Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Kim Kardashian birtist óvænt í brúðarkjól

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kom óvænt fram í brúðarkjól í hlustunarpartýi fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West. Aðdáendur velta nú vöngum yfir því hvaða skilaboð fyrrverandi hjónin sendu með þessum gjörningi.

Lífið
Fréttamynd

Britney Spears er þakklát fyrir kærastann

Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar.

Lífið
Fréttamynd

Sofia Vergara opnar sig um bar­áttu við krabba­mein

Leikkonan Sofia Vergara opnaði sig nýlega um að hafa greinst með skjaldkirtilskrabbamein þegar hún var 28 ára gömul. Vergara sagði frá þessu þegar hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni sem haldin var um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Fyrst svartra kvenna til að bera Tiffany demantinn

Beyoncé er fyrst svartra kvenna til að fá að bera hinn víðfræga 128,54 karata Tiffany demant. Tónlistarkonan ber demantinn um hálsinn í nýrri auglýsingaherferð Tiffany & Co skartgripaverslunarinnar, þar sem hún situr fyrir ásamt eiginmanni sínum Jay-Z.

Lífið
Fréttamynd

Scar­lett Johans­son eignaðist dreng

Leikkonan Scarlett Johansson og Saturday Night Live stjarnan Colin Jost hafa eignast dreng og fékk hann nafnið Cosmo. Jost deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var orðin of með­vituð um líkama minn“

Tónlistarkonan Britney Spears opnaði sig um líkamsímynd sína á Instagram á dögunum. Brjóstamyndir sem hún hefur birt af sjálfri sér hafa vakið athygli aðdáenda, en hún segir myndirnar tengjast ákveðinni frelsun.

Lífið
Fréttamynd

Barn Eminem kemur út sem kynsegin

Barn rapparans Eminem hefur nú komið út úr skápnum sem kynsegin og notast nú við nafnið Stevie. Eminem ættleiddi Stevie árið 2005 þegar hán var aðeins þriggja ára.

Lífið
Fréttamynd

Þolandi stefnir Nicki Mina­j

Tónlistarkonan Nicki Minaj og eiginmaður hennar Kenneth Petty hafa fengið á hendur sér lögsókn frá konu sem Petty var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að nauðga árið 1994. Hjónin eru nú sökuð um áreiti og ofsóknir.

Lífið
Fréttamynd

Beyoncé uppgötvaði CBD og reisir nú hamprækt

Stórstjarnan Beyoncé uppgötvaði CBD á síðasta tónleikaferðalagi sínu og er nú að byggja sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hamp og hunang. Tónlistarkonan fagnar 40 ára afmæli sínu í næsta mánuði og gerir upp áratugina fjóra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði af tímaritinu Harpers Bazaar.

Lífið
Fréttamynd

Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabba­meins

Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum.

Lífið