Fréttir

Fréttamynd

Samtökin Landsbyggðin lifi kýs nýja stjórn

Ný stjórn var kosin á aðalfundi samtakanna Landsbyggðin lifi fyrir stuttu en fundurinn var haldinn að Núpi í Dýrafirði. Ragnar Stefánsson var kosinn formaður, Þórarinn Stefánsson var kosinn ritari, Stefán Á. Jónsson var kosinn gjaldkeri og Sveinn Jónsson var kosinn varaformaður. Meðstjórnendur í félaginu eru Eygló Bjarnadóttir, Sigríður Svavarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. Varastjórn skipa Birkir Friðbertsson, Guðjón D. Gunnarsson,Sigurjón Jónasson, Árni Gunnarsson og Guðmundur Ragnarsson.

Innlent
Fréttamynd

Málefni NATO efst á baugi

Málefni Atlandshafsbandalagsins og staða mála í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf, er meðal þess sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og James L. Jones, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, ræddu á fundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Útboð vegna áframhaldandi uppbyggingar á farsímakerfinu

Samgönguráðuneytið kynnti í dag, á Evrópska efnahagssvæðinu, forval vegna framkvæmda við áframhaldandi uppbyggingu á gsm farsímakerfinu á þjóðvegakerfinu. Um er að ræða svæði á hringveginum og fimm fjallvegum en þessir vegarkaflar eru samanlagt um 500 km en um 400 km kafli á hringveginum er án gsm-sambands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að fjarlægja plötu stærstu fallbyssu El Grillo

Hópur kafara er nýkominn úr leiðangri sem farinn var að flaki skipsins El Grillo á botni Seyðisfjarðar, til að reyna að koma botnplötu stærstu fallbyssu skipsins á þurrt. Svo virðist sem engin olía leki lengur úr skipinu.

Innlent
Fréttamynd

InPro ehf. hlýtur verðlaun

InPro ehf. var nýlega valið öryggis- heilbrigðis- og umhverfisteymi ársins innan alls Bechtel Inc., og allra dótturfélaga þess. InPro ehf. var valið út rífelga 100 verkefnum sem Bechtel er að vinna að um allan heim. Þetta er í fyrsta skipti sem undiverktaka er veittur þessi heiður í yfir 100 ára sögu Bechtel.

Innlent
Fréttamynd

Skífan braut samkeppnislög

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Skífuna, sem nú er Dagur Group, um sextíu og fimm milljónir króna vegna endurtekinna brota á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Skífan hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að gera saminga við Hagkaup um sölu á hljómdiskum og tölvuleikjum.

Innlent
Fréttamynd

Mannréttindaskrifstofan háð styrkjum einkaaðila

Ef ekki væri fyrir styrki frá einkaaðilum gæti Mannréttindaskrifstofa Íslands ekki haldið uppi sómasamlegri starfsemi, segir framkvæmdastjóri skrifstofunnar. Allt fé sem Mannréttindaskrifstofan fær er eyrnamerkt sérstökum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Allt í háaloft hjá Airbus

Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, ætlar að hittast til fundar og fjalla um stöðu mála. Tvisvar hefur verið tilkynnt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota frá fyrirtækinu nú síðast í liðinni viku. Margir væntanlegir kaupendur hafa vegna þessa snúið sér annað og gengi hlutabréfa í EADS hefur fallið um heil 26 prósent vegna þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bílslys á Fjarðarheiði

Ung stúlka var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur í morgun eftir að bíll hennar valt útaf veginum á Fjarðarheiði og hún slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Ný kauphöll í Bretlandi?

Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem fyrir er í borginni. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar milli mánaða

Vísitala byggingarkostnaðar fyrir júlí, reiknuð eftir verðlagi um miðjan júni, hefur hækkað um 0,27 prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,1 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Til samanburðar nam hækkun vísitölu byggingarkostnaðar fyrir júní 6,9 prósentum á 12 mánaða tímabili.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krefjast afsökunarbeiðni lögreglu

Áætlað er að þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælagöngu í austurhluta Lundúna í gær til að krefjast formlegrar afsökunarbeiðni frá bresku lögreglunni eftir áhlaup lögreglumanna í byrjun mánaðarins vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Paul orðinn 64 ára

Síðustu mánuðir hafa ekki verið þeir sælustu í lífi Pauls McCartneys en í dag hafði hann þó ástæðu til að gleðjast. 64 ára afmælisdagurinn, sem hann söng svo eftirminnilega um hér um árið, er loksins runninn upp.

Erlent
Fréttamynd

Ólgan vex í Sómalíu

Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Örkin hans Nóa á Svalbarða

Á leiðtogafundi Norðurlandanna sem fram fer á Svalbarða á morgun verður hornsteinn lagður að neðanjarðarhólfi sem geyma á fræ þriggja milljóna plöntutegunda alls staðar að úr heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi

Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið.

Innlent
Fréttamynd

Ræðst á næstu dögunum

Það ræðst á næstu dögum hvort sátt náist milli Alþýðusambandsins og atvinnurekenda um lög vegna erlends vinnuafls við endurskoðun kjarasamninga. Íslenskt samfélag var ekki undirbúið fyrir breytingar á flæði vinnuafls, segir Halldór Grönwold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Discovery út í geim þvert á ráðleggingar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur ákveðið að skjóta geimferjunni Discovery út í geiminn 1. júlí næstkomandi. Ákvörðunin er þvert á ráðleggingar ýmissa sérfræðinga stofnunarinnar sem segja ferjuna enn ekki nægilega örugga til geimferða.

Erlent
Fréttamynd

Tveir í haldi vegna morðs á ungling í Bretlandi

Tveir piltar eru í haldi í lögreglunnar í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára dreng þar um slóðir á föstudagskvöldið. Piltarnir sem eru í haldi lögreglu eru 16 og 18 ára gamlir og voru handteknir seint í gærkvöld og var ætlunin að yfirheyra þá í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fjórar stúlkur létust eftir gassprengingu

Fjórar stúlkur létust og fjölmargir særðust þegar gassprenging varð í skóla í borginni Herat í Afganistan í morgun. Mikil skelfing greip um sig þegar gasketill í eldhúsi skólans sprakk og myndaðist þá öngþveiti þar sem telpurnar, sem voru á aldrinum 6-9 ára, tróðust undir.

Erlent
Fréttamynd

Rannsóknir hafnar vegna hugsanlegs álvers á Bakka

Hafnar eru rannsóknir á háhitasvæðum á Norðurlandi fyrir hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík. Ætlunin er að kanna og rannsaka háhitasvæðin nægjanlega til þess að unnt verði að taka ákvörðun um nýtingu þeirra og uppbyggingu vegna stóriðjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Á góðum batavegi eftir hnífsstungu

Maðurinn sem var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg í fyrrinótt er á góðum batavegi. Hann dvelur enn á gjörgæslu en verður útskrifaður þaðan í dag og fluttur á almenna deild.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðaratkvæðagreiðsla í Katalóníu í dag

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í dag í Katalóníu á Spáni um aukið sjálfstæði héraðsins. Búist er að við Katalónar samþykki tillögurnar en samkvæmt þeim fær héraðsstjórnin stærri hlut af skatttekjum ríkisins og heimastjórn í mikilvægum málum, til dæmis á sviði samgangna og innflytjendamála.

Erlent
Fréttamynd

Mislæg gatnamót líklega boðin út fyrir áramót

Mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verða að öllum líkindum boðin út fyrir áramót. Til stendur að leggja báðar brautirnar í stokk og leggja hringtorg ofan á, - í svokallaðri þriggja hæða lausn. Málið eru í algerum forgangi hjá nýjum meirihluta í Reykjavík, segir formaður samgöngu- og umhverfisráðs.

Innlent
Fréttamynd

Pólverjinn kominn með húsaskjól

Eldri kona tók tvítugan Pólverja sem bjó í tjaldi í Laugardal upp á sína arma eftir frétt NFS á fimmtudaginn og veitti honum húsaskjól. Pólverjinn segist ánægður með að geta loksins farið í þurr föt á morgnana og er bjartsýnn á framtíðina.

Innlent