Enski boltinn Aron Einar: Enginn Brynjuís í Coventry Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. Enski boltinn 9.7.2011 08:00 Adebayor dreifði peningum í bókstaflegri merkingu Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor sló í gegn á danssýningu í Gana á dögunum. Þá óð Adabayor upp á svið í miðju atriði og byrjaði að dreifa peningum. Enski boltinn 8.7.2011 23:30 Eiði Smára boðinn tveggja ára samningur hjá Swansea Nýliðar Swansea í ensku úrvalsdeildinni hafa boðið Eiði Smára Guðjohnsen tveggja ára samning. Eiður skoðar einnig tilboð frá Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Enski boltinn 8.7.2011 18:45 Clichy hafnaði Liverpool og valdi ekki City út af peningunum Gael Clichy lýsti því yfir á sínum tíma að menn færu aðeins til Man. City vegna peninganna. Hann er sjálfur farinn þangað en segir það ekki vera vegna peninganna. Enski boltinn 8.7.2011 17:45 Eiður orðaður við Swansea Breski fjölmiðillinn Talksport greinir frá því að Eiður Smári Guðjohnsen hafi samþykkt að ganga til liðs við knattspyrnufélagið Swansea. Swansea vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor. Enski boltinn 8.7.2011 17:20 Falcao ætlar ekki að elta Villas-Boas Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao ætlar að vera áfram hjá Porto þó svo áhugi sé á honum víða. Meðal annars frá Chelsea þar sem hans gamli þjálfari, Andre Villas-Boas, ræður nú ríkjum. Enski boltinn 8.7.2011 16:15 Aron Einar búinn að skrifa undir hjá Cardiff Aron Einar Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Cardiff City. Aron Einar gekkst undir læknisskoðun í dag og gekk að henni lokinni frá samningnum. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. Enski boltinn 8.7.2011 16:01 Given líklega á leiðinni til Villa Markvörðurinn Shay Given er líkast til á förum frá Man. City í sumar en hann hefur reynt að komast frá félaginu í heilt ár án árangurs. Nú er hann orðaður við Aston Villa. Enski boltinn 8.7.2011 15:30 Smalling fékk nýjan fimm ára samning Chris Smalling sannaði það síðasta vetur að hann er klár í slaginn með Man. Utd og félagið hefur nú verðlaunað hann með nýjum fimm ára samningi. Enski boltinn 8.7.2011 13:34 Hermann búinn að framlengja við Portsmouth Það er nú orðið endanlega ljóst að Hermann Hreiðarsson leikur áfram með Portsmouth. Hermann skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við félagið. Enski boltinn 8.7.2011 13:29 Adebayor brjálaður út í forráðamenn Man. City Framherjinn Emmanuel Adebayor er enn í stríði við félag sitt, Man. City. Adebayor fær ekki að fara með liðinu til Bandaríkjanna í dag og hann segir að félagið hafi ekki þor til þess að segja honum beint út að hann sé ekki velkominn hjá félaginu. Enski boltinn 8.7.2011 13:15 Man. City selur nafn heimavallar félagsins Heimavöllur Man. City, City of Manchester Stadium, mun hér eftir heita Etihad Stadium en félagið seldi í dag nafn vallarins. Enski boltinn 8.7.2011 12:30 Eriksson skoðar Hargreaves Sven-Göran Eriksson, stjóri Leicester, hefur greint frá því að hann sé að íhuga að gera samning við miðjumanninn Owen Hargreaves sem Man. Utd lét róa í sumar. Hargreaves hefur gert ýmislegt til að sanna að hann sé í formi og meðal annars nýtt sér Youtube til að auglýsa sig. Enski boltinn 8.7.2011 11:45 Liverpool gæti flutt frá Anfield Eigandi Liverpool, Bandaríkjamaðurinn John W. Henry, segir að félagið gæti neyðst til þess að flytja frá heimavelli sínum, Anfield. Hann vill vera áfram á Anfield en segir að félaginu gæti reynst sá kostur nauðugur að færa sig um set. Enski boltinn 8.7.2011 11:00 Frost í samskiptum Bellamy og Mancini Framherjinn Craig Bellamy hefur viðurkennt að hafa lent í rifrildi við Roberto Mancini aðeins nokkrum dögum eftir að Ítalinn tók við stjórnartaumunum hjá Man. City. Þeir hafa ekki talað saman síðan. Enski boltinn 8.7.2011 10:15 Liverpool ætlar líka að selja leikmenn Liverpool gekk í gær frá kaupum á Charlie Adam frá Blackpool. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar en áður hafði félagið keypt Jordan Henderson. Enski boltinn 8.7.2011 09:30 Aron Einar semur við Cardiff á morgun Aron Einar Gunnarsson skrifar undir þriggja ára samning við Cardiff City í ensku fyrstu deildinni í fótbolta á morgun. Fyrst fer hann í læknisskoðun í fyrramálið. Þetta staðfesti Aron Einar við íþróttadeild fyrir örfáum mínútum. Enski boltinn 7.7.2011 20:08 Redknapp ætlar að byggja í kringum Modric Harry Redknapp, stjóri Spurs, vonar að nýir leikmenn sannfæri króatíska miðjumanninn Luka Modric um að rétt sé að vera áfram hjá félaginu. Modric vill fara en félagið neitar að selja hann. Bæði Man. Utd og Chelsea vilja kaupa miðjumanninn. Enski boltinn 7.7.2011 19:45 O´Shea fór líka til Sunderland Manchester United er búið að missa tvo varnarmenn til Sunderland í dag. Wes Brown fór fyrr í dag og nú er John O´Shea búinn að skrifa undir samning við félagið. Kaupverð leikmannanna var ekki gefið upp. Enski boltinn 7.7.2011 19:00 Wes Brown til Sunderland Varnarmaðurinn Wes Brown hefur gengið til liðs við Sunderland frá Manchester United. Brown skrifaði undir fjögurra ára samning í dag en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Enski boltinn 7.7.2011 16:00 Robbie Fowler semur við tælenskt félag Fyrrum framherji Liverpool Robbie Fowler hefur ákveðið að ganga til liðs við tælenska knattspyrnufélagið Muang Thong United. Fowler sem er einn vinsælasti leikmaðurinn í sögu Liverpool spilaði tvö síðustu tímabil í Ástralíu. Enski boltinn 7.7.2011 12:15 Brown og O'Shea í læknisskoðun hjá Sunderland Allt útlit er fyrir að John O'Shea varnarmaður Manchester United sé á leiðinni til Sunderland. Írinn hélt áleiðis til Sunderland í gær en hann mun gangast undir læknisskoðun í dag. Wes Brown liðsfélagi O'Shea hjá United fór í læknisskoðun hjá Sunderland í gærkvöldi. Enski boltinn 7.7.2011 09:29 Arsenal hafnar 20 milljóna punda boði United í Nasri Arsenal hefur hafnað 20 milljóna punda boði eða sem svarar um þremur og hálfum milljarði íslenskra króna Manchester United í franska miðjumanninn Samir Nasri. Arsenal vill fá 25 milljónir punda fyrir Nasri. Enski boltinn 7.7.2011 09:19 Valencia nálægt því að brjóta ökklann aftur Antonio Valencia leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United komst nálægt því að endurtaka meiðslin sem ullu því að hann var frá stóran hluta síðasta tímabils. Valencia meiddist á ökkla í markalausu jafntefli Ekvador gegn Paragvæ. Enski boltinn 6.7.2011 20:15 Charlie Adam á leið í læknisskoðun hjá Liverpool Skoski miðvallarleikmaðurinn Charlie Adam er í þann mund að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Á heimasíðu Liverpool kemur fram að leikmaðurinn sé á leiðinni til Bítlaborgarinnar þar sem hann mun semja um persónuleg kjör og gangast undir læknisskoðun. Enski boltinn 6.7.2011 14:00 Savic til City - Arsenal vildi hann ekki Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City heldur áfram að styrkja varnarlínu liðsins. Stefan Savic, tvítugur Svartfellingur, hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann reyndi fyrir sér hjá Arsenal á síðasta ári en Arsene Wenger sá ekki ástæðu til þess að bjóða honum samning. Enski boltinn 6.7.2011 14:00 Hermann semur við Portsmouth til eins árs Hermann Hreiðarsson mun skrifa undir nýjan eins árs samning við enska knattspyrnufélagið Portsmouth. Steve Cotterill knattspyrnustjóri Portsmouth er hæstánægður með að fá Hermann aftur til félagsins og segir að Eyjamaðurinn skrifi líklegast undir innan 48 klukkustunda. Enski boltinn 6.7.2011 12:36 Nasri á leiðinni til Manchester City? Það er nóg að gerast í herbúðum Manchester City og samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa forráðamenn liðsins náð samningum við franska leikmanninn Nasri sem hefur leikið með Arsenal undanfarin misseri. Kaupverðið er sagt vera um 19 milljónir punda eða 3,5 milljarðar kr. Enski boltinn 6.7.2011 10:30 Framtíð Modric hjá Tottenham er óljós - Chelsea vill fá hann Samkvæmt frétt Sky Sports þá mun Luca Modric leikmaður Tottenham funda með forráðamönnum liðsins í dag en hann hefur óskað eftir því að félagið taki tilboði Chelsea sem vill fá króatíska landsliðsmanninn í sínar raðir. Modric er 25 ára gamall og hann hefur staðið undir væntingum hjá Tottenham frá því hann var keyptur frá Zagreb árið 2008. Enski boltinn 6.7.2011 10:00 Aston Villa hafnaði tilboði Liverpool í Stewart Downing Stewart Downing leikmaður Aston Villa er eftirsóttur og forráðamenn Aston Villa hafa því sett háan verðmiða á enska landsliðsmanninn. Enskir fjölmiðlar greinar frá því í dag að Liverpool hafi boðið 15 milljónir punda eða rétt um 2,7 milljarða kr. í leikmanninn en því tilboði hefur Aston Villa hafnað. Enski boltinn 6.7.2011 09:00 « ‹ ›
Aron Einar: Enginn Brynjuís í Coventry Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. Enski boltinn 9.7.2011 08:00
Adebayor dreifði peningum í bókstaflegri merkingu Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor sló í gegn á danssýningu í Gana á dögunum. Þá óð Adabayor upp á svið í miðju atriði og byrjaði að dreifa peningum. Enski boltinn 8.7.2011 23:30
Eiði Smára boðinn tveggja ára samningur hjá Swansea Nýliðar Swansea í ensku úrvalsdeildinni hafa boðið Eiði Smára Guðjohnsen tveggja ára samning. Eiður skoðar einnig tilboð frá Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Enski boltinn 8.7.2011 18:45
Clichy hafnaði Liverpool og valdi ekki City út af peningunum Gael Clichy lýsti því yfir á sínum tíma að menn færu aðeins til Man. City vegna peninganna. Hann er sjálfur farinn þangað en segir það ekki vera vegna peninganna. Enski boltinn 8.7.2011 17:45
Eiður orðaður við Swansea Breski fjölmiðillinn Talksport greinir frá því að Eiður Smári Guðjohnsen hafi samþykkt að ganga til liðs við knattspyrnufélagið Swansea. Swansea vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor. Enski boltinn 8.7.2011 17:20
Falcao ætlar ekki að elta Villas-Boas Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao ætlar að vera áfram hjá Porto þó svo áhugi sé á honum víða. Meðal annars frá Chelsea þar sem hans gamli þjálfari, Andre Villas-Boas, ræður nú ríkjum. Enski boltinn 8.7.2011 16:15
Aron Einar búinn að skrifa undir hjá Cardiff Aron Einar Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Cardiff City. Aron Einar gekkst undir læknisskoðun í dag og gekk að henni lokinni frá samningnum. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. Enski boltinn 8.7.2011 16:01
Given líklega á leiðinni til Villa Markvörðurinn Shay Given er líkast til á förum frá Man. City í sumar en hann hefur reynt að komast frá félaginu í heilt ár án árangurs. Nú er hann orðaður við Aston Villa. Enski boltinn 8.7.2011 15:30
Smalling fékk nýjan fimm ára samning Chris Smalling sannaði það síðasta vetur að hann er klár í slaginn með Man. Utd og félagið hefur nú verðlaunað hann með nýjum fimm ára samningi. Enski boltinn 8.7.2011 13:34
Hermann búinn að framlengja við Portsmouth Það er nú orðið endanlega ljóst að Hermann Hreiðarsson leikur áfram með Portsmouth. Hermann skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við félagið. Enski boltinn 8.7.2011 13:29
Adebayor brjálaður út í forráðamenn Man. City Framherjinn Emmanuel Adebayor er enn í stríði við félag sitt, Man. City. Adebayor fær ekki að fara með liðinu til Bandaríkjanna í dag og hann segir að félagið hafi ekki þor til þess að segja honum beint út að hann sé ekki velkominn hjá félaginu. Enski boltinn 8.7.2011 13:15
Man. City selur nafn heimavallar félagsins Heimavöllur Man. City, City of Manchester Stadium, mun hér eftir heita Etihad Stadium en félagið seldi í dag nafn vallarins. Enski boltinn 8.7.2011 12:30
Eriksson skoðar Hargreaves Sven-Göran Eriksson, stjóri Leicester, hefur greint frá því að hann sé að íhuga að gera samning við miðjumanninn Owen Hargreaves sem Man. Utd lét róa í sumar. Hargreaves hefur gert ýmislegt til að sanna að hann sé í formi og meðal annars nýtt sér Youtube til að auglýsa sig. Enski boltinn 8.7.2011 11:45
Liverpool gæti flutt frá Anfield Eigandi Liverpool, Bandaríkjamaðurinn John W. Henry, segir að félagið gæti neyðst til þess að flytja frá heimavelli sínum, Anfield. Hann vill vera áfram á Anfield en segir að félaginu gæti reynst sá kostur nauðugur að færa sig um set. Enski boltinn 8.7.2011 11:00
Frost í samskiptum Bellamy og Mancini Framherjinn Craig Bellamy hefur viðurkennt að hafa lent í rifrildi við Roberto Mancini aðeins nokkrum dögum eftir að Ítalinn tók við stjórnartaumunum hjá Man. City. Þeir hafa ekki talað saman síðan. Enski boltinn 8.7.2011 10:15
Liverpool ætlar líka að selja leikmenn Liverpool gekk í gær frá kaupum á Charlie Adam frá Blackpool. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar en áður hafði félagið keypt Jordan Henderson. Enski boltinn 8.7.2011 09:30
Aron Einar semur við Cardiff á morgun Aron Einar Gunnarsson skrifar undir þriggja ára samning við Cardiff City í ensku fyrstu deildinni í fótbolta á morgun. Fyrst fer hann í læknisskoðun í fyrramálið. Þetta staðfesti Aron Einar við íþróttadeild fyrir örfáum mínútum. Enski boltinn 7.7.2011 20:08
Redknapp ætlar að byggja í kringum Modric Harry Redknapp, stjóri Spurs, vonar að nýir leikmenn sannfæri króatíska miðjumanninn Luka Modric um að rétt sé að vera áfram hjá félaginu. Modric vill fara en félagið neitar að selja hann. Bæði Man. Utd og Chelsea vilja kaupa miðjumanninn. Enski boltinn 7.7.2011 19:45
O´Shea fór líka til Sunderland Manchester United er búið að missa tvo varnarmenn til Sunderland í dag. Wes Brown fór fyrr í dag og nú er John O´Shea búinn að skrifa undir samning við félagið. Kaupverð leikmannanna var ekki gefið upp. Enski boltinn 7.7.2011 19:00
Wes Brown til Sunderland Varnarmaðurinn Wes Brown hefur gengið til liðs við Sunderland frá Manchester United. Brown skrifaði undir fjögurra ára samning í dag en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Enski boltinn 7.7.2011 16:00
Robbie Fowler semur við tælenskt félag Fyrrum framherji Liverpool Robbie Fowler hefur ákveðið að ganga til liðs við tælenska knattspyrnufélagið Muang Thong United. Fowler sem er einn vinsælasti leikmaðurinn í sögu Liverpool spilaði tvö síðustu tímabil í Ástralíu. Enski boltinn 7.7.2011 12:15
Brown og O'Shea í læknisskoðun hjá Sunderland Allt útlit er fyrir að John O'Shea varnarmaður Manchester United sé á leiðinni til Sunderland. Írinn hélt áleiðis til Sunderland í gær en hann mun gangast undir læknisskoðun í dag. Wes Brown liðsfélagi O'Shea hjá United fór í læknisskoðun hjá Sunderland í gærkvöldi. Enski boltinn 7.7.2011 09:29
Arsenal hafnar 20 milljóna punda boði United í Nasri Arsenal hefur hafnað 20 milljóna punda boði eða sem svarar um þremur og hálfum milljarði íslenskra króna Manchester United í franska miðjumanninn Samir Nasri. Arsenal vill fá 25 milljónir punda fyrir Nasri. Enski boltinn 7.7.2011 09:19
Valencia nálægt því að brjóta ökklann aftur Antonio Valencia leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United komst nálægt því að endurtaka meiðslin sem ullu því að hann var frá stóran hluta síðasta tímabils. Valencia meiddist á ökkla í markalausu jafntefli Ekvador gegn Paragvæ. Enski boltinn 6.7.2011 20:15
Charlie Adam á leið í læknisskoðun hjá Liverpool Skoski miðvallarleikmaðurinn Charlie Adam er í þann mund að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Á heimasíðu Liverpool kemur fram að leikmaðurinn sé á leiðinni til Bítlaborgarinnar þar sem hann mun semja um persónuleg kjör og gangast undir læknisskoðun. Enski boltinn 6.7.2011 14:00
Savic til City - Arsenal vildi hann ekki Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City heldur áfram að styrkja varnarlínu liðsins. Stefan Savic, tvítugur Svartfellingur, hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann reyndi fyrir sér hjá Arsenal á síðasta ári en Arsene Wenger sá ekki ástæðu til þess að bjóða honum samning. Enski boltinn 6.7.2011 14:00
Hermann semur við Portsmouth til eins árs Hermann Hreiðarsson mun skrifa undir nýjan eins árs samning við enska knattspyrnufélagið Portsmouth. Steve Cotterill knattspyrnustjóri Portsmouth er hæstánægður með að fá Hermann aftur til félagsins og segir að Eyjamaðurinn skrifi líklegast undir innan 48 klukkustunda. Enski boltinn 6.7.2011 12:36
Nasri á leiðinni til Manchester City? Það er nóg að gerast í herbúðum Manchester City og samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa forráðamenn liðsins náð samningum við franska leikmanninn Nasri sem hefur leikið með Arsenal undanfarin misseri. Kaupverðið er sagt vera um 19 milljónir punda eða 3,5 milljarðar kr. Enski boltinn 6.7.2011 10:30
Framtíð Modric hjá Tottenham er óljós - Chelsea vill fá hann Samkvæmt frétt Sky Sports þá mun Luca Modric leikmaður Tottenham funda með forráðamönnum liðsins í dag en hann hefur óskað eftir því að félagið taki tilboði Chelsea sem vill fá króatíska landsliðsmanninn í sínar raðir. Modric er 25 ára gamall og hann hefur staðið undir væntingum hjá Tottenham frá því hann var keyptur frá Zagreb árið 2008. Enski boltinn 6.7.2011 10:00
Aston Villa hafnaði tilboði Liverpool í Stewart Downing Stewart Downing leikmaður Aston Villa er eftirsóttur og forráðamenn Aston Villa hafa því sett háan verðmiða á enska landsliðsmanninn. Enskir fjölmiðlar greinar frá því í dag að Liverpool hafi boðið 15 milljónir punda eða rétt um 2,7 milljarða kr. í leikmanninn en því tilboði hefur Aston Villa hafnað. Enski boltinn 6.7.2011 09:00