Fleiri fréttir

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Að minnsta kosti þrjú sveitarfélög, Seltjarnarnes, Garðabær og Akranes, hafa birt viðkvæmar og persónugreinanlegar upplýsingar um bæjarbúa í opnu bókhaldi bæjarfélaganna.

Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda

„Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“

Lýst eftir Richard

Richard Oddur er 185 sm á hæð, grannvaxinn, með dökkt axlarsítt hár og notar gleraugu.

Enginn ósigur að vera lifandi

Ed Viesturs er eini Bandaríkjamaðurinn sem klifið hefur alla fjórtán tinda sem gnæfa yfir átta þúsund metra hæð án aukasúrefnis. Ed ferðaðist um Hornstrandir á fjallaskíðum fyrri skemmstu. Hann ræddi við Fréttablaðið við lok ferða

Vilja setja 120 milljónir í gamla kvennaklefann

Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun eldri búnings- og baðaðstöðu kvenna í Sundhöll Reykjavíkur.

Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga

Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans.

VG getur ekki mannað framboð á Skaganum

Þrír flokkar hafa stillt upp framboði til sveitarstjórnar á Akranesi. Athygli vekur að Vinstri græn, flokkur forsætisráðherra, gat ekki mannað lista í þessu stóra sveitarfélagi og býður ekki fram.

Alin upp í Elliðaárdal

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er einnig yngsti frambjóðandi á lista. Hún bjó erlendis í sjö ár og flutti heim fyrir tveimur árum til þess að láta að sér kveða.

Vill hraðamyndavélar við alla grunn- og leikskóla

Auknar kröfur og snjallsímabann í grunnskólum, flugvöllurinn í Vatnsmýri og hraðamyndavélar í nágrenni skóla, er meðal þess sem framboðið "Borgin okkar - Reykjavík" ætlar að leggja áherslu á í komandi sveitastjórnarkosningum. Oddviti flokksins telur raunhæft að ná tveimur til þremur mönnum inn.

Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni.

Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“

Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa.

Taka yfir rekstur Herjólfs

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins.

VR og VS ræða sameiningu

Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS), sem haldinn var í Reykjanesbæ í gærkvöldi, samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að gengið yrði til viðræðna við VR um sameiningu félaganna.

Sjá næstu 50 fréttir