Kaley Cuoco og Karl Cook skilin að borði og sæng Leikkonan Kaley Cuoco og hestaþjálfarinn Karl Cook hafa ákveðið að skilja eftir þriggja ára hjónaband. Hjónin höfðu einungis búið saman eitt ár af þremur. Lífið 3. september 2021 20:16
Lögmaður Spears sakar föður hennar um fjárkúgun Lögmaður Britney Spears segir að faðir hennar ætti að stíga umsvifalaust til hliðar sem forráðamaður söngkonunnar og sakar hann um fjárkúgun. Lífið 1. september 2021 09:59
Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. Erlent 31. ágúst 2021 12:44
Kanye segir Dondu hafa verið gefna út án hans leyfis Tónlistarmaðurinn Kanye West heldur því fram að útgáfufyrirtækið, Universal Music Group, hafi gefið út nýjustu plötu hans Donda án hans samþykkis. Tónlist 31. ágúst 2021 10:06
Stjörnurnar sem kjósa að nota ekki svitalyktareyði og baða sig sjaldan Hreinlætismál hafa verið mikið í umræðunni í Hollywood síðustu daga. Ósk Gunnarsdóttir fór yfir málið í þætti sínum á FM957. Lífið 27. ágúst 2021 15:31
Kim Kardashian birtist óvænt í brúðarkjól Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kom óvænt fram í brúðarkjól í hlustunarpartýi fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West. Aðdáendur velta nú vöngum yfir því hvaða skilaboð fyrrverandi hjónin sendu með þessum gjörningi. Lífið 27. ágúst 2021 10:47
Britney Spears er þakklát fyrir kærastann Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar. Lífið 26. ágúst 2021 12:59
Ný stikla fyrir Spider-Man: No Way Home Marvel og Sony frumsýndu í dag stutta stiklu fyrir myndina Spider-Man: No Way Home, sem væntanleg er síðar á árinu. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2021 11:12
Sofia Vergara opnar sig um baráttu við krabbamein Leikkonan Sofia Vergara opnaði sig nýlega um að hafa greinst með skjaldkirtilskrabbamein þegar hún var 28 ára gömul. Vergara sagði frá þessu þegar hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni sem haldin var um helgina. Lífið 23. ágúst 2021 21:10
Fyrst svartra kvenna til að bera Tiffany demantinn Beyoncé er fyrst svartra kvenna til að fá að bera hinn víðfræga 128,54 karata Tiffany demant. Tónlistarkonan ber demantinn um hálsinn í nýrri auglýsingaherferð Tiffany & Co skartgripaverslunarinnar, þar sem hún situr fyrir ásamt eiginmanni sínum Jay-Z. Lífið 23. ágúst 2021 16:16
Kylie Jenner á von á barni Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er ólétt. Þau Travis Scott eiga von á sínu öðru barni samkvæmt heimildum People. Lífið 20. ágúst 2021 21:18
Starfsmaður sakar Britney um að hafa slegið til sín Bandaríska söngkonan Britney Spears er nú til rannsóknar hjá lögreglu í Kaliforníu eftir að starfsmaður á heimili söngkonunnar sakaði hana um að hafa slegið til sín. Lífið 20. ágúst 2021 08:22
Til liðs við Grey‘s Anatomy Hollywoodleikarinn Peter Gallagher mun ganga til liðs við leikaralið þáttaraðarinnar Grey‘s Anatomy og birtast í næstu þáttaröð sem verður sú átjánda í röðinni. Bíó og sjónvarp 20. ágúst 2021 07:57
Marvel frumsýnir stikluna fyrir Eternals Marvel frumsýndi í dag stikluna fyrir ofurhetjumyndina Eternals. Angelina Jolie er þar í aðalhlutverki en hún fer með hlutverk Thenu í myndinni. Bíó og sjónvarp 19. ágúst 2021 14:30
Scarlett Johansson eignaðist dreng Leikkonan Scarlett Johansson og Saturday Night Live stjarnan Colin Jost hafa eignast dreng og fékk hann nafnið Cosmo. Jost deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. Lífið 19. ágúst 2021 10:07
„Ég var orðin of meðvituð um líkama minn“ Tónlistarkonan Britney Spears opnaði sig um líkamsímynd sína á Instagram á dögunum. Brjóstamyndir sem hún hefur birt af sjálfri sér hafa vakið athygli aðdáenda, en hún segir myndirnar tengjast ákveðinni frelsun. Lífið 18. ágúst 2021 11:08
Kylie Jenner setur á markað eigið sundfatamerki Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er að fara að setja á markað sundföt undir vörumerkinu Kylie Swim. Hún deildi tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram í gær. Lífið 17. ágúst 2021 16:40
Sakaður um kynferðisbrot gegn tólf ára barni Kona hefur kært tónlistarmanninn Bob Dylan fyrir að hafa misnotað hana kynferðislega fyrir 56 árum þegar hún var tólf ára gömul og tónlistarmaðurinn 24 ára árið 1965. Erlent 17. ágúst 2021 07:59
Kaley Cuoco býðst til að kaupa hestinn sem var laminn á Ólympíuleikunum Leikkonan Kaley Cuoco, sem flestir þekkja eflaust úr þáttunum The Big Bang Theory, hefur sagst munu borga hvaða verð sem er til að bjarga hestinum sem laminn var af þýskum þjálfara á Ólympíuleikunum. Lífið 14. ágúst 2021 20:32
Barn Eminem kemur út sem kynsegin Barn rapparans Eminem hefur nú komið út úr skápnum sem kynsegin og notast nú við nafnið Stevie. Eminem ættleiddi Stevie árið 2005 þegar hán var aðeins þriggja ára. Lífið 14. ágúst 2021 12:27
Þolandi stefnir Nicki Minaj Tónlistarkonan Nicki Minaj og eiginmaður hennar Kenneth Petty hafa fengið á hendur sér lögsókn frá konu sem Petty var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að nauðga árið 1994. Hjónin eru nú sökuð um áreiti og ofsóknir. Lífið 14. ágúst 2021 10:14
Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. Tónlist 12. ágúst 2021 21:26
Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. Lífið 12. ágúst 2021 11:04
Beyoncé uppgötvaði CBD og reisir nú hamprækt Stórstjarnan Beyoncé uppgötvaði CBD á síðasta tónleikaferðalagi sínu og er nú að byggja sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hamp og hunang. Tónlistarkonan fagnar 40 ára afmæli sínu í næsta mánuði og gerir upp áratugina fjóra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði af tímaritinu Harpers Bazaar. Lífið 11. ágúst 2021 17:13
Blæs á sögusagnir um ástarsamband við Aniston Talsmaður leikarans David Schwimmer segir að ekkert sé til í slúðurfréttum um að hann sé að hitta leikkonuna Jennifer Aniston. Lífið 11. ágúst 2021 14:01
Segir það hlutverk lífs síns að vera eigandi Wrexham og mun alls ekki nota hugtakið „soccer“ Hollywood-stjarnan Ryan Reynolds hefur leikið nokkur stór hlutverk til þessa á lífsleiðinni. Að hans mati er þó ekkert stærra en að vera eigandi knattspyrnufélagsins Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni um þessar mundir. Enski boltinn 10. ágúst 2021 12:00
Kröfu Britney um að flýta réttarhöldum um forræði hennar hafnað Beiðni tónlistarkonunnar Britney Spears um að réttarhöldum um forræði föður hennar yfir hennar málefnum hefur verið hafnað. Dómari úrskurðaði í gær að réttarhöldin muni hefjast þann 29. september, eins og áður stóð til. Tónlist 10. ágúst 2021 11:02
Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. Lífið 9. ágúst 2021 16:26
Suicide Squad-stjarna fær nálgunarbann gegn fyrirsætu sem sakar hann um nauðgun Sænski leikarinn Joel Kinnaman hefur fengið tímabundið nálgunarbann gegn sænsku fyrirsætunni Bella Davis, sem sakað hefur hann um að hafa nauðgað sér. Kinnamann sakar hana á móti um að hafa ætlað að kúga sig. Erlent 8. ágúst 2021 21:51
Kraftmikill niðurgangur varð rennibrautarþætti að falli Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur endanlega hætt við framleiðslu á leikjaþættinum The Ultimate Slip N’ Slide. Kraftmikil niðurgangspest varð framleiðslu þáttarins að falli. Lífið 7. ágúst 2021 19:40