Fleiri fréttir Í vandræðum á Vatnajökli Hópur gönguskíðamanna sem telur átta manns er í vandræðum á Vatnajökli og eru björgunarsveitarmenn á leið til þeirra. Að sögn Landsbjargar amar ekkert að fólkinu en hópurinn hefst við í tjölfum á milli Grímsvatna og Esjufjalla. 8.5.2009 15:44 Sakar fjármálaráðherra um ritskoðun Siðanefnd SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjödæmi hafi ekki verið heimilt að nota mynd af Steingrími J. Sigfússyni í leyfisleysi í auglýsingum sínum. Auglýsingin birtist í nokkrum svæðismiðlum í kjördæminu nú fyrir kosningar og vakti nokkra athygli. Viggó Örn Jónsson einn eiganda auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks sem gerðu umræddar auglýsingar segir niðurstöðuna ekkert annað en ritskoðun. Hann hefur áhyggjur af því að fjármálaráðherra landsins sé að skipta sér af því hvað birtist í fjölmiðlum og hvað ekki. 8.5.2009 15:38 Hugsanlegt að Brown hafi reynt að beita AGS þrýstingi Þorvaldur Gylfason telur ekki óhugsandi að forsætisráðherra Breta hafi reynt að beita stjórnendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þrýstingi á bakvið tjöldin. Þorvaldur telur þó að slíkar tilraunir geti varla borið árangur. 8.5.2009 15:23 Skelfileg meðferð á hundum Dýraverndarsamtök kanna nú hvort einhver leið sé að bjarga fjölda hunda á lítilli eyju undan ströndum Malasíu. 8.5.2009 15:07 Komdu með aurana kvikindið þitt Yfirvöld í Austurríki sendu handrukkara heim til manns sem hafði ekki greitt sorphirðugjald sitt að fullu. 8.5.2009 14:58 Kríuhólaárásarmönnum sleppt Lögreglan mun ekki krefjast gæsluvarðhalds yfir sex mönnum sem voru handteknir í tengslum við líkamsárás í Kríuhólum í Breiðholti eftir hádegið í gær. 8.5.2009 14:32 Jóhanna og Steingrímur buðu mótmælendum á fund Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tóku á móti mótmælendum fyrir framan Stjórnarráðið í dag og buðu síðan nokkrum fulltrúum þeirra á fund. Á myndinni má meðal annars þekkja Sturlu Jónsson, vörubílstjóra, sem hefur verið iðinn við að mótmæla síðustu misserin. 8.5.2009 13:25 Um áttatíu manns mótmæla ástandinu Um áttatíu manns mættu á Austuvöll í dag en klukkan eitt hafði verið boðað til mótmæla framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna. Hópurinn hefur nú fært sig frá Austurvelli yfir að Stjórnarráðinu eins og ráð var fyrir gert. ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin. 8.5.2009 13:08 Talibanar stráfelldir í Pakistan Pakistanski herinn hefur fellt yfir eitthundrað og fjörutíu talibana í hörðum bardögum í Swat héraði síðasta sólarhringinn, að sögn talsmanns hersins. 8.5.2009 12:59 Hörður mætir ekki á mótmælin - segist samt ekki sofnaður „Ég gleðst bara yfir því að aðrir séu að vakna til lífsins," segir Hörður Torfason tónlistarmaður og talsmaður Radda fólksins. 8.5.2009 12:53 Bíræfni bílþjófurinn ákærður vegna brota sinna Maður sem sigldi undir fölsku flaggi í nóvember á síðasta ári og gekk meðal annars undir viðurnefninu Bífræfni bílþjófurinn þarf nú að svara fyrir hegðun sína fyrir dómstólum. Maðurinn framvísaði skilríkjum sem hann hafði stolið nokkru áður á bílasölum og fékk að reynslukeyra ýmsar bifreiðar. Bílasölurnar heyrðu síðan lítið í honum og lögregla fór í málið. Hann náðist nokkrum dögum síðar í Borgarnesi. Hann er nú ákærður fyrir að hafa ekið tveimur bifreiðum í heimildarleysi og að hafa stolið hljómflutningstækjum úr annarri bifreið. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. 8.5.2009 12:43 Neyðarástand í Kaliforníu Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri, hefur lýst yfir neyðarástandi í Kaliforníu vegna skógarelda sem loga þar. 8.5.2009 12:18 Inflúensan breiðist út hægar en áður Staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1) voru alls 2.489 í morgun í 24 ríkjum í heiminum og hafði fjölgað um 272 á síðastliðnum sólarhring samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar ESB. Í tilkynningu frá Sóttvarnalækni og Almannavarnadeild segir að flest ný staðfest tilfelli séu í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada en þau voru mun mun færri í morgun en í gærmorgun í daglegri skýrslu Sóttvarnarstofnunar ESB. 8.5.2009 12:15 Sakaðir um bruðl Brown forsætisráðherra Bretlands varð fyrir enn einu áfallinu í morgun þegar breska blaðið Telegraph birti upplýsingar um endurgreiðslur af opinberu fé til 13 ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins vegna útgjalda sem hægt er að endurgreidd. Brown og fleiri ráðherrar eru sakaðir um að bruðla með almannafé. 8.5.2009 12:07 Ráðuneytum fækkað um eitt og uppstokkun á öðrum Ráðuneytum verður fækkað um eitt, samkvæmt tillögum starfshóps um breytingar á stjórnarráði, og tilfærslur á verkefnum verða umtalsverðar. 8.5.2009 12:04 Össur kallar breska sendiherrann á sinn fund Utanríkisráðherra hefur ákveðið að kalla breska sendiherrann á sinn fund vegna ummæla Gordons Browns forsætisráðherra Bretlands um ábyrgð Íslands gagnvart því að Christie spítalinn í Manchester hafi tapað fé hjá Kaupþingi í Bretlandi. 8.5.2009 11:59 Stórsókn gegn Talíbönum Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. 8.5.2009 11:55 Efla Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna Efla á Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna með því að tvöfalda starfsemi hennar og opna nýja starfsstöð. 8.5.2009 11:23 Pjattaðir morðingjar Yfir tíuþúsund manns hafa fallið í eiturlyfjastríðinu í Mexíkó síðan í desember árið 2006. 8.5.2009 11:10 Þau eru ekki sofandi Tugþúsundir óbreyttra borgara eru ennþá innilokaðir á vígvellinum á Sri Lanka þar sem stjórnarherinn sækir að síðasta vígi Tamíl tígranna. 8.5.2009 11:00 ASÍ hvetur til mótmæla á Austurvelli í dag Í dag klukkan 13 verður efnt til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna. Frá Austurvelli verður síðan gengið að Stjórnarráðinu. ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin. 8.5.2009 10:58 SA leggjast eindregið gegn fyrningarleiðinnni Samtök atvinnulífsins skora á Samfylkinguna og Vinstri hreyfinguna - grænt framboð að hverfa frá öllum hugmyndum um upptöku og uppboð aflaheimilda sjávarútvegsfyrirtækja sem nefnt hefur verið fyrningarleiðin. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að það sé mikilvægt að stöðugleiki ríki í rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja eins og annarra fyrirtækja. 8.5.2009 10:50 Hannes rannsakar kommúnista Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði hyggst rannsaka íslenska kommúnista á árunum 1918 til 1998. 8.5.2009 10:38 Engin niðurstaða í morðrannsókn Engin niðurstaða hefur fengist í rannsókn á morði íslenskrar stúlku í Dóminíska Lýðveldinu í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir var myrt á herbergi á hótelherbergi þar sem hún 8.5.2009 09:38 Ófært víða vegna veðurs Ófært er á Eyrarfjalli, Lágheiði, Hólasandi, Vatnsskarði eystra og Öxi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 8.5.2009 09:11 Svínaflensutölvuleikur nær vinsældum Tölvuleikurinn Swinefighter, sem byggir á svínaflensufaraldrinum, hefur náð nokkrum vinsældum á Netinu. 8.5.2009 08:41 Geymdi látna móður í sex ár af hagkvæmnisástæðum Kona í Flórída hefur verið ákærð fyrir að geyma lík móður sinnar í sex ár og þiggja bætur hennar. 8.5.2009 08:16 Gluggalausar þotur og gæsaflug Airbus-verksmiðjurnar standa nú fyrir hugmyndasamkeppni um farþegaflugvélar framtíðarinnar meðal verk- og tæknifræðinema í 82 löndum. 8.5.2009 08:10 Simpson-fjölskyldan á frímerki Í gær komu út frímerki í Bandaríkjunum með Simpson-fjölskyldunni og er það í fyrsta sinn sem persónur úr sjónvarpsþáttum verða efni sjálfstæðs frímerkjaflokks þar í landi. 8.5.2009 08:09 Kóbraslanga í póstsendingu Tollvörðum í Miami í Flórída brá í brún á miðvikudaginn þegar þeir opnuðu póstsendingu frá Taílandi og fundu í henni glerkrukku sem innihélt kóbraslöngu og nokkrar aðrar eitraðar slöngur í áfengisblöndu. 8.5.2009 07:31 Glæsivillur brunnu í skógareldi Skógareldar í Kaliforníu virðast ekki vera í rénun og í gær urðu nokkrar glæsivillur í Santa Barbara eldi að bráð. Á annan tug þúsunda íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sín og hafa 5.400 heimili verið rýmd. 8.5.2009 07:28 Gætu eignast kjarnavopn á hálfu ári Íranar gætu verið búnir að koma sér upp efniviði í kjarnorkusprengju eftir um það bil sex mánuði. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings framkvæmdi. 8.5.2009 07:25 Póstbíll valt nálægt Höfn Póstbíll valt skammt frá Hornafjarðarfljóti í gærkvöldi og slasaðist kona sem ók honum. Hún dvaldi á Heilsugæslunni á Höfn í Hornafirði í nótt. Talið er að hún hafi misst stjórn á bílnum í snarpri vindhviðu. 8.5.2009 07:23 Sex eru enn í haldi vegna átaka í gær Sex Pólverjar eru enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á blóðugum átökum í fjölbýlishúsi við Kríuhóla í Reykjavík í gærdag. Þremur hefur verið sleppt en einn er enn á sjúkrahúsi. 8.5.2009 07:14 Ók ölvaður á 147 kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt ökumann eftir að bíll hans hafði mælst á 147 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á móts við Smáralind, þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Hann var því á rúmlega tvöföldum hámarkshraða. Auk þess kom í ljós að ökumaðurinn var ölvaður og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. 8.5.2009 07:11 Tveir húsbrunar í nótt Gamalt hesthús í Grófinni í Keflavík eyðilagðist í eldi í nótt. Nokkurn reyk lagði yfir bæinn og hringdu margir í lögreglu. Engir hestar voru í húsinu. Slökkviliðið slökkti eldinn og voru nálæg mannvirki ekki í hættu. 8.5.2009 07:04 Er þetta Ívan grimmi? Hinum 89 ára gamla John Demjanjuk hefur verið skipað af bandarískum yfirvöldum að gefa sig fram við útlendingastofnun svo hægt sé að flytja hann úr landi. Ástæðan - hann er grunaður um að vera Ívan hinn grimmi - nasisti sem er ábyrgur fyrir dauða 21 þúsund gyðinga í helförinni. 8.5.2009 00:15 Þrettán þúsund manns yfirgefa heimili vegna skógarelda Þrettán þúsund manns í Kaliforníu, aðallega íbúar í bænum Santa Barbara, hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda. Þrettán hundruð slökkviliðsmenn berjast við eldana. Lögreglan rannsakar upptök skógareldanna sem íkveikju. 7.5.2009 23:37 Dæmdur fyrir nauðgun og morð í Írak Fyrrum hermaðurinn Steven Green var fundinn sekur um að hafa nauðgað og svo myrt hina 14 ára gömlu Abeer Qassim al-Janabi í Írak árið 2006. Málið vakti óhug en hann, auk þriggja annarra hermanna tóku þátt í árásinni. Tveir þeira héldu henni niðri á meðan þeir nauðguðu stúlkunni. Í kjölfarið myrtu þeir hana og fjölskyldu hennar auk þess sem þeir brenndu húsið þeirra. 7.5.2009 23:26 Dópbýlið: Martröð leigusalans „Við vorum að reyna selja þessa eign," segir eigandi bónadabýlisins við Berufjörð en lögreglan á Eskifirði fann hátæknivædda kannabisverksmiðju á bóndabýlinu nú í vikunni. Einn maður leigði húsnæðið en samkvæmt eigandanum þá sagðist hann ætla að halda úti ferðaþjónustu á svæðinu. 7.5.2009 20:52 Í hungurverkfalli í fimmtán daga Verulega er farið að draga af alsírskum flóttamanni sem hefur verið í hungurverkfalli í fimmtán daga, en mál hans hefur ekki verið tekið formlega fyrir í dómsmálaráðuneytinu. Maðurinn, sem dvelur á heimili fyrir hælisleitendur á Suðurnesjum, er orðinn máttfarinn vegna næringarskorts. 7.5.2009 22:11 Gyðingamorðingja leitað Lögreglan í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að brjálæðingnum Stephen Morgan en hann skaut og myrti Johannu Justin-Jinich sem var nemi í Háskólan Wesley í Middletown í Bandaríkjunum. Stephen skaut hana á bókakaffihúsi en áður hafði hann sent henni óhugnalega tölvupósta. 7.5.2009 21:45 Klósettstríð heldur íbúð í gíslingu „Ég tel mig hafa sýnt mikla þolinmæði, en nú er málið orðið verulega slæmt," segir Leó R. Ólason, eigandi að kjallaraíbúð á besta stað í miðborg Reykajvíkur. Hann keypti 40 fermetra íbúð handa syni sínum á Bergþórugötu 51 en þá kom babb í bátinn. Klósett sem nýtist íbúðinni er í eigu sameignar hússins og er í niðurníðslu. Leó óskaði þá eftir því á húsfundi að baðherbergisaðstaðan yrði gerð upp en honum var neitað um það. Sjálfur segist Leó haf mætt algjöru skilningsleysi af hálfu húsfélagsins. 7.5.2009 21:11 Brasilíufangi: Styrktarreikningur Stofnaður hefur verið reikningur til stuðnings fjölskyldu Ragnars Erlings Hermannssonar sem nú situr í fangelsi í Brasilíu. 7.5.2009 19:41 Niðji ósáttur við notkun dópbýlisins Dópbýlið við Berufjörð nálægt Eskifirði er skráð á eignarhaldsfélagið Þrjár systur sem löggiltur endurskoðandi á. Lögreglan fann hátæknivædda kannabisverksmiðju á gamla bóndabænum sem nú hafði öðlast nýjan tilgang, nefnilega kannabisræktun. 7.5.2009 19:23 Sjá næstu 50 fréttir
Í vandræðum á Vatnajökli Hópur gönguskíðamanna sem telur átta manns er í vandræðum á Vatnajökli og eru björgunarsveitarmenn á leið til þeirra. Að sögn Landsbjargar amar ekkert að fólkinu en hópurinn hefst við í tjölfum á milli Grímsvatna og Esjufjalla. 8.5.2009 15:44
Sakar fjármálaráðherra um ritskoðun Siðanefnd SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjödæmi hafi ekki verið heimilt að nota mynd af Steingrími J. Sigfússyni í leyfisleysi í auglýsingum sínum. Auglýsingin birtist í nokkrum svæðismiðlum í kjördæminu nú fyrir kosningar og vakti nokkra athygli. Viggó Örn Jónsson einn eiganda auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks sem gerðu umræddar auglýsingar segir niðurstöðuna ekkert annað en ritskoðun. Hann hefur áhyggjur af því að fjármálaráðherra landsins sé að skipta sér af því hvað birtist í fjölmiðlum og hvað ekki. 8.5.2009 15:38
Hugsanlegt að Brown hafi reynt að beita AGS þrýstingi Þorvaldur Gylfason telur ekki óhugsandi að forsætisráðherra Breta hafi reynt að beita stjórnendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þrýstingi á bakvið tjöldin. Þorvaldur telur þó að slíkar tilraunir geti varla borið árangur. 8.5.2009 15:23
Skelfileg meðferð á hundum Dýraverndarsamtök kanna nú hvort einhver leið sé að bjarga fjölda hunda á lítilli eyju undan ströndum Malasíu. 8.5.2009 15:07
Komdu með aurana kvikindið þitt Yfirvöld í Austurríki sendu handrukkara heim til manns sem hafði ekki greitt sorphirðugjald sitt að fullu. 8.5.2009 14:58
Kríuhólaárásarmönnum sleppt Lögreglan mun ekki krefjast gæsluvarðhalds yfir sex mönnum sem voru handteknir í tengslum við líkamsárás í Kríuhólum í Breiðholti eftir hádegið í gær. 8.5.2009 14:32
Jóhanna og Steingrímur buðu mótmælendum á fund Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tóku á móti mótmælendum fyrir framan Stjórnarráðið í dag og buðu síðan nokkrum fulltrúum þeirra á fund. Á myndinni má meðal annars þekkja Sturlu Jónsson, vörubílstjóra, sem hefur verið iðinn við að mótmæla síðustu misserin. 8.5.2009 13:25
Um áttatíu manns mótmæla ástandinu Um áttatíu manns mættu á Austuvöll í dag en klukkan eitt hafði verið boðað til mótmæla framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna. Hópurinn hefur nú fært sig frá Austurvelli yfir að Stjórnarráðinu eins og ráð var fyrir gert. ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin. 8.5.2009 13:08
Talibanar stráfelldir í Pakistan Pakistanski herinn hefur fellt yfir eitthundrað og fjörutíu talibana í hörðum bardögum í Swat héraði síðasta sólarhringinn, að sögn talsmanns hersins. 8.5.2009 12:59
Hörður mætir ekki á mótmælin - segist samt ekki sofnaður „Ég gleðst bara yfir því að aðrir séu að vakna til lífsins," segir Hörður Torfason tónlistarmaður og talsmaður Radda fólksins. 8.5.2009 12:53
Bíræfni bílþjófurinn ákærður vegna brota sinna Maður sem sigldi undir fölsku flaggi í nóvember á síðasta ári og gekk meðal annars undir viðurnefninu Bífræfni bílþjófurinn þarf nú að svara fyrir hegðun sína fyrir dómstólum. Maðurinn framvísaði skilríkjum sem hann hafði stolið nokkru áður á bílasölum og fékk að reynslukeyra ýmsar bifreiðar. Bílasölurnar heyrðu síðan lítið í honum og lögregla fór í málið. Hann náðist nokkrum dögum síðar í Borgarnesi. Hann er nú ákærður fyrir að hafa ekið tveimur bifreiðum í heimildarleysi og að hafa stolið hljómflutningstækjum úr annarri bifreið. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. 8.5.2009 12:43
Neyðarástand í Kaliforníu Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri, hefur lýst yfir neyðarástandi í Kaliforníu vegna skógarelda sem loga þar. 8.5.2009 12:18
Inflúensan breiðist út hægar en áður Staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1) voru alls 2.489 í morgun í 24 ríkjum í heiminum og hafði fjölgað um 272 á síðastliðnum sólarhring samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar ESB. Í tilkynningu frá Sóttvarnalækni og Almannavarnadeild segir að flest ný staðfest tilfelli séu í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada en þau voru mun mun færri í morgun en í gærmorgun í daglegri skýrslu Sóttvarnarstofnunar ESB. 8.5.2009 12:15
Sakaðir um bruðl Brown forsætisráðherra Bretlands varð fyrir enn einu áfallinu í morgun þegar breska blaðið Telegraph birti upplýsingar um endurgreiðslur af opinberu fé til 13 ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins vegna útgjalda sem hægt er að endurgreidd. Brown og fleiri ráðherrar eru sakaðir um að bruðla með almannafé. 8.5.2009 12:07
Ráðuneytum fækkað um eitt og uppstokkun á öðrum Ráðuneytum verður fækkað um eitt, samkvæmt tillögum starfshóps um breytingar á stjórnarráði, og tilfærslur á verkefnum verða umtalsverðar. 8.5.2009 12:04
Össur kallar breska sendiherrann á sinn fund Utanríkisráðherra hefur ákveðið að kalla breska sendiherrann á sinn fund vegna ummæla Gordons Browns forsætisráðherra Bretlands um ábyrgð Íslands gagnvart því að Christie spítalinn í Manchester hafi tapað fé hjá Kaupþingi í Bretlandi. 8.5.2009 11:59
Stórsókn gegn Talíbönum Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. 8.5.2009 11:55
Efla Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna Efla á Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna með því að tvöfalda starfsemi hennar og opna nýja starfsstöð. 8.5.2009 11:23
Pjattaðir morðingjar Yfir tíuþúsund manns hafa fallið í eiturlyfjastríðinu í Mexíkó síðan í desember árið 2006. 8.5.2009 11:10
Þau eru ekki sofandi Tugþúsundir óbreyttra borgara eru ennþá innilokaðir á vígvellinum á Sri Lanka þar sem stjórnarherinn sækir að síðasta vígi Tamíl tígranna. 8.5.2009 11:00
ASÍ hvetur til mótmæla á Austurvelli í dag Í dag klukkan 13 verður efnt til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna. Frá Austurvelli verður síðan gengið að Stjórnarráðinu. ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin. 8.5.2009 10:58
SA leggjast eindregið gegn fyrningarleiðinnni Samtök atvinnulífsins skora á Samfylkinguna og Vinstri hreyfinguna - grænt framboð að hverfa frá öllum hugmyndum um upptöku og uppboð aflaheimilda sjávarútvegsfyrirtækja sem nefnt hefur verið fyrningarleiðin. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að það sé mikilvægt að stöðugleiki ríki í rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja eins og annarra fyrirtækja. 8.5.2009 10:50
Hannes rannsakar kommúnista Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði hyggst rannsaka íslenska kommúnista á árunum 1918 til 1998. 8.5.2009 10:38
Engin niðurstaða í morðrannsókn Engin niðurstaða hefur fengist í rannsókn á morði íslenskrar stúlku í Dóminíska Lýðveldinu í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir var myrt á herbergi á hótelherbergi þar sem hún 8.5.2009 09:38
Ófært víða vegna veðurs Ófært er á Eyrarfjalli, Lágheiði, Hólasandi, Vatnsskarði eystra og Öxi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 8.5.2009 09:11
Svínaflensutölvuleikur nær vinsældum Tölvuleikurinn Swinefighter, sem byggir á svínaflensufaraldrinum, hefur náð nokkrum vinsældum á Netinu. 8.5.2009 08:41
Geymdi látna móður í sex ár af hagkvæmnisástæðum Kona í Flórída hefur verið ákærð fyrir að geyma lík móður sinnar í sex ár og þiggja bætur hennar. 8.5.2009 08:16
Gluggalausar þotur og gæsaflug Airbus-verksmiðjurnar standa nú fyrir hugmyndasamkeppni um farþegaflugvélar framtíðarinnar meðal verk- og tæknifræðinema í 82 löndum. 8.5.2009 08:10
Simpson-fjölskyldan á frímerki Í gær komu út frímerki í Bandaríkjunum með Simpson-fjölskyldunni og er það í fyrsta sinn sem persónur úr sjónvarpsþáttum verða efni sjálfstæðs frímerkjaflokks þar í landi. 8.5.2009 08:09
Kóbraslanga í póstsendingu Tollvörðum í Miami í Flórída brá í brún á miðvikudaginn þegar þeir opnuðu póstsendingu frá Taílandi og fundu í henni glerkrukku sem innihélt kóbraslöngu og nokkrar aðrar eitraðar slöngur í áfengisblöndu. 8.5.2009 07:31
Glæsivillur brunnu í skógareldi Skógareldar í Kaliforníu virðast ekki vera í rénun og í gær urðu nokkrar glæsivillur í Santa Barbara eldi að bráð. Á annan tug þúsunda íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sín og hafa 5.400 heimili verið rýmd. 8.5.2009 07:28
Gætu eignast kjarnavopn á hálfu ári Íranar gætu verið búnir að koma sér upp efniviði í kjarnorkusprengju eftir um það bil sex mánuði. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings framkvæmdi. 8.5.2009 07:25
Póstbíll valt nálægt Höfn Póstbíll valt skammt frá Hornafjarðarfljóti í gærkvöldi og slasaðist kona sem ók honum. Hún dvaldi á Heilsugæslunni á Höfn í Hornafirði í nótt. Talið er að hún hafi misst stjórn á bílnum í snarpri vindhviðu. 8.5.2009 07:23
Sex eru enn í haldi vegna átaka í gær Sex Pólverjar eru enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á blóðugum átökum í fjölbýlishúsi við Kríuhóla í Reykjavík í gærdag. Þremur hefur verið sleppt en einn er enn á sjúkrahúsi. 8.5.2009 07:14
Ók ölvaður á 147 kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt ökumann eftir að bíll hans hafði mælst á 147 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á móts við Smáralind, þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Hann var því á rúmlega tvöföldum hámarkshraða. Auk þess kom í ljós að ökumaðurinn var ölvaður og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. 8.5.2009 07:11
Tveir húsbrunar í nótt Gamalt hesthús í Grófinni í Keflavík eyðilagðist í eldi í nótt. Nokkurn reyk lagði yfir bæinn og hringdu margir í lögreglu. Engir hestar voru í húsinu. Slökkviliðið slökkti eldinn og voru nálæg mannvirki ekki í hættu. 8.5.2009 07:04
Er þetta Ívan grimmi? Hinum 89 ára gamla John Demjanjuk hefur verið skipað af bandarískum yfirvöldum að gefa sig fram við útlendingastofnun svo hægt sé að flytja hann úr landi. Ástæðan - hann er grunaður um að vera Ívan hinn grimmi - nasisti sem er ábyrgur fyrir dauða 21 þúsund gyðinga í helförinni. 8.5.2009 00:15
Þrettán þúsund manns yfirgefa heimili vegna skógarelda Þrettán þúsund manns í Kaliforníu, aðallega íbúar í bænum Santa Barbara, hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda. Þrettán hundruð slökkviliðsmenn berjast við eldana. Lögreglan rannsakar upptök skógareldanna sem íkveikju. 7.5.2009 23:37
Dæmdur fyrir nauðgun og morð í Írak Fyrrum hermaðurinn Steven Green var fundinn sekur um að hafa nauðgað og svo myrt hina 14 ára gömlu Abeer Qassim al-Janabi í Írak árið 2006. Málið vakti óhug en hann, auk þriggja annarra hermanna tóku þátt í árásinni. Tveir þeira héldu henni niðri á meðan þeir nauðguðu stúlkunni. Í kjölfarið myrtu þeir hana og fjölskyldu hennar auk þess sem þeir brenndu húsið þeirra. 7.5.2009 23:26
Dópbýlið: Martröð leigusalans „Við vorum að reyna selja þessa eign," segir eigandi bónadabýlisins við Berufjörð en lögreglan á Eskifirði fann hátæknivædda kannabisverksmiðju á bóndabýlinu nú í vikunni. Einn maður leigði húsnæðið en samkvæmt eigandanum þá sagðist hann ætla að halda úti ferðaþjónustu á svæðinu. 7.5.2009 20:52
Í hungurverkfalli í fimmtán daga Verulega er farið að draga af alsírskum flóttamanni sem hefur verið í hungurverkfalli í fimmtán daga, en mál hans hefur ekki verið tekið formlega fyrir í dómsmálaráðuneytinu. Maðurinn, sem dvelur á heimili fyrir hælisleitendur á Suðurnesjum, er orðinn máttfarinn vegna næringarskorts. 7.5.2009 22:11
Gyðingamorðingja leitað Lögreglan í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að brjálæðingnum Stephen Morgan en hann skaut og myrti Johannu Justin-Jinich sem var nemi í Háskólan Wesley í Middletown í Bandaríkjunum. Stephen skaut hana á bókakaffihúsi en áður hafði hann sent henni óhugnalega tölvupósta. 7.5.2009 21:45
Klósettstríð heldur íbúð í gíslingu „Ég tel mig hafa sýnt mikla þolinmæði, en nú er málið orðið verulega slæmt," segir Leó R. Ólason, eigandi að kjallaraíbúð á besta stað í miðborg Reykajvíkur. Hann keypti 40 fermetra íbúð handa syni sínum á Bergþórugötu 51 en þá kom babb í bátinn. Klósett sem nýtist íbúðinni er í eigu sameignar hússins og er í niðurníðslu. Leó óskaði þá eftir því á húsfundi að baðherbergisaðstaðan yrði gerð upp en honum var neitað um það. Sjálfur segist Leó haf mætt algjöru skilningsleysi af hálfu húsfélagsins. 7.5.2009 21:11
Brasilíufangi: Styrktarreikningur Stofnaður hefur verið reikningur til stuðnings fjölskyldu Ragnars Erlings Hermannssonar sem nú situr í fangelsi í Brasilíu. 7.5.2009 19:41
Niðji ósáttur við notkun dópbýlisins Dópbýlið við Berufjörð nálægt Eskifirði er skráð á eignarhaldsfélagið Þrjár systur sem löggiltur endurskoðandi á. Lögreglan fann hátæknivædda kannabisverksmiðju á gamla bóndabænum sem nú hafði öðlast nýjan tilgang, nefnilega kannabisræktun. 7.5.2009 19:23