Viðskipti erlent

Tapaði 1.600 milljörðum á að reyna að veikja gengi frankans

Seðlabanki Sviss (SNB) greindi frá því í morgun að hann hefði tapað sem samsvarar 10,4 milljörðum evra eða rúmlega 1.600 milljörðum kr. á fyrrihluta þessa árs. Tapið stafar af árangurslausum tilraunum bankans til þess að koma í veg fyrir frekari styrkingu svissneska frankans með því að kaupa aðra gjaldmiðla í miklum mæli.

Viðskipti erlent

Ryanair hækkar fargjöld vegna eldgossins

Breska flugfélagið Ryanair ætlar að hækka flugfargjöld í sumar. Ástæðan er rakin til þess að félagið hafi orðið fyrir svo miklu tapi þegar að truflun varð á flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Breska blaðið Daily Star segir að fargjöld muni hækka um 10-15% á næstu þremur mánuðum svo félagið geti haldið tekjuáætlunum sínum.

Viðskipti erlent