Fleiri fréttir

Ronaldo kvartar - Orðsporið fer með hann

Cristiano Ronaldo kvartar og kveinar í fjölmiðlum í dag yfir meðferðinni sem hann hlaut í leiknum gegn Fílabeinsströndinni. Kappanum fannst hann ekki fá næga vernd hjá dómurunum.

Torres á bekknum hjá Spáni í dag

Allar líkur eru á því að Fernando Torres verði að verma varamannabekk Spánverja í Suður-Afríku. Evrópumeistararnir hefja leik í dag, gegn Sviss klukkan 14.00.

Markaveisla meistara Vals - myndasyrpa

Íslands- og bikarmeistarar Vals í kvennafótboltanum sýndu mátt sinn á Vodfone-vellinum í gær þegar Valskonur unnu 10-0 sigur á Aftureldingu í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Ásgrímur Helgi: Þetta er bara slys

„Nákvæmlega ekki neitt hægt að segja eftir svona leik. Við vorum hreinlega bara ekki með hér í kvöld," sagði Ásgrímur Helgi Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir að hans lið steinlá 10-0 fyrir Val í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Úrslit kvöldsins í Pepsi-deild kvenna

Eftir tvö jafntefli í röð sýndu Valskonur mátt sinn í 10-0 risasigri á Aftureldingu á Vodafone-vellinum í kvöld. Blikastúlkur komust aftur upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á botnliði FH.

Brasilíumenn í vandræðum með Norður-Kóreu en unnu 2-1

Brasilíumenn unnu 2-1 sigur á Norður-Kóreu í fyrsta leik sínum á HM í Suður-Afríku. Norður-Kóreumenn komu mörgum á óvart með góðri frammistöðu og það er ljóst á leiknum í kvöld að Norður-Kórea er sýnd veiði en ekki gefin í dauðariðlinum.

Andres Iniesta getur spilað með Spánverjum á morgun

Spánverjar eiga að geta teflt fram sínu besta liði í fyrsta leik sínum á HM í Suður-Afríku á morgun en Evrópumeistararnir mæta þá Svisslendingum. Andres Iniesta er orðinn góður af meiðslunum og því tilbúinn í leikinn.

Stefnir í nýtt met í markaleysi á HM

Það hafa aðeins verið skoruð 20 mörk í fyrstu 13 leikjunum á HM í Suður-Afríku eftir markalaust jafntefli Fílabeinsstrandarinnar og Portúgal í dag. Þetta gerir aðeins 1,54 mörk að meðaltali í leik sem er langt undir metinu í markaleysi sem er síðan á HM á Ítalíu 1990.

Mesut Özil minnir Franz Beckenbauer á Lionel Messi

Franz Beckenbauer er ávallt áberandi í þýskum fjölmiðlum þegar stórmót eru í gangi enda búinn að vinna heimsmeistraratitilinn bæði sem leikmaður og þjálfari. Keisarinn sparar ekki rósið til sinna manna eftir 4-0 stórsigur á Ástralíu í fyrsta leik.

Markalaust hjá Portúgal og Fílabeinsströndinni

Portúgal og Fílabeinsströndin gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leiknum í "dauðariðlinum" og í enn einum leiknum sem veldur miklum vonbrigðum á HM í Suður-Afríku. Þetta var einn af leikjunum sem áttu að kveikja í keppninni en uppskeran var bragðdaufur leikur með fáum marktækifærum.

Buffon nær næsta leik Ítala

Gianluigi Buffon ætlar að spila næsta leik Ítala þrátt fyrir að fara af velli í leiknum gegn Paragvæ í gær í hálfleik. Buffon er meiddur í baki.

Beckenbauer gagnrýnir leikstíl Englands

Enska landsliðið spilar ekki skemmtilegasta fótbolta í heimi. Franz Beckenbauer gengur þó enn lengra en þessi saklausa setning og segir opnunarleik Englands ekki hafa átt neitt skylt við fótbolta.

FH-risinn er vaknaður á ný - myndasyrpa

FH-ingar eru á góðri leið í Pepsi-deild karla eftir 3-2 sigur á KR í Kaplakrika í gær í uppgjöri tveggja efstu liðanna á síðasta tímabili.

Þorvaldur Örlygsson: Gott að komast aftur á sigurbraut

Framarar skutust á topp Pepsi-deildar karla eftir , 2-1, sigur gegn Stjörnunni á Laugardalsvellinum í kvöld. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, hefur verið að ná frábærum árangri með Framliðið undanfarin ár, en það eru 18 ár síðan að Framarar trónuðu á toppi Íslandsmótsins.

Ívar: Ekkert lið hefur orðið Íslandsmeistari í júní

Ívar Björnsson, leikmaður Fram, átti frábæran leik þegar Framarar sigruðu Stjörnuna ,2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld á Laugardalsvellinum. Ívar hefur verið iðinn við kolann í sumar þegar kemur að því að skora mörk, en hann hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deild karla í sumar.

Andri : Við fundum nasaþefinn af sigrinum.

Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði niður 1-0 forskoti á 86. mínútu gegn Keflavík í kvöld en liðið var þá við það að vinna sinn fyrsta sigur í sumar.

Willum Þór: Eitt stig er betra en ekkert

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með stigið sem lið hans fékk eftir að hafa jafnað á síðustu stundu gegn nýliðum Hauka á Njarðtaksvelli í kvöld, en leikurinn endaði 1-1.

Matthías: Sérstaklega gaman að vinna KR

Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var kampakátur eftir sigurinn á KR í kvöld. Matthías átti fínan leik en FH-ingar spila betur með hverjum leik og áttu sinn besta leik í kvöld.

Guðmundur Reynir: Það eru allir fúlir

„Það eru gríðarleg vonbrigði að tapa þessum leik. Við stefndum á sigur í kvöld og koma okkur í leiðinni í efri hlutann. Það gekk ekki eftir því miður," sagði KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson eftir tapið gegn FH í Kaplakrika í kvöld.

Arnór: Ætlaði að skora

Blikinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson var ekki par sáttur með spilamennsku liðsins í síðari hálfleik í 2-3 tapinu gegn Grindvíkingum í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir