Mexíkó

Fréttamynd

Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa

Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi.

Erlent
Fréttamynd

Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti

Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn.

Erlent
Fréttamynd

Gríðar­legur gáma­veggur veldur usla

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur stefnt stjórnvöldum í Arisóna-ríki Bandaríkjanna vegna gámaveggs sem komið hefur fyrir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Gámunum er ætlað að stoppa upp í göt á landamærunum til að hefta för ólöglegra innflytjenda.

Erlent
Fréttamynd

Þýskur líkams­ræktar­frömuður um borð í vélinni sem hvarf

Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs.

Erlent
Fréttamynd

Myrtu bæjar­stjórann og sau­tján aðra

Byssumenn brutu sér leið inn í ráðhús smábæjar í vesturhluta Mexíkó og skutu bæjarstjórann og sautján aðra til bana. Talið er að glæpagengi beri ábyrgð á árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Stærðarinnar jarðskjálfti undan ströndum Mexíkó

Stærðarinnar jarðskjálfti undan ströndum Mexíkó í kvöld. Skjálftinn mældist 7,6 stig og átti hann upptök í Kyrrahafinu, um 37 kílómetra frá ströndum Mexíkó og á 15,1 kílómetra dýpi. Sérfræðingar eiga von á flóðbylgjum en minnst einn er dáinn en sá varð undir vegg sem hrundi.

Erlent
Fréttamynd

Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp

22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Þóttist vera fórnar­lamb og gæti hlotið dauða­refsingu

Vörubílstjóri sem keyrði vörubíl sem fannst yfirgefinn í Texas á mánudag með 53 látið farandfólk innanborðs segist ekki hafa vitað af bilaðri loftræstingu. Upphaflega faldi vörubílstjórinn sig nálægt vörubílnum og þóttist vera einn af farandfólkinu en var handtekinn stuttu síðar. Verði hann sakfelldur gæti hann hlotið dauðarefsingu.

Erlent
Fréttamynd

Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas

Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina.

Erlent
Fréttamynd

Fornmunum Asteka bjargað á þurrt

Fornleifafræðingum í Mexíkó hefur tekist að bjarga á land 2.500 fornmunum úr menningarríki Asteka sem uppi var fyrir meira en 500 árum. Allan þennan tíma hafa munirnir legið í vatni, en með hjálp nýrrar tækni þar sem gervisykur leikur stórt hlutverk er hægt að varðveita þá áfram á þurru.

Erlent
Fréttamynd

Sú marka­hæsta ó­vænt til Mexíkó og ekki með á EM

Spænska landsliðið hefur orðið fyrir miklu höggi í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í Englandi í júlí. Stórstjarnan Jennifer Hermoso verður ekki með liðinu á mótinu og það sem meira er, hún yfirgefur stórlið Barcelona fyrir lið í Mexíkó.

Fótbolti
Fréttamynd

Sri­racha-sósu­skortur vegna veðurs

Skortur á Sriracha sósu er yfirvofandi vegna veðrabreytinga í Mexíkó en Huy Fong Foods, framleiðandi sósunnar notar um það bil fimmtíu þúsund tonn af eldpipar í sósurnar sínar. Þetta hráefni er nú veðursins vegna af skornum skammti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Blóðugt ofbeldi í mexíkóskum fótbolta

Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í blóðugum átökum sem brutust út á fótboltaleik þar í landi um síðustu helgi. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.

Erlent