Fleiri fréttir

Getum gert svo margt til að bæta heiminn

Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus.

Hið framandi er spennandi og mögulegt

Védís Ólafsdóttir hefur starfað og stundað nám í átta löndum um ævina þrátt fyrir ungan aldur og ferðast um fjölmörg önnur. Hún hefur kennt krökkum klifur í Kína, unnið hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Malaví og býr í dag í Jórdaníu.

Bestu og verstu jólagjafir fólks

Það á víst að vera hugurinn sem gildir þegar kemur að jólagjöfum til ástvina, en það verður að viðurkennast að það er alltaf ánægjulegt þegar gjöfin hittir beint í mark. Við fengum fjóra einstaklinga til að rifja upp bestu jólagagjafir sem þau hafa fengið, en líka þær verstu! Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að fá gjöf sem vekur lukku.

Nýjar sögur frá hinstu ferð Dettifoss

Í bókinni Ljósin á Dettifossi – örlagasaga – tvinnar Davíð Logi Sigurðsson sagnfræðingur saman frásagnir af hinstu ferð Dettifoss og lífi afa síns, Davíðs Gíslasonar, sem var stýrimaður þar um borð.

Tara Brekkan sýnir jólaförðun

Förðunarfræðingurinn Tara Brekkan Pétursdóttir birtir nýtt kennslumyndband á YouTube síðu sinni þar sem hún sýnir einfalda, en fallega jólaförðun sem er tilvalin um hátíðarnar.

Söng með Sissel Kyrkjebø

Ari Ólafsson er 18 ára nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð en jafnframt öflugur söngvari og vakti mikla athygli þegar hann söng með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborg.

Berskjaldaðir á sviði í tilefni jólanna

Um jólin tíðkast að skella sér á tónleika og nánast hver einasti tónlistarmaður á landinu er með einhvers konar jólatónleika í desem­ber. Nú er hægt að breyta út af vananum og skella sér á jólaspuna – en spunahópurinn Svanurinn heldur jólasýningu í Tjarnarbíói í kvöld.

Viltu sjá kettlinga í stað Trumps?

Vafraviðbótin "Make America Kittens Again“ breytir öllum ljósmyndum af Trump í vafranum Chrome í myndir af sætum kettlingum.

Evróputúr Kanye West aflýst

Seinni leggur tónleikaferðalags Kanye West hefur verið aflýst en þetta kemur fram í frétt á vef TMZ.

Fær hugmyndir að glæpasögum í baði

Magnús Þór Helgason sendi frá sér sína fyrstu glæpasögu dögunum. Hann þurfti að hugsa nýtingu sína á tíma upp á nýtt til að ná að koma skrifunum að enda þriggja barna faðir í fullri vinnu. Magnús fær margar sinna bestu hugmynda í svokölluðu skáldbaði.

Framsetningin skiptir jafn miklu máli og gjöfin

Hin sænska Linn­ea Ahle, bloggari og verslunareigandi, leggur mikla áherslu á fallega framsetningu þegar kemur að jólagjöfunum. Það er ekki bara innihald pakkanna sem gleður heldur líka útlit þeirra.

Svona býr mesti glaumgosi heims

Glaumgosinn og pókerspilarinn Dan Bilzerian er þekktur fyrir heldur skrautlegan lífstíl en hann hefur efnast gríðarlega á fjárhættuspilum.

Ákvað síðast hver yrði aðalpersónan

Þorgrímur Kári Snævarr er með yngstu rithöfundum á Íslandi í dag. Sagan hans, Skögla – Helreið Nýráðs til Jötunheima, er ætluð unglingum. Hugmyndin er sótt í norræna goðafræði en samt er róið á ný mið.

Láta gott af sér leiða fyrir jólin

Vinirnir og söngvararnir Jógvan Hansen og Friðrik Ómar efna til tónleikaraðar í Græna herberginu við Lækjargötu síðustu dagana fyrir jól. Tónleikarnir bera titilinn Græna messan.

Allt í lagi að vera „sexy“ og stolt af því

Í fyrsta tölublaði tímaritsins Blætis birtist myndaþáttur sem vakið hefur athygli. Fyrirsætan og kaupsýslukonan Ásdís Rán er í aðalhlutverki í myndaþættinum og boðskapurinn er mikilvægur.

Sjá næstu 50 fréttir