Erlent Sprenging særir sex í Tyrklandi Sprenging varð á bar í austurhluta Tyrklands í dag og særðust sex manns í tilræðinu. Ekki var vitað hvað olli sprengingunni eða hverjir voru þar að verki en talið er að vitni hafi séð þá sem að henni stóðu. Erlent 30.12.2006 13:37 15 manns láta lífið í árásum í Írak Þrjár bílasprengjur sprungu með stuttu millibili í Hurriya hverfinu í Bagdad í morgun en meirihluti íbúa þar eru sjía múslimar. 15 manns létust og 25 til viðbótar særðust. Árásin á sér stuttu eftir að Saddam Hússein, sem var súnní múslimi og fyrrum einræðisherra í Írak, var hengdur og talið er að þetta séu hefndaraðgerðir súnní múslíma vegna aftökunnar. Erlent 30.12.2006 13:22 Palestínumenn syrgja Saddam Þó svo margir fagni aftöku Saddams Hússeins syrgdu Palestínumenn hann í morgun þar sem hann var einn af þeirra helstu stuðningsmönnum. Ólíkt nærri öllum öðrum í heiminum sáu Palestínumenn Saddam ekki sem harðstjóra heldur sem rausnarlegan velgjörðarmann sem var óhræddur að berjast fyrir málstað Palestínu en síðustu orð Saddams voru „Palestína er Arabaríki." Erlent 30.12.2006 12:16 44 dæmdir til dauða í Japan árið 2006 44 voru dæmdir til dauða í Japan á árinu sem er að líða en aldrei hafa svo margir verið dæmdir til dauða á einu ári. 21 dauðadómur var staðfestur og eru því 94 á dauðadeild og hafa aldrei verið svo margir þar áður. Erlent 30.12.2006 12:06 Hundruð þúsunda hafast við í neyðarskýlum Hundruð þúsunda frá Indónesíu og Malasíu eru enn í bráðabirgðahúsnæði eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna flóða undanfarnar vikur en ástandið er smám saman að batna. Erlent 30.12.2006 11:34 850 manna ferja sekkur við Indónesíu Ferja með 850 farþegum sökk í stormi undan ströndum Indonesíu. Aðeins níu manns hafa fundist á lífi, en miklir vindar hamla björgunarfólki að finna fólk í sjónum. Skipið var á leið frá mið Jövu til til hafnar á Borneo. Erlent 30.12.2006 10:34 Engin lausn sjáanleg í Gas-stríðunum Talsmenn rússneska gasrisans Gazprom sögðust í morgun ekki sjá neina lausn í deilu sinni við Hvít-Rússa en Gazprom ákvað einhliða að hækka verðið á gasi um eitthundrað tuttugu og þrjú prósent auk þess að krefjast þess að fá eignarrétt yfir dreifikerfi Hvít-Rússa. Erlent 30.12.2006 10:31 ETA sprengir á spáni Sprenging varð í morgun á bílastæði við Baraja flugvöllinn í Madrid. Ónafngreindur aðili hafði áður hringt inn og sagt frá sprengjunni svo það náðist að rýma stæðið. Aðeins tveir lögreglumenn sem voru að leita að bifreiðinni með sprengjunni í meiddust. Erlent 30.12.2006 10:24 Viðbrögð við aftöku Saddams blendin Saddam Hússein var tekinn af lífi í nótt og hafa viðbrögð alþjóðasamfélagsins verið blendin. Vatíkanið og Rússland hörmuðu aftökuna þar sem þau sögðu að þau væru á móti öllum dauðarefsingum en Frakkar, sem eru einnig á móti dauðarefsingum, hvöttu Íraka til þess að horfa fram á veginn. Erlent 30.12.2006 10:16 Saddam Hússein tekinn af lífi Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, var líflátinn nú í nótt. Hann var hengdur. Mikil úlfaþytur hefur verið vegna málsins í allan dag og lengi vel var óvíst hvenær aftakan myndi fara fram. Lögfræðingar hans reyndu allt sem þeir gátu til þess að sjá til þess að hann myndi ekki verða framseldur í hendur íraskra yfirvalda en allt kom fyrir ekki. Erlent 30.12.2006 03:36 Saddam verður hengdur í nótt segir íraskur embættismaður Saddam Hússein verður hengdur í nótt, á milli hálf þrjú og þrjú að íslenskum tíma. Þetta staðfesti háttsettur íraskur embættismaður í kvöld en hann er einn af þeim sem verður að vera viðstaddur henginguna. Erlent 29.12.2006 23:34 14 ára siglir einn yfir Atlantshafið 14 ára breskur strákur, Michael Perham, freistar þess nú að verða yngsti maðurinn í sögunni til þess að sigla einn og óstuddur yfir Atlantshafið. Hann hóf ferðina þann 18. nóvember síðastliðinn og býst við því að klára ferðina þann 2. janúar. Faðir hans siglir þó 2 sjómílum á eftir honum til vonar og vara. Lagði hann upp frá Bretlandi og áætlar að enda í Antigua í Karibíahafinu. Erlent 29.12.2006 23:11 Hvít-Rússar neita að gefast upp Forseti Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, sagði í dag að hann myndi ekki líða fjárkúgun Rússa í því sem farið er að kalla Gas-stríðin. Lukashenko sagði „Hvíta-Rússland mun ekki verða við fjárkúgunum Gazprom. Ef þeir halda áfram að beita okkur þrýstingi munum við fara í skotgrafirnar en við munum ekki gefast upp.“ Erlent 29.12.2006 22:49 Rúanda krefst framsals á fjórum frá Bretlandi Fjórir menn búsettir í Lundúnum hafa verið dregnir fyrir rétt til þess að ákveða hvort að eigi að framselja þá til Rúanda þar sem lýst er eftir þeim út af ákærum vegna þjóðarmorðsins árið 1994. Mennirnir, sem eru allir á fimmtugsaldri, voru handteknir á heimilum sínum í Bretlandi seint í gærkvöldi. Allir fjórir neita þeir þó ákærunum. Erlent 29.12.2006 22:23 Lögmenn Saddams reyna að koma í veg fyrir aftöku hans Lögmenn Saddams Hússeins, sem á að taka af lífi á næstu klukkustundum, hafa beðið bandarískan rétt um að stöðva aftöku hans. Tillagan var lögð fram á síðustu stundu en hún er lögð fram á þeim grundvelli að hann sé nú þegar sakborningur í öðru máli og að ef hann verði líflátinn geti hann ekki varið sig í málinu sem er í gangi núna. Erlent 29.12.2006 22:00 Bandaríkin hvetja til vopnahlés í Sómalíu Bandaríkin hvöttu í kvöld sómölsk stjórnvöld til þess að reyna að koma á vopnahléi milli þeirra og íslamska dómstólaráðsins, en uppreisnarmennirnir kalla sig það. Erlent 29.12.2006 21:54 66 ferkílómetra íshella veldur áhyggjum Risastór íshella hefur brotnað frá íshellunni norður af Kanada og gæti valdið miklum usla ef hún flýtur suður á bógin næsta sumar því þar eru stór olíuvinnslusvæði sem og skipaleiðir. Erlent 29.12.2006 21:18 Stærsta grænmetisrán sögunnar Samkvæmt nýjustu fréttum var vörubílsfarmi af brokkólí stolið í úthverfi í Chicago í dag. Búist er við því að verðið á grænmetinu eigi eftir að hækka vegna þjófnaðarins en grænmetið fyllti stóran 48 feta gám. Rannsóknarmenn velta því nú fyrir sér hvort um sé að ræða stærsta grænmetisrán sögunnar. Erlent 29.12.2006 20:59 Allt tilbúið fyrir aftöku Búist er við því að Saddam Hússein verði tekinn af lífi í kvöld eða við sólarupprás í fyrramálið en þetta sagði íraski dómarinn Moneer Haddad, sem verður viðstaddur aftökuna. Þeir sem hafa heimild til þess að fylgjast með aftökunni hefur þegar verið safnað saman svo líklegra er að hann muni ganga að gálganum á næstu klukkutímum. Erlent 29.12.2006 20:53 Skúringar minnka líkur á brjóstakrabbameini Konur sem stunda líkamlega æfingu með því móti að þrífa heima hjá minnka líkurnar á því að fá brjóstakrabbamein en þetta kom fram í nýrri rannsókn sem nýlega kom út. Alls voru fleiri en 200.000 konur í níu löndum í Evrópu rannsakaðar og í ljós kom að mikið betra var að þrífa húsið hátt og lágt heldur en að iðka íþróttir. Erlent 29.12.2006 20:14 Sómalir ná stjórn á Mogadishu Forsætisráðherra Sómalíu sneri aftur til höfuðborgarinnar Mogadishu í dag við mikinn fögnuð borgarbúa. Hersveitir nágrannaríkisins Eþíópíu hlutu hins vegar ekki jafnblíðar móttökur og voru grýttar þar sem hermennirnir tóku stjórnina við höfnina og flugvöllinn í Mogadishu. Erlent 29.12.2006 19:25 Þrjár milljónir múslima til Mekka Þrjár milljónir múslima feta nú í fótspor spámannsins Múhameðs í pílagrímsferð til Mekka og í kjölfar hennar verður haldin ein stærsta hátíð múslima. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum ber þó skugga á gleðina enda hefur þar sjaldan verið jafnþröngt í búi. Erlent 29.12.2006 19:16 Saddam ekki lengur í haldi Bandaríkjamanna Aðallögfræðingur Saddam Hússein sagði frá því rétt í þessu að bandarísk yfirvöld hefðu afhent Saddam Hússein íröskum yfirvöldum. Íraskur dómari sagði líka rétt í þessu að Saddam yrði tekin af lífi í síðasta lagi á laugardaginn kemur. Erlent 29.12.2006 16:55 Hætta að prenta elsta dagblað heims Prentun á elsta dagblaði heimsins verður hætt um áramótin og verður það þar eftir aðeins til á netinu. Þetta er sænska Lögbirtingablaðið, sem hefur verið gefið út daglega síðan árið 1645. Erlent 29.12.2006 16:23 Steypuklumpar falla úr Eyrarsundsbrúnni Sjófarendur hafa verið varaðir við því að steypuklumpar séu farnir að falla niður af Eyrarsundsbrúnni, milli Danmerkur og Svíþjóðar. Skipum og bátum er ráðlagt að sigla aðeins undir brúna á vissum stöðum. Erlent 29.12.2006 15:53 Saddam kveður ættingja Saddam Hussein hefur kvatt tvo bræðra sinna, að sögn lögfræðings forsetans fyrrverandi. Bræðurnir eru geymdir í öðru fangelsi en Saddam, en fengu að koma í heimsókn til hans, undir ströngu eftirliti. Erlent 29.12.2006 15:40 Flugdólgur fær þungan dóm Yfirvöld í Tékklandi hafa ákært rússneskan mann fyrir að stofna farþegaflugvél í hættu, þegar hann reyndi að ryðjast inn í stjórnklefa hennar, á leiðinni frá Moskvu til Genfar. Vélin nauðlenti í Prag. Erlent 29.12.2006 14:15 Skökk Sidney Tóbí Gutt var fullur tilhlökkunar þegar lagði upp frá Þýskalandi til þess að heimsækja kærustuna sína, sem býr í stórborginni Sydney, í Ástralíu. Hann hafði fundið ótrúlega hagstætt fargjald, á netinu. Það er sumar í Ástralíu á þessum árstíma og hann var því klæddur í stuttermabol og stuttbuxur. Erlent 29.12.2006 11:59 Stærsti banki Hollands segir upp starfsfólki ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, ætlar að segja upp 900 manns sem starfa hjá fyrirtækinu í Kanada og Bandaríkjunum um mitt næsta ár. Þetta jafngildir um 5 prósentum af starfsliði bankans. Ákvörðunin var tekin eftir að hagnaður bankans dróst saman um 6 prósentí fyrsta sinn á þriðja ársfjórðungi en um er að ræða fyrsta samdrátt hjá bankanum í fimm ár. Viðskipti erlent 29.12.2006 10:19 Nikkei í methæðum á nýju ári? Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei 225 endaði í 17.225,83 stigum við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan á síðasta viðskiptadegi ársins í morgun. Þetta er 7 prósenta hækkun vísitölunnar á árinu og fjórða árið í röð sem vísitalan hækkar á milli ára. Hagfræðingar búast við að vísitalan rjúfi 20.000 stiga múrinn á næsta ári þrátt fyrir að hagvöxtur þar í landi hafi ekki mælst minni í 18 mánuði. Viðskipti erlent 29.12.2006 09:41 « ‹ 191 192 193 194 195 196 197 198 199 … 334 ›
Sprenging særir sex í Tyrklandi Sprenging varð á bar í austurhluta Tyrklands í dag og særðust sex manns í tilræðinu. Ekki var vitað hvað olli sprengingunni eða hverjir voru þar að verki en talið er að vitni hafi séð þá sem að henni stóðu. Erlent 30.12.2006 13:37
15 manns láta lífið í árásum í Írak Þrjár bílasprengjur sprungu með stuttu millibili í Hurriya hverfinu í Bagdad í morgun en meirihluti íbúa þar eru sjía múslimar. 15 manns létust og 25 til viðbótar særðust. Árásin á sér stuttu eftir að Saddam Hússein, sem var súnní múslimi og fyrrum einræðisherra í Írak, var hengdur og talið er að þetta séu hefndaraðgerðir súnní múslíma vegna aftökunnar. Erlent 30.12.2006 13:22
Palestínumenn syrgja Saddam Þó svo margir fagni aftöku Saddams Hússeins syrgdu Palestínumenn hann í morgun þar sem hann var einn af þeirra helstu stuðningsmönnum. Ólíkt nærri öllum öðrum í heiminum sáu Palestínumenn Saddam ekki sem harðstjóra heldur sem rausnarlegan velgjörðarmann sem var óhræddur að berjast fyrir málstað Palestínu en síðustu orð Saddams voru „Palestína er Arabaríki." Erlent 30.12.2006 12:16
44 dæmdir til dauða í Japan árið 2006 44 voru dæmdir til dauða í Japan á árinu sem er að líða en aldrei hafa svo margir verið dæmdir til dauða á einu ári. 21 dauðadómur var staðfestur og eru því 94 á dauðadeild og hafa aldrei verið svo margir þar áður. Erlent 30.12.2006 12:06
Hundruð þúsunda hafast við í neyðarskýlum Hundruð þúsunda frá Indónesíu og Malasíu eru enn í bráðabirgðahúsnæði eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna flóða undanfarnar vikur en ástandið er smám saman að batna. Erlent 30.12.2006 11:34
850 manna ferja sekkur við Indónesíu Ferja með 850 farþegum sökk í stormi undan ströndum Indonesíu. Aðeins níu manns hafa fundist á lífi, en miklir vindar hamla björgunarfólki að finna fólk í sjónum. Skipið var á leið frá mið Jövu til til hafnar á Borneo. Erlent 30.12.2006 10:34
Engin lausn sjáanleg í Gas-stríðunum Talsmenn rússneska gasrisans Gazprom sögðust í morgun ekki sjá neina lausn í deilu sinni við Hvít-Rússa en Gazprom ákvað einhliða að hækka verðið á gasi um eitthundrað tuttugu og þrjú prósent auk þess að krefjast þess að fá eignarrétt yfir dreifikerfi Hvít-Rússa. Erlent 30.12.2006 10:31
ETA sprengir á spáni Sprenging varð í morgun á bílastæði við Baraja flugvöllinn í Madrid. Ónafngreindur aðili hafði áður hringt inn og sagt frá sprengjunni svo það náðist að rýma stæðið. Aðeins tveir lögreglumenn sem voru að leita að bifreiðinni með sprengjunni í meiddust. Erlent 30.12.2006 10:24
Viðbrögð við aftöku Saddams blendin Saddam Hússein var tekinn af lífi í nótt og hafa viðbrögð alþjóðasamfélagsins verið blendin. Vatíkanið og Rússland hörmuðu aftökuna þar sem þau sögðu að þau væru á móti öllum dauðarefsingum en Frakkar, sem eru einnig á móti dauðarefsingum, hvöttu Íraka til þess að horfa fram á veginn. Erlent 30.12.2006 10:16
Saddam Hússein tekinn af lífi Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, var líflátinn nú í nótt. Hann var hengdur. Mikil úlfaþytur hefur verið vegna málsins í allan dag og lengi vel var óvíst hvenær aftakan myndi fara fram. Lögfræðingar hans reyndu allt sem þeir gátu til þess að sjá til þess að hann myndi ekki verða framseldur í hendur íraskra yfirvalda en allt kom fyrir ekki. Erlent 30.12.2006 03:36
Saddam verður hengdur í nótt segir íraskur embættismaður Saddam Hússein verður hengdur í nótt, á milli hálf þrjú og þrjú að íslenskum tíma. Þetta staðfesti háttsettur íraskur embættismaður í kvöld en hann er einn af þeim sem verður að vera viðstaddur henginguna. Erlent 29.12.2006 23:34
14 ára siglir einn yfir Atlantshafið 14 ára breskur strákur, Michael Perham, freistar þess nú að verða yngsti maðurinn í sögunni til þess að sigla einn og óstuddur yfir Atlantshafið. Hann hóf ferðina þann 18. nóvember síðastliðinn og býst við því að klára ferðina þann 2. janúar. Faðir hans siglir þó 2 sjómílum á eftir honum til vonar og vara. Lagði hann upp frá Bretlandi og áætlar að enda í Antigua í Karibíahafinu. Erlent 29.12.2006 23:11
Hvít-Rússar neita að gefast upp Forseti Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, sagði í dag að hann myndi ekki líða fjárkúgun Rússa í því sem farið er að kalla Gas-stríðin. Lukashenko sagði „Hvíta-Rússland mun ekki verða við fjárkúgunum Gazprom. Ef þeir halda áfram að beita okkur þrýstingi munum við fara í skotgrafirnar en við munum ekki gefast upp.“ Erlent 29.12.2006 22:49
Rúanda krefst framsals á fjórum frá Bretlandi Fjórir menn búsettir í Lundúnum hafa verið dregnir fyrir rétt til þess að ákveða hvort að eigi að framselja þá til Rúanda þar sem lýst er eftir þeim út af ákærum vegna þjóðarmorðsins árið 1994. Mennirnir, sem eru allir á fimmtugsaldri, voru handteknir á heimilum sínum í Bretlandi seint í gærkvöldi. Allir fjórir neita þeir þó ákærunum. Erlent 29.12.2006 22:23
Lögmenn Saddams reyna að koma í veg fyrir aftöku hans Lögmenn Saddams Hússeins, sem á að taka af lífi á næstu klukkustundum, hafa beðið bandarískan rétt um að stöðva aftöku hans. Tillagan var lögð fram á síðustu stundu en hún er lögð fram á þeim grundvelli að hann sé nú þegar sakborningur í öðru máli og að ef hann verði líflátinn geti hann ekki varið sig í málinu sem er í gangi núna. Erlent 29.12.2006 22:00
Bandaríkin hvetja til vopnahlés í Sómalíu Bandaríkin hvöttu í kvöld sómölsk stjórnvöld til þess að reyna að koma á vopnahléi milli þeirra og íslamska dómstólaráðsins, en uppreisnarmennirnir kalla sig það. Erlent 29.12.2006 21:54
66 ferkílómetra íshella veldur áhyggjum Risastór íshella hefur brotnað frá íshellunni norður af Kanada og gæti valdið miklum usla ef hún flýtur suður á bógin næsta sumar því þar eru stór olíuvinnslusvæði sem og skipaleiðir. Erlent 29.12.2006 21:18
Stærsta grænmetisrán sögunnar Samkvæmt nýjustu fréttum var vörubílsfarmi af brokkólí stolið í úthverfi í Chicago í dag. Búist er við því að verðið á grænmetinu eigi eftir að hækka vegna þjófnaðarins en grænmetið fyllti stóran 48 feta gám. Rannsóknarmenn velta því nú fyrir sér hvort um sé að ræða stærsta grænmetisrán sögunnar. Erlent 29.12.2006 20:59
Allt tilbúið fyrir aftöku Búist er við því að Saddam Hússein verði tekinn af lífi í kvöld eða við sólarupprás í fyrramálið en þetta sagði íraski dómarinn Moneer Haddad, sem verður viðstaddur aftökuna. Þeir sem hafa heimild til þess að fylgjast með aftökunni hefur þegar verið safnað saman svo líklegra er að hann muni ganga að gálganum á næstu klukkutímum. Erlent 29.12.2006 20:53
Skúringar minnka líkur á brjóstakrabbameini Konur sem stunda líkamlega æfingu með því móti að þrífa heima hjá minnka líkurnar á því að fá brjóstakrabbamein en þetta kom fram í nýrri rannsókn sem nýlega kom út. Alls voru fleiri en 200.000 konur í níu löndum í Evrópu rannsakaðar og í ljós kom að mikið betra var að þrífa húsið hátt og lágt heldur en að iðka íþróttir. Erlent 29.12.2006 20:14
Sómalir ná stjórn á Mogadishu Forsætisráðherra Sómalíu sneri aftur til höfuðborgarinnar Mogadishu í dag við mikinn fögnuð borgarbúa. Hersveitir nágrannaríkisins Eþíópíu hlutu hins vegar ekki jafnblíðar móttökur og voru grýttar þar sem hermennirnir tóku stjórnina við höfnina og flugvöllinn í Mogadishu. Erlent 29.12.2006 19:25
Þrjár milljónir múslima til Mekka Þrjár milljónir múslima feta nú í fótspor spámannsins Múhameðs í pílagrímsferð til Mekka og í kjölfar hennar verður haldin ein stærsta hátíð múslima. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum ber þó skugga á gleðina enda hefur þar sjaldan verið jafnþröngt í búi. Erlent 29.12.2006 19:16
Saddam ekki lengur í haldi Bandaríkjamanna Aðallögfræðingur Saddam Hússein sagði frá því rétt í þessu að bandarísk yfirvöld hefðu afhent Saddam Hússein íröskum yfirvöldum. Íraskur dómari sagði líka rétt í þessu að Saddam yrði tekin af lífi í síðasta lagi á laugardaginn kemur. Erlent 29.12.2006 16:55
Hætta að prenta elsta dagblað heims Prentun á elsta dagblaði heimsins verður hætt um áramótin og verður það þar eftir aðeins til á netinu. Þetta er sænska Lögbirtingablaðið, sem hefur verið gefið út daglega síðan árið 1645. Erlent 29.12.2006 16:23
Steypuklumpar falla úr Eyrarsundsbrúnni Sjófarendur hafa verið varaðir við því að steypuklumpar séu farnir að falla niður af Eyrarsundsbrúnni, milli Danmerkur og Svíþjóðar. Skipum og bátum er ráðlagt að sigla aðeins undir brúna á vissum stöðum. Erlent 29.12.2006 15:53
Saddam kveður ættingja Saddam Hussein hefur kvatt tvo bræðra sinna, að sögn lögfræðings forsetans fyrrverandi. Bræðurnir eru geymdir í öðru fangelsi en Saddam, en fengu að koma í heimsókn til hans, undir ströngu eftirliti. Erlent 29.12.2006 15:40
Flugdólgur fær þungan dóm Yfirvöld í Tékklandi hafa ákært rússneskan mann fyrir að stofna farþegaflugvél í hættu, þegar hann reyndi að ryðjast inn í stjórnklefa hennar, á leiðinni frá Moskvu til Genfar. Vélin nauðlenti í Prag. Erlent 29.12.2006 14:15
Skökk Sidney Tóbí Gutt var fullur tilhlökkunar þegar lagði upp frá Þýskalandi til þess að heimsækja kærustuna sína, sem býr í stórborginni Sydney, í Ástralíu. Hann hafði fundið ótrúlega hagstætt fargjald, á netinu. Það er sumar í Ástralíu á þessum árstíma og hann var því klæddur í stuttermabol og stuttbuxur. Erlent 29.12.2006 11:59
Stærsti banki Hollands segir upp starfsfólki ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, ætlar að segja upp 900 manns sem starfa hjá fyrirtækinu í Kanada og Bandaríkjunum um mitt næsta ár. Þetta jafngildir um 5 prósentum af starfsliði bankans. Ákvörðunin var tekin eftir að hagnaður bankans dróst saman um 6 prósentí fyrsta sinn á þriðja ársfjórðungi en um er að ræða fyrsta samdrátt hjá bankanum í fimm ár. Viðskipti erlent 29.12.2006 10:19
Nikkei í methæðum á nýju ári? Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei 225 endaði í 17.225,83 stigum við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan á síðasta viðskiptadegi ársins í morgun. Þetta er 7 prósenta hækkun vísitölunnar á árinu og fjórða árið í röð sem vísitalan hækkar á milli ára. Hagfræðingar búast við að vísitalan rjúfi 20.000 stiga múrinn á næsta ári þrátt fyrir að hagvöxtur þar í landi hafi ekki mælst minni í 18 mánuði. Viðskipti erlent 29.12.2006 09:41