Fleiri fréttir

Laugarnesvegi lokað vegna bílslyss

Laugarnesvegi hefur verið lokað eftir árekstur sem varð á gatnamótum Kirkjusands og Laugalækjar rétt fyrir klukkan hálfþrjú í dag.

Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm

Jens Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður og Pétur Axel Pétursson, góðkunningi lögreglunnar, fengu fangelsisdóm fyrir spillingarmál fíkniefnadeildar lögreglu við undirheimana.

Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið.

Fjölmenni minntist Mikaels í Hveragerði

Vinir, ættingjar og íbúar í Hveragerði og nærsveitum komu saman í Hveragerðikirkju í gær þar sem efnt var til bæna- og minningarstundar um Mikael Rúnar Jónsson sem lést af slysförum síðustu helgi.

Rannsaka hvort neyða átti mennina til kynlífs

Framburður tveggja manna á þrítugsaldri frá Rúmeníu, sem komu hingað til lands um síðustu helgi, gefur tilefni til að rannsaka hvort þeir hafi verið gerðir út í kynlífsmansal. Mennirnir greina frá ofbeldi og kúgun í öðru landi. Ranns

Þörf á skýrari verkferlum í ferðaþjónustu

"Það þurfa að vera skýrari verkferlar og afgerandi stefna stjórnvalda enda stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar sem hefur rifið efnahaginn upp á rassgatinu undanfarin ár,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, um ferðaþjónustuna.

Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup

Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar.

Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt.

Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa

Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra.

Stóriðja eigi ekki heima inni í friðlandi

"Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu.

Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts.

Bilun í sæstreng til Vestmannaeyja

Fyrstu mælingar benda til að staðsetning bilunar sé í sjó, um miðja vegu milli lands og Eyja. Í dag verður unnið við að staðfesta bilanastað.

Icelandair ekki gert að greiða týndan iPhone

Samgöngustofa hefur hafnað því að Icelandair verði gert að greiða skaðabætur vegna iPhone-síma sem tólf ára stúlka glataði um borð í flugvél flugfélagsins á leið frá Washington til Keflavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir