Fleiri fréttir

Hefja leit neðansjávar í dag

Leit neðansjávar að flaki farþegaþotu AirAsia sem fórst í Jövuhafi á sunnudag hefst í dag. Sérhæfður leitarflokkur frá Frakklandi er kominn á staðinn með tæki og tól sem notuð eru til þess að finna svörtu kassa flugvélarinnar sem gefa upplýsingar um hvað varð þess valdandi að vélin fórst.

Hafa fundið lík sjö farþega

Leit að þeim sem fórust þegar farþegavél hrapaði í sjóinn á Javahafi um síðustu helgi hefur gengið illa þar sem slæmt veður er nú á svæðinu.

Ekki er talið að vélin liggi á miklu dýpi

Stjórnvöld í Indónesíu hafa staðfest að brak sem fannst á reki á Javahafi í dag sé úr farþegavél Air Asia sem hvarf af ratsjám um síðustu helgi. Hundrað sextíu og tveir voru um borð í vélinni þegar hún fórst.

Brak fannst í Jövuhafi

Leitarvélar á Jövuhafi telja sig hafa fundið í morgun brak á floti í sjónum sem gæti verið úr Airbus þotu AirAsia sem fórst í fyrradag.

Rútubílstjóri dansaði undir stýri

Tyrkneskur rútubílstjóri hefur verið sektaður og sviptur ökuréttindum eftir birtingu myndbands þar sem hann sést stíga dans undir stýri.

Frakkar minntust hörmulegs slyss

Fyrrverandi ráðherrar taka þátt í minningarathöfn í Lievin, í norðurhluta Frakklands, í gær. Þess var minnst að 40 ár eru liðin frá námuslysi sem varð 42 manns að bana þann 27. desember 1974.

Ófærð í Frakklandi veldur miklu tjóni

Frönsk yfirvöld lýstu yfir appelsínugulu viðvörunarstigi um helgina vegna mikillar ófærðar. Algert umferðaröngþveiti varð í Frönsku ölpunum. Ökumaður lést þegar hann rann á vegi og ók bíl sínum niður í gil. Frosthörkur eru víða í Evrópu.

Óttast að þrír sjómenn hafi farist

Sjómaður er fluttur í land eftir að björgunarskip kemur í höfn í Ravenna á Ítalíu. Óttast er að þrír sjómenn hafi farist þegar tyrkneskt flutningaskip sökk við strendur Ítalíu í gær. Skipið hafði rekist á annað skip. Vont veður var á miðunum þar sem skipin rákust saman.

Sjá næstu 50 fréttir