Fréttir

Besta spá í Blá­fjöllum í tíu ár

Fjölmargir nýta páskafríið til að skíða hvort sem það er í austurrísku Ölpunum eða Bláfjöllum. Einar Bjarnason, rekstarstjóri Bláfjalla, segir veðurspána fyrir páskana þá bestu sem hann hefur séð í áratug.

Innlent

„Skrýtið að við þurfum að taka þessa bar­áttu á hverju ári“

Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segist illa slegin yfir fréttum af því að ekkert áætlanaflug verði til eyja frá og með mánaðamótum og segir skrýtið að þurfa að fara í sama slaginn á ári hverju. Vegagerðin ákvað að framlengja ekki samning um slíkt flug, en bæjarstjórinn segir ábyrgðina helst liggja hjá Alþingi

Innlent

Baldur tjáir sig um mál­skots­réttinn

Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma.

Innlent

Ljósa­dýrð á himni í kvöld

Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa skotið fleiri en 130 til bana í tónleikahöll í Moskvu voru í dag yfirheyrðir af sérstakri rannsóknarnefnd. Leitarstarf stendur enn yfir í tónleikahöllinni og þjóðarsorg ríkir í Rússlandi.

Innlent

Simon Harris nýr leið­togi Fine Gael

Hinn 37 ára Simon Harris verður næsti leiðtogi hins írska flokks Fine Gael. Hann er því skrefinu nær því að verða yngsti forsætisráðherra, eða taoiseach eins og þeir kalla embættið á sínu gelíska máli, í sögu landsins.

Erlent

Harðar deilur um á­gæti nýrra búvörulaga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð.

Innlent

Fjölgar í stuðningshópi Höllu Hrundar

Hátt í átta hundruð manns hafa gengið í Facebook hópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands“. Ört fjölgar í hópnum, sem var búinn til í gærkvöldi.

Innlent

ISIS birtir hryllingsmyndbönd af á­rásinni

Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina.

Erlent

„Gasið hefur ekkert risið“

Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur ennþá ofan í Melholsnámu og áfram er unnið að hækkun varnargarðanna.

Innlent

Byggt og byggt á Akra­nesi

Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil uppbygging á Akranesi eins og nú en þar er verið að byggja og framkvæma fyrir fleiri, fleiri milljarða á árinu. Þá fjölgar íbúum stöðugt á staðnum og eru í dag orðnir átta þúsund og þrjú hundruð.

Innlent

Kirkjunnar fólk messar yfir Berglindi og Gísla

Innslag Berglindar Festival í spjallþættinum Vikunni með Gísla Marteini, þar sem inntakið er fáviska landans um uppruna páskana, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Kirkjunnar fólk notar píslarsöguna úr Biblíunni til að sýna fram á meinta vitleysu sjónvarpsfólksins.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur enn ofan í Melholsnámu og er áfram unnið að hækkun varnargarðanna.

Innlent

Kærustu­parið og bróðirinn enn í haldi

Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 

Innlent

Hætta flugi til Húsa­víkur og Vest­manna­eyja

Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 

Innlent

Telur ljóst að átt sé við sig og gagn­rýnir Flokk fólksins

Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir að líklegast hafi Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið að vísa í sig þegar Inga ræddi um „eina fatlaða liðið á þinginu“. Steinunni Þóru þykir leitt að Flokkur fólksins átti sig ekki á mikilvægi framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. 

Innlent

Mala kaffi í Kópa­vogi og senda um allt land

Þau sitja ekki auðum höndum starfsmennirnir á Hæfingarstöðinni við Dalveg í Kópavogi því þau eru að pakka inn tækifæriskortum, smíða á smíðaverkstæðinu, mála á boli og mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið svo eitthvað sé nefnt.

Innlent

Myndir af eld­stöðvunum úr lofti

Enn gýs í Sundhnúkagígum og hraunið er orðið hærra en varnargarðarnir sums staðar við Grindavík. Eldstrókarnir sem teygja sig upp í næturhimininn eru sannarlega sjón að sjá.

Innlent