Erlent 80 grindhvalir syntu á land Tæplega áttatíu grindhvalir syntu á land við strendur Nýja-Sjálands í gær. Björgunarmönnum hefur tekist að halda lífi í tuttugu þeirra og ná svipuðum fjölda aftur út á sjó. Erlent 13.10.2005 15:05 Leitartól ógnar gagnaöryggi Leitartól sem vefleitarvélin Google býður fólki að nota við gagnaleit á tölvum sínum er talin draga úr gagnaöryggi. Hægt er að hlaða niður litlu forriti á vef Google sem leitar að skjölum á tölvum notenda og heldur skrá yfir skjölin og innihald þeirra á vísum stað á harða drifinu. Erlent 13.10.2005 15:05 Flugvélin rann út af flugbrautinni Í það minnsta 31 lét lífið og 61 slasaðist þegar farþegaflugvél rann út af hálli flugbraut á Javaeyju í Indónesíu í lendingu. Rúmlega 150 manns voru um borð í flugvélinni. Þrjátíu og sjö voru alvarlega slasaðir, að sögn eins yfirmanna flugvallarins. Erlent 13.10.2005 15:05 Hjónabönd samkynhneigðra leyfð? Áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku hefur úrskurðað að lög um hjónaband nái einnig til samkynhneigðra. Málið fer nú fyrir stjórnarskrárdómstól Suður-Afríku sem er æðsti dómstóll landsins. Hann sker úr um hvort hjónabönd samkynhneigðra verða leyfð opinberlega. Erlent 13.10.2005 15:05 Schwarzenegger verður ekki forseti Maria Shriver, eiginkona Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra Kaliforníu, segir að eiginmaður hennar verði aldrei forseti Bandaríkjanna. Shriver, sem er fræg fréttakona, segir að Bandaríkjamenn muni hugsanlega einhverntíma breyta stjórnarskránni þannig að innflytjandi geti orðið forseti. Erlent 13.10.2005 15:05 Fellst á nýjar kosningar Viktor Janúkovítsj, yfirlýstur sigurvegari í forsetakosningunum í Úkraínu, sagðist í morgun fallast á nýjar kosningar ef hvorki hann né keppinautur hans, Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, byðu sig fram. Ef fallist yrði á úrslit kosninganna myndi hann bjóða Júsjenko forsætisráðherrastólinn en Júsjenko hafnaði þessu boði þegar. Erlent 13.10.2005 15:05 50% aukning áfengiseitrunar Á fjórða þúsund Norðmenn voru fluttir á sjúkrahús á síðasta ári til þess að dæla úr maga þeirra vegna áfengiseitrunar. Þetta er 50% aukning frá árinu 1999. Fjölgunin hefur orðið mest hjá karlmönnum yfir fimmtugt. Erlent 13.10.2005 15:05 Hátt í 400 létust í aurskrið Í það minnsta 340 manns létust og 150 til viðbótar er saknað eftir að óveður gekk yfir Filippseyjar. Flóð og aurskriður steyptust yfir bæina Real, Infanta og Nakar skömmu fyrir miðnætti í fyrrinótt og grófu marga íbúa lifandi. Erlent 13.10.2005 15:05 Réðust inn á þingið Stjórnarandstæðingar í Úkraínu reyndu að ráðast inn í þinghúsið í dag á meðan fjallað var um forsetakosningarnar umdeildu. Tugir þúsunda mótmæltu á götum úti níunda daginn í röð. Erlent 13.10.2005 15:05 Mílosevic var friðflytjandi Slobodan Mílosevic var friðflytjandi sem var ekki að berjast fyrir Stór-Serbíu og Vesturveldin báru ábyrgð á því að Júgóslavía leystist upp í miklu blóðbaði. Þetta er fréttaskýring Evgeny Prímakovs, fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra Rússlands. Erlent 13.10.2005 15:05 Skyndiverkfall á Ítalíu Athafnalíf og samgöngur á Ítalíu verða meira og minna lömuð í dag vegna skyndiverkfalls félagsmanna í fjórum stærstu verkalýðsfélögum landsins til að mótmæla efnahagsstefnu stjórnvalda. Erlent 13.10.2005 15:05 Heilbrigðiskerfið í ólestri Íraska heilbrigðiskerfið er í ólestri og er ástandið mun verra en það var fyrir innrásina í Írak að sögn bresku læknasamtakanna Medact. Mikill skortur er á lyfjum og þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki, hreinlæti er ábótavant á sjúkrahúsum og mikið vantar upp á að mæðrum og börnum sé veitt öll nauðsynleg þjónusta. Erlent 13.10.2005 15:05 306 látnir í hitabeltisstormi Að minnsta kosti 306 eru látnir eftir að hitabeltisstormur reið yfir Filippseyjar í nótt. Storminum fylgdu flóð og mikil rigning. Stormurinn í nótt fór yfir sama svæði og annar hitabeltisstormur gekk yfir í síðustu viku en þá létust a.m.k. 87 manns og 80 manns er enn saknað. Erlent 13.10.2005 15:05 Danskur herforingi fær dóm Fyrrverandi foringi í leyniþjónustu danska hersins hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að leka innihaldi leyniskýrslu um gereyðingarvopn í Írak. Foringinn, Frank Grevil, sakaði einnig Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra um að hafa logið til þess að afla stuðningi við innrásina í Írak. Erlent 13.10.2005 15:05 40 manns drukkna í Írak Að minnsta kosti fjörutíu manns drukknuðu í Írak í morgun þegar þeir reyndu að komast yfir beljandi á nyrst í landinu á pramma. Skyndilegur vatnselgur skolaði þeim af prammanum á andartaki. Aðeins fjórir komust lífs af að sögn sjónarvotta. Erlent 13.10.2005 15:05 Aukin bjartsýni á samkomulag Aukin bjartsýni ríkir nú um að samkomulag náist á milli harðlínuflokka mótmælenda og kaþólikka um myndun nýrrar heimastjórnar á Norður-Írlandi. Enn á eftir að leysa ýmis vandamál en talið er að samkomulag geti náðst fyrir jól. Erlent 13.10.2005 15:05 Mjallhvít á nektarmyndum Aðstandendur jólahátíðarinnar í Dresden í Þýskalandi, þar sem Mjallhvít og dvergarnir sjö eru færðir upp árlega, hafa rekið Mjallhvíti úr hlutverkinu eftir að hún lét taka af sér nektarmyndir í freyðibaði, skreyttu rósaknöppum. Erlent 13.10.2005 15:05 Efnahagskerfi Úkraínu gæti hrunið Leonid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, segir að efnahagskerfi landsins kunni að hrynja á næstu dögum vegna ástandsins í landinu. Kútsma segir að færi svo yrði hvorki hægt að kenna sér né ríkisstjórn sinni um það, enda sé starfsumhverfi ríkisstjórnarinnar óboðlegt þessa dagana. Erlent 13.10.2005 15:04 Rúandískir hermenn sagðir í Kongó Nokkur þúsund rúandískra hermanna hafa farið yfir landamærin inn í Kongó undanfarið að sögn vestræns sendimanns í Kongó. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum stjórnvalda í Rúanda og Kongó undanfarið, Rúanda sendi her til þátttöku í borgarastríðinu í Kongó fyrir nokkrum árum og óttast Kongóstjórn að Rúanda láti aftur til sín taka. Erlent 13.10.2005 15:04 Samþykkir nýjar kosningar Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, segist munu samþykkja nýjar forsetakosningar ef sýnt þyki að brögðum hafi verið beitt. Ástandið í Úkraínu er vægast sagt eldfimt þessa dagana og það var ekki á það bætandi þegar Leonid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, lýsti því yfir í dag að efnahagskerfi landsins kynni að hrynja á næstu dögum vegna ástandsins. Erlent 13.10.2005 15:04 Viðræðum lýkur eftir árið 2014 Evrópusambandið getur ekki lokið aðildarviðræðum við Tyrki fyrr en eftir árið 2014. Fyrst þarf að skipuleggja fjármál sambandsins eftir þann tíma og ekki fyrr en að því loknu verður hægt að klára viðræðurnar. Erlent 13.10.2005 15:04 Hinir lugu sagði Aznar "Það voru aðrir en við sem lugu," sagði Jose Maria Aznar, fyrrum forsætisráðherra Spánar, þegar hann bar vitni frammi fyrir þingnefnd sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar í Madríd í mars. Erlent 13.10.2005 15:04 12 ára afganskur drengur drepinn Tólf ára drengur lést þegar bandarískir öryggisverðir skutu inn í hóp þúsund mótmælenda í Afganistan í gær. Bandaríkjaher hefur hert aðgerðir sínar gegn al-Kaída liðum í Afganistan síðastliðnar vikur. Erlent 13.10.2005 15:04 Harður jarðskálfti í Japan Harður jarðskálfti upp á 7,1 stig á Richter varð í Japan í gærkvöldi. Að minnsta kosti átta manns slösuðust í skjálftanum. Upptökin voru á japönsku eyjunni Hokkaido og skall flóðbylgja á eyjunni í kjölfar skjálftans. Erlent 13.10.2005 15:04 120 hvalir syntu á land Yfir eitt hundrað og tuttugu hvalir drápust þegar þeir syntu á land við strendur Ástralíu í dag og í gær. Vísindamenn vita ekki hvað olli þessari hegðun hvalanna. Erlent 13.10.2005 15:04 Hátt í 20 þúsund borgarar látnir 1237 bandarískir hermenn hafa látist í Írak síðan stríðið þar hófst í mars á síðasta ári, þar af 1098 síðan George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stríðinu væri „að mestu leyti“ lokið þann 1. maí í fyrra. Nákvæmar tölur yfir fall írakskra borgara liggur ekki fyrir en áætlað er að þeir séu á bilinu 14.500-18.000 að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erlent 13.10.2005 15:04 Jafnaðarmannaflokkurinn vann Adrian Nastase, forsætisráðherra Rúmeníu, hefur lýst yfir sigri Jafnaðarmannaflokksins í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Útgönguspár benda til þess að flokkurinn hafi unnið meira fylgi en miðflokkur stjórnarandstöðunnar. Rúmenski jafnaðarmannaflokkurinn er arftaki kommúnistaflokks Ceausecu, fyrrverandi forseta landsins. Erlent 13.10.2005 15:04 Efnahagshrun blasir við Efnahagur Úkraínu er að niðurlotum kominn og þolir ekki til lengdar að þjóðfélagið sé í lamasessi meðan deilt er um hver er réttkjörinn forseti landsins. Þetta sagði Leoníd Kútsjma, fráfarandi forseti Úkraínu. "Fáeinir dagar til viðbótar og fjármálakerfið gæti hrunið eins og spilaborg," sagði hann. Erlent 13.10.2005 15:04 Dregið hefur úr hryðjuverkum Dregið hefur úr ofbeldisverkum í Írak eftir árás bandarískra og íraskra hersveita á Falluja, sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks. "Umfang glæpsamlegra aðgerða hefur minnkað og heldur áfram að minnka eftir aðgerðirnar í Falluja," sagði Allawi í sjónvarpsútsendingu þar sem hann svaraði spurningum áhorfenda. Erlent 13.10.2005 15:04 Dómari dæmdur fyrir barnaklám Dómari við viðskiptaréttinn í Danmörku var í morgun dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa dreift barnaklámi á Netinu. Þrír mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir að því tilskildu að maðurinn leiti sér meðferðar vegna hneigðar sinnar til barna. Erlent 13.10.2005 15:04 « ‹ ›
80 grindhvalir syntu á land Tæplega áttatíu grindhvalir syntu á land við strendur Nýja-Sjálands í gær. Björgunarmönnum hefur tekist að halda lífi í tuttugu þeirra og ná svipuðum fjölda aftur út á sjó. Erlent 13.10.2005 15:05
Leitartól ógnar gagnaöryggi Leitartól sem vefleitarvélin Google býður fólki að nota við gagnaleit á tölvum sínum er talin draga úr gagnaöryggi. Hægt er að hlaða niður litlu forriti á vef Google sem leitar að skjölum á tölvum notenda og heldur skrá yfir skjölin og innihald þeirra á vísum stað á harða drifinu. Erlent 13.10.2005 15:05
Flugvélin rann út af flugbrautinni Í það minnsta 31 lét lífið og 61 slasaðist þegar farþegaflugvél rann út af hálli flugbraut á Javaeyju í Indónesíu í lendingu. Rúmlega 150 manns voru um borð í flugvélinni. Þrjátíu og sjö voru alvarlega slasaðir, að sögn eins yfirmanna flugvallarins. Erlent 13.10.2005 15:05
Hjónabönd samkynhneigðra leyfð? Áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku hefur úrskurðað að lög um hjónaband nái einnig til samkynhneigðra. Málið fer nú fyrir stjórnarskrárdómstól Suður-Afríku sem er æðsti dómstóll landsins. Hann sker úr um hvort hjónabönd samkynhneigðra verða leyfð opinberlega. Erlent 13.10.2005 15:05
Schwarzenegger verður ekki forseti Maria Shriver, eiginkona Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra Kaliforníu, segir að eiginmaður hennar verði aldrei forseti Bandaríkjanna. Shriver, sem er fræg fréttakona, segir að Bandaríkjamenn muni hugsanlega einhverntíma breyta stjórnarskránni þannig að innflytjandi geti orðið forseti. Erlent 13.10.2005 15:05
Fellst á nýjar kosningar Viktor Janúkovítsj, yfirlýstur sigurvegari í forsetakosningunum í Úkraínu, sagðist í morgun fallast á nýjar kosningar ef hvorki hann né keppinautur hans, Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, byðu sig fram. Ef fallist yrði á úrslit kosninganna myndi hann bjóða Júsjenko forsætisráðherrastólinn en Júsjenko hafnaði þessu boði þegar. Erlent 13.10.2005 15:05
50% aukning áfengiseitrunar Á fjórða þúsund Norðmenn voru fluttir á sjúkrahús á síðasta ári til þess að dæla úr maga þeirra vegna áfengiseitrunar. Þetta er 50% aukning frá árinu 1999. Fjölgunin hefur orðið mest hjá karlmönnum yfir fimmtugt. Erlent 13.10.2005 15:05
Hátt í 400 létust í aurskrið Í það minnsta 340 manns létust og 150 til viðbótar er saknað eftir að óveður gekk yfir Filippseyjar. Flóð og aurskriður steyptust yfir bæina Real, Infanta og Nakar skömmu fyrir miðnætti í fyrrinótt og grófu marga íbúa lifandi. Erlent 13.10.2005 15:05
Réðust inn á þingið Stjórnarandstæðingar í Úkraínu reyndu að ráðast inn í þinghúsið í dag á meðan fjallað var um forsetakosningarnar umdeildu. Tugir þúsunda mótmæltu á götum úti níunda daginn í röð. Erlent 13.10.2005 15:05
Mílosevic var friðflytjandi Slobodan Mílosevic var friðflytjandi sem var ekki að berjast fyrir Stór-Serbíu og Vesturveldin báru ábyrgð á því að Júgóslavía leystist upp í miklu blóðbaði. Þetta er fréttaskýring Evgeny Prímakovs, fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra Rússlands. Erlent 13.10.2005 15:05
Skyndiverkfall á Ítalíu Athafnalíf og samgöngur á Ítalíu verða meira og minna lömuð í dag vegna skyndiverkfalls félagsmanna í fjórum stærstu verkalýðsfélögum landsins til að mótmæla efnahagsstefnu stjórnvalda. Erlent 13.10.2005 15:05
Heilbrigðiskerfið í ólestri Íraska heilbrigðiskerfið er í ólestri og er ástandið mun verra en það var fyrir innrásina í Írak að sögn bresku læknasamtakanna Medact. Mikill skortur er á lyfjum og þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki, hreinlæti er ábótavant á sjúkrahúsum og mikið vantar upp á að mæðrum og börnum sé veitt öll nauðsynleg þjónusta. Erlent 13.10.2005 15:05
306 látnir í hitabeltisstormi Að minnsta kosti 306 eru látnir eftir að hitabeltisstormur reið yfir Filippseyjar í nótt. Storminum fylgdu flóð og mikil rigning. Stormurinn í nótt fór yfir sama svæði og annar hitabeltisstormur gekk yfir í síðustu viku en þá létust a.m.k. 87 manns og 80 manns er enn saknað. Erlent 13.10.2005 15:05
Danskur herforingi fær dóm Fyrrverandi foringi í leyniþjónustu danska hersins hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að leka innihaldi leyniskýrslu um gereyðingarvopn í Írak. Foringinn, Frank Grevil, sakaði einnig Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra um að hafa logið til þess að afla stuðningi við innrásina í Írak. Erlent 13.10.2005 15:05
40 manns drukkna í Írak Að minnsta kosti fjörutíu manns drukknuðu í Írak í morgun þegar þeir reyndu að komast yfir beljandi á nyrst í landinu á pramma. Skyndilegur vatnselgur skolaði þeim af prammanum á andartaki. Aðeins fjórir komust lífs af að sögn sjónarvotta. Erlent 13.10.2005 15:05
Aukin bjartsýni á samkomulag Aukin bjartsýni ríkir nú um að samkomulag náist á milli harðlínuflokka mótmælenda og kaþólikka um myndun nýrrar heimastjórnar á Norður-Írlandi. Enn á eftir að leysa ýmis vandamál en talið er að samkomulag geti náðst fyrir jól. Erlent 13.10.2005 15:05
Mjallhvít á nektarmyndum Aðstandendur jólahátíðarinnar í Dresden í Þýskalandi, þar sem Mjallhvít og dvergarnir sjö eru færðir upp árlega, hafa rekið Mjallhvíti úr hlutverkinu eftir að hún lét taka af sér nektarmyndir í freyðibaði, skreyttu rósaknöppum. Erlent 13.10.2005 15:05
Efnahagskerfi Úkraínu gæti hrunið Leonid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, segir að efnahagskerfi landsins kunni að hrynja á næstu dögum vegna ástandsins í landinu. Kútsma segir að færi svo yrði hvorki hægt að kenna sér né ríkisstjórn sinni um það, enda sé starfsumhverfi ríkisstjórnarinnar óboðlegt þessa dagana. Erlent 13.10.2005 15:04
Rúandískir hermenn sagðir í Kongó Nokkur þúsund rúandískra hermanna hafa farið yfir landamærin inn í Kongó undanfarið að sögn vestræns sendimanns í Kongó. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum stjórnvalda í Rúanda og Kongó undanfarið, Rúanda sendi her til þátttöku í borgarastríðinu í Kongó fyrir nokkrum árum og óttast Kongóstjórn að Rúanda láti aftur til sín taka. Erlent 13.10.2005 15:04
Samþykkir nýjar kosningar Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, segist munu samþykkja nýjar forsetakosningar ef sýnt þyki að brögðum hafi verið beitt. Ástandið í Úkraínu er vægast sagt eldfimt þessa dagana og það var ekki á það bætandi þegar Leonid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, lýsti því yfir í dag að efnahagskerfi landsins kynni að hrynja á næstu dögum vegna ástandsins. Erlent 13.10.2005 15:04
Viðræðum lýkur eftir árið 2014 Evrópusambandið getur ekki lokið aðildarviðræðum við Tyrki fyrr en eftir árið 2014. Fyrst þarf að skipuleggja fjármál sambandsins eftir þann tíma og ekki fyrr en að því loknu verður hægt að klára viðræðurnar. Erlent 13.10.2005 15:04
Hinir lugu sagði Aznar "Það voru aðrir en við sem lugu," sagði Jose Maria Aznar, fyrrum forsætisráðherra Spánar, þegar hann bar vitni frammi fyrir þingnefnd sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar í Madríd í mars. Erlent 13.10.2005 15:04
12 ára afganskur drengur drepinn Tólf ára drengur lést þegar bandarískir öryggisverðir skutu inn í hóp þúsund mótmælenda í Afganistan í gær. Bandaríkjaher hefur hert aðgerðir sínar gegn al-Kaída liðum í Afganistan síðastliðnar vikur. Erlent 13.10.2005 15:04
Harður jarðskálfti í Japan Harður jarðskálfti upp á 7,1 stig á Richter varð í Japan í gærkvöldi. Að minnsta kosti átta manns slösuðust í skjálftanum. Upptökin voru á japönsku eyjunni Hokkaido og skall flóðbylgja á eyjunni í kjölfar skjálftans. Erlent 13.10.2005 15:04
120 hvalir syntu á land Yfir eitt hundrað og tuttugu hvalir drápust þegar þeir syntu á land við strendur Ástralíu í dag og í gær. Vísindamenn vita ekki hvað olli þessari hegðun hvalanna. Erlent 13.10.2005 15:04
Hátt í 20 þúsund borgarar látnir 1237 bandarískir hermenn hafa látist í Írak síðan stríðið þar hófst í mars á síðasta ári, þar af 1098 síðan George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stríðinu væri „að mestu leyti“ lokið þann 1. maí í fyrra. Nákvæmar tölur yfir fall írakskra borgara liggur ekki fyrir en áætlað er að þeir séu á bilinu 14.500-18.000 að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erlent 13.10.2005 15:04
Jafnaðarmannaflokkurinn vann Adrian Nastase, forsætisráðherra Rúmeníu, hefur lýst yfir sigri Jafnaðarmannaflokksins í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Útgönguspár benda til þess að flokkurinn hafi unnið meira fylgi en miðflokkur stjórnarandstöðunnar. Rúmenski jafnaðarmannaflokkurinn er arftaki kommúnistaflokks Ceausecu, fyrrverandi forseta landsins. Erlent 13.10.2005 15:04
Efnahagshrun blasir við Efnahagur Úkraínu er að niðurlotum kominn og þolir ekki til lengdar að þjóðfélagið sé í lamasessi meðan deilt er um hver er réttkjörinn forseti landsins. Þetta sagði Leoníd Kútsjma, fráfarandi forseti Úkraínu. "Fáeinir dagar til viðbótar og fjármálakerfið gæti hrunið eins og spilaborg," sagði hann. Erlent 13.10.2005 15:04
Dregið hefur úr hryðjuverkum Dregið hefur úr ofbeldisverkum í Írak eftir árás bandarískra og íraskra hersveita á Falluja, sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks. "Umfang glæpsamlegra aðgerða hefur minnkað og heldur áfram að minnka eftir aðgerðirnar í Falluja," sagði Allawi í sjónvarpsútsendingu þar sem hann svaraði spurningum áhorfenda. Erlent 13.10.2005 15:04
Dómari dæmdur fyrir barnaklám Dómari við viðskiptaréttinn í Danmörku var í morgun dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa dreift barnaklámi á Netinu. Þrír mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir að því tilskildu að maðurinn leiti sér meðferðar vegna hneigðar sinnar til barna. Erlent 13.10.2005 15:04