Fleiri fréttir

Christopher Wray nýr forstjóri FBI

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld með 92 atkvæðum gegn 5 að Christopher Wray taki við starfi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.

NATO stöðvaði rússneskar herþotur nærri Eistlandi

Orrustuþotur frá Spáni og Finnlandi voru sendar til móts við þrjár rússneskar herflugvélar sem voru á flugi nærri lofthelgi Eistlands. Árekstrar á milli Rússa og NATO-ríkja af þessu tagi hafa orðið tíðari með vaxandi spennu á milli þeirra.

„Latur anarkisti“ gabbaði Hvíta húsið með gervipóstum

Heimavarnaráðgjafi Trump og nýrekinn samskiptastjóri Hvíta hússins voru á meðal þeirra sem bitu á agn bresks tölvuþrjóts um helgina. Sá fyrrnefndi fer meðal annars með netöryggismál. Hann gaf tölvuþrjótinum upp persónulegt tölvupóstfang sitt að fyrra bragði.

Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa

Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni.

Mannfall í sprengingu í mosku í Afganistan

Tuttugu manns í það minnsta eru látnir eftir sprengingu í mosku sjíamúslima í borginni Herat í Afganistan. Embættismenn í borginni telja líklegt að tala látinna eigi eftir að hækka.

Þrír drepnir í dómshúsi í Moskvu

Saksóknarinn segir að réttarhöld hafi staðið yfir í máli fimm manna og hafi þeir verið skotnir eftir að hafa reynt að hrifsa til sín skotvopn frá öryggisvörðum og taka menn í gíslingu.

Grófu upp forna styttu

Fornleifafræðingar komu auga á styttuna á laugardaginn er þeir voru við rannsóknir á Angkor-svæðinu.

Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns

Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu.

Möguleikarnir á að forðast hættulega hlýnun hverfandi

Niðurstöður nýrra rannsókna benda til þess að líkurnar á að mönnum takist að halda hlýnun jarðar innan hættumarka séu afar litlar. Ekki er þó öll nótt úti enn grípi þjóðir heims til markvissra aðgerða.

Dagar „kjaftæðisins“ í Hvíta húsinu sagðir liðnir

Hvíta húsið segir að Donald Trump forseti hafi talið orðfæri fyrrverandi samskiptastjóra síns ekki viðeigandi fyrir mann í hans stöðu. Heimildamenn CNN segja þó að forsetanum hafi aðallega mislíkað að samskiptastjórinn hafi orðið miðpunktur athygli fjölmiðla frekar en hann sjálfur.

Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela

Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd.

Pence ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Eystrasaltslöndin

Varaforseti Bandaríkjanna kallaði Rússa stærstu öryggisógnina sem steðjar að Eystrasaltslöndunum í opinberri heimsókn þar í dag. Tók hann af öll tvímæli um að Bandaríkjamenn kæmu löndunum til varnar gegn yfirgangi nágrannanna í austri.

Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna

Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda.

Einn ákærður fyrir nauðgun

Annar tveggja manna sem gefið er að sök að hafa nauðgað fjórtán ára stúlku hefur verið ákærður. Manninum sem stúlkan segir að hafi nauðgað sér seinna sama kvöld hefur verið sleppt úr haldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Kínverjar spenna vöðvana

Forseti Kína, sagði ríkinu nauðsynlegt að byggja fyrsta flokks herafla sem sigrað gæti alla óvini ríkisins.

Flugvallarstarfsmaður kýldi farþega sem hélt á barni

Flugvallarstarfsmaður á flugvellinum í Nice kýldi farþega í andlitið þegar hann leitaði svara vegna tafa sem urðu á flugi hans með Easy Jet flugfélaginu. Farþeginn var með litla barnið sitt í fanginu þegar flugvallarstarfsmaðurinn veitti honum höggið. The Guardian greinir frá þessu.

Sjá næstu 50 fréttir