Enski boltinn

Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rasmus Højlund og Kyle Walker lenti saman í Manchester-slagnum.
Rasmus Højlund og Kyle Walker lenti saman í Manchester-slagnum. getty/Dave Howarth

Rasmus Højlund, framherji Manchester United, gat ekki stillt sig um að senda Kyle Walker, varnarmanni Manchester City, tóninn eftir leik liðanna á Etihad í gær.

United vann leikinn, 1-2, eftir að hafa verið undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. City hefur gengið herfilega að undanförnu og aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum.

Josko Gvardiol kom City yfir í leiknum á 36. mínútu í leiknum í gær. Skömmu síðar lenti þeim Højlund og og Walker saman. Eftir að enski landsliðsmaðurinn braut á Dananum stökk hann strax á fætur og í átt að Walker. Um leið og höfuð þeirra snertust féll Walker með miklum tilþrifum í grasið. Bæði hann og Højlund fengu gula spjaldið.

Í sigurvímunni eftir leikinn ákvað Højlund að senda Walker tóninn og skrifaði lítið ljóð á Instagram: Manchester er rauð, fjólur eru bláar, þvílík frammistaða, en Óskarinn fer til ...

United er áfram í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en City er komið niður í 5. sætið eftir slakt gengi síðustu vikna.


Tengdar fréttir

„Ég er ekki að standa mig vel“

Pep Guardiola var ómyrkur í máli á blaðamannafundi eftir tapið gegn Manchester United í dag. Hann viðurkenndi að vera í vandræðum að finna lausnir á vandamálum City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×