Fleiri fréttir

New Yorker birtir upptöku af fúkyrðaflaumi Scaramucci

Samskiptastjóri Hvíta hússins var látinn taka poka sinn eftir að hann jós úr reiðiskálum sínum með fúkyrðum við blaðamann New Yorker í síðustu viku. Tímaritið hefur birt upptöku af hluta samtals þeirra.

Apple gæti vikið fyrir Huawei

Tæknifyrirtækið Apple gæti vikið fyrir kínverska framleiðandanum Huawei sem annar stærsti snjallsímaframleiðandi heims á næstu misserum.

Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda

Þingmenn úr báðum flokkum í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram frumvörp sem myndu setja Donald Trump forseta stólinn fyrir dyrnar hyggist hann reyna að láta reka sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs hans við Rússa.

UNESCO vill byggja Gömlu borgina í Aleppó upp eftir teikningum

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, vill byggja hina svokölluðu Gömlu borg í Aleppó upp á ný. Borgin er í rústum eins og stendur vegna sýrlensku borgarastyrjaldarinnar. Þúsundir borgara hafa látið lífið í átökum og margfalt fleiri hafa flúið borgina.

Forsætisráðherra Rússlands segir Trump niðurlægðan

Bandaríkjaforseti skrifaði ósáttur undir nýjar þvinganir gegn Rússum. Fulltrúadeild þingsins beri ábyrgð á versnandi sambandi við Rússland. Forsætisráðherra Rússa segir þvinganirnar algjöra stríðsyfirlýsingu.

Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela

Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn.

Eldur logar í Kyndlinum

Slökkviliðsmenn í Dúbaí glíma nú við eldsvoða í skýjakljúfinum Kyndlinum. Búið er að rýma háhýsið.

Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur

Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars.

Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn

Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Sakaðir um að láta Liu Xia hverfa

Ég krefst þess að yfirvöld Kína sanni tafarlaust að að Liu Xia sé á lífi og hún hafi óhindraðan aðgang að fjölskyldu sinni, vinum, lögmanni og alþjóðasamfélaginu.“

„Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi

Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða.

Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland

Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu.

Bók á leiðinni frá James Comey

James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI sem Donald Trump rak vegna rannsóknar á tengslum við Rússa, ætlar að gefa út bók á næsta ári. Hún er sögð munu innihalda frásagnir sem ekki hafa verið birtar áður.

ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela

Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um.

Síðasta embættisverki Filippusar prins lokið

Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, tók þátt í sinni síðustu opinberu athöfn í dag. Hann hefur mætt á yfir tuttugu þúsund viðburði frá árínu 1952.

Björguðu erni frá drukknun

Sjómenn í Maine í Bandaríkjunum rákust á skallaörn á floti í Atlantshafinu sem virtist örmagna.

Kanadamenn fá aðstoð í baráttunni við skógarelda

Slökkviliðsmenn frá bæði Bandaríkjunum og Mexíkó koma til Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada síðar í vikunni til að aðstoða í baráttu Kanadamanna við skógareldana sem hafa herjað á íbúa fylkisins síðustu mánuði.

Örlög forseta Brasilíu ráðast í dag

Brasilíska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort að draga eigi Michel Temer, forseta landsins, fyrir dómstóla vegna ásakana um mútuþægni.

Sjá næstu 50 fréttir