Fleiri fréttir

„Við erum Rocky Bal­boa þessa heims­meistara­móts“

Marokkó hefur lokað nær öllum leiðum fyrir andstæðinga sína á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar og varð, eftir sigra á Spáni og Portúgal, fyrsta Afríkuþjóðin til að komast alla leið í undanúrslitin á HM.

Rodrygo bað Neymar afsökunar

Brasilíumenn eru enn að jafna sig eftir áfallið á föstudaginn þegar Króatar slógu þá út úr átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Katar.

Segir Gísla og Ómar Inga tvo af fimm bestu leikmönnum heims

Stefan Kretzschmar, fyrrverandi leikmaður Magdeburg og þýska handboltalandsliðsins, sparaði ekki hrósið í garð íslensku landsliðsmannanna hjá Magdeburg eftir sigurinn á Füchse Berlin, 31-32, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Frúin hágrátandi fyrst en fagnar nú viðveru á heimilinu

Lífið tók óvænta beygju hjá Martin Hermannssyni þegar hann sleit krossband í vor eftir að hafa farið nánast meiðslalaus í gegnum allan sinn feril. Meiðslin hafa gefið honum nýja sýn og veitt honum tækifæri til að njóta lífsins án erilsins og ferðalaganna sem fylgja lífi atvinnumanns í körfubolta.

Umdeildur dómari sendur heim af HM

Spænski dómarinn Mateu Lahoz dæmir ekki fleiri leiki á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar þrátt fyrir að það séu fjórir leikir eftir og Spánverjar úr leik.

„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta.

Efast um að það sé nokkuð gaman að vera leikmaður Stjörnunnar í dag

„Ég held að það sé ekkert voðalega skemmtilegt að vera leikmaður í Stjörnunni núna, það er bara þungt yfir þessu einhvernveginn,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í síðasta þætti þar sem meðal annars var farið yfir gengi Stjörnuliðsins undanfarnar vikur.

Lovísa í norsku úrvalsdeildina

Landsliðskonan Lovísa Thompson er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Tertnes. Lovísa er samningsbunin Val, en verður á láni hjá norska félaginu út tímabilið.

„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið.

Haukar og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum

Haukar og Stjarnan urðu í kvöld tvö seinustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Grindavík, 66-64, og 1. deildarlið Stjörnunnar hafði betur gegn Subway-deildarliði ÍR, 84-92. Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar og eiga því enn möguleika á að verja titilinn.

Dagný bætti upp fyrir vítaklúður og Sara lagði upp á Ítalíu

Íslenskar landsliðskonur voru áberandi í nokkrum af stærstu deildum Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir skoraði í 0-2 útisigri West Ham í ensku Ofurdeildinni og Sara Björk Gunnarsdóttir lagði upp í 2-4 útisigri Juventus í ítölsku A-deildinni.

Eyjamenn úr leik eftir tap í Prag

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir sjö marka tap gegn Dukla Prag í kvöld, 32-25. Eyjamenn unnu fyrri leik liðanna með einu marki og töpuðu því einvíginu samtals með sex marka mun.

Aron skoraði tvö er Álaborg tyllti sér á toppinn

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Álaborg er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-24. Með sigrinum komu Aron og félagar sér á topp deildarinnar.

Bikarmeistararnir í undanúrslit

Bikarmeistarar Stjörnunnar urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta er liðið vann sex stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms, 98-92.

Óskar Örn genginn til liðs við Grindavík

Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

„Finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu“

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans.

Ten Hag vill sóknar­mann í janúar

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, vill fá inn sóknarmann í stað Cristiano Ronaldo þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Jafnt í slagnum um Manchester

Manchester City og Manchester United áttust við í efstu deild kvenna í fótbolta á Englandi í dag. Gestirnir í United hafa leikið einkar vel á þessari leiktíð en höfðu ekki enn unnið nágranna sína í deildarleik. Það breyttist ekki í dag þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Viktor Gísli kosinn efni­legasti mark­vörður heims

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í dag valinn efnilegasti markvörður heims af vefnum Handball Planet. Þá var hann í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn í heimi, sama hvar þeir spila á vellinum.

Þriggja marka sigur Vals dugði ekki

Valur vann þriggja marka sigur ytra á spænska liðinu Elche í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 18-21. Það dugði þó ekki til þar sem Valur tapaði fyrri leik liðanna með fimm marka mun.

Karó­lína Lea loks að snúa til baka: „And­­lega hef ég aldrei verið betri“

Eftir að hafa verið meidd í alltof langan tíma og spilað í gegnum téð meiðsli á Evrópumótinu síðasta sumar varð landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að taka sér dágóða pásu frá fótbolta en hún er loks byrjuð að æfa aftur og stefnir á að geta byrjað að spila á fullu með Bayern München fyrr heldur en seinna.

Aftur geta Króatar gert hið ó­mögu­lega

Annað heimsmeistaramótið í röð er karlalandsliðið Króatíu komið í undanúrslit. Fyrir þjóð sem telur rétt tæplega fjórar milljónir er um magnað afrek að ræða. 

Skvettubræður slökktu í Boston | Jokić dró vagninn að venju

Alls fóru átta leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar má helst nefna stórleik meistara Golden State Warriors og besta liðs deildarinnar, Boston Celtics. Nikola Jokić var frábær í leik Denver Nuggets og Utah Jazz á sama tíma og Chicago Bulls skoraði 144 stig gegn Dallas Mavericks

„Ég bara get ekki útskýrt af hverju“

Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir er án félags þessa stundina eftir að samningur hennar við sænska liðið Örebo rann út um síðustu mánaðamót. Berglind vakti mikla athygli undir lok síðasta tímabils í Svíþjóð þegar hún fór óvænt að raða inn mörkum sem framherji Örebro, eftir að hafa leikið sem miðvörður félagsins allar götur fram að því.

Ten Hag: Við vildum halda Ronaldo

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir það hafa verið ákvörðun Ronaldo að yfirgefa félagið. Ten Hag hefði sjálfur verið til í að hafa Ronaldo lengur hjá félaginu, þangað til hann fór í viðtalið umdeilda við Piers Morgan.

Englendingar æfir út í dómgæsluna

Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu.

Sjá næstu 50 fréttir