Eiður Smári: Ekki jafngóðar fréttir fyrir markametið mitt Kolbeinn Sigþórsson lítur vel út að mati Eiðs Smára Guðjohnsen og Lars Lagerbäck sem hafa verið að fylgjast með honum að undanförnu. Fótbolti 17. mars 2021 13:45
Bíða enn svara frá UEFA vegna Gylfa, Rúnars, Jóhanns Berg og Jóns Daða Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, veit ekki enn hvort að hann geti notað leikmennina sem spila hjá enskum liðum. Fótbolti 17. mars 2021 13:29
Kári, Hannes, Birkir Már, Ari Freyr og Kolbeinn allir með í fyrsta hóp Arnars Gamla bandið verður allt saman með í fyrsta verkefni Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara. Arnar tilkynnti 25 manna hóp í dag. Fótbolti 17. mars 2021 13:05
Löw velur 17 og 18 ára stráka fyrir Íslandsleikinn Joachim Löw tilkynnir á föstudaginn þýska landsliðshópinn sem mætir meðal annars Íslandi, á fimmtudaginn eftir viku, í undankeppni HM í fótbolta karla. Tveir ungir nýliðar verða í hópnum. Fótbolti 17. mars 2021 12:01
Sportið í dag: Fengu leikmenn að velja hvort þeir spiluðu með A- eða U-21 árs landsliðinu? Strákarnir í Sportinu í dag veltu því fyrir hvort leikmenn sem eru bæði gjaldgengir í A- og U-21 árs landslið Íslands í fótbolta hefðu fengið að velja hvoru landsliðinu þeir spiluðu með í þessum mánuði. Fótbolti 17. mars 2021 10:30
„Þeir vilja halda mér í landsliðinu“ „Þetta er allt saman mjög spennandi og þeir seldu mér þetta strax,“ segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, um vistaskiptin til New England Revolution. Arnór flytur til Boston í næsta mánuði og byrjar að spila í MLS-deildinni. Fótbolti 17. mars 2021 08:01
Fyrirliðinn Mkhitaryan verður ekki með gegn Íslandi Henrikh Mkhitaryan, besti leikmaður Armeníu og fyrirliði landsliðs þeirra, verður ekki með er Ísland mætir Armeníu sunnudaginn 28. mars næstkomandi í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Fótbolti 16. mars 2021 20:31
Alfreð ekki með í næsta landsliðsverkefni Alfreð Finnbogason verður ekki með íslenska landsliðinu er undankeppni HM 2022 fer af stað síðar í mánuðinum. Þetta staðfesti hann í viðtali á vef þýska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 16. mars 2021 17:21
Zlatan snýr aftur í sænska landsliðið: „Endurkoma guðs“ Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, hefur verið valinn aftur í sænska landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Fótbolti 16. mars 2021 12:22
Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. Fótbolti 16. mars 2021 10:01
Löw óttast um stjörnuleikmenn en áfallið yrði meira fyrir Ísland Besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúar og febrúar, Ilkay Gündogan, gæti misst af leik Þýskalands við Ísland eftir níu daga líkt og fleiri leikmenn sem spila í Englandi. Fótbolti 16. mars 2021 08:02
Ståle sendir sænska og danska knattspyrnusambandinu tóninn Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins í knattspyrnu, er ekki sáttur við þær meldingar sem hafa komið frá sænska og danska knattspyrnusambandinu í aðdraganda HM í Katar á næsta ári. Fótbolti 13. mars 2021 10:01
Davíð tilkynnir EM-hópinn degi eftir að Arnar birtir sinn fyrsta landsliðshóp Nú er orðið ljóst hvenær EM-hópur U21-landsliðs karla í fótbolta og A-landsliðshópurinn sem hefur undankeppni HM í Katar, verða tilkynntir. Fótbolti 12. mars 2021 14:51
Ökklinn gæti aftrað Gylfa frá því að mæta Jóhanni Óvíst er hvort Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun, með liðum Everton og Burnley, þar sem Gylfi hefur glímt við smáægileg meiðsli í vikunni. Enski boltinn 12. mars 2021 13:30
Stuðningsmenn Liverpool geta andað léttar: Klopp tekur ekki við þýska landsliðinu í sumar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tók af allan ef á blaðamannafundi sínum í dag. Hann er ekki að fara að taka við þýska landsliðinu af Joachim Löw. Enski boltinn 9. mars 2021 14:17
Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM Joachim Löw hættir sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta eftir EM í sumar. Hann hefur stýrt Þjóðverjum frá 2006. Fótbolti 9. mars 2021 10:50
Með tvo „ótrúlega skemmtilega“ kosti en vinnuveitendur Alfonsar á báðum áttum Síðar í þessum mánuði fer Alfons Sampsted annað hvort í sjálfa lokakeppni EM með U21-landsliðinu í fótbolta, eða í fyrstu leiki A-landsliðsins í undankeppni HM í Katar. Það er að segja ef vinnuveitendur hans í Noregi gefa grænt ljós en ef svo verður ekki ætlar Alfons að eiga langan fund með þeim. Fótbolti 9. mars 2021 10:01
Slæm byrjun Ragnars í Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson lék aðeins fyrri hálfleik og gerði ein slæm mistök í fyrsta leik sínum fyrir úkraínska knattspyrnufélagið Rukh Lviv í dag. Fótbolti 8. mars 2021 14:31
„Fótboltaáhugamenn á Íslandi halda með Rúnari Alex“ Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þeir ræddu meðal annars íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og þá sérstaklega markmannsstöðuna. Fótbolti 5. mars 2021 12:30
Leita að fjórum skátum sem gætu mögulega leyst eina af mestu ráðgátum HM-sögunnar Það er meira en hálf öld frá því að Englendingar tryggðu sér sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil í knattspyrnu karla. Sigur liðsins á Þjóðverjum í úrslitaleiknum fyrir tæpum 55 árum hefur þó alltaf verið umdeildur þökk sé umdeildu atviki. Fótbolti 5. mars 2021 12:01
Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. Fótbolti 4. mars 2021 23:30
Leikurinn hugsanlega færður eða Íslandi sagt að taka högginu Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru á meðal þeirra sem að óvíst er að spili gegn Þýskalandi, og svo Armeníu og Liechtenstein, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM karla í fótbolta. Fótbolti 4. mars 2021 12:30
Klopp vill banna sínum leikmönnum að fara í landsleikina í mars Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur miklar áhyggjur af því að missa leikmenn í langa sóttkví eftir að þeir koma til baka úr landsliðsferðum í lok mánaðarins. Enski boltinn 4. mars 2021 08:15
Vilja að Danir sniðgangi HM í Katar: „Fullt af fólki látist vegna þessa móts“ Danmörk á ekki að taka þátt í HM í Katar á næsta ári, náði þeir að tryggja sér sæti á mótinu. Þetta segir hópur stuðningsmanna Dana sem vill að þeir sniðgangi mótið. Fótbolti 4. mars 2021 07:00
Boris styður að Bretland og Írland haldi HM saman Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir að nú sé rétti tíminn fyrir Bretland og Írland til að halda saman heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Þjóðirnar gætu sent inn sameiginlegt framboð um að fá að halda HM 2030. Fótbolti 2. mars 2021 11:32
The Guardian segir yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá því að landið fékk HM Yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá árinu 2011, eftir þá umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM karla í fótbolta árið 2022. Deilt er um hve mörg andlát megi rekja beint til undirbúnings mótsins. Fótbolti 23. febrúar 2021 13:01
Norðmenn flytja fyrsta heimaleik sinn í undankeppni HM til Malaga Fyrsti heimaleikur eftirmanns Lars Lagerbäck með norska fótboltalandsliðinu fer ekki fram á norskri grundu. Fótbolti 23. febrúar 2021 11:02
Lars ekki enn gert skriflegan samning við KSÍ Lars Lagerbäck er ekki búinn að skrifa undir samning við Knattspyrnusamband Íslands þó svo það sé búið að staðfesta að hann komi inn í nýtt landsliðsteymi A-landsliðs karla sem tæknilegur ráðgjafi. Fótbolti 13. febrúar 2021 07:00
Lagerbäck vonast eftir bólusetningu svo hann geti hitt íslenska liðið Lars Lagerbäck segir að vegna kórónuveirufaraldursins sé óvíst að hann geti hitt íslenska landsliðið í Þýskalandi í næsta mánuði og verið á svæðinu þegar það leikur sína fyrstu leiki í undankeppni HM í Katar. Fótbolti 12. febrúar 2021 16:31
„Arnar vill ekki að ég sitji inni á skrifstofu“ Lars Lagerbäck kveðst svo sannarlega hafa saknað sinna gömlu lærisveina í íslenska landsliðinu í fótbolta. Hans nýja hlutverki hjá landsliðinu, sem nú er undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, væri að mati Svíans best lýst sem starfi aðstoðarþjálfara. Fótbolti 12. febrúar 2021 14:38