Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 17:20 Dagný kom inn af bekknum. Paul Harding/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir kom inn í blálokin á mikilvægum 3-1 sigri West Ham United á Brighton & Hove Albion í efstu deild enska fótboltans í dag. Hlín Eiríksdóttir spilaði þá rúmlega klukkustund í 3-0 sigri Leicester City á Aston Villa. Shekiera Martinez kom Hömrunum yfir en hin reynslumikla Nikita Parris jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Heimakonur gerðu hins vegar út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Riko Ueki kom West Ham yfir og Viviane Asseyi tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna. Dagný kom inn af bekknum þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Sigurinn þýðir að West Ham er komið með 14 stig í 8. sæti. Three goals, three points ⚒️#BarclaysWSL pic.twitter.com/0pb4imegGU— West Ham United Women (@westhamwomen) February 16, 2025 Refirnir í Leicester City unnu heldur betur óvæntan 3-0 sigur enda liðið ekki þanið netmöskvana oft til þessa á leiktíðinni. Hlín Eiríksdóttir hóf leikinn sem fremsti maður og var tekin af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 3-0. Hin 36 ára gamla Janice Cayman skoraði tvö mörk Leicester og Julie Thibaud það þriðja. Eftir sigurinn eru Hlín og stöllur hennar í 10. sæti með 12 stig, sex stigum frá botnliði Palace. Hlín fagnar með liðsfélögum sínum.Molly Darlington/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea mörðu Everton 2-1 þökk sé sigurmarki Lauren James í uppbótartíma. Kelly Gago hafði komið Everton yfir áður en Maya Ramírez jafnaði metin. Það var svo James sem bjargaði meisturunum og Chelsea áfram með sjö stiga forystu á toppnum. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig eftir 3-1 sigur á Crystal Palace í dag. Elisabeth Terland skoraði tvívegis fyrir Rauðu djöflanna og Grace Clinton bætti þriðja markinu við. Mille Gejl skoraði mark Palace. Arsenal vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur. Mariona Caldentey, Frida Leonhardsen-Maanum, Alessia Russo og Emily Fox með mörkin en eitt var sjálfsmark. Skytturnar eru í 3. sæti með 30 stig á meðan Spurs er í 6. sæti með 17 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira
Shekiera Martinez kom Hömrunum yfir en hin reynslumikla Nikita Parris jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Heimakonur gerðu hins vegar út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Riko Ueki kom West Ham yfir og Viviane Asseyi tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna. Dagný kom inn af bekknum þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Sigurinn þýðir að West Ham er komið með 14 stig í 8. sæti. Three goals, three points ⚒️#BarclaysWSL pic.twitter.com/0pb4imegGU— West Ham United Women (@westhamwomen) February 16, 2025 Refirnir í Leicester City unnu heldur betur óvæntan 3-0 sigur enda liðið ekki þanið netmöskvana oft til þessa á leiktíðinni. Hlín Eiríksdóttir hóf leikinn sem fremsti maður og var tekin af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 3-0. Hin 36 ára gamla Janice Cayman skoraði tvö mörk Leicester og Julie Thibaud það þriðja. Eftir sigurinn eru Hlín og stöllur hennar í 10. sæti með 12 stig, sex stigum frá botnliði Palace. Hlín fagnar með liðsfélögum sínum.Molly Darlington/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea mörðu Everton 2-1 þökk sé sigurmarki Lauren James í uppbótartíma. Kelly Gago hafði komið Everton yfir áður en Maya Ramírez jafnaði metin. Það var svo James sem bjargaði meisturunum og Chelsea áfram með sjö stiga forystu á toppnum. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig eftir 3-1 sigur á Crystal Palace í dag. Elisabeth Terland skoraði tvívegis fyrir Rauðu djöflanna og Grace Clinton bætti þriðja markinu við. Mille Gejl skoraði mark Palace. Arsenal vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur. Mariona Caldentey, Frida Leonhardsen-Maanum, Alessia Russo og Emily Fox með mörkin en eitt var sjálfsmark. Skytturnar eru í 3. sæti með 30 stig á meðan Spurs er í 6. sæti með 17 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira