Fréttir

Fréttamynd

Ísland gerir ekki nóg til að fyrirbyggja kynþáttafordóma

Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang.

Innlent
Fréttamynd

Tvöfalt fleiri kaupa á netinu

Tvöfalt fleiri farmiðar og strætókort voru seld á netinu í janúar en á sama tíma í fyrra. Þá hefur heimsóknum á vef Strætó fjölgað um 45 prósent eftir að nýtt rauntímakort var þar tekið í notkun. Á rauntímakortinu er staðsetning vagna uppfærð á tíu sekúndna fresti fyrir tilstilli GPS-búnaðar í vögnunum.

Innlent
Fréttamynd

Telja uppruna frekar skipta máli

Framhaldsskólanemar sem eiga foreldra frá öðru landi en Íslandi eru líklegri til að telja menningu sína og uppruna mikilvæga en börn sem eiga bara íslenska foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Sökkti fljótandi skemmtistað

Risavaxnar íshellur sem borist hafa niður eftir Dóná í Serbíu hafa valdið talsverðu tjóni á bátum og bryggjum. Hundruð báta hafa skemmst og fljótandi skemmtistaður sem var þekkt kennileiti í Belgrad sökk eftir að íshrönglið lenti á honum.

Erlent
Fréttamynd

Saksóknari vill dauðarefsingu

Saksóknari í máli Hosní Múbarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, krafðist þess í lokaræðu sinni við réttarhöldin að hann verði dæmdur til dauða fyrir að fyrirskipa lögreglu og öryggissveitum að beita vopnum gegn mótmælendum.

Erlent
Fréttamynd

Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa sent liðsauka að borginni Homs, sem verið hefur höfuðvígi uppreisnarmanna í landinu undanfarna mánuði. Það þykir benda til þess að linnulausum sprengjuárásum á borgina verði fylgt eftir með innrás hersins, á sama tíma og Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Boðar stórfellda vígvæðingu

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lofar því að kaupa ógrynnin öll af nýjum vopnum fyrir rússneska herinn verði hann kosinn forseti landsins á ný.

Erlent
Fréttamynd

Andófsmaður verður forseti

Joachim Gauck, 72 ára fyrrverandi prestur og fyrrverandi austur-þýskur andófsmaður, tekur við af Christian Wulff sem forseti Þýskalands.

Erlent
Fréttamynd

Monte Carlo og Mónakó lokað

Lögregustjóri höfuðborgarsvæðisins hafnar því að endurnýja rekstrarleyfi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó sem báðir eru við Laugaveg í Reykjavík. Borgarráð lagðist gegn veitingu leyfanna og vísar lögreglustjórinn til þess að hann geti ekki gengið gegn neikvæðri niðurstöðu borgarinnar sem umsagnaraðila.

Innlent
Fréttamynd

Bíða úrskurðar Persónuverndar

Lýtalæknar munu ekki senda landlækni persónugreinanlegar upplýsingar um konur sem farið hafa í brjóstastækkunaraðgerðir á meðan þeir eru ekki fullvissir um að það sé heimilt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra lýtalækna.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka hvort kjör birgja standist lög

Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE.

Innlent
Fréttamynd

Borgin hjálpi skátum að kaupa Úlfljótsvatn

Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn skuldar 215 milljónir

Framsóknarflokkurinn skuldar 215 milljónir króna, sem er 85 milljónir umfram eignir flokksins. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrir árið 2010 sem flokkurinn skilaði til Ríkisendurskoðunar í síðustu viku, hálfum fjórða mánuði eftir að skilafrestur var liðinn. Flokkurinn tapaði tæpum 1.600 þúsund krónum á síðasta ári, sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2009, þegar tapið nam tæpri 41 milljón króna.

Innlent
Fréttamynd

Blint í fjúkinu þegar vind hreyfði

Veginum um Hellisheiði var í gær lokað vegna ófærðar í þriðja sinn í þessum mánuði. Lokunin tók gildi í gærmorgun, en heiðin hafði þá verið opnuð um nóttina eftir að hafa verið lokuð í nær sólarhring. Þar áður var henni lokað 10. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kjósa um forystu

Hávær krafa er innan Samfylkingarinnar um að kosið verði um forystu flokksins á aukalandsfundi. Tillaga liggur fyrir flokksstjórnarfundi um landsfund í vor en reynt er að ná sátt um fund í haust. Landsdómsmálið verður rætt á flokksstjórnarfundi sem hefst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan aftur á skrið

Tólf mánaða verðbólga er nú 6,5 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í þessum mánuði hækkaði um 0,28 prósentustig í mánuðinum sem er nokkuð umfram væntingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri makrílfundir boðaðir

Ísland, ESB, Noregur og Færeyjar munu funda á ný um veiðar úr makrílstofninum í Norður-Atlantshafi í Reykjavík um miðjan næsta mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur vítir lögreglu og dómara

Saksóknari í máli gegn grunuðum fíkniefnasmyglara lagði fyrir héraðsdóm upptöku af trúnaðarsamtali sakborningsins við verjanda sinn án þess að dómarar gerðu nokkra athugasemd við það.

Innlent
Fréttamynd

Forystuhlutverk í skugga efasemda

Þróun almenningsviðhorfs í Þýskalandi er með þeim hætti að nánari samvinna og samruni Evrópuríkja þykir þar ekki lengur jafnsjálfsagt mál og verið hefur frá lokum seinna stríðs. Þetta kom fram í fyrirlestri Simons Bulmer, prófessors í Evrópufræðum við Sheffield-háskóla, í erindi hans á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ræða sölu við Borgarbyggð

Jóni Gnarr borgarstjóra hefur verið falið af borgarráði að ræða við forsvarsmenn Borgarbyggðar vegna óska þeirra um að selja af hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja forrit sem les Facebook

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur leitað til hugbúnaðarhönnuða um að búa til forrit sem geri FBI kleift að leita að ýmiss konar upplýsingum á samskiptavefjum á borð við Facebook og Twitter.

Erlent
Fréttamynd

Telja tölvupóst frá Steingrími setja málið í sérkennilegt ljós

Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við snjómokstur sprengir kostnaðaráætlun

Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjaefna ekki getið á umbúðum

Mörg fæðubótarefni sem markaðssett eru sem kynörvandi eða sem lausn við risvanda karla eru bönnuð hér á landi vegna þess að þau innihalda lyfjaefni sem ekki er getið á umbúðum.

Innlent
Fréttamynd

Birgjar mismuna verslunum

Minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum vöruflokkum er lægsta smásöluverð Haga lægra en það innkaupsverð sem minni verslunum býðst hjá birgjum.

Innlent
Fréttamynd

Gætu þurft að borga yfirvöldum

Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum.

Innlent