Erlent

Fréttamynd

Bitinn tvisvar sama dag

Norðmaður á fertugsaldri var fluttur tvívegis á sjúkrahús sama daginn, í bæði skiptin eftir að hafa verið bitinn af snákum. Báðir voru snákarnir hluti af gæludýrasafni mannsins.

Erlent
Fréttamynd

Faithfull hætt við tónleikaferðina

Söngkonan Marianne Faithfull hefur hætt við tónleikaferð sína sem hún hóf hér á landi 11. nóvember síðastliðinn. Henni leið illa skömmu áður en hún átti að stíga á svið í Mílanó á Ítalíu og svo leið yfir hana. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að hún stríddi við ofþreytu í kjölfar þess að hún lék í sjötíu og fimm sýningum á leikritinu <em>The Black Rider</em> í San Francisco.

Lífið
Fréttamynd

3 féllu í árásum Palestínumanna

Þrír ísraelskir hermenn féllu þegar palestínskir skæruliðar sprengdu sprengju nærri ísraelskri herstöð á Gasa-ströndinni í morgun. Talsmenn palestínskra öryggisyfirvalda segja félaga í Hamas-samtökunum hafa staðið fyrir árásinni. Ísraelsher brást við með því að senda árásarþyrlur á staðinn, og skutu þær á bækisstöðvar skæruliða í hefndarskyni.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar í Írak ekki mögulegar

Pútín Rússlandsforseti segist ekki getað ímyndað sér hvernig kosningar eiga að geta heppnast í Írak eða hvernig frjálsar kosningar eigi að fara fram í hersetnu landi. Hann sagði þetta á fundi með Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, í Moskvu fyrir stundu.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundasti hermaðurinn fallinn

Þúsundasti bandaríski hermaðurinn er fallinn í átökum í Írak samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hersetuliðinu. Hann féll þegar skotárás var gerð á hersveit hans sem var í eftirlitsferð. Alls hafa hátt í þrettán hundruð hermenn týnt lífi í Írak, þar af dágóður hluti í slysum af ýmsu tagi.

Erlent
Fréttamynd

Kynferðisleg áreitni á Burger King

Eigandi Burger King matsölustaðar í St. Louis í Bandaríkjunum þarf að borga sjö starfsmönnum samanlagt 25 milljónir króna í bætur vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustað.

Erlent
Fréttamynd

6 þúsund manns sagt upp hjá BBC

Allt að 6 þúsund starfsmönnum breska ríkissjónvarpsins BBC kann að verða sagt upp í dag, vegna mikils niðurskurðar sem blasir við. Stjórnarformaður BBC mun tilkynna starfsmönnum um hve mörgum verður sagt upp vegna niðurskurðarins á fundi síðar í dag

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin og Rússland deila

Ágreiningur Bandaríkjanna og Rússlands kom í veg fyrir að niðurstaða fengist um kosningaeftirlit á fundi utanríkisráðherra Samtaka um öryggi og samvinnu í Evrópu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Vesturlönd leggja annan mælikvarða á kosningar í fyrrverandi Sovétlýðveldum en heima hjá sér.

Erlent
Fréttamynd

Norrænt sendiráð í Páfagarði?

Ætlar sænska ríkisstjórnin að hafa frumkvæði að því að setja upp sendiráð með öðrum norrænum ríkjum í Páfagarði? Sænski þingmaðurinn Agne Hansson vildi fá svar við þessu í fyrirspurnartíma í sænska þinginu. Vegna sparnaðaraðgerða lögðu Svíar niður sendiráð sitt í Páfagarði á árinu 2001.

Erlent
Fréttamynd

Díana vildi stinga af með lífverði

Díana Bretaprinsessa féll fyrir lífverði sínum og vildi stinga af með honum, aðeins fjórum árum eftir að hún gekk í hjónaband með Karli Bretaprins. Þetta kemur fram á gamallri myndbandsupptöku með prinsessunni sem var sýnd á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC í gær.

Lífið
Fréttamynd

Pinochet fékk 12 milljónir dala

Einræðisherrann Augusto Pinochet fékk ríflega 12 milljónir bandaríkjadala frá Bandaríkjastjórn og fleirum á valdatíma sínum í „ferða- og þjónustustyrki". Pinochet fékk 3 milljónir dala frá Bandaríkjamönnum árið 1976 og eina til þrjár milljónir frá Kínverjum, Bretum, Paragvæum, Spánverjum og Brasilíumönnum á hinum ýmsu tímabilum valdatíma síns.

Erlent
Fréttamynd

Karzai sór embættiseið

Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afganistans sór embættiseið í dag. Forsetinn, Hamid Karzai, sór íslam hollustu að viðstöddum varaforseta Bandaríkjanna og miklum fjölda erlendra gesta.

Erlent
Fréttamynd

Tilræðið var sjálfsmorðstilraun

Tilræðið við Jacques Chirac Frakklandsforseta á þjóðhátíðardegi Frakka 2002 var líklega frekar tilraun til sjálfsmorðs en tilraun til að ráða forsetann af dögum. Þetta sagði lögreglumaðurinn Florence Adam á öðrum degi réttarhalda yfir Maxime Brunerie sem dró upp riffil og skaut að bílnum sem flutti forsetann.

Erlent
Fréttamynd

Smokkur í nöfnum Kóreumanna

Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu hafa hætt við að reyna að finna kóreskt orð yfir smokka. Kóreumenn hafa um áratuga skeið notað engilsaxneska orðið <em>condom</em> yfir smokka. Heilbrigðisnefnd sem berst gegn alnæmi fékk þá snjöllu hugmynd að finna kóreskt orð yfir þetta þarfaþing og lýsti eftir hugmyndum.

Erlent
Fréttamynd

Láta rannsaka kosningarnar

Demókrataflokkurinn hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvernig staðið var að framkvæmd bandarísku forsetakosninganna í Ohio, en niðurstaðan þar réði úrslitum um að repúblikaninn George W. Bush bar sigurorð af demókratanum John Kerry.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í háhýsi

Mikill eldur braust út í 45 hæða háhýsi í Chicago í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði á 29. hæð hússins og tókst að bjarga öllum íbúum hússins. Átján slösuðust þó. Síðast þegar fréttist börðust slökkviliðsmenn enn við eldinn, enda ekki hægt um vik að koma slöngum og öðrum slökkvibúnaði svo hátt upp.

Erlent
Fréttamynd

1.400 hitaeininga ofurborgari

Á sama tíma og hver skyndibitakeðjan á fætur annarri er farin að tala um heilnæmari skyndibita en áður hafa stjórnendur Hardees farið þveröfuga leið til að auka sölu sína. Nýjustu afurðina kalla þeir Thickburger, sá er tvöfaldur hamborgari sem inniheldur 1.420 hitaeiningar og 107 grömm af fitu.

Lífið
Fréttamynd

Ætlaði að drepa dreng úti á götu

Maður undir áhrifum eiturlyfja hélt hnífi að hálsi níu ára drengs í fjórar klukkustundir í Bangkok, höfuðborg Taílands, í dag. Maðurinn, sem er fjörutíu og fimm ára gamall byggingaverkamaður, virtist skyndilega missa stjórn á sér, greip níu ára dreng sem var á leið heim úr skólanum og hélt stórum, hárbeittum hníf að hálsi hans.

Erlent
Fréttamynd

Spá öflugum fellibyljum árið 2005

Búist er við því að fjöldi fellibylja í Atlantshafi á næsta ári verði yfir meðallagi. Þetta kemur fram í spá veðurfræðinga við Ríkisháskólann í Colorado í Bandaríkjunum. Aldrei hefur fjárhagslegt tjón vegna fellibylja verið jafnmikið og á þessu ári. 

Erlent
Fréttamynd

Lítil samúð vegna föðurmissis

Sextán ára stúlka, sem stundar nám við Kongsbakken framhaldskólann i Tromsö, mætti litlum skilningi kennara og skólastjóra skólans er faðir hennar lést á dögunum. Þegar stúlkan mætti ekki í skólann, daginn eftir andlátið, fékk hún skróp skráð á sig í kladdann.

Erlent
Fréttamynd

Ótti Rússa ástæðulaus segir Powell

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að ótti Rússa við að Bandaríkjamenn séu að seilast til áhrifa í Úkraínu sé ástæðulaus. Powell sagði að Úkraínumenn eigi skilið heiðarlegar kosningar og að þeir þurfi ekki að velja á milli austurs og vesturs.

Erlent
Fréttamynd

Nýr kafli í sögu Afganistans

"Erfið og myrk fortíð er nú að baki og í dag hefjum við nýjan kafla í sögu okkar, í anda vinskapar við alþjóðasamfélagið," sagði Hamid Karzai, þegar hann hafði svarið embættiseið sem fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afganistans.

Erlent
Fréttamynd

Barghouti íhugar að hætta við

Marwan Barghouti, herskár leiðtogi úr röðum Palestínumanna og frambjóðandi í forsetakosningum í Palestínu, íhugar að hætta við framboð. Barghouti situr í fangelsi í Ísrael en hann var sakfelldur fyrir fimm morð. Hann er hins vegar mjög vinsæll meðal Palestínumanna, einkum yngri, herskárri Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Fann leyniskjöl á víðavangi

Breskur vörubílstjóri stóð skyndilega uppi með allar upplýsingar um öryggisviðbúnað vegna komu Pervez Musharraf, forseta Pakistan, til London þegar hann fann möppu á götu í London. Dagblaðið Daily Mirror greindi frá þessu í gær eftir að maðurinn sem fann skjölin kom þeim til blaðsins.

Erlent
Fréttamynd

Gengi dollars lækkar enn

Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Öruggasta öldurhús í heimi

Öryggisgæslan í kjölfar 11. september hefur fallið misvel í kramið hjá almenningi. Kráareigandi í Berlín nýtur hins vegar góðs af eftirlitinu.

Lífið
Fréttamynd

Olíuverð á heimsmarkaði lækkar enn

Olíuverð á heimsmarkaði lækkar enn. Í gær hækkaði verðið á olíufatinu um 44 sent á markaði í New York en hefur nú þegar lækkað um 62 sent það sem af er degi. Allar líkur eru taldar á því að olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna ákveði að draga úr olíuframleiðslu á fundi sínum á föstudaginn en framleiðslan var aukin mjög þegar olíuverð náði hámarki í haust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svartsýni um framtíð Írak

Ástandið í Írak fer versnandi og óvíst hvort það batnar nokkuð í náinni framtíð. Þetta er mat fyrrum stöðvarstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA í skeyti sem hann sendi yfirmönnum sínum seint í síðasta mánuði, skömmu áður en hann lét af embætti. Þessu greindi dagblaðið The New York Times frá í gær.

Erlent
Fréttamynd

Blair styður Annan

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst stuðningi við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Bandarísk þingnefnd hefur gagnrýnt Annan harðlega og krafist þess að hann segi af sér.

Erlent
Fréttamynd

Ærðist og keyrði bræður niður

Kona keyrði tvo bræður á táningsaldri niður og reyndi að keyra yfir þann þriðja eftir að golfbolti sem þeir voru að leika sér með á bílastæði verslunarmiðstöðvar í Flórída lenti á bíl hennar.

Erlent