Fleiri fréttir

Gleði hjá Borginni

Útgáfugleði hljómplötuútgáfunnar Borgarinnar verður haldin á Nasa í kvöld. Frá því í ágúst hafa alls níu plötur komið út á vegum útgáfunnar við góðar undirtektir. Í kvöld koma fram Hjaltalín, Megas & Senuþjófarnir, Hjálmar, Baggalútur, Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar, Snorri Helgason og Berndsen.

Ákváðu að fjölga sér

Leikkonan Jennifer Garner prýðir forsíðu janúarheftis tímaritsins W og í viðtalinu ræðir hún um hjónaband sitt og leikarans Bens Affleck. „Við vorum saman í ár og svo byrjuðum við bara að fjölga okkur. Við hugsuðum með okkur „eignumst barn!“ og átta dögum síðar...“ sagði leikkonan um barneignir þeirra hjóna.

Framhaldsmyndir gera sig líklegar

Aðdáendur kvikmynda frá draumaverksmiðjunni í Hollywood eru fyrir löngu orðnir vanir því að endurvinnsla er lykilorð hjá stóru kvikmyndaverunum. Ef eitthvað skilar peningum aftur í kassann er gullkálfinum síður en svo slátrað heldur er hann alinn á öllu því besta þar til hann springur úr ofáti. Ef svo má að orði komast.

Áhrifamiklar hljóðbækur

Fyrirtækið Hljóðbók.is hefur tekið upp á þeirri nýjung að hljóðskreyta þrjár hljóðbækur sem gefnar verða út fyrir jólin. Hljóðskreyttu bækurnar þrjár eru Útkall við Látrabjarg eftir Óttar Sveinsson, Kafbátasaga eftir Örnólf Thorlacius og Pétur poppari eftir Kristján Hreinsson.

Gerir heimildarmynd á Indlandi

Lindsay Lohan er nú á leiðinni til Indlands. Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs vill leikkonan bæta ráð sitt eftir stanslaust partístand í Los Angeles undanfarið, en tilgangurinn með Indlandsferðinni er að taka upp heimildarmynd með BBC um mansal þar í landi.

Barneignir á næsta ári

Fergie segist vilja eignast barn á næsta ári. Söngkonan, sem er 34 ára, giftist Transformers-leikaranum Josh Duhamel í janúar og í viðtali við breska tímaritið Cosmopolitan segir hún þau hjón ætla að reyna að eignast barn um leið og tónleikaferðalagi hljómsveitar hennar, Black Eyed Peas, lýkur í apríl á næsta ári.

Alvörurokk og hryllingur

Hún er fjölbreytt flóran sem ratar í kvikmyndahús borgarinnar um þessa helgina. Fyrst ber að nefna heimildarmyndina Anvil sem fjallar um samnefnda rokkhljómsveit frá Kanada. Þrátt fyrir að hún hafi haft áhrif á hljómsveitir á borð við Metallicu, Slayer og Anthrax þá hefur henni sjálfri aldrei tekist að slá almennilega í gegn. Heimildarmyndin fjallar um síðustu tilraun þeirra til að „meikaða“ í Evrópu.

Fölsk augnahár algjört möst

„Ég borða rjúpu á aðfangadagskvöld og hef alltaf gert. Meira að segja þegar ég var grænmetisæta til ellefu ára," segir Karl Berndsen hár- og förðunarfræðingur í viðtali við Jól.is. „Síðan eyði ég jólunum í svefn og át þess á milli," segir hann. Viðtalið við Karl og skotheld fegrunarráð fyrir jólin má sjá hér.

Ímynd Tiger að hruni komin

Fyrir hálfum mánuði var Tiger Woods dýrlingur, nánast ósnertanlegur. Í dag er annað uppi á teninginum og ímynd besta kylfings heims er löskuð. Samkvæmt vefsíðu Daily News er Elin Nordegren, eiginkona Woods, flutt út af heimili þeirra hjóna ásamt börnum þeirra. Nordegren, sem er sænsk, á að auki að hafa fest kaup á fallegu húsi rétt fyrir utan Stokkhólm. Húsið keypti hún ásamt tvíburasystur sinni. Fjölmiðlar greindu síðan frá því í gær að kona á miðjum aldri hefði verið flutt með sjúkrabíl frá húsi Woods í Flórída en móðir Elínar, Barbro Holmberg, hefur dvalist á heimili þeirra hjóna. Fréttastofan NBC staðfesti stuttu síðar að konan væri vissulega móðir Elinar og væri hún á batavegi.

Friðrik segir Fíladelfíu-söfnuðinn fara með rangt mál

Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur sent Fréttablaðinu yfirlýsingu vegna deilna hans við Fíladelfíu-söfnuðinn. Þar kemur fram að hann, ásamt tónlistarstjórum safnaðarins og forstöðumanni, hafi reynt að lægja öldurnar og umræðuna sem varð í þjóðfélaginu á fundi í síðustu viku og þeir hafi ætlað að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Ekki hafi hins vegar tekist samkomulag um orðalag. Hins vegar er Friðrik ánægður með að heyra að samkynhneigðir séu velkomnir í Fíladelfíu-söfnuðinn eins og kom fram í yfirlýsingu Fíladelfíu sem send var fjölmiðlum í síðustu viku. „Það þykja mér góð tíðindi og fagna ég þeim.“

Frumsýnir myndband á undan Liverpool-leik

Myndband fyrir lagið „Kveðjuorð“ af nýútkominni sólóplötu Jóhanns G. Jóhanssonar verður frumsýnt í kvöld á Players á undan leik Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Staðsetningin er engin tilviljun því lagið fjallar um forfallinn Liverpool-aðdáanda.

Æfir módel fitness í Danmörku

„Þegar ég flutti út var ég ákveðin í að fá vinnu í líkamsrækt til að geta haldið þessu áfram. Eins og íslenska krónan er, er erfitt að búa erlendis og vera í svona dýru sporti eins og fitness,“ segir Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir, nítján ára.

Keppir í umhverfisvænni fatahönnun

Hið norræna fatahönnunarfélag, sem Fatahönnunarfélag Íslands er í, stendur fyrir verkefninu Nordic Initiative, Clean and Ethical. Markmið verkefnisins er að stuðla að náttúrulegum framleiðsluháttum innan tískuiðnaðarins og lýkur verkefninu með hönnunarkeppni sem haldin verður í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Kaupmannahöfn í þessari viku.

Skil ekki hegðun Friðriks

„Mér finnst ofboðslega dapurlegt hvernig Friðrik hefur komið fram í þessu máli og ég skil ekki hvað honum gengur til. Friðrik er frábær söngvari en hann passaði einfaldlega ekki inní þetta prógram,“ segir Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins við Hátún. Hann vísar því alfarið á bug að söfnuðurinn prediki fordóma gagnvart samkynhneigðum eins og hafi verið látið í veðri vaka í fjölmiðlum. Hann bendir jafnframt á þá staðreynd að samkynhneigðir hafi komið fram með gospel- kórnum og bendir meðal annars á skrif ungs manns á Facebook sem kallar sig Höddi Svansson, hann sé samkynhneigður meðlimur Fíladelfíu og hafi sungið með kórnum en verði ekki með í ár þar sem hann er í námi erlendis.

Sjö hjákonur Tigers

Sjö konur hafa stigið fram og viðurkennt að hafa átt í sambandi við kylfinginn Tiger Woods. Sú fyrsta sem var orðuð við Woods var skemmtanastjórinnRachel Uchitel sem býr og starfar í New York. Næst kom Jaimee Gubbs, 24 ára gömul barþerna sem hefur einnig komið fram í raunveruleikaþættinum Tool Academi.

Smámunasamur Brand

Glaumgosinn Russell Brand sagði í nýlegu sjónvarpsviðtali að hann væri tilbúinn að festa ráð sitt og eignast börn. Hann og söngkonan Katy Perry hafa verið í sambandi síðustu tvo mánuði og nýlega kynnti söngkonan hann fyrir foreldrum sínum, sem báðir starfa sem prestar.

Bók um sögu Safnahússins

Þjóðmenningarhúsið státar af eitt hundrað ára langri, nánast samfelldri og afar dýrmætri menningarsögu. Til að minnast 100 ára afmælisins á þessu ári var ákveðið að unnin yrði bók sem varpaði ljósi á hönnunar- og byggingasögu hússins og setti tilurð þess og aldar­langa starfsemi í sögulegt samhengi.

Gleðileg jól pungur?

„Góður matur og familían. Og SMS frá Sigga Hlö: „Gleðileg jól pungur". Svo fer maður bara kannski í bað," segir Bjarni Haukur Þórsson leikari í viðtali við Jól.is þegar talið berst að aðfangadagskvöldinu hjá honum í ár. Lesa viðtalið við Bjarna Hauk í heild sinni hér.

Sjónvarpsstjarna riggaði upp fullorðinsjólum

„Ætli það hafi ekki verið fyrstu jólin með konunni minni, sem ég kýs reyndar að kalla kærustu," svarar Helgi Seljan fjölmiðlamaður aðspurður út í eftirminnileg jól. „Við vorum bara tvö að dunda þetta blaut á bakvið eyrun svona jólalega séð. Kata græjaði jólasteik og við rigguðum upp þessum fínu fullorðinsjólum, bara tvö," segir Helgi. Sjá allt viðtalið hér. Jólin eru komin á Vísi.

Baksviðs hjá Bo - myndir

Björgvin Halldórsson og félagar sungu svo sannarlega inn jólin með glæsilegum jólatónleikum í Laugardalshöllinni um helgina. Ljósmyndarinn Hallgrímur Guðmundsson fangaði skemmtileg augnablik á tónleikunum eins og sjá má á myndunum á jólavef Vísis hér.

Grínhátíð haldin fyrir jólin

Grínhátíð verður haldin í Reykjavík, Akranesi og á Selfossi dagana 15. til 19. desember. Þar kemur fram hópur af grínistum úr University of Southampton Comedy Society frá Englandi, Helga Braga Jónsdóttir, Rökkvi Vésteinsson, Svavar Knútur Kristinsson og spunaleikarar úr Leiktu betur-keppnunum.

Vel heppnað í veðurblíðu

Karlakórinn Fjallabræður söng við Reykjavíkurtjörn í gær Bítlalagið All You Need Is Love ásamt þátttakendum frá 157 öðrum þjóðum. Lagið var sungið samtímis við undirspil útsetjarans og kvikmyndatónskáldsins Graeme Revell sem hefur samið tónlist fyrir kvikmyndirnar Sin City og The Saint auk sjónvarpsþáttarins CSI Miami.

Eurovision-lag Bubba á ensku

Óskar Páll Sveinsson og Bubbi Morthens eru meðal þeirra sem semja lag í Eurovision-forkeppnina sem hefst strax eftir áramót. „Við hentum niður nokkrum hugmyndum til að byrja með og vinsuðum svo úr þeim,“ segir Óskar Páll.

Óðmenn í Þýskalandi

Tvöfalda plata Óðmanna frá 1970 hefur verið endurútgefin á CD og 180 gramma vínylplötum af þýska endurútgáfufyrirtækinu Shadoks Music. Fyrirtækið sérhæfir sig í að bjarga menningarverðmætum frá glötun og koma þeim til áhugasamra hlustenda. Aðallega verða fyrir valinu lítt þekktar en góðar plötur frá 7. og 8. áratugnum.

Nanna tilnefnd til Gourmand World Cookbook

„Þetta er mjög gaman,“ sagði Nanna Rögnvaldsdóttir matreiðslubókahöfundur þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Bók hennar, Maturinn hennar Nönnu, er tilnefnd í tveimur flokkum til hinna virtu Gourmand World Cookbook verðlauna sem „Best Innovative Food Book“ og „Best Cookbook Illustrations“ árið 2009.

Bjartur með útgáfuhóf

Bókaforlagið Bjartur efndi til hófs í bækistöðvum sínum við Bræðraborgarstíg fyrir skömmu til að fagna vel heppnuðu útgáfuári.

Bandarískur prófessor gerist sauðfjárbóndi á Íslandi

Bandaríski háskólaprófessorinn Michael Novak heimsótti Ísland fyrst árið 2007, hann segist hafa heillast af náttúru landsins, fólkinu og sögu þess. Síðan þá hefur hann heimsótt Ísland reglulega og fóstrað sex kindur í gegnum vefinn www.kindur.is.

Árþúsundapartí á Nasa

DJ Kiki-Ow og DJ Curver halda „Millennium“-partí á Nasa á gamlárskvöld. Þar verður spiluð tónlistin sem hljómaði um árþúsundaskiptin, á árunum 1999 til 2001. Á meðal þeirra flytjenda sem fá að hljóma eru Destiny"s Child, Aphex Twin, Daft Punk, Peaches, Fatboy Slim, Beastie Boys og Quarashi. Partíið hefst klukkan 1 eftir miðnættti og er miðaverð 2.900 krónur. Aldurstakmark er tuttugu ár. Miðasala hefst mánudaginn 14. desember á Midi.is. Einnig verða miðar til sölu í verslunum Spútnik.

Þjófóttir aðdáendur

Útibú skyndibitastaðarins Burger King hafa endurtekið orðið fyrir barðinu á ungum Twilight aðdáendum sem ræna plaggötum af veitingastöðunum. Burger King bjóða upp á Edward og Jacob máltíðir þessa dagana og eru staðirnir prýddir stórum plaggötum af vampírunni og varúlfinum. „Stúlkurnar koma inn á veitingastaðina og rífa plaggötin niður og hlaupa því næst út. Við þurfum stanslaust að henga ný upp, en stuttu síðar endurtekur sagan sig,“ sagði starfsmaður veitingakeðjunnar.

Gefur út matreiðslubækur

Jennifer Aniston undirbýr nú útgáfu á eigin matreiðslubókum. Fyrrum Friends leikkonan er góð vinkona breska sjónvarpskokksins Jamie Oliver og hefur í hyggju að fá hann í lið með sér við gerð uppskriftanna.

Jæja bara ættleiðing frú Clooney? - myndir

Ítalska unnusta George Clooney, Elisabetta Canalis, 31 árs, ættleiddi hund í gærdag. Eins og myndirnar sýna er hundurinn ekkert svo ólíkur nýja eiganda sínum. Þá má einnig sjá Ítalann yfirgefa matvöruverslun.

Gáfuð partýljón fagna - myndir

Á meðfylgjandi myndum má sjá glaða gesti sem mættu í vel heppnað partý í Hugmyndahúsinu að Grandagarði 2, síðastliðinn fimmtudag, í tilefni af opnun heimilisfjármálavefsins Meniga.is. Á annað hundrað gesta, einkum úr sprotaheiminum, mættu á staðinn og hlýddu á kynningu frá aðstandendum Meniga en vefurinn meniga.is veitir fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga með flottari og nýstárlegri hætti en áður hefur þekkst.

Kökurnar setjast bara á rassinn á mér

„Núna síðustu árin hef ég einfaldað allan jólaundirbúning. Ég er hætt að baka allar þessar kökusortir því þær setjast bara á rassinn á mér," segir Helga Möller söngkona þegar Jól.is spyr hana út í undirbúning hennar fyrir jólin. „En ég baka kannski eina sort og er þá búin að breyta uppskriftinni þannig að ég nota til dæmis bara hrásykur, heilhveiti eða spelt, 70% súkkulaði og svo framvegis." Sjá allt viðtalið við Helgu hér.

Ljóðabók Birnu selst best í fiskbúðinni

Birna Þórðardóttir segir að ljóðabók sín „Birna þó..." seljist einna best í Fiskbúðinni á Freyjugötu 1. Af þeim sökum efnir hún til ljóðalesturs í búðinni í dag, mánudag og hefst lesturinn klukan fimm.

Helköttaður á jólunum

„Ég æfi á þorláksmessu og tek svo frí aðfangadag og jóladag en annan dag jóla er maður mættur aftur í æfingasalinn enda ekkert eins gott og að fara og hreinsa aðeins út eftir átið yfir jóladagana," segir Ívar Guðmundsson útvarpsmaður aðspurður hvort hann ræktar kroppinn í líkamsrætkinni yfir hátíðarnar í viðtali við Jól.is. Sjá viðtalið við Ívar hér.

Tarantino leikur í trylltri auglýsingu í Japan

Brjálæðingurinn, leikstjórinn og höfuðsnillingurinn Quentin Tarantino fer yfirleitt ótroðnar slóðir í Hollywood. Leikstjórinn hefur verið iðinn við að leikstýra hverju meistarastykkinu á eftir öðru og engum dylst barnslega ánægja Tarantinos á asískri menningu, þá helst í formi kung-fú kvikmynda.

Migið yfir jólatréð

„Svo voru það jólin sem mig langaði til að útrýma köttum. Aðallega þó miðbæjarkattargenginu sem meig allan desember mánuð á jólatréð undir tröppunum heima hjá okkur," segir Edda Björgvinsdóttir leikkona í skemmtilegu viðtali við Jól.is og heldur áfram: „Tréð sem ég hafði keypt óvenju snemma og hélt að væri vel geymt í kuldanum undir útidyratröppunum fram á aðfangadag." „Við tókum það ansi seint inn á aðfangadag, eftir klukkan fimm, og það stinkaði svo hræðilega, þrátt fyrir marga lítra af rakspíra og ilmvatni, að við hentum því í tunnuna eftir miðnætti." Viðtalið í heild sinni hér.

Gómsætir titlar- kíló af kjöti með bókum í Mál og Menningu

Bókabúð Máls & menningar ætlar að gefa eitt kíló af hamborgarhrygg frá Gallerý Kjöti með fjölda bókatitla um helgina en magnið ætti að duga meðalfjölskyldu í matinn á sjálfan Aðfangadag. Einnig verða geisladiskar og mynddiskar fyrir börnin gefin með tugum titla.

Ungfrú Ísland: Ógeðslegar pöddur hérna

Ungfrú Ísland, Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttir, sem keppir í Miss World fyrir Íslands hönd í Suður-Afríku 12. desember næstkomandi komst í úrslit „beach beauty" keppninnar, sem útleggst eitthvað eins og „flottust í baðfötum". Vísir hafði samband við Guðrúnu til að athuga hvernig keppnin gekk. „Heyrðu! Ég komst ekki í úrslitin í „beach beauty". Við vorum fjörutíu sem vorum að keppa," svarar Guðrún. Hvað ertu að gera annars? „Fyrir tveimur dögum vorum við í safarí og þar sá ég hvít ljón, ljón, sebrahesta og fullt af ógeðslegum pöddum sem ég var ekki að fíla," segir Guðrún. „Ég er mest „paranojaðasta" pían hérna því að við erum ekki með svona risaskordýr og eðlur á Íslandi eins og eru hérna. Á morgun fer ég til Cape town og verð þar í tvo daga og síðan eru svona ferðir búnar og við taka strangar æfingar því það styttist í lokakvöldið." Er gaman? „Já þetta er bara ótrúlega gaman en erfitt líka. Ég hlakka rosalega til að koma heim 15. desember en þá er ég búin að vera í burtu í sex vikur en held ég eigi líka eftir að sakna þess að vera hérna þegar ég kem heim," segir Guðrún Dögg.

Töframannshundur í Oliver

„Þetta er svo góður hundur og vel upp alinn. Hann fer létt með þetta,“ segir töframaðurinn fyrrverandi, Baldur Brjánsson.

Smökkuðu sæagrasúpu

Snorri Helgason, Bjarni Lárus Hall, María Magnús­dóttir og Kristín Bergsdóttir eru öll að gefa út sínar fyrstu sólóplötur um þessar mundir. Blaðamaður hitti þau á Sægreifanum og spurði þau spjörunum úr á meðan þau gæddu sér á sæagrasúpu sem er ný á matseðlinum.

HBO kaupir Sólskinsdrenginn

Bandaríska sjónvarpsfyrirtækið HBO hefur keypt dreifingarréttinn að íslensku heimildarmyndinni Sólskinsdrengnum eftir Friðrik Þór Friðriksson. Myndin verður frumsýnd á einni af sjónvarpsrásum fyrirtækisins en HBO er eitt stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna, tilheyrir Warner-fjölmiðlaveldinu og nær til yfir 38 milljóna áskrifenda.

Í vondum málum

Fréttir af slysi og meintu framhjáhaldi kylfingsins Tiger Woods hafa verið á allra vörum undanfarna daga. Tímaritið US Weekly heldur því fram að Elin Nordegren, eiginkona Tiger Woods til fimm ára, ætli sér að standa með manni sínum í gegnum þessa erfiðu tíma. Tímaritið vill þó meina að Nordegren geri það aðeins peninganna vegna því Woods hefur lofað að greiða henni ríkulega fyrir. Samkvæmt kaupmála sem hjónin gerðu með sér þarf Nordegren að vera gift Woods í tíu ár til þess að fá tuttugu milljónir Bandaríkjadala af auðæfum Woods.

Vill engin veisluhöld

Leikstjórinn Clint Eastwood hefur engan áhuga á því að halda upp á áttræðisafmælið sitt á næsta ári. Hann nær þessum merka áfanga í maí en hefur bannað eiginkonu sinni að gefa sér gjafir. Hann vill heldur ekki að afmælisveisla verði haldin fyrir sig. „Þegar maður kemst á áttræðisaldurinn gerast ákveðnir hlutir. Einn er sá að maður hættir að halda upp á afmælið,“ sagði Eastwood, sem vill miklu frekar fá sér rauðvínsglas með konunni og hafa það náðugt.

Jólatónleikasprengja í ár

Fjörtíu þúsund miðar hafa selst inn á hvers kyns jólatónleika í ár. Þeir hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri enda veltir þessi „nýi“ iðnaður í tónlistarbransanum í kringum 200 milljónum.

Sjá næstu 50 fréttir