á lögreglustöðinni við Hverfisgötu daginn áður en hann strauk. Annþór var handtekinn undir kvöld í gær þar sem hann faldi sig í skáp í húsi í Mosfellsbæ. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 16.2.2008 09:00 Rafmagn komið aftur á í miðbænum Rafmagn komst aftur á í miðbænum um hálfeitt leytið eftir að það hafði farið af í klukkutíma á Laugavegi og Hverfisgötu. Um háspennubilun var að ræða. 16.2.2008 01:11 Samtals 32 ára fangelsi í Pólstjörnumáli Sex menn voru í gær dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sem upp hefur komið hér á landi. Sá sem þyngsta dóminn hlaut, Einar Jökull Einarsson, fékk níu og hálft ár. 16.2.2008 00:01 Í einangrun í fjóra mánuði í Færeyjum Íslenskur karlmaður hefur setið í einangrun í færeysku fangelsi í um fjóra mánuði. Hann var handtekinn í september í tengslum við Pólstjörnumálið. Hjá honum fundust tvö kíló af fíkniefnum. Hann verður ákærður í byrjun apríl. 16.2.2008 00:01 Bjórdælur virka en posar ekki Rafmagnlaust hefur verið í miðbænum undanfarin stundarfjórðung. Að sögn bilanavaktar Orkuveitunnar er um að ræða háspennubilun sem verið er að vinna í að laga. 15.2.2008 23:32 Annþór í þriggja vikna gæsluvarðhald Annþór Kristján Karlsson var í kvöld úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Annþór flúði frá Lögreglustöðinni á Hverfisgötu í morgun en náðist um klukkan 18 í húsi Mosfellsbæ. 15.2.2008 20:06 Of fullur til að fljúga frá Keflavík Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en sá svaf áfengissvefni í flugstöðinni. 15.2.2008 21:36 Árekstur á Olísplani á Selfossi Engin slys urðu á fólki þegar árekstur varð á Olísplaninu á Selfossi í kvöld. Keyrt var inn í hlið kyrrstæðs bíls og var hann óökufær á eftir að sögn lögreglunnar á Selfossi. 15.2.2008 21:26 Enn fundað í Karphúsinu Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ sitja enn á fundi í Karphúsinu þar sem reynt er að ná lendingu í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. 15.2.2008 20:57 Stjórnarformaður OR getur ekki svarað til um framtíð Guðmundar Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sagðist ekki treysta sér til að segja til um hvort Guðmundur Þóroddsson snúi aftur sem forstjóri Orkuveitunnar þegar sjö mánaða leyfi hans lýkur. 15.2.2008 19:11 Ekki á valdi ríkisstjórnar að hindra álver í Helguvík Formaður Samfylkingarinnar efast um að það sé á valdi ríkisstjórnarinnar að hindra álver í Helguvík. Ekki verði gengið á svig við gildandi lög. Ingibjörg Sólrún sér samt öll tormerki á að álverið rísi á næstunni. 15.2.2008 19:10 Launastefna kjarasamninganna hagstæð konum og umönnunarstéttum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kveðst sammála þeirri launastefnu sem verið er að móta í kjarasamningunum, enda muni hún koma konum og umönnunarstéttum til góða. 15.2.2008 18:48 Annþór fannst inni í fataskáp Annþór Kristján Karlsson fannst inni í fataskáp í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ þegar hann var handtekinn um nú fyrir skömmu eins og Vísir greindi frá kl. 18. Annþór kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness og var úskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Annþór var laus í tæpa tólf tíma. 15.2.2008 18:48 Reglur verði einfaldaðar fyrir orkufyrirtæki Reglu-og lagaumhverfi fyrir fyrir orku- og veitufyrirtæki er alltof flókið. Dæmi eru um að sama framkvæmd hafi verið oftar en tuttugu sinnum til umfjöllunar sömu umsagnaraðila. Samtök orku- og veitufyrirtækja leggja til að kerfið verði einfaldað. 15.2.2008 18:45 Ríkisstjórnin undir feldi Ríkisstjórnin gæti þurft alla helgina til að móta framlag sitt til kjarasamninga, en aðilar vinnumarkaðarins vilja svör helst um hádegisbil á morgun, svo unnt sé að fara að skrifa undir. Forsætisráðherra segir að verið sé að tala um aðgerðir á sviði skattamála, þar með barnabætur, húsnæðisaðgerðir fyrir lágtekjufólk og starfsmenntamál. 15.2.2008 18:44 Eru síðustu Downs-börnin fædd á Íslandi? Formaður Læknafélagsins kallar eftir ábyrgri siðferðislegri umræðu um hversu langt eigi að ganga í að eyða fóstrum þegar fósturskimun leiði í ljós einhverja galla. Foreldrar barna með Downs heilkenni telja þróunina í þessum efnum óhugnanlega. 15.2.2008 18:30 Annþór fannst í Mosfellsbæ Annþór Kristján Karlsson sem strauk úr fangaklefa af lögreglustöðini við Hverfisgötu fannst í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ nú fyrir skömmu. 15.2.2008 18:00 Hafnaboltakylfa og golfkylfa töldust ekki vopn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. 15.2.2008 16:59 Borgin rífur vararafstöðina í Elliðaárdal Landsvirkjun afhenti í dag Reykjavíkurborg varastöðina í Elliðaárdal ásamt landi til eignar, stöð sem var hluti af stofnframlagi borgarinnar til Landsvirkjunar árið 1965 15.2.2008 16:38 Strætisvagnar kjaftfullir á álagstímum Strætisvagnar í Reykjavík anna ekki fjölda farþega á álagstímum sem fá frítt í strætó. Nemendur kvarta undan yfirfullum vögnum. Reynir Jónsson, framkvæmdarstjóri Strætós bs., segir fyrirtækið ekki hafa verið tilbúið að mæta kröfum borgarinnar. 15.2.2008 16:30 Þrír landsbyggðarþingmenn geta deilt aðstoðarmanni Aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka verða í fullu starfi og hafa starfsaðstöðu á skrifstofum Alþingis en aðstoðarmenn alþingismanna verða í þriðjungsstarfi og hafa starfsaðstöðu í kjördæmunum. 15.2.2008 16:08 Á 125 kílómetra hraða í göngunum Ökumaður var myndaður á 125 kílómetra hraða á klukkustund í Hvalfjarðargöngum þegar lögregla var þar við mælingar á dögunum. 15.2.2008 15:59 Tveir félagar Annþórs handteknir - grunaðir um aðstoð við flóttann Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangageymslu í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa aðstoðað Annþór. Alls gerði lögregla húsleit á tólf stöðum í dag í leit sinni að Annþóri. 15.2.2008 15:18 Harður fjögurra bíla árekstur í Garðabæ Harður fjögurra bíla árekstur varð á mótum Hafnarfjarðarvegar og Lyngáss í Garðabæ um klukkan þrjú. 15.2.2008 15:16 Svipuð úttekt á öðrum heimilum í kjölfar Breiðavíkurskýrslu Skýrsla sú sem forsætisráðuneytið hefur látið gera um Breiðavíkurdrengina verður kynnt í lok næstu viku. Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að allar líkur séu á því að svipuð úttekt verði gerð á öðrum heimilum í framhaldi af Breiðavíkurskýrslunni. 15.2.2008 14:51 Sjá næstu 50 fréttir
Rafmagnslaust í Kópavogi og Garðabæ í nótt Rafmagnslaust varð í vesturhluta Kópavogs og hluta af Garðabæ á öðrum tímanum í nótt vegna bilunar í háspennuleiðslu og tókst ekki að komas rafmagni á fyrr en rétt fyrir klukkan fimm. Orsök bilunarinnar er ekki kunn. 17.2.2008 10:23
Líklegt að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins fundi Búist er við að ríkisstjórnin spili út sínum tillögum í tengslum við kjarasamninga í dag og boði aðila vinnumarkaðarins til fundar. Hugnist þeim tillögurnar gæti farið svo að það takist að skrifa undir kjarasamninga áður en þessi dagur verður allur. 17.2.2008 10:17
Fjörutíu sjúkraflutningar í nótt Það var mikið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt. Sjúkraflutningamenn fóru í um 40 sjúkraflutninga, sem að sögn slökkviliðsmanna er allt að því tvöfalt meira en venjulega. 17.2.2008 10:12
Stunginn með hnífi á Gauki á Stöng Karlmaður um tvítugt var stunginn í bakið á veitingastaðnum Gauki á Stöng í borginni á sjötta tímanum í nótt. Hann var færður á sjúkrahús en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Rúmlega þrítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um árásina. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt sökum ölvunar og voru fangageymslur fullar. 17.2.2008 10:04
Tveir menn rændu veitingastað Tveir karlmenn um tvítugt ruddust inn á veitingastað við Ingólfstorg á sjötta tímanum í kvöld og börðu afgreiðslumann með barefli. Þeir rændu síðan peningum úr sjóðsvél. Ræningjarnir komust undan og leitar lögreglan þeirra nú. Afgreiðslumaðurinn slapp með minniháttar meiðsl, samkvæmt upplýsingum lögreglu. 16.2.2008 20:08
Ölvaður maður tekinn í Leifsstöð Ölvaður maður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag en sá hafði látið ófriðlega í komusal flugstöðvarinnar. Hann gistir fangaklefa þar til áfengisvíman rennur af honum. 16.2.2008 19:36
Lögreglan fann bruggverksmiðju Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði bruggtæki og nokkurt magn af ætluðu sterku heimagerðu áfengi í dag. Kona nokkur hafði hringt í lögreglu og taldi að reynt hefði verið að brjótast inn á heimili hennar. Lögreglumenn fóru á staðinn en sáu ekki ummerki innbrotstilraunar. Þeir fundu hins vegar áfengið og bruggtækin sem fyrr segir frá. Konan sem tilkynnti um innbrotið verður kærð fyrir ólöglegan tilbúning áfengis. 16.2.2008 19:39
Enn beðið eftir tillögum ríkisstjórnarinnar Undirritun kjarasamninga er ekki í augsýn fyrr en í fyrsta lagi seinni partinn á morgun, segir forseti Alþýðusambands Íslands - og þá aðeins ef ríkisstjórnin kemur fram með viðunandi tillögur. Tillögur ríkisstjórnarinnar voru ekki kynntar nú síðdegis eins og vonast hafði verið eftir. 16.2.2008 18:51
Reykjafoss nálgast höfn Varðskip kom í Faxaflóahöfn með flutningaskipið Reykjarfoss í eftirdragi um fjögurleytið í dag og hefur hafsögumaður nú tekið við skipinu. Reykjafoss varð aflvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi og barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá skipverjum á þriðja tímanum í nótt. 16.2.2008 17:04
Ráðgert að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins fundi í dag Reiknað er með að ríkisstjórnin boði forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins til fundar síðar í dag, til viðræðna eða kynningar á tillögum stjórnvalda um aðkomu þeirra að gerð kjarasamninga. 16.2.2008 14:56
Tilnefningar til blaðamannaverðlauna tilkynntar Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, Pétur Blöndal, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Óli Kristján Ármansson, blaðamaður á Fréttablaðinu, eru tilnefndir til blaðamannaverðlauna ársins 2007. Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag en verðlaunin sjálf verða afhent í næstu viku. 16.2.2008 13:43
Háskóladagurinn settur í dag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti háskóladaginn í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Prúðbúnir hestamenn tóku á móti ráðherra við Ráðhúsið í tilefni dagsins. Á háskóladeginum kynna háskólar landsins námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Kynningin fer fram á tveimur stöðum í borginni. 16.2.2008 13:32
Beðið eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni Forseti Alþýðusambands Íslands útilokar ekki að skrifað verði undir kjarasamninga í kvöld eða nótt - það verði þó aðeins gert komi viðunandi tillögur frá ríkisstjórninni. Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins funduðu framundir miðnætti í gærkvöldi og settust aftur að samningaborðinu klukkan tíu í morgun. 16.2.2008 13:25
Aflvana skip norðvestur af Reykjanesi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst boð frá flutningaskipinu Reykjafossi á þriðja tímanum í nótt um að skipið hefði orðið aflvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi. 16.2.2008 13:19
Adrenalínferð gegn fordómum Tuttugu og fimm manna hópur níundu og tíundu bekkinga úr Austurbæjarskóla og Laugarnesskóla lögðu af stað í ferð á vegum samtakanna Adrenalín gegn rasisma í gær. Íslensk ungmenni og ungmenni af erlendu bergi brotin eru í samtökunum og er markmið þeirra að sporna á móti fórdómum gegn útlendingum í samfélaginu. 16.2.2008 12:59
Litháískir fangar ánægðir með launin á Litla Hrauni „Það er mín tilfinning að þeim finnst þeir ekki hafa neinu að tapa. Ef smyglið tekst koma þeir út í gróða en ef það mistekst fá þeir vinnu í fangelsi á launum sem þykja bærileg í Litháen," segir Einar Loftur Högnason, fangavörður á Litla Hrauni, í samtali við Fréttablaðið í dag. 16.2.2008 11:51
Mótmælir pólitískum fundi í Fríkirkjunni Fyrrverandi stjórnarmaður úr safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík mótmælir því að Samtökin Sól á Suðurlandi efni til fundar í Frkirkjunni á morgun. Tilefni fundarins er að mótmæla áformum um að virkja Þjórsá. 16.2.2008 11:13
Fundir halda áfram í Karphúsinu Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands funduðu langt fram á kvöld í gær og hefjast fundarhöld að nýju í Karphúsinu nú klukkan 10. 16.2.2008 09:59
Þorstinn var hinn sami þrátt fyrir rafmagnsleysi Bilun í háspennustreng í Hallveigarstíg setti strik í reikninginn hjá skemmtanaglöðum borgarbúum í gærkvöldi. Rafmagn fór af hluta Laugavegarins frá Snorrabraut og á Hverfisgötu að Lækjartorgi laust upp úr klukkan ellefu, um það leyti sem næturlífið í miðbænum er venjulega að glæðast. Posar veitingastaða og kráa duttu þar með út - en þorstinn var hinn sami og venjulega hjá bargestum. 16.2.2008 09:56
Hringdi af stöðinni og seig niður í reipi Annþór Karlsson fékk að nota síma á lögreglustöðinni við Hverfisgötu daginn áður en hann strauk. Annþór var handtekinn undir kvöld í gær þar sem hann faldi sig í skáp í húsi í Mosfellsbæ. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 16.2.2008 09:00
Rafmagn komið aftur á í miðbænum Rafmagn komst aftur á í miðbænum um hálfeitt leytið eftir að það hafði farið af í klukkutíma á Laugavegi og Hverfisgötu. Um háspennubilun var að ræða. 16.2.2008 01:11
Samtals 32 ára fangelsi í Pólstjörnumáli Sex menn voru í gær dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sem upp hefur komið hér á landi. Sá sem þyngsta dóminn hlaut, Einar Jökull Einarsson, fékk níu og hálft ár. 16.2.2008 00:01
Í einangrun í fjóra mánuði í Færeyjum Íslenskur karlmaður hefur setið í einangrun í færeysku fangelsi í um fjóra mánuði. Hann var handtekinn í september í tengslum við Pólstjörnumálið. Hjá honum fundust tvö kíló af fíkniefnum. Hann verður ákærður í byrjun apríl. 16.2.2008 00:01
Bjórdælur virka en posar ekki Rafmagnlaust hefur verið í miðbænum undanfarin stundarfjórðung. Að sögn bilanavaktar Orkuveitunnar er um að ræða háspennubilun sem verið er að vinna í að laga. 15.2.2008 23:32
Annþór í þriggja vikna gæsluvarðhald Annþór Kristján Karlsson var í kvöld úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Annþór flúði frá Lögreglustöðinni á Hverfisgötu í morgun en náðist um klukkan 18 í húsi Mosfellsbæ. 15.2.2008 20:06
Of fullur til að fljúga frá Keflavík Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en sá svaf áfengissvefni í flugstöðinni. 15.2.2008 21:36
Árekstur á Olísplani á Selfossi Engin slys urðu á fólki þegar árekstur varð á Olísplaninu á Selfossi í kvöld. Keyrt var inn í hlið kyrrstæðs bíls og var hann óökufær á eftir að sögn lögreglunnar á Selfossi. 15.2.2008 21:26
Enn fundað í Karphúsinu Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ sitja enn á fundi í Karphúsinu þar sem reynt er að ná lendingu í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. 15.2.2008 20:57
Stjórnarformaður OR getur ekki svarað til um framtíð Guðmundar Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sagðist ekki treysta sér til að segja til um hvort Guðmundur Þóroddsson snúi aftur sem forstjóri Orkuveitunnar þegar sjö mánaða leyfi hans lýkur. 15.2.2008 19:11
Ekki á valdi ríkisstjórnar að hindra álver í Helguvík Formaður Samfylkingarinnar efast um að það sé á valdi ríkisstjórnarinnar að hindra álver í Helguvík. Ekki verði gengið á svig við gildandi lög. Ingibjörg Sólrún sér samt öll tormerki á að álverið rísi á næstunni. 15.2.2008 19:10
Launastefna kjarasamninganna hagstæð konum og umönnunarstéttum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kveðst sammála þeirri launastefnu sem verið er að móta í kjarasamningunum, enda muni hún koma konum og umönnunarstéttum til góða. 15.2.2008 18:48
Annþór fannst inni í fataskáp Annþór Kristján Karlsson fannst inni í fataskáp í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ þegar hann var handtekinn um nú fyrir skömmu eins og Vísir greindi frá kl. 18. Annþór kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness og var úskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Annþór var laus í tæpa tólf tíma. 15.2.2008 18:48
Reglur verði einfaldaðar fyrir orkufyrirtæki Reglu-og lagaumhverfi fyrir fyrir orku- og veitufyrirtæki er alltof flókið. Dæmi eru um að sama framkvæmd hafi verið oftar en tuttugu sinnum til umfjöllunar sömu umsagnaraðila. Samtök orku- og veitufyrirtækja leggja til að kerfið verði einfaldað. 15.2.2008 18:45
Ríkisstjórnin undir feldi Ríkisstjórnin gæti þurft alla helgina til að móta framlag sitt til kjarasamninga, en aðilar vinnumarkaðarins vilja svör helst um hádegisbil á morgun, svo unnt sé að fara að skrifa undir. Forsætisráðherra segir að verið sé að tala um aðgerðir á sviði skattamála, þar með barnabætur, húsnæðisaðgerðir fyrir lágtekjufólk og starfsmenntamál. 15.2.2008 18:44
Eru síðustu Downs-börnin fædd á Íslandi? Formaður Læknafélagsins kallar eftir ábyrgri siðferðislegri umræðu um hversu langt eigi að ganga í að eyða fóstrum þegar fósturskimun leiði í ljós einhverja galla. Foreldrar barna með Downs heilkenni telja þróunina í þessum efnum óhugnanlega. 15.2.2008 18:30
Annþór fannst í Mosfellsbæ Annþór Kristján Karlsson sem strauk úr fangaklefa af lögreglustöðini við Hverfisgötu fannst í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ nú fyrir skömmu. 15.2.2008 18:00
Hafnaboltakylfa og golfkylfa töldust ekki vopn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. 15.2.2008 16:59
Borgin rífur vararafstöðina í Elliðaárdal Landsvirkjun afhenti í dag Reykjavíkurborg varastöðina í Elliðaárdal ásamt landi til eignar, stöð sem var hluti af stofnframlagi borgarinnar til Landsvirkjunar árið 1965 15.2.2008 16:38
Strætisvagnar kjaftfullir á álagstímum Strætisvagnar í Reykjavík anna ekki fjölda farþega á álagstímum sem fá frítt í strætó. Nemendur kvarta undan yfirfullum vögnum. Reynir Jónsson, framkvæmdarstjóri Strætós bs., segir fyrirtækið ekki hafa verið tilbúið að mæta kröfum borgarinnar. 15.2.2008 16:30
Þrír landsbyggðarþingmenn geta deilt aðstoðarmanni Aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka verða í fullu starfi og hafa starfsaðstöðu á skrifstofum Alþingis en aðstoðarmenn alþingismanna verða í þriðjungsstarfi og hafa starfsaðstöðu í kjördæmunum. 15.2.2008 16:08
Á 125 kílómetra hraða í göngunum Ökumaður var myndaður á 125 kílómetra hraða á klukkustund í Hvalfjarðargöngum þegar lögregla var þar við mælingar á dögunum. 15.2.2008 15:59
Tveir félagar Annþórs handteknir - grunaðir um aðstoð við flóttann Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangageymslu í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa aðstoðað Annþór. Alls gerði lögregla húsleit á tólf stöðum í dag í leit sinni að Annþóri. 15.2.2008 15:18
Harður fjögurra bíla árekstur í Garðabæ Harður fjögurra bíla árekstur varð á mótum Hafnarfjarðarvegar og Lyngáss í Garðabæ um klukkan þrjú. 15.2.2008 15:16
Svipuð úttekt á öðrum heimilum í kjölfar Breiðavíkurskýrslu Skýrsla sú sem forsætisráðuneytið hefur látið gera um Breiðavíkurdrengina verður kynnt í lok næstu viku. Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að allar líkur séu á því að svipuð úttekt verði gerð á öðrum heimilum í framhaldi af Breiðavíkurskýrslunni. 15.2.2008 14:51