RIFF á lista yfir mikilvægustu kvikmyndahátíðarnar RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, var á dögunum valin ein af tuttugu mikilvægustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðum ársins af tímaritinu The Moviemaker. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir þetta mikinn heiður. Bíó og sjónvarp 20. mars 2023 10:34
Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld. Lífið 19. mars 2023 22:14
Fór hörðum orðum um vandræðalegt viðtal: „Þetta er mjög leiðinleg stétt“ Jakob Birgisson grínisti og reglulegur álitsgjafi í Íslandi í dag sparar ekki stóru orðin um það sem honum finnst vera „leiðinleg stétt“, leikarar. Viðtal við Hugh Grant á Óskarsverðlaununum renni sérstaklega stoðum undir þá staðreynd. Innlent 19. mars 2023 09:01
Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“ „Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 19. mars 2023 06:00
Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. Lífið 18. mars 2023 20:14
Diljá komin á toppinn Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum. Tónlist 18. mars 2023 17:00
Gísli Örn útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness Gísli Örn Garðarson, leikari og leikstjóri, var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2023 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær. Menning 18. mars 2023 16:01
Telur sig loks hafa fundið móður Leonardos Da Vinci Ítalskur sagnfræðingur hefur leyst meira en 500 ára ráðgátu um hver var móðir endurreisnarmálarans Leonardos Da Vinci. Hún var prinsessa og þræll sem rænt var frá heimkynnum sínum í barnæsku. Erlent 18. mars 2023 14:30
Egill Ólafs heiðraður á Hlustendaverðlaununum Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson var heiðraður á Hlustendaverðlaununum í gær. Ólafur Egilsson, sonur Egils, tók við verðlaununum og sýndi myndbandskveðju frá Agli þar sem hann þakkaði fyrir sig. Tónlist 18. mars 2023 10:53
Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. Atvinnulíf 18. mars 2023 10:00
Tár: Enginn grætur Lydiu Tár Kvikmyndin Tár rétt rataði í kvikmyndahús fyrir Óskarsverðlaunahelgina síðast liðnu og hægt að sjá hana í Bíó Paradís. Því miður birtist hún á sjóræningjasíðum fyrir margt löngu og mögulega margir freistast til að svindla og horfa þar. Ég mæli ekki með því, Tár er BÍÓmynd. Gagnrýni 18. mars 2023 09:57
Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár Hlustendaverðlaunin voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin voru veitt og var öllu tjaldað til. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. Tónlist 17. mars 2023 21:08
Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2023 Hlustendaverðlaunin 2023 verða afhent í Háskólabíói í kvöld. Verðlaunin verða sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 en auk þess verður hægt að fylgjast með útsendingunni á Vísi í spilaranum hér að neðan. Tónlist 17. mars 2023 17:00
Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo „Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki. Lífið 17. mars 2023 13:30
Halldór Eldjárn og GDRN sameina krafta sína Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Gleymmérei, sem tónlistarfólkið Halldór Eldjárn og GDRN voru að gefa út. Tónlist 17. mars 2023 11:30
Löng röð myndaðist fyrir utan nýja sýningu RAX í Hamborg Í gær opnaði Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, sýninguna Where the World is Melting í Hamborg í Þýskalandi. RAX hefur síðustu áratugi skrásett þær dramatísku breytingar sem orðið hafa á norðurslóðum samhliða hlýnun jarðar og vonast hann til þess að verk hans opni augu sýningargesta. Menning 17. mars 2023 08:01
Þessi hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin 2023 Íslensku myndlistarverðlaunin fóru fram í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Iðnó. Er þetta í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt og hafa þau skipað sér mikilvægan sess í menningarlandslaginu. Menning 17. mars 2023 07:01
„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“ Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. Lífið 16. mars 2023 22:47
Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). Lífið 16. mars 2023 22:15
Stöðugt að verða sterkari manneskja Tónlistarkonan Árný Margrét hefur spilað víða um heiminn þrátt fyrir að hafa tekið sitt fyrsta gigg fyrir einungis rúmu ári síðan á Airwaves. Með tónlistinni ögrar hún sér mikið þar sem hún er í grunnin feimin en segir gott að fara stöðugt út fyrir þægindarammann. Árný Margrét er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Tónlist 16. mars 2023 16:00
Trommarinn sem myrti móður sína látinn Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. Lífið 16. mars 2023 15:04
Tekist á um dánarbú Leonards Cohen Einkaerfingjar kanadíska ljóðskáldsins og tónlistarmannsins Leonards Cohen saka umboðsmann söngvarans um að reyna að ræna dánarbúinu innan frá. Dánarbúið er metið á tæpar 50 milljónir dala og þessa dagana er tekist á um það fyrir dómstólum í Los Angeles. Erlent 16. mars 2023 14:01
„Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“ „Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. Lífið 16. mars 2023 10:35
„Sama pæling og þegar gaurinn sem var efnilegur í þriðja flokki ákveður að fara í bumbubolta“ Hljómsveitin Ormar samanstendur af Elvari, Herði og Sólrúnu Mjöll og sérhæfir sig í grugg rokki frá tíunda áratuginum. Þau eru tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Tónlist 16. mars 2023 08:01
Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. Lífið 15. mars 2023 22:45
Vilja sundlaugamenningu og laufabrauðsgerð á lista UNESCO Menningar- og viðskiptaráðherra kynnti tillögu fyrir ríkisstjórninni um að laufabrauðsgerð og sundlaugamenning verði tilnefnd á skrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir menningarerfðir. Innlent 15. mars 2023 21:53
Brotlenti svolítið eftir Söngvakeppnina Tónlistarmaðurinn Stefán Óli vakti athygli þegar hann tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Hann elskar að flytja sína eigin tónlist upp á sviði og stefnir á að gefa út plötu á komandi tímum. Stefán Óli er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Tónlist 15. mars 2023 16:01
Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag. Lífið 15. mars 2023 15:37
Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. Erlent 15. mars 2023 14:20
Fékk tíma til að stoppa og hafði þá þörf fyrir að tjá sig frá sínu eigin hjarta „Mér finnst ótrúlega gaman að vera búin að koma þessu út. Listin verður aldrei raunveruleg fyrr en hún fær að spegla sig á samfélagið einhvern veginn. Annars er þetta bara inni í hausnum á mér“, segir leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir, sem var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Lilies. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Tónlist 15. mars 2023 11:30