Spurt og svarað um útlendingamál Það er engin skortur á fólki sem tjáir sig um útlendingamál. Því miður er það oftar en ekki þannig að það sem er sagt opinberlega er ekki endilega rétt. Alla jafna snýst málið um það að fólk misskilur orðræðuna og í raun misskilur það sem raunverulega er verið að meina með henni. Ég ætla að gera einlæga tilraun til að leggja hér upp þær spurningar sem gjarnan brenna á fólki í þessu samhengi og gera mitt allra besta til að svara þeim. Skoðun 30. apríl 2024 07:00
Jafnaðarmannastefnan – stefna velferðar Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Skoðun 30. apríl 2024 06:00
Vinstri græn aldrei með minna fylgi Vinstri græn mælast með 4,4 prósent fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en fylgi flokksins hefur aldrei mælst minna í könnunum Gallup. Þá dregst stuðningur við ríkisstjórnina saman. Innlent 29. apríl 2024 18:53
Fjárveitingar til vegamála standast engan samanburð Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Skoðun 29. apríl 2024 16:01
Guðrún á Glitstöðum segir vaðið yfir vilja almennings Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði tók sig til og skrifaði grein þar sem hún furðar sig á stjórnsýslu landsins. Hún fari sínu fram hverju sem tautar og raular. Innlent 29. apríl 2024 13:13
Segir upp hjá RÚV og snýr sér að pólitík Sunna Valgerðardóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona á RÚV, hefur verið ráðin til þingflokks Vinstri grænna. Hún hefur þegar látið af störfum hjá RÚV. Innlent 29. apríl 2024 12:06
Ráðherra kynnir nýtt mælaborð farsældar barna Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir í dag nýtt Mælaborð farsældar barna. Um er að ræða nýtt verkfæri sem er hannað til að styðja við innleiðingu farsældarlaganna og innleiða gagnadrifna stefnumótun hvað hag barna varðar. Kynning hefst klukkan 9 og er hægt að horfa í beinu streymi. Innlent 29. apríl 2024 08:52
Vopn, sprengjur og annað eins Mér er spurn hvað er ríkisstjórnin með utanríkisráðherra í fararbroddi að gera varðandi friðarboðskap til stríðsþjóða? Skoðun 28. apríl 2024 14:30
Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna ástandsins í Íran Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum. Lífið 28. apríl 2024 07:00
Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. Innlent 27. apríl 2024 16:52
Er fyrirmyndarríkið Ísland í ruslflokki í sorpmálum? Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Skoðun 27. apríl 2024 12:30
Takk fyrir vettlingana! Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna. Skoðun 27. apríl 2024 12:01
Þegar þú vilt miklu meira bákn Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni. Komið hefur þannig beinlínis fram í gögnum Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé allt of lítil að mati þess. Skoðun 27. apríl 2024 10:01
Óbærileg léttúð VG Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er. Skoðun 27. apríl 2024 07:31
Að hafa áhrif á nærumhverfi sitt Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra. Skoðun 27. apríl 2024 07:00
Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. Innlent 26. apríl 2024 19:34
Borgarstjóri og frú tóku veislustjórnina að sér Flokksþing Framsóknarflokksins fór fram í 37. skipti á dögunum. Að því loknu fögnuðu flokksmenn með hátíðarkvöldverði á Hótel Hilton og tilheyrandi skemmtun fram eftir kvöldi. Lífið 26. apríl 2024 14:32
Gylfi leiðir samhæfingu vegna Grindavíkur Forsætisráðuneytið hefur tímabundið ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson, teymisstjóra hjá Rauða krossinum, til að leiða samhæfingu vegna Grindavíkur. Innlent 26. apríl 2024 12:05
Rekin vinalega á brott en vonast til að fá að vera áfram Hópur háskólanema kom saman í veðurblíðunni í gærkvöldi og sló upp tjöldum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu. Lögregla vísaði hópnum á brott en forsvarsmaður hans segir það hafa verið gert af mestu vinsemd. Innlent 26. apríl 2024 10:40
„Þessi ákvörðun var ekki tekin í Valhöll“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, hefur gengið til liðs við kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. Sem þykja tíðindi á ýmsum bæjum. Innlent 26. apríl 2024 10:31
Framsókn leggst ekki í duftið Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Skoðun 26. apríl 2024 10:01
Þegar þú ert báknið Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Skoðun 26. apríl 2024 08:31
Svik við þjóðina Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Skoðun 26. apríl 2024 08:00
„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. Innlent 25. apríl 2024 13:38
Varð móðir sextán ára Hún elskar Manchester United, finnst Sigmundur Davíð skemmtilegastur á þingi og lofar að hún myndi halda áfram að elska börnin sín þótt þau kysu Sjálfstæðisflokkinn. Lífið 25. apríl 2024 13:36
Fimm teravött af orku og 20 milljarðar í samgöngur Orkumál eru formanni Samfylkingarinnar hugleikinn en að mati hennar þarf fimm terawött af orku í viðbót fyrir landið, sem yrði um fjórðungs aukning á næstu tíu árum. Þá vill Samfylkingin verja um 20 milljörðum til viðbótar á ári til nýfjárfestinga og viðhalds á samgönguinnviðum. Innlent 25. apríl 2024 13:31
Eiríkur og Bjarni takast á um nefnd um íslenska tungu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tókust á um sérstaka ráðherranefnd um málefni íslenska tungu sem sett var á stofn árið 2022. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á dögunum að nefndin yrði lögð niður og segir Eiríkur það vott um getuleysi ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Innlent 25. apríl 2024 10:12
Ræða mest málefni íslenskunnar á fundum enskumælandi ráðs Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir mikilvægt að þegar rætt er um enskumælandi ráð í sveitarfélaginu sé litið þess af hverju það var stofnað og við hvaða aðstæður. Hefði ráðið ekki verið stofnað hefði stór hluti íbúa verið útilokaður frá lýðræðisþátttöku. Innlent 25. apríl 2024 08:01
Heyrt kjaftasögurnar um eldri mennina sem stýri henni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist alltaf hafa verið róleg í æsku en að ár í Bretlandi hafi dregið hana út úr skelinni. Hún segir tilviljanir hafa skipt miklu máli í hennar lífi og segir það oft geta verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti. Lífið 25. apríl 2024 07:00
Segir borgarstjóra óttalegan vettling Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. Innlent 24. apríl 2024 23:58