Fleiri fréttir

Tæplega 118 þúsund búnir að skila

Í dag er síðasti skiladagur Skattframtals einstaklinga. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri segir allt hafa gengið vel fyrir sig, þrátt fyrir hik á vefnum í gær.

Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum

"Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson,

Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust

Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum.

Boltinn er hjá bankaráðinu

Bankasýsla Ríkisins segir að Landsbankinn hafi ekki geta rökstutt sölu á hlut sínum í Borgun með fullnægjandi hætti og margt við samningaferlið sé ámælisvert. Bankasýslan segir að ásýnd bankans hafi beðið hnekki og fer fram á að bankaráð Landsbankans bregðist við þessu ekki síður en fyrir næstu mánaðarmót. Varaformaður fjárlaganefndar segir þetta undirstrika mikilvægi þess að sölur á slíkum eignum fari fram í opnu ferli.

Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu

Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu.

Stjórn N1 óbreytt

Stjórn N1 kemur til með að verða óbreytt eftir aðalfund miðvikudaginn 16. mars næstkomandi.

Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi.

Þriðjungur segir skort á vinnuafli

Þriðjungur stjórnenda fjögur hundruð stærstu fyrirtækja landsins segist í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands finna fyrir vinnuaflsskorti, samanborið við sautján prósent fyrir ári.

130 milljónir í ráðgjöf vegna skuldaviðræðna

Reykjanesbær greiddi 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf vegna viðræðna við kröfuhafa 2015. Mun borga sig náist samkomulag um milljarða­afskriftir, að sögn bæjarstjóra. Jöfnunarsjóður endurgreiðir stóran hluta.

Tilraunir til að selja Ísland fyrr á öldum hluti af hrunrannsókn

Lítill áhugi erlendra aðila á Íslandi þegar landið var boðið til sölu frá 16. og fram til 19. aldar er orðinn hluti af rannsókn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins.

Sjá næstu 50 fréttir