Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Grindavík lagði KR í frábærum leik

    Grindvíkingar unnu í kvöld góðan sigur á KR í fjörugum og æsispennandi leik í Grindavík þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Fylgst var með gangi mála hér á Vísi í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Óvíst um þáttöku Friðriks

    Fyrirliðinn Friðrik Stefánsson hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort hann muni leika með körfuknattleiksliði Njarðvíkur í vetur. Hann fór í hjartaþræðingu á dögunum og þjáist af hjartameini sem kallast gáttaflökt.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Verða að ryðja okkur úr vegi til að ná í dolluna

    Það er alltaf pressa á menn að standa sig, alveg sama hjá hvaða liði þeir eru í þessari deild og þegar maður er hjá stórveldi eins og KR er alltaf pressa á að ná árangri," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í samtali við Vísi þegar spáin lá fyrir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR spáð titlinum

    Íslandsmeistarar KR munu verja titil sinn í karlaflokki ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem birt var á kynningarfundi fyrir Icelan Express deildina í dag. Deildin hefst á fimmtudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellingar unnu Powerade bikarinn

    Snæfellingar fögnuðu í dag sigri í Powerade bikarnum í karlaflokki með sigri á KR 72-65 í miklum baráttuleik í Laugardalshöll. Snæfell lenti undir 2-0 í leiknum en hafði undirtökin eftir það og vann verðskuldaðan sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Spilað til úrslita í dag

    Úrslitaleikir Powerade-bikarsins í körfubolta fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Klukkan 14.00 mætast Haukar og Keflavík í kvennaflokki og klukkan 16.00 spila karlalið KR og Snæfells til úrslita.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell og KR leika til úrslita

    Það verða SNæfell og KR sem leika til úrslita í Powerade bikarnum í körfubolta. Snæfell lagði Njarðvík nokkuð örugglega í kvöld 85-79 þar sem liðið hafði forystu nánast allan leikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell leiðir í hálfleik

    Snæfell hefur yfir gegn Njarðvík 44-36 í hálfleik í undanúrslitaviðureign liðanna í Powerade bikarnum í körfubolta. Hólmarar hafa verið yfir allan hálfleikinn og leiddu 29-20 eftir fyrsta leikhlutann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR í úrslit

    KR-ingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Poweradebikarnum í körfubolta með sannfærandi sigri á Skallagrími 95-70 í Laugardalshöllinni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Snæfell og Njarðvík, en sá leikur hefst klukkan 21.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR hefur yfir í hálfleik

    KR-ingar hafa yfir 45-36 gegn Skallagrími þegar flautað hefur verið til leikhlés í undanúrslitaviðureign liðanna í Powerade bikarnum í körfubolta. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni og strax að honum loknum eigast við Njarðvík og Snæfell.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik Stefánsson á leið í hjartaaðgerð

    Landsliðsmiðherjinn Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík getur ekki spilað með liðinu á næstunni, en hann þarf að fara í hjartaaðgerð í næstu viku. Friðrik varð fyrst var við að ekki væri allt með felldu þegar hann féll í yfirlið í leik fyrir tveimur árum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mikil pressa í Njarðvík

    Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir samning við Njarðvík og leikur með liðinu í vetur. Hörður hefur leikið með Fjölni undanfarin ár og hlakkar til að takast á við pressuna sem fylgir því að spila með þeim grænu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR og Njarðvík í undanúrslitin

    Í gærkvöld varð ljóst hvaða lið leika í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta karla. KR lagði Hamar 94-79 og mætir Skallagrími í undanúrslitum og Njarðvíkingar lögðu ÍR 87-80 og mæta því Snæfelli í undanúrslitum. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR og Hamar áfram

    Í kvöld varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum í Powerade bikarnum í körfubolta. ÍR-ingar lögðu Fjölni 81-78 í Seljaskóla og Hamar lagði Tindastól í Hveragerði 94-78.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þór og Skallagrímur áfram

    Þór frá Akureyri og Skallagrímur í Borgarnesi tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta. Borgnesingar lögðu Stjörnuna naumlega á heimavelli 87-84 eftir framlengdan leik og Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Keflvíkinga suður með sjó 90-80.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Poweradebikarinn hefst í kvöld

    Nú er körfuboltavertíðin hér heima að hefjast á fullu og í kvöld verða spilaðir tveir fyrstu leikirnir í Poweradebikarnum í karlaflokki. Keflavík fær Þór Akureyri í heimsókn og Skallagrímur og Stjarnan eigast við í Borgarnesi. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. Annað kvöld fara fram tveir leikir þar sem ÍR mætir Fjölni og Hamar tekur á móti Tindastól.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Auðvelt hjá ÍR og KR

    Tveir leikir fóru fram á Reykjavíkurmótinu í körfubolta í gærkvöldi og voru þeir ekki sérlega spennandi. KR-ingar völtuðu yfir Fjölni á útivelli 111-72 og ÍR vann sannfærandi sigur á Val 91-61 í Seljaskóla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Á alveg eins von á að vera bara á Íslandi

    "Ég fékk dálítið af fyrirspurnum frá öðrum félögum en ég gaf það alltaf til kynna að KR væri fyrsti kostur hjá mér," sagði landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon í samtali við Vísi.is í dag - skömmu eftir að hann handsalaði samning um að leika með Íslandsmeisturum KR í körfubolta í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Reykjavíkurmótið hófst í gær

    Reykjavíkurmótið í körfuknattleik hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. ÍR-ingar lögðu Fjölni 95-92 þar sem ÍR tryggði sér sigurinn á síðustu sekúndum leiksins og KR-ingar unnu auðveldan sigur á Valsmönnum í Vodafone-höllinni 101-73. ÍR og Valur mætast í Seljaskóla í kvöld og Fjölnir tekur á móti KR í Grafarvogi. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Blikar lögðu Keflvíkinga

    Reykjanesmótið í körfubolta hófst með látum í gærkvöldi og þá fóru fram fjórir leikir, en mótinu lýkur á sunnudag. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Vogum 86-81 þar sem Tony Cornett skoraði 42 stig fyrir Blika og Kristján Rúnar Sigurðsson 21. Jón Norðdal Hafsteinsson skoraði 15 stig fyrir Keflvíkinga.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Reykjanesmótið í körfu hefst í dag

    Í dag hefst hið árlega Reykjanesmót í körfubolta og verður þetta stærsta mótið frá upphafi. KR-ingar taka nú þátt í mótinu í fyrsta sinn og þeir verða í eldlínunni í einum af þeim fjórum leikjum sem fram fara í kvöld. Grindavík og Haukar mætast í Sandgerði klukkan 19:00 og klukkan 20:30 mætast Reynir og Njarðvík á sama stað. Í Vogum leika svo Keflavík og Breiðablik klukkan 18:30 og KR og Stjarnan klukkan 20:15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Viljum hafa sem flesta KR-inga úti

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR hefur ekki áhyggjur af því þótt önnur félög á Íslandi séu að bera víkjurnar í Jakob Örn Sigurðarson og Helga Már Magnússon. Ef að þeir verða heima þá spila þeir með KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt bjartsýnn á komandi tímabil

    Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta, segir í samtali við Vísi.is að hann sé bjartsýnn á komandi leiktímabil. Benedikt segir undirbúningstímabilið vera komið á fullt og að liðin séu að undirbúa sig fyrir komandi átök. KR-ingar hafa fengið til sín nýja útlendinga sem að lofa góðu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Samdi við þýskt úrvalsdeildarlið

    Körfuknattleiksmaðurinn Jeb Ivey hefur samið við þýska félagið Goettingen. Félagið er nýliði í úrvalsdeildinni þar í landi. Ivey hefur verið einn besti leikmaður landsins undanfarin ár en hann hafði þegar ákveðið að fara frá Njarðvík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar semja við Úkraínumann

    Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við 21 árs gamlan Úkraínumann að nafni Denis Ikovlev um að leika með liðinu í Express deildinni næsta vetur. Ikovlev lék með liði Nevada-Reno í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í fyrra og ku vera góður skotmaður. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjölnir og ÍBH Landsmótsmeistarar í körfubolta

    Karlalið Fjölnis og kvennalið ÍBH urðu í dag Landsmótsmeistarar í körfubolta í fyrsta skipti eftir sigra í úrslitaleikjum gegn liðum Keflavíkur. Kvennalið ÍBH vann öruggan sigur í sínum úrslitaleik, en framlengja þurfti karlaleikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leikmaður Grindavíkur féll á lyfjaprófi

    Eftur viðureign Grindavíkur og Skallagríms þann 16. mars síðastliðinn í úrslitum Íslandsmótsins voru tekin lyfjapróf af fjórum leikmönnum liðanna. Einn þeirra, Sigurður F. Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur, féll á lyfjaprófinu en hann viðurkenndi að hafa reykt kannabis sex dögum fyrir umræddan leik.

    Körfubolti