Fleiri fréttir

Strax rýnt í næstu varaforseta

Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí.

Erfið byrjun friðarviðræðna

Ekkert samkomulag náðist um dagskrá friðarviðræðna stríðandi fylkinga í Jemen á fundi í gær. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa alls um 6.500 fallið í borgarastyrjöldinni í landinu, þar af um 3.000 óbreyttir borgarar.

Vilja aðstoða þolendur kynferðisofbeldis

Norðurlandaráð hefur fengið stuðning Hægriflokksins við hugmynd um stofnun norræns samstarfsnets fyrir fólk sem glímir við síðbúnar afleiðingar kynferðisofbeldis. Tilmælum beint til norrænu ráðherranefndarinnar um aðgerðir.

Samkomulag um loftslagsmál undirritað í gær

Parísarsamkomulagið, samkomulag um loftslagsmál sem komist var að í París á síðasta ári, var undirritað í húsnæði Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Íslands.

Kallar Obama hálf-kenískan hræsnara

Borgarstjóri Lundúna er ekki hrifinn af afskiptum Bandaríkjaforseta af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um hvort landið skuli yfirgefa Evrópusambandið. Forsetinn hvetur til sameiningar og segir Bretland sterkara innan sambandsins.

Obama hvetur Breta til að yfirgefa ekki ESB

Barack Obama Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Bretlands í morgun og var varla lentur þegar hann var búinn að hrista verulega upp í deilunni um það hvort Bretar eigi að vera áfram í ESB eður ei. Obama skrifaði grein í Daily Telegraph sem birtist í morgun þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundar og samskipti Breta og Bandaríkjamanna.

Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag

Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku.

Vill umræðu um lögleiðingu fíkniefna

"Ég minntist á nauðsyn þess að byrja að ræða möguleikann á að lögleiða vægari fíkniefni á borð við maríjúana og þá fór eiginlega allt í háaloft,“ segir Bjarni Kárason Petersen varaþingmaður Færeyska Framsóknarflokksins í samtali við Fréttablaðið.

Xi tekur sér vald yfir hernum

Xi Jinping, forseti Kína, hefur tekið sér yfirvald yfir kínverska hernum. Frá þessu greindu ríkisfjölmiðlar Kína í gær. Mun Xi þá vera æðsti yfirmaður hersins og stýra ráði tólf annarra háttsettra herforingja.

Fölsuð vörumerki geta verið hagvexti skeinuhætt

Vörum frá fölsuðum vörumerkjum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og er markaðurinn fyrir vörurnar nú metinn á allt að 461 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 17.000 milljarða íslenskra króna, samkvæmt nýrri skýrslu frá efnahags- og framfarastofnuninni OECD.

Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump

Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu.

Þrír ákærðir í Flint

Saksóknarar segja von á fleiri ákærum vegna vatnsmengunarinnar í Flint í Bandaríkjunum.

Allt útlit fyrir forsetaslag Clinton og Trump

Eftir úrslit gærdagsins í forvalskosningu tveggja stærstu flokka Bandaríkjana fyrir forsetakosningarnar í ár virðist vera sem Bernie Sanders og Ted Cruz séu úr leik. Ekki er þó öll von úti enn.

Mikið undir hjá forsetaframbjóðendum í New York-fylki

Niðurstöður úr forvalskosningum í New York-fylki sem fram fór í gær gætu skipt sköpum fyrir frambjóðendur, en því er spáð í skoðanakönnunum að Hillary Clinton muni bera sigur úr býtum meðal demókrata en Donald Trump meðal repúblíkana.

Sjá næstu 50 fréttir