Enski boltinn

Puel fékk sparkið hjá Southampton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Puel þarf að leita sér að nýrri vinnu.
Puel þarf að leita sér að nýrri vinnu. vísir/getty
Southampton staðfesti nú í kvöld að búið væri að segja franska knattspyrnustjóranum Claude Puel upp störfum hjá félaginu.

Puel tók við Southampton síðasta sumar og undir hans stjórn endaði liðið í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í nýafstöðnu tímabili og komst í úrslitaleik deildabikarsins þar sem liðið tapaði fyrir Manchester United.

Þrátt fyrir það virtist ánægjan með störf Puels ekki vera mikil og núna er hann orðinn atvinnulaus.

Auk þess að vera við stjórnvölinn hjá Southampton hefur Puel stýrt Monaco, Lille, Lyon og Nice í heimalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×