Raunveruleikastjörnur slíta trúlofuninni Raunveruleikastjórnurnar Joey Sasso og Kariselle Snow hafa slitið trúlofun sinni. Þau trúlofuðu sig í lokaþætti Netflix-þáttaraðarinnar Perfect Match. Lífið 3. mars 2023 11:03
Sér eftir því að hafa nafngreint fyrrverandi kærustur Rapparinn Drake segist sjá eftir því að hafa nafngreint fyrrverandi kærustur sínar í lögum sínum. Hann hafi aldrei gert það með neitt illt í huga en ein þeirra skammaði hann fyrir það. Lífið 2. mars 2023 10:47
Ætlar að tala almennilega um löðrunginn Það vakti gífurlega athygli þegar leikarinn Will Smith löðrungaði grínistann Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Netflix mun Rock tala almennilega um löðrunginn í nýju uppistandi sínu. Lífið 1. mars 2023 13:21
Byrjaði upp á nýtt eftir röð áfalla Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran tilkynnti um væntanlega plötu í dag. Ásamt því opnaði hann sig um ýmsa erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum. Þessi röð áfalla olli því að hann byrjaði upp á nýtt á plötunni. Lífið 1. mars 2023 10:57
Aflýsir tónleikaferðalaginu vegna veikinda Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur aflýst öllum tónleikunum sem eftir voru af Justice tónleikaröðinni. Lífið 1. mars 2023 09:49
Mun aldrei ná sér Leikarinn Tom Sizemore mun aldrei ná sér aftur eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir rúmri viku síðan. Hann er í öndunarvél en slökkt verður á henni á næstu dögum. Lífið 28. febrúar 2023 08:28
Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. Erlent 28. febrúar 2023 07:36
Katy Perry brast í grát: Missti vini sína í skotárás í framhaldsskóla Katy Perry, söngkona og einn dómara Idol í Bandaríkjunum, brast í grát eftir að hinn 21 árs gamli Trey Louis mætti í áheyrnarprufu. Trey var nemandi í Santa Fe High School þegar byssumaður skaut þar tíu manns til bana árið 2018. Lífið 27. febrúar 2023 14:42
Gátu ekki hætt að kyssast Elvis-leikarinn Austin Butler og kærasta hans, Kaia Gerber, gátu ekki sleppt hvoru öðru í veislu W-tímaritsins í Los Angeles um helgina. Fjöldi stjarna var samankominn í veislunni. Lífið 27. febrúar 2023 14:11
Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. Bíó og sjónvarp 27. febrúar 2023 08:38
Kylie ekki lengur á toppnum Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er ekki lengur með flesta fylgjendur kvenna á Instagram. Leik- og söngkonan Selena Gomez hefur tekið fram úr. Lífið 26. febrúar 2023 17:21
Rihanna syngur á Óskarnum Söngkonan Rihanna kemur fram á Óskarnum 12. mars næstkomandi. Hún mun fylgja eftir stórbrotna hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni, þar sem hún sló í gegn. Lífið 24. febrúar 2023 22:55
Kennarinn hafi notfært sér ungan aldur hennar Raunveruleikastjarnan Paris Hilton hefur gengið í gegnum margt á sinni ævi. Í forsíðuviðtali við Glamour tímaritið opnar hún sig um hluti sem hún segist ekki einu sinni hafa sagt fjölskyldunni sinni frá áður. Lífið 24. febrúar 2023 10:43
Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2023 08:37
Glímdi tvisvar við fæðingarþunglyndi Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ítölsku útgáfu Vanity Fair tímaritsins í mars. Í viðtalinu ræðir Kylie meðal annars um það að glíma við fæðingarþunglyndi. Lífið 23. febrúar 2023 11:09
Leið skringilega á meðan Friends-leikararnir grétu Leikarinn Paul Rudd er þessa dagana hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ant-Man í Marvel söguheiminum enda var þriðja myndin um ofurhetjuna frumsýnd á dögunum. Aðdáendur Friends þáttanna þekkja leikarann þó mögulega betur í hlutverki eiginmanns Phoebe Buffay. Lífið 22. febrúar 2023 17:04
Sagði nei við Bond eftir afarkost frá eiginkonunni Liam Neeson var boðið að leika breska njósnarann James Bond áður en Pierce Brosnan fékk hlutverkið. Hann hætti við að taka við því eftir að eiginkona hans, þáverandi kærasta, sagðist ekki ætla að giftast honum ef hann tæki við hlutverkinu. Lífið 22. febrúar 2023 11:23
Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. Lífið 22. febrúar 2023 09:11
Kendall Jenner og Bad Bunny sögð stinga saman nefjum Ofurfyrirsætan Kendall Jenner og rapparinn Bad Bunny virðast vera að slá sér upp saman. Heimildir slúðurmiðla herma að þau hafi sést kyssast fyrr í vikunni hafi síðan þá sést saman á stefnumóti í Los Angeles. Lífið 21. febrúar 2023 23:27
Fóru að óttast um Panettiere eftir að hann mætti ekki á fund Vinir leikarans Jansen Panettiere, sem fannst látinn á heimili sínu, höfðu áhyggjur af líðan hans eftir að hann mætti ekki á fund á sunnudag. Einn vinanna kom síðar að honum látnum á heimili sínu. Lífið 21. febrúar 2023 20:36
Bróðir Hayden Panettiere látinn Bandaríski leikarinn og barnastjarnan Jansen Panettiere er látinn, 28 ára að aldri. Hann var bróðir leikkonunnar Hayden Panettiere. Lífið 21. febrúar 2023 07:51
Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum með sjö BAFTA-verðlaun Þýska Netflix kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum bar sigur úr býtum á BAFTA verðlaununum í kvöld. Myndin vann í heildina sjö verðlaun og var þar á meðal valin besta myndin. Hún fékk einnig verðlaun fyrir besta leikstjórn. Bíó og sjónvarp 19. febrúar 2023 22:22
Law & Order stjarna fallin frá Leikarinn og grínistinn Richard Belzer er látinn. Belzer, sem var 78 ára gamall var þekktastur fyrir að leika rannsóknarlögreglumanninn John Munch í Homicide: Life on the Street og Law & Order: SVU þáttunum um árabil. Hann lést á heimili sínu í Frakklandi í morgun. Lífið 19. febrúar 2023 20:13
Blæs á fréttaflutning um framhjáhald Megan Fox, leikkonan víðfræga, sneri í dag aftur á Instagram í þeim eina tilgangi að gagnrýna fréttaflutning af meintum sambandsslitum hennar og tónlistarmannsins Machine Gun Kelly. Fjölmiðlar vestanhafs hafa um helgina sagt frá því að hún hafi komist að því að Kelly hafi haldið framhjá sér en hún segir það ekki rétt. Lífið 19. febrúar 2023 19:12
Tom Sizemore í alvarlegu ástandi eftir heilablóðfall Leikarinn Tom Sizemore, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Saving Private Ryan, Black Hawk Down, Heat og mörgum öðrum myndum var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles síðustu nótt. Hann er sagður hafa fengið heilablóðfall og ku vera í alvarlegu ástandi. Lífið 19. febrúar 2023 18:46
Auður leggur land undir fót og er kominn með íbúð í L.A. Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er fluttur til Los Angeles í Bandaríkjunum ef marka má mynd sem hann deildi á Instagram síðu sinni í gær. Lífið 17. febrúar 2023 10:32
Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. Lífið 16. febrúar 2023 22:44
Bergljót Arnalds heimsótt af Owen Hunt Stórleikarinn Kevin McKidd var staddur hér á landi nýlega. Hann heimsótti fyrrverandi bekkjarsystur sína, söngkonuna Bergljótu Arnalds, en saman lærðu þau leiklist í Edinborg í Skotlandi. Lífið 16. febrúar 2023 18:14
Fer með hlutverk Harley Quinn í nýrri mynd um Jókerinn Söng- og leikkonan Lady Gaga fer með hlutverk sögupersónunnar Harley Quinn í nýrri mynd um illmennið Jókerinn. Gaga birti fyrstu mynd af sér í hlutverkinu á Instagram í gær. Bíó og sjónvarp 16. febrúar 2023 18:00
Raquel Welch er látin Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Raquel Welch er látin, 82 ára að aldri. Lífið 15. febrúar 2023 19:46