Fleiri fréttir Hress þrátt fyrir eltihrelli Ofur kynnirinn Ryan Seacrest virðist vera nokkuð hress þrátt að eltihrellir sem hefur verið að hrella hann upp á síðkastið hafi verið handtekinn í gær. Á twitter síðu sinni í dag er Ryan í góðu skapi, kannski vegna handtökunnar á manninum. 31.10.2009 20:24 Christofer Lee aðlaður í Buckinghamhöll Breski leikarinn Christofer Lee var aðlaður í Buckinghamhöll í Lundúnum í dag fyrir störf sín á leiklistarsviðinu. Það var Karl Bretaprins sem aðlaði hinn 87 ára gamla leikara sem leikið hefur í um 250 kvikmyndum á sextíu og eins árs löngum ferli sínum. 31.10.2009 15:25 Jordan seldi hundana hans Pete Líkt og flestir vita fór samband þeirra Peter Andre og módelsins Jordan í hundana fyrir skömmu. Í gær brjálaðist Peter síðan þegar hann komst að því að fyrrum eiginkonan hafði selt hundana hans. Hann óttast nú að fá aldrei aftur að sjá þá Hugo og Pepsi. 31.10.2009 13:02 Söfnunarátak Enza nær hámarki í Smáralind Söfnunarátak Enza hjálparsamtakanna nær hámarki í Smáralindinni í dag, laugardaginn 31. október, með fjölbreyttri dagskrá listamanna. Fram koma meðal annarra Friðrik Ómar og Jógvan, Sigga Beinteins, Stebbi og Eyfi og leikarar Borgarleikhússins flytja atriði úr Söngvaseið. Kynnir er Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Dagskráin stendur yfir frá klukkan 14-16. 31.10.2009 11:30 Heillaði allar stelpurnar - myndir „Helgi Björns kom auðvitað sterkur inn enda algjör sjarmör, hann heillar alltaf. Tískusýning var frá versluninni Þrír smárar og sýndu fallegar stúlkur allt það nýjasta í tískunni fyrir dömurnar þessi jólin," sagði Svansí eða Svanhildur Þórsteinsdóttir, sem var kynnir á árlegu konukvöldi í Blómaval, aðspurð hvernig til tókst. „Stemningin var mjög góð og afslöppuð og svo var humarsúpan auðvitað meiriháttar en hún var í boði í byrjun kvöldsins. Það var metaðsókn var á þetta konukvöld enda góðir afslættir af frábærum vörum í boði. Jólin eru svo sannarlega komin í Blómaval! Meðfylgjandi má skoða myndir frá konukvöldinu. 31.10.2009 08:30 Endurgalt forsetanum greiðann með málverkum „Ég held að hann hafi verið mjög ánægður. Kristján var ofsa góður maður,“ segir tónlistarmaðurinn og málarinn Gylfi Ægisson. 31.10.2009 08:00 Þóra tekur fram skóna á ný Sífellt færist í vöxt að konur taki sig saman og spili fótbolta. Hingað til hefur slíkt aðallega loðað við karlkynið en sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir telur kvenkynið alveg eins eiga rétt á þessum „heilaga“ tíma. 31.10.2009 07:00 Á toppnum í Færeyjum og á Íslandi „Mér finnst markmiðinu vera náð með þessu. Að kynna íslensk lög fyrir Færeyingum. Síðan er það næsta verkefni að koma færeyskum lögum á toppinn hér,“ segir Friðrik Ómar. 31.10.2009 07:00 Jónsi lærir íslensku „Mér fannst bara kominn sá tími í lífi mínu að ég þyrfti að fara að gera eitthvað krefjandi. Þess vegna fór ég í íslensku í Háskólanum,“ segir Jónsi í Í svörtum fötum. „Ég veit svo sem ekki hvort ég klára þetta, en þetta er mjög gaman. Ég var síðast í skóla einhvern tímann á síðustu öld og finnst ég hafa yngst rosalega upp við þetta. Mér líður eiginlega eins og fermingarbarni.“ 31.10.2009 07:00 Er ekki að fara á bak orða minna „Nei, ég tel ekki að ég sé að ganga á bak orða minna,“ segir Bubbi Morthens en eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær tekur Bubbi þátt í forkeppni Söngvakeppni Sjóvnvarpsins, Eurovision, ásamt nágranna sínum og vini, Óskari Páli Sveinssyni. Fræg ummæli Bubba frá árinu 2007 voru rifjuð upp í kjölfarið en þá sagðist hann aldrei ætla að taka þátt í Eurovision. Bubbi dregur aðeins í land með þessi orð. 31.10.2009 06:45 Ný mynd um Lennon Sagan um Bítlana og leið sveitarinnar til heimsfrægðar hefur nú þegar verið umfjöllunarefni nokkurra kvikmynda. Ein bætist við bráðlega. Hún heitir Nowhere Boy og er byggð á bók Júlíu Baird, hálfsystur Lennons, Imagine this: growing up with my brother John Lennon. 31.10.2009 05:30 Ljóðað í ljósvakanum Mönnum dettur sjaldnast í hug ljóð þegar kvikmyndir eru annars vegar. Samlíking listgreina er enda vafasöm. Listgreinar standa á sínu. Hitt er hverju orði sannara að tilraunamyndin er oft lík ljóði, stutt, grípur afmarkað svið umhverfis og tilfinningar með fáum gerendum. Það er því vel við hæfi að stuttmyndahátíð ungra höfunda kenni sig við ljósvakaljóð en hún verður haldin öðru sinni í næstu viku. Skilafrestur rennur út á mánudag en hátíðin er haldin í Norræna húsinu hinn 5. nóvember. Þeir sem vilja leggja nótt við dag og klára hálfkaraðar myndir eða handrit hafa því helgina. 31.10.2009 05:00 Lífið leikur við Britney Lífið virðist leika við Britney Spears þessa dagana. Söngkonan lauk nýverið vel lukkuðu tónleikaferðalagi og hefur fundið ástina á ný með umboðsmanni sínum, Jason Trawick. Móðir Spears er himinlifandi með piltinn, sem hefur víst verið stoð og stytta Spears síðustu ár. „Hann er yndislegur. Hann er traustur. Hann er maðurinn sem hver móðir mundi óska sér sem tengdason,“ sagði Lynne Spears, móðir Britney. 31.10.2009 05:00 Ljósvakaljóð haldin í fjórða sinn Ljósvakaljóð, stuttmyndahátíð ungs fólks, verður haldin í fjórða skiptið fimmtudaginn 5. nóvember í Norræna húsinu. Keppt verður um bestu stuttmyndina, besta frumsamda handritið og í annað skiptið verður keppt um bestu „pitch“-hugmyndina en sú keppni sló í gegn í fyrra. 31.10.2009 04:30 Sá ekki haka-krossinn Ljósmynd af hinni ungu söngkonu Taylor Swift hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum. Myndin var tekin í afmælisveislu söngkonunnar Kate Perry og á henni má sjá Swift og ungan pilt brosa fallega framan í ljósmyndarann. Það sem vekur athygli er að pilturinn klæðist skyrtu og er búið að mála stærðarinnar hakakross á hana að framanverðu. 31.10.2009 04:15 Heilbrigð stemning í tónleikahaldi á Íslandi Ein af afleiðingum bankahrunsins fyrir ári er að Íslendingar eru orðnir miklu þakklátari fyrir það sem hér er boðið upp á. Það er blússandi mæting á tónleika og listviðburði, enda fáir svo sem á leiðinni til erlendra heimsborga að berja heimsfræg atriði augum á meðan gengið er eins og það er. En eru tónleika- og listviðburðahaldarar að standa sig? Hefur miðaverð hækkað úr hófi? Er íslenskt verð samkeppnishæft við erlent? 31.10.2009 04:00 Tíbeskur búddamunkur fær ágóða nýrrar plötu Tónlistarkonan Anna Halldórsdóttir kom fyrir skömmu í tveggja vikna heimsókn til Íslands frá New York og tók upp sína þriðju sólóplötu. Allur ágóði rennur til samtakanna CED Orphanage sem tíbeskur búddamunkur rekur. 31.10.2009 04:00 Jackson grætur í einrúmi Joe Jackson, faðir poppgoðsins Michaels Jackson, sagði í viðtali við tímaritið Extra að sonur hans væri meira virði nú heldur en þegar hann var í lifanda lífi. „Hann er meira virði núna en þegar hann var á lífi. Ég mundi frekar vilja hafa hann hjá mér. Þegar hann var á lífi vildu fjölmiðlar ekki sýna hans innri mann,“ sagði höfuð Jackson-fjölskyldunnar. Ha 31.10.2009 04:00 Var gráti næst Söngkonan og X-factor-dómarinn Dannii Minogue spjallaði við Piers Morgan um lífið og tilveruna í nýlegu sjónvarpsviðtali. Þar segist söngkonan ávallt hafa trúað því að systir hennar, Kylie, mundi ná sér eftir krabbameinið. „Ég hugsaði aldrei út í það að hún gæti dáið. Maður gerir það einfaldlega ekki. Í hjarta mínu vissi ég að hún myndi sigra og að hún myndi ekki greinast aftur með þennan sjúkdóm,“ sagði söngkonan gráti næst. 31.10.2009 04:00 Kann vel við sig í New York Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur hefur verið búsett í New York síðastliðin tíu ár og starfað með ýmsum þekktum tónlistarmönnum, hönnuðum og listamönnum. Andrea nam förðun í París og útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2001. Hún er persónulegur förðunarfræðingur Bjarkar á tónleikaferðalögum og hefur einnig starfað með hönnuðum á borð við Threeasfour og Jeremy Scott. 31.10.2009 04:00 Hopper með krabbamein Leikarinn Dennis Hopper hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann hefur aflýst þátttöku sinni í listasýningu í Ástralíu vegna veikindanna. Hopper mun gangast undir meðferð í Kaliforníu og vonast umboðsmaður hans til að allt gangi að óskum. 31.10.2009 03:45 M-ið verður urðað „Ég hafði ekki leyfi til að láta neinn fá merkingarnar. Ég urða þær seinna,“ segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. sem rekur McDonald‘s á Íslandi. 31.10.2009 03:30 Ólafur setur mark sitt á söguna Veðurverkefni Ólafs Elíassonar er meðal þeirra hundrað fyrirbæra sem sett hafa mark sitt á menningarsögu fyrsta áratugar 21. aldarinnar að mati menningarskríbenta breska blaðsins The Telegraph. Listi yfir þessi fyrirbæri var birtur á vefsíðu blaðsins í gær og Ólafur settur í hóp með nokkuð sögulegum atburðum. Í formála greinarinnar kemur fram að þessi fyrsti áratugur einkennist fyrst og fremst af því að allir gátu sett fram skoðun sína 31.10.2009 03:30 Forseti klámkynslóðarinnar Hann er einn af fáum Íslendingum sem hefur lent í opinberu kynlífshneyksli og var í kjölfarið kallaður forseti klámkynslóðarinnar. Emmsjé Gauti, gjörið svo vel. 30.10.2009 10:00 Fær símhringingar að næturlagi vegna Fangavaktar „Kenneth Máni meinar vel og er góður strákur sem er auðvelt að plata í innbrot á alls kyns forsendum. Hann er hins vegar alltaf gæinn sem situr í súpunni og endar einn í handjárnum inni í lögreglubíl á meðan allir hinir sleppa,“ segir Björn Thors, sem farið hefur á kostum í hlutverki áðurnefnds Kenneths í Fangavaktinni. 30.10.2009 07:30 Bubbi Morthens í Eurovision „Við ákváðum þetta í fyrradag: Ég og Bubbi Morthens ætlum að semja saman lag og texta í Eurovision-forkeppnina,“ segir Óskar Páll Sveinsson, höfundur „Is It True“ sem Jóhanna Guðrún söng í annað sæti Eurovision í maí. Óskari var einum boðið að semja lag og fer það sjálfkrafa í forkeppnina með fjórtán lögum sem nú hafa verið valin úr 150 innsendum lögum. „Við erum ekkert farnir að spá mikið í þetta. Ætlum bara að velja flytjanda fyrst og semja svo lag og texta með hann í huga. Bubbi ætlar ekki að syngja þetta sjálfur, hann er alveg ákveðinn í því.“ 30.10.2009 07:00 Erpur ósáttur við Senu Fyrsta plata XXX Rottweiler kemst aðeins í 102. sæti á nýlegum lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar. Aðeins ein rappplata komst á lista yfir þær hundrað bestu, eða Jinx með Quarashi sem er í 54. sæti. 30.10.2009 06:30 Kennir Agli og Steingrími J. mannasiði „Þetta er ekkert gert til að drulla yfir menn. Maður er bara að fara yfir góða mannasiði sem mér finnst vanta,“ segir Egill „Þykki“ Einarsson, eða Gillzenegger, um væntanlega bók sína Mannasiðir Gillz. Þar skýtur hann föstum skotum að þjóðþekktum aðilum á borð við Egil Helgason, Steingrím J. Sigfússon, Haffa Haff og Bjarna töframann. „Ég neyddist til að minnast á Bjarna töframann,“ segir „Þykki“. „Þetta eru menn sem þyrftu á því að halda að skottast út í búð og ná sér í Mannasiðabókina.“ 30.10.2009 06:15 Fagnaðarfundir í útgáfuhófi Útgáfuhóf var haldið í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi til að fagna nýrri bók veðurfræðingsins Sigurðar Þ. Ragnarssonar og eiginkonu hans Hólmfríðar Þórisdóttur. 30.10.2009 06:00 Fjölskyldan frumsýnd í kvöld Í kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi nýlegt bandarískt leikverk, Ágúst í Osages-sýslu eftir Tracy Letts, sem í sviðsetningu Hilmis Snæs Guðnasonar er kallað Fjölskyldan. 30.10.2009 05:00 Nakti apinn flytur sig um set Tískuverslunin Nakti apinn verður opnuð á nýjum stað við Klapparstíg á morgun. Eigandi verslunarinnar, hönnuðurinn Sara María Júlíudóttir, stendur í ströngu við að standsetja nýja húsnæðið fyrir opnunina. „Okkur bauðst nýtt húsnæði mjög skyndilega og við ákváðum að stökkva á þetta. Við erum búin að vera í sama húsnæðinu í fimm ár en þar sem við erum með breyttar áherslur langaði okkur að breyta ímynd búðarinnar svolítið og verða þroskaðari og fullorðnari,“ segir Sara María. 30.10.2009 04:15 Bjóst við meiri sölu Söngvarinn Bono segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögðin við nýjustu plötu U2, No Line on the Horizon. Platan hefur selst í um 1,3 milljónum eintaka síðan hún kom út í mars, sem er lélegasti árangur U2-plötu í rúman áratug. 30.10.2009 04:00 Bobbinn á pöbb í Grafarvogi „Bobbinn er svolítið bældur og segir ekki neitt. Hann er mjög einfaldur og nær alltaf að klúðra málunum í þessari auglýsingu,“ segir Sigurður Þorkelsson sem túlkar Bobbann í auglýsingum Steinda Jr. fyrir Sjóvá. 30.10.2009 04:00 Kyssir aðeins kærastann Breska X-Factor stjarnan Leona Lewis neitaði Chace Crawford, úr þáttunum Gossip Girl, um koss í nýju tónlistarmyndbandi sínu. Lewis segist ekki vilja kyssa aðra karlmenn af tillitssemi við kærasta sinn, Lou Al-Chamaa. 30.10.2009 04:00 Forsala á Svörtuloftum í Iðu „Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af fyllibyttunum, við verðum lítið vör við þær hér í Lækjargötunni. Ætli birtan hjálpi okkur ekki, þær leita ekki mikið hingað,“ segir Arndís Sigurgeirsdóttir, verslunarstjóri í bókaversluninni Iðu. Sérstök forsala verður á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Svörtuloftum, á miðnætti á laugardagskvöld. Á sömu stundu er einmitt að renna mesta brennivínsæðið á Íslendinga í miðborginni. „Við höfum gert þetta áður með Harry Potter. Það var að vísu að sumarlagi, en 7-9-13, þetta mun ganga vel,“ segir Arndís. 30.10.2009 03:45 Hafði ekki tíma til að sukka Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar söngvara eftir Jón Ólafsson kemur út um miðjan nóvember. Jón kann vel við sig í þessu hlutverki. 30.10.2009 03:45 Besti hrekkjavökubúningurinn - myndband Hin svokallaða hrekkjavaka vekur yfirleitt mikla athygli í Bandaríkjunum. Þá keppast kanarnir við að klæða sig í búninga og toppa hvern annan. Hrekkjavakan er alltaf 31.október og því eru margir búnir að setja sig í stellingar. 29.10.2009 13:30 Hugleikur þreytir frumraun sína í uppistandi Skopteiknarinn og leikskáldið Hugleikur Dagsson mun koma fram á uppistandskvöldi á Batterínu (Gamla Organ) í kvöld, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Hugleikur gerir slíkt. Hann mun þar koma í stað Árna Vilhjálmssonar sem er hluti af grínhópnum Mið-Ísland, en Árni verður fjarri góðu gamni í kvöld. Hugleikur var fámáll þegar Vísir náði af honum tali. 29.10.2009 12:30 Ívar Guðmunds og Arnar Grant leika hest „Við erum svolítið að skjóta á sjálfa okkur,“ segir útvarpsmaðurinn og fitness-tröllið Ívar Guðmundsson. 29.10.2009 07:00 Í stíl við rómantískar jólamyndir „Þetta er bara svo fín klassík. Kvikmyndaplaköt eru hálfgerðar hækur, þau eru svo stíf í formi,” segir Anna María Karlsdóttir hjá Ljósbandinu sem framleiðir kvikmyndina Desember en hún verður frumsýnd hinn 6. nóvember. Leikstjóri er Hilmar Oddsson en með aðalhlutverkin fara þau Tómas Lemarquis og Lovísa Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low. 29.10.2009 06:30 Fóru á Jackson-forsýningu Útvarpsþátturinn Zúúber stóð fyrir forsýningu á Michael Jackson-myndinni This Is It í Smárabíói í gær. Mikil eftirvænting hefur verið eftir myndinni, sem var gerð eftir fráfall popparans. 29.10.2009 06:00 Nornir mæta á Nasa „Páll Óskar sagðist ætla að taka á móti okkur í anddyrinu. Hann sagðist ætla að gera eins vel við okkur og hægt væri og ég veit að hann bregst ekki,“ segir Sirrý Sigfúsdóttir spákona, eða Sirrý spá. Yfir tuttugu nornir í 29.10.2009 04:30 Ísland í aðalhlutverki hjá Metropolitan Ísland verður í forgrunni í uppfærslu Metropolitan-óperunnar í New York á Niflungahring Richards Wagner. Þetta upplýsir leikstjóri sýningarinnar, hinn virti Robert Lepage, í viðtali við Wall Street Journal. 29.10.2009 04:00 Feitustu plöturnar fyrir jól Eins og hér stíla plötuútgefendur erlendis upp á að mæta með burðugar hljómplötur á síðustu mánuðunum fyrir jól. Nokkrar plötur sem eru vænlegar til að gera góða hluti á vinsældalistum og hjá gagnrýnendum eru handan við hornið. Dr. Gunni kannaði málið. 29.10.2009 04:00 Bridges og Coen saman á ný Jeff Bridges mun að öllum líkindum leika fyrir Coen-bræður á nýjan leik í myndinni True Grit. Hún er endurgerð samnefnds vestra frá 1969 og myndi Bridges feta í fótspor Johns Wayne í hlutverki kúrekans Reuben J. „Rooster“ Cogburn. 29.10.2009 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hress þrátt fyrir eltihrelli Ofur kynnirinn Ryan Seacrest virðist vera nokkuð hress þrátt að eltihrellir sem hefur verið að hrella hann upp á síðkastið hafi verið handtekinn í gær. Á twitter síðu sinni í dag er Ryan í góðu skapi, kannski vegna handtökunnar á manninum. 31.10.2009 20:24
Christofer Lee aðlaður í Buckinghamhöll Breski leikarinn Christofer Lee var aðlaður í Buckinghamhöll í Lundúnum í dag fyrir störf sín á leiklistarsviðinu. Það var Karl Bretaprins sem aðlaði hinn 87 ára gamla leikara sem leikið hefur í um 250 kvikmyndum á sextíu og eins árs löngum ferli sínum. 31.10.2009 15:25
Jordan seldi hundana hans Pete Líkt og flestir vita fór samband þeirra Peter Andre og módelsins Jordan í hundana fyrir skömmu. Í gær brjálaðist Peter síðan þegar hann komst að því að fyrrum eiginkonan hafði selt hundana hans. Hann óttast nú að fá aldrei aftur að sjá þá Hugo og Pepsi. 31.10.2009 13:02
Söfnunarátak Enza nær hámarki í Smáralind Söfnunarátak Enza hjálparsamtakanna nær hámarki í Smáralindinni í dag, laugardaginn 31. október, með fjölbreyttri dagskrá listamanna. Fram koma meðal annarra Friðrik Ómar og Jógvan, Sigga Beinteins, Stebbi og Eyfi og leikarar Borgarleikhússins flytja atriði úr Söngvaseið. Kynnir er Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Dagskráin stendur yfir frá klukkan 14-16. 31.10.2009 11:30
Heillaði allar stelpurnar - myndir „Helgi Björns kom auðvitað sterkur inn enda algjör sjarmör, hann heillar alltaf. Tískusýning var frá versluninni Þrír smárar og sýndu fallegar stúlkur allt það nýjasta í tískunni fyrir dömurnar þessi jólin," sagði Svansí eða Svanhildur Þórsteinsdóttir, sem var kynnir á árlegu konukvöldi í Blómaval, aðspurð hvernig til tókst. „Stemningin var mjög góð og afslöppuð og svo var humarsúpan auðvitað meiriháttar en hún var í boði í byrjun kvöldsins. Það var metaðsókn var á þetta konukvöld enda góðir afslættir af frábærum vörum í boði. Jólin eru svo sannarlega komin í Blómaval! Meðfylgjandi má skoða myndir frá konukvöldinu. 31.10.2009 08:30
Endurgalt forsetanum greiðann með málverkum „Ég held að hann hafi verið mjög ánægður. Kristján var ofsa góður maður,“ segir tónlistarmaðurinn og málarinn Gylfi Ægisson. 31.10.2009 08:00
Þóra tekur fram skóna á ný Sífellt færist í vöxt að konur taki sig saman og spili fótbolta. Hingað til hefur slíkt aðallega loðað við karlkynið en sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir telur kvenkynið alveg eins eiga rétt á þessum „heilaga“ tíma. 31.10.2009 07:00
Á toppnum í Færeyjum og á Íslandi „Mér finnst markmiðinu vera náð með þessu. Að kynna íslensk lög fyrir Færeyingum. Síðan er það næsta verkefni að koma færeyskum lögum á toppinn hér,“ segir Friðrik Ómar. 31.10.2009 07:00
Jónsi lærir íslensku „Mér fannst bara kominn sá tími í lífi mínu að ég þyrfti að fara að gera eitthvað krefjandi. Þess vegna fór ég í íslensku í Háskólanum,“ segir Jónsi í Í svörtum fötum. „Ég veit svo sem ekki hvort ég klára þetta, en þetta er mjög gaman. Ég var síðast í skóla einhvern tímann á síðustu öld og finnst ég hafa yngst rosalega upp við þetta. Mér líður eiginlega eins og fermingarbarni.“ 31.10.2009 07:00
Er ekki að fara á bak orða minna „Nei, ég tel ekki að ég sé að ganga á bak orða minna,“ segir Bubbi Morthens en eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær tekur Bubbi þátt í forkeppni Söngvakeppni Sjóvnvarpsins, Eurovision, ásamt nágranna sínum og vini, Óskari Páli Sveinssyni. Fræg ummæli Bubba frá árinu 2007 voru rifjuð upp í kjölfarið en þá sagðist hann aldrei ætla að taka þátt í Eurovision. Bubbi dregur aðeins í land með þessi orð. 31.10.2009 06:45
Ný mynd um Lennon Sagan um Bítlana og leið sveitarinnar til heimsfrægðar hefur nú þegar verið umfjöllunarefni nokkurra kvikmynda. Ein bætist við bráðlega. Hún heitir Nowhere Boy og er byggð á bók Júlíu Baird, hálfsystur Lennons, Imagine this: growing up with my brother John Lennon. 31.10.2009 05:30
Ljóðað í ljósvakanum Mönnum dettur sjaldnast í hug ljóð þegar kvikmyndir eru annars vegar. Samlíking listgreina er enda vafasöm. Listgreinar standa á sínu. Hitt er hverju orði sannara að tilraunamyndin er oft lík ljóði, stutt, grípur afmarkað svið umhverfis og tilfinningar með fáum gerendum. Það er því vel við hæfi að stuttmyndahátíð ungra höfunda kenni sig við ljósvakaljóð en hún verður haldin öðru sinni í næstu viku. Skilafrestur rennur út á mánudag en hátíðin er haldin í Norræna húsinu hinn 5. nóvember. Þeir sem vilja leggja nótt við dag og klára hálfkaraðar myndir eða handrit hafa því helgina. 31.10.2009 05:00
Lífið leikur við Britney Lífið virðist leika við Britney Spears þessa dagana. Söngkonan lauk nýverið vel lukkuðu tónleikaferðalagi og hefur fundið ástina á ný með umboðsmanni sínum, Jason Trawick. Móðir Spears er himinlifandi með piltinn, sem hefur víst verið stoð og stytta Spears síðustu ár. „Hann er yndislegur. Hann er traustur. Hann er maðurinn sem hver móðir mundi óska sér sem tengdason,“ sagði Lynne Spears, móðir Britney. 31.10.2009 05:00
Ljósvakaljóð haldin í fjórða sinn Ljósvakaljóð, stuttmyndahátíð ungs fólks, verður haldin í fjórða skiptið fimmtudaginn 5. nóvember í Norræna húsinu. Keppt verður um bestu stuttmyndina, besta frumsamda handritið og í annað skiptið verður keppt um bestu „pitch“-hugmyndina en sú keppni sló í gegn í fyrra. 31.10.2009 04:30
Sá ekki haka-krossinn Ljósmynd af hinni ungu söngkonu Taylor Swift hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum. Myndin var tekin í afmælisveislu söngkonunnar Kate Perry og á henni má sjá Swift og ungan pilt brosa fallega framan í ljósmyndarann. Það sem vekur athygli er að pilturinn klæðist skyrtu og er búið að mála stærðarinnar hakakross á hana að framanverðu. 31.10.2009 04:15
Heilbrigð stemning í tónleikahaldi á Íslandi Ein af afleiðingum bankahrunsins fyrir ári er að Íslendingar eru orðnir miklu þakklátari fyrir það sem hér er boðið upp á. Það er blússandi mæting á tónleika og listviðburði, enda fáir svo sem á leiðinni til erlendra heimsborga að berja heimsfræg atriði augum á meðan gengið er eins og það er. En eru tónleika- og listviðburðahaldarar að standa sig? Hefur miðaverð hækkað úr hófi? Er íslenskt verð samkeppnishæft við erlent? 31.10.2009 04:00
Tíbeskur búddamunkur fær ágóða nýrrar plötu Tónlistarkonan Anna Halldórsdóttir kom fyrir skömmu í tveggja vikna heimsókn til Íslands frá New York og tók upp sína þriðju sólóplötu. Allur ágóði rennur til samtakanna CED Orphanage sem tíbeskur búddamunkur rekur. 31.10.2009 04:00
Jackson grætur í einrúmi Joe Jackson, faðir poppgoðsins Michaels Jackson, sagði í viðtali við tímaritið Extra að sonur hans væri meira virði nú heldur en þegar hann var í lifanda lífi. „Hann er meira virði núna en þegar hann var á lífi. Ég mundi frekar vilja hafa hann hjá mér. Þegar hann var á lífi vildu fjölmiðlar ekki sýna hans innri mann,“ sagði höfuð Jackson-fjölskyldunnar. Ha 31.10.2009 04:00
Var gráti næst Söngkonan og X-factor-dómarinn Dannii Minogue spjallaði við Piers Morgan um lífið og tilveruna í nýlegu sjónvarpsviðtali. Þar segist söngkonan ávallt hafa trúað því að systir hennar, Kylie, mundi ná sér eftir krabbameinið. „Ég hugsaði aldrei út í það að hún gæti dáið. Maður gerir það einfaldlega ekki. Í hjarta mínu vissi ég að hún myndi sigra og að hún myndi ekki greinast aftur með þennan sjúkdóm,“ sagði söngkonan gráti næst. 31.10.2009 04:00
Kann vel við sig í New York Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur hefur verið búsett í New York síðastliðin tíu ár og starfað með ýmsum þekktum tónlistarmönnum, hönnuðum og listamönnum. Andrea nam förðun í París og útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2001. Hún er persónulegur förðunarfræðingur Bjarkar á tónleikaferðalögum og hefur einnig starfað með hönnuðum á borð við Threeasfour og Jeremy Scott. 31.10.2009 04:00
Hopper með krabbamein Leikarinn Dennis Hopper hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann hefur aflýst þátttöku sinni í listasýningu í Ástralíu vegna veikindanna. Hopper mun gangast undir meðferð í Kaliforníu og vonast umboðsmaður hans til að allt gangi að óskum. 31.10.2009 03:45
M-ið verður urðað „Ég hafði ekki leyfi til að láta neinn fá merkingarnar. Ég urða þær seinna,“ segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. sem rekur McDonald‘s á Íslandi. 31.10.2009 03:30
Ólafur setur mark sitt á söguna Veðurverkefni Ólafs Elíassonar er meðal þeirra hundrað fyrirbæra sem sett hafa mark sitt á menningarsögu fyrsta áratugar 21. aldarinnar að mati menningarskríbenta breska blaðsins The Telegraph. Listi yfir þessi fyrirbæri var birtur á vefsíðu blaðsins í gær og Ólafur settur í hóp með nokkuð sögulegum atburðum. Í formála greinarinnar kemur fram að þessi fyrsti áratugur einkennist fyrst og fremst af því að allir gátu sett fram skoðun sína 31.10.2009 03:30
Forseti klámkynslóðarinnar Hann er einn af fáum Íslendingum sem hefur lent í opinberu kynlífshneyksli og var í kjölfarið kallaður forseti klámkynslóðarinnar. Emmsjé Gauti, gjörið svo vel. 30.10.2009 10:00
Fær símhringingar að næturlagi vegna Fangavaktar „Kenneth Máni meinar vel og er góður strákur sem er auðvelt að plata í innbrot á alls kyns forsendum. Hann er hins vegar alltaf gæinn sem situr í súpunni og endar einn í handjárnum inni í lögreglubíl á meðan allir hinir sleppa,“ segir Björn Thors, sem farið hefur á kostum í hlutverki áðurnefnds Kenneths í Fangavaktinni. 30.10.2009 07:30
Bubbi Morthens í Eurovision „Við ákváðum þetta í fyrradag: Ég og Bubbi Morthens ætlum að semja saman lag og texta í Eurovision-forkeppnina,“ segir Óskar Páll Sveinsson, höfundur „Is It True“ sem Jóhanna Guðrún söng í annað sæti Eurovision í maí. Óskari var einum boðið að semja lag og fer það sjálfkrafa í forkeppnina með fjórtán lögum sem nú hafa verið valin úr 150 innsendum lögum. „Við erum ekkert farnir að spá mikið í þetta. Ætlum bara að velja flytjanda fyrst og semja svo lag og texta með hann í huga. Bubbi ætlar ekki að syngja þetta sjálfur, hann er alveg ákveðinn í því.“ 30.10.2009 07:00
Erpur ósáttur við Senu Fyrsta plata XXX Rottweiler kemst aðeins í 102. sæti á nýlegum lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar. Aðeins ein rappplata komst á lista yfir þær hundrað bestu, eða Jinx með Quarashi sem er í 54. sæti. 30.10.2009 06:30
Kennir Agli og Steingrími J. mannasiði „Þetta er ekkert gert til að drulla yfir menn. Maður er bara að fara yfir góða mannasiði sem mér finnst vanta,“ segir Egill „Þykki“ Einarsson, eða Gillzenegger, um væntanlega bók sína Mannasiðir Gillz. Þar skýtur hann föstum skotum að þjóðþekktum aðilum á borð við Egil Helgason, Steingrím J. Sigfússon, Haffa Haff og Bjarna töframann. „Ég neyddist til að minnast á Bjarna töframann,“ segir „Þykki“. „Þetta eru menn sem þyrftu á því að halda að skottast út í búð og ná sér í Mannasiðabókina.“ 30.10.2009 06:15
Fagnaðarfundir í útgáfuhófi Útgáfuhóf var haldið í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi til að fagna nýrri bók veðurfræðingsins Sigurðar Þ. Ragnarssonar og eiginkonu hans Hólmfríðar Þórisdóttur. 30.10.2009 06:00
Fjölskyldan frumsýnd í kvöld Í kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi nýlegt bandarískt leikverk, Ágúst í Osages-sýslu eftir Tracy Letts, sem í sviðsetningu Hilmis Snæs Guðnasonar er kallað Fjölskyldan. 30.10.2009 05:00
Nakti apinn flytur sig um set Tískuverslunin Nakti apinn verður opnuð á nýjum stað við Klapparstíg á morgun. Eigandi verslunarinnar, hönnuðurinn Sara María Júlíudóttir, stendur í ströngu við að standsetja nýja húsnæðið fyrir opnunina. „Okkur bauðst nýtt húsnæði mjög skyndilega og við ákváðum að stökkva á þetta. Við erum búin að vera í sama húsnæðinu í fimm ár en þar sem við erum með breyttar áherslur langaði okkur að breyta ímynd búðarinnar svolítið og verða þroskaðari og fullorðnari,“ segir Sara María. 30.10.2009 04:15
Bjóst við meiri sölu Söngvarinn Bono segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögðin við nýjustu plötu U2, No Line on the Horizon. Platan hefur selst í um 1,3 milljónum eintaka síðan hún kom út í mars, sem er lélegasti árangur U2-plötu í rúman áratug. 30.10.2009 04:00
Bobbinn á pöbb í Grafarvogi „Bobbinn er svolítið bældur og segir ekki neitt. Hann er mjög einfaldur og nær alltaf að klúðra málunum í þessari auglýsingu,“ segir Sigurður Þorkelsson sem túlkar Bobbann í auglýsingum Steinda Jr. fyrir Sjóvá. 30.10.2009 04:00
Kyssir aðeins kærastann Breska X-Factor stjarnan Leona Lewis neitaði Chace Crawford, úr þáttunum Gossip Girl, um koss í nýju tónlistarmyndbandi sínu. Lewis segist ekki vilja kyssa aðra karlmenn af tillitssemi við kærasta sinn, Lou Al-Chamaa. 30.10.2009 04:00
Forsala á Svörtuloftum í Iðu „Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af fyllibyttunum, við verðum lítið vör við þær hér í Lækjargötunni. Ætli birtan hjálpi okkur ekki, þær leita ekki mikið hingað,“ segir Arndís Sigurgeirsdóttir, verslunarstjóri í bókaversluninni Iðu. Sérstök forsala verður á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Svörtuloftum, á miðnætti á laugardagskvöld. Á sömu stundu er einmitt að renna mesta brennivínsæðið á Íslendinga í miðborginni. „Við höfum gert þetta áður með Harry Potter. Það var að vísu að sumarlagi, en 7-9-13, þetta mun ganga vel,“ segir Arndís. 30.10.2009 03:45
Hafði ekki tíma til að sukka Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar söngvara eftir Jón Ólafsson kemur út um miðjan nóvember. Jón kann vel við sig í þessu hlutverki. 30.10.2009 03:45
Besti hrekkjavökubúningurinn - myndband Hin svokallaða hrekkjavaka vekur yfirleitt mikla athygli í Bandaríkjunum. Þá keppast kanarnir við að klæða sig í búninga og toppa hvern annan. Hrekkjavakan er alltaf 31.október og því eru margir búnir að setja sig í stellingar. 29.10.2009 13:30
Hugleikur þreytir frumraun sína í uppistandi Skopteiknarinn og leikskáldið Hugleikur Dagsson mun koma fram á uppistandskvöldi á Batterínu (Gamla Organ) í kvöld, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Hugleikur gerir slíkt. Hann mun þar koma í stað Árna Vilhjálmssonar sem er hluti af grínhópnum Mið-Ísland, en Árni verður fjarri góðu gamni í kvöld. Hugleikur var fámáll þegar Vísir náði af honum tali. 29.10.2009 12:30
Ívar Guðmunds og Arnar Grant leika hest „Við erum svolítið að skjóta á sjálfa okkur,“ segir útvarpsmaðurinn og fitness-tröllið Ívar Guðmundsson. 29.10.2009 07:00
Í stíl við rómantískar jólamyndir „Þetta er bara svo fín klassík. Kvikmyndaplaköt eru hálfgerðar hækur, þau eru svo stíf í formi,” segir Anna María Karlsdóttir hjá Ljósbandinu sem framleiðir kvikmyndina Desember en hún verður frumsýnd hinn 6. nóvember. Leikstjóri er Hilmar Oddsson en með aðalhlutverkin fara þau Tómas Lemarquis og Lovísa Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low. 29.10.2009 06:30
Fóru á Jackson-forsýningu Útvarpsþátturinn Zúúber stóð fyrir forsýningu á Michael Jackson-myndinni This Is It í Smárabíói í gær. Mikil eftirvænting hefur verið eftir myndinni, sem var gerð eftir fráfall popparans. 29.10.2009 06:00
Nornir mæta á Nasa „Páll Óskar sagðist ætla að taka á móti okkur í anddyrinu. Hann sagðist ætla að gera eins vel við okkur og hægt væri og ég veit að hann bregst ekki,“ segir Sirrý Sigfúsdóttir spákona, eða Sirrý spá. Yfir tuttugu nornir í 29.10.2009 04:30
Ísland í aðalhlutverki hjá Metropolitan Ísland verður í forgrunni í uppfærslu Metropolitan-óperunnar í New York á Niflungahring Richards Wagner. Þetta upplýsir leikstjóri sýningarinnar, hinn virti Robert Lepage, í viðtali við Wall Street Journal. 29.10.2009 04:00
Feitustu plöturnar fyrir jól Eins og hér stíla plötuútgefendur erlendis upp á að mæta með burðugar hljómplötur á síðustu mánuðunum fyrir jól. Nokkrar plötur sem eru vænlegar til að gera góða hluti á vinsældalistum og hjá gagnrýnendum eru handan við hornið. Dr. Gunni kannaði málið. 29.10.2009 04:00
Bridges og Coen saman á ný Jeff Bridges mun að öllum líkindum leika fyrir Coen-bræður á nýjan leik í myndinni True Grit. Hún er endurgerð samnefnds vestra frá 1969 og myndi Bridges feta í fótspor Johns Wayne í hlutverki kúrekans Reuben J. „Rooster“ Cogburn. 29.10.2009 04:00