Þegar handarkrikinn er farinn að gera menn rangstæða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 09:00 Roberto Firmino bíður á meðan markið hans er skorað. Það var síðan dæmt af vegna rangstöðu. Getty/Laurence Griffiths Varsjáin er enn á ný til umræðu eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og enn á ný fer bæði tíminn og smáatriðadómgæslan í taugarnar á mörgum. Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton ræddi nýjustu dæmin með Varsjána og þann möguleika að myndbandadómarar leikjanna séu að fara á taugum eftir að þurfa dæma um hvert smáatriðið á fætur öðru. „Ég var aðdáandi VAR en ættum við ekki að taka huglægu dómana út úr henni,“ sagði Chris Sutton í þættinum Monday Night Club á BBC radio 5 Live.Premier League referees are in "sheer panic" at how the video assistant referee system is being used, says former Chelsea striker Chris Sutton. More here https://t.co/sicKl1jtGHpic.twitter.com/RFlB5A46ja — BBC Sport (@BBCSport) November 5, 2019„Mike Riley hefur sagt dómurunum að nota ekki skjáina á hliðarlínunni til að spara tíma. Mér var samt sagt það á sínum tíma að það yrði alltaf að vera dómari leiksins sem ætti að taka lokaákvörðunina. Það er ekki raunin lengur og mér finnst það vera risastórt mál,“ sagði Sutton. Það voru margir umdeildir VAR-dómar um helgina. Einn þeirra var þegar handakriki Liverpool mannsins Roberto Firmino gerði hann rangstæðan í marki sem var dæmt af, Watford fékk líka dæmda vítaspyrnu fyrir litla snertingu og Everton fékk ekki víti eftir margra mínútna skoðun eftir að boltinn fór í hendi Dele Alli í teignum. Hér fyrir neðan má sjá mynd af rangstöðunni sem var dæmd á Roberto Firmino þegar hann skoraði á móti Aston Villa. Þetta hefði eflaust orðið mun stærra mál ef að Liverpool hefði síðan ekki náð að tryggja sér öll þrjú stigin í lokin.Liverpool's Roberto Firmino was flagged offside before putting the ball in the net against Aston Villa and the decision was confirmed by VAR The red line signifies Firmino and was aligned to his armpit, which was marginally ahead of the last Villa defender#AVLLIVpic.twitter.com/a2OnNWnz2E — Premier League (@premierleague) November 2, 2019 Leikmennirnir voru samsíða fram að handarkrikanum og í reglunum kemur fram að sóknarmaðurinn eigi að njóta vafans. Það er því í raun handarkriki Roberto Firmino sem gerir hann rangstæðan. Hvort að einhver hafi skorað með honum er önnur saga. „Menn eru að fara á taugum í Stockley Park,“ sagði Chris Sutton en þar eru myndbandadómararnir staðsettir. „Versta ákvörðunin var að mínu mati þegar Dele Alli fékk boltann í höndina. Það tók þrjá mínútur að komast að niðurstöðu þrátt fyrir að hendi hans hafi verið í mjög óeðlilegri stöðu og boltinn hafi farið greinilega í hana,“ sagði Sutton. „Dómarar eiga kost á því að fara yfir völlinn og skoða atvikin á skjánum en þeir nýta það ekki. Þeir vilja ekki taka ábyrgðina og eru bara hræddir,“ sagði Sutton. Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Varsjáin er enn á ný til umræðu eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og enn á ný fer bæði tíminn og smáatriðadómgæslan í taugarnar á mörgum. Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton ræddi nýjustu dæmin með Varsjána og þann möguleika að myndbandadómarar leikjanna séu að fara á taugum eftir að þurfa dæma um hvert smáatriðið á fætur öðru. „Ég var aðdáandi VAR en ættum við ekki að taka huglægu dómana út úr henni,“ sagði Chris Sutton í þættinum Monday Night Club á BBC radio 5 Live.Premier League referees are in "sheer panic" at how the video assistant referee system is being used, says former Chelsea striker Chris Sutton. More here https://t.co/sicKl1jtGHpic.twitter.com/RFlB5A46ja — BBC Sport (@BBCSport) November 5, 2019„Mike Riley hefur sagt dómurunum að nota ekki skjáina á hliðarlínunni til að spara tíma. Mér var samt sagt það á sínum tíma að það yrði alltaf að vera dómari leiksins sem ætti að taka lokaákvörðunina. Það er ekki raunin lengur og mér finnst það vera risastórt mál,“ sagði Sutton. Það voru margir umdeildir VAR-dómar um helgina. Einn þeirra var þegar handakriki Liverpool mannsins Roberto Firmino gerði hann rangstæðan í marki sem var dæmt af, Watford fékk líka dæmda vítaspyrnu fyrir litla snertingu og Everton fékk ekki víti eftir margra mínútna skoðun eftir að boltinn fór í hendi Dele Alli í teignum. Hér fyrir neðan má sjá mynd af rangstöðunni sem var dæmd á Roberto Firmino þegar hann skoraði á móti Aston Villa. Þetta hefði eflaust orðið mun stærra mál ef að Liverpool hefði síðan ekki náð að tryggja sér öll þrjú stigin í lokin.Liverpool's Roberto Firmino was flagged offside before putting the ball in the net against Aston Villa and the decision was confirmed by VAR The red line signifies Firmino and was aligned to his armpit, which was marginally ahead of the last Villa defender#AVLLIVpic.twitter.com/a2OnNWnz2E — Premier League (@premierleague) November 2, 2019 Leikmennirnir voru samsíða fram að handarkrikanum og í reglunum kemur fram að sóknarmaðurinn eigi að njóta vafans. Það er því í raun handarkriki Roberto Firmino sem gerir hann rangstæðan. Hvort að einhver hafi skorað með honum er önnur saga. „Menn eru að fara á taugum í Stockley Park,“ sagði Chris Sutton en þar eru myndbandadómararnir staðsettir. „Versta ákvörðunin var að mínu mati þegar Dele Alli fékk boltann í höndina. Það tók þrjá mínútur að komast að niðurstöðu þrátt fyrir að hendi hans hafi verið í mjög óeðlilegri stöðu og boltinn hafi farið greinilega í hana,“ sagði Sutton. „Dómarar eiga kost á því að fara yfir völlinn og skoða atvikin á skjánum en þeir nýta það ekki. Þeir vilja ekki taka ábyrgðina og eru bara hræddir,“ sagði Sutton.
Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira