Tugir barna á bið eftir leikskólaplássi á höfuðborgarsvæðinu Börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í nærri öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Um 36 bíða í Garðabæ, 23 í Hafnarfirði og 141 barn í Kópavogi. Ekkert barn bíður í Mosfellsbæ en fimm á Seltjarnarnesi. Í Reykjavík er enn verið að vinna að innritun og fjöldi á bið enn óljós. Innlent 18. ágúst 2024 22:54
Ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings Formaður Viðreisnar segir það hagsmunamál allra að gengið verði til kosninga sem fyrst. Ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Innlent 18. ágúst 2024 21:00
Lýstu yfir þungum áhyggjum af risi öfgahægri afla Fjölmennur flokksráðsfundur VG fór fram í Reykjanesbæ í gær, laugardaginn 17. ágúst. Vel yfir eitt hundrað félagsmenn komu saman og samþykktu við lok fundar 17 ítarlegar ályktanir. Ályktanirnar fjölluðu meðal annars um róttækar breytingar á húsnæðismarkaði, ójöfnuð, Palestínu og stríðið á Gasa, auðlindir, innflytjendur og margt fleira. Innlent 18. ágúst 2024 17:25
Skeytasendingar ráðherra til marks um valdþreytu Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem nokkrir hafa munnhöggvast opinberlega síðustu daga, nota stöðu sína í eigin þágu til að skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga. Innlent 18. ágúst 2024 16:18
Ekki lengur hægt að valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ekkert munu verða af áformum um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu án þess að tekjur sveitarfélaga þar sem orkuvinnslan fer fram verði tryggð. Innlent 18. ágúst 2024 15:18
„Algjörlega ósammála“ samráðherra sínum Dómsmálaráðherra er ósammála samráðherra sínum í ríkisstjórn og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust og segir núverandi stöðu ekki ganga til lengdar. Innlent 18. ágúst 2024 11:46
Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Innlent 17. ágúst 2024 20:31
Óvíst með formannsframboð en frjálshyggjan megi ekki sigra Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Á flokksráðsfundi í dag sagði formaðurinn að frjálshyggjan fengi ekki að sigra. Innlent 17. ágúst 2024 12:11
„Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. Innlent 16. ágúst 2024 21:58
Bjarni skilar jafnréttis- og mannréttindamálunum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Jafnréttis- og mannréttindamál verða flutt frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Innlent 16. ágúst 2024 19:23
Alma Mjöll ráðin til þingflokks VG Alma Mjöll Ólafsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna. Hún starfaði til margra ára sem rannsóknarblaðakona á Heimildinni. Innlent 16. ágúst 2024 17:31
Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil. Innlent 16. ágúst 2024 12:23
Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera hana eina ábyrga fyrir verðbólgu. Ekki sé tilviljun að betur hafi gengið að kveða niður verðbólgudrauginn á Norðurlöndunum þar sem launahækkanir hafa verið mun hóflegri en á Íslandi. Viðskipti innlent 16. ágúst 2024 09:08
Læknar, heilbrigðisstarfsfólk og lykill að lausninni Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Skoðun 16. ágúst 2024 08:00
10 staðreyndir um verðbólgu og ríkisfjármál Síðustu ár hafa verið óvenju sveiflukennd í íslensku efnahagslífi: Fyrst kom heimsfaraldur með tilheyrandi niðursveiflu en síðan uppsveifla þar sem hagvöxtur var sá mesti í hálfa öld. Fylgifiskurinn var lækkun vaxta og síðan hækkun í framhaldi af verðbólguskoti, sem enn er í rénun. Skoðun 16. ágúst 2024 07:00
Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15. ágúst 2024 19:00
Helga Vala til Lögfræðistofu Reykjavíkur Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður og lögmaður, hefur bæst við hóp lögmanna Lögfræðistofu Reykjavíkur. Helga Vala útskrifaðist með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist sama ár málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og síðar fyrir Landsrétti. Innlent 15. ágúst 2024 15:56
Skilur gagnrýni á háa orlofsgreiðslu Fyrrverandi borgarstjóri segist ekki hafa tekið fullt orlof í tíu ár sem útskýri tíu milljóna króna greiðslu til hans. Sömu reglur gildi um borgarstjóra og alla aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar. Innlent 15. ágúst 2024 12:21
Fjórir berjast um embætti umboðsmanns Alþingis Fjórir einstaklingar gefa kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Það eru þau Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Innlent 15. ágúst 2024 11:27
Leggur til að hjólhýsabyggðin verði við Rauðavatn eða í Gufunesi Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu á fund borgarráðs um að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Eins og stendur eru þau í Sævarhöfða. Kolbrún leggur í tillögu sinni til sex svæði sem hún vill að séu metin með tilliti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. Innlent 15. ágúst 2024 09:09
Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children In recent days, the debate over free school meals has intensified, with some politicians vehemently opposing the idea. Skoðun 15. ágúst 2024 06:31
Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. Innlent 14. ágúst 2024 19:00
Bótagreiðslur til Íslendinga almennt hærri Tilfærslur ríkisins til fólks með erlent ríkisfang eru að meðaltali lægri en til fólks með íslenskt ríkisfang. Innlent 14. ágúst 2024 17:06
Hvað er fram undan í íslenskum stjórnmálum? Hvað er fram undan í íslenskum stjórnmálum nú þegar líður að hausti 2024, þessu velta sjálfsagt margir fyrir sér. Skoðun 14. ágúst 2024 16:00
Hamstrar barnið þitt blýanta? Nýverið fjallaði háskólaráðherra um þá ógn sem hugmyndafræðinni um eignarréttinn og ábyrgð stafaði af því að grunnskólabörn fái námsgögn án endurgjalds í skólanum. Skoðun 14. ágúst 2024 13:30
Heildarakstur í þjóðvegakerfi nærri tvöfaldast á tuttugu árum Heildarakstur í þjóðvegakerfinu á Íslandi nærri tvöfaldaðist á tímabilinu 2002 til 2023. Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra en var árið 2002 áætlaður um 1.781 milljón ekinna kílómetra. Innlent 14. ágúst 2024 08:36
Menntamál eru byggðajafnréttismál Menntun er ekki einungis samfélagsmál heldur einnig forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar og þar skipta öll skólastig máli. Menntamál skipa stóran sess þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðarinnar. Skoðun 13. ágúst 2024 19:01
Milla hætt hjá Willum Milla Ósk Magnúsdóttir hefur látið af störfum sem aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Hún hafði verið aðstoðarmaður ráðherra frá árinu 2021. Innlent 13. ágúst 2024 15:06
Fimm milljarðar í húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur Kostnaður við húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur nam tæplega fimm milljörðum króna árið 2023 og áætlaður kostnaður fyrir þetta ár er tæplega 4,7 milljarðar. Innlent 13. ágúst 2024 14:58
Sex sóttu um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Sex sóttu um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar. Meðal umsækjenda eru settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar, líftæknir og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi. Hæfnisnefnd fer yfir umsóknirnar. Innlent 13. ágúst 2024 11:31