Fleiri fréttir Lögreglan kölluð að stjórnarráðinu Lögreglan var kölluð niður að Stjórnarráði Íslands rétt fyrir fimm í dag. Varðstjóri hafði ekki enn fengið allar upplýsingar um málið en sagði það væntanlega smávægilegt og tengt drykkjulátum. 7.5.2009 17:37 Brasilískir fjölmiðlar: Grínarinn sem varð kókaínsmyglari Brasilískir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á Ragnari Erling Hermannssyni en blaðið Diario De Pernambuco fjallar um feril Ragnars í raunveruleikaþættinu Strákarnir okkar. Í greininni er svo myndskeið úr þáttunum þar sem rætt er við Ragnar. 7.5.2009 17:29 Tveir á spítala eftir Kríuhóla - annar með höfuðáverka Tveir menn voru lagðir inn á spítala vegna líkamsárásar sem átti sér stað rétt upp úr hádeginu í Kríuhólum í dag. Annar maðurinn er með höfuðáverka en ástand hans er þó stöðugt. 7.5.2009 17:18 Strand við Geirsnef - grunur um ölvun Skemmtibátur strandaði við Geirsnef rétt fyrir hálf þrjú leytið í dag. Fjórir voru í bátnum en að sögn lögreglu eru þrír þeirra nú niður á lögreglustöð en þeir eru grunaðir um ölvun. 7.5.2009 16:36 Einn slasaðist í Kríuhólum - fimm í haldi Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með höfuðáverka eftir ryskingarnar í Kríuhólum eftir hádegið. Fimm voru handteknir og segir lögregla að svo virðist vera sem fimmmenningarnir hafi ráðist á manninn sem slasaðist. 7.5.2009 16:32 Draumalandið slær aðsóknarmet Kvikmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason er orðin aðsóknarmesta og tekjuhæsta heimildarmyndin frá upphafi mælinga á Íslandi. Alls hafa 13.359 manns séð myndina og hún og hún halað inn tekjur upp á rúmlega 13 milljónir eftir aðeins 28 daga í sýningu. Draumalandið sló þar við nýlegu meti Sólskinsdrengsins. 7.5.2009 15:46 Birgitta kjörin þingflokksformaður Birgitta Jónsdóttir var kjörin þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar á fundi þingflokksins í dag. Í kosningunum 25. apríl fékk Borgarahreyfingin 7,2% atkvæða og fjóra þingmenn kjörna. 7.5.2009 15:18 Sænski ræðismaðurinn í Recife ætlar að heimsækja Ragnar Sænski ræðismaðurinn í Recife í Brasilíu mun heimsækja Ragnar Erling Hermannsson, Íslendinginn sem handtekinn var í borginni á dögunum með tæplega sex kíló af kókaíni í farangri sínum. 7.5.2009 15:12 Stelpuslagur á Selfossi Nítján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir líkamsárás fyrir utan 800 Bar á Selfossi í október á síðasta ári. Þá reif hún í hár kynsystur sinnar þannig að hún féll í götuna. Stúlkan lét ekki staðar numið þar heldur sparkaði í hana þar sem hún lá í götunni, með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda hruflaðist á báðum fótum við hné og á framanverðum fótleggjum og skarst á hægri fæti fyrir neðan hnéskel þannig að sauma þurfti 10 spor. 7.5.2009 15:00 Þrír stjórnmálaflokkar tefja endurskoðun laga Seinagangur Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins og veldur því að vinna nefndar við endurskoðun laga um fjármál stjórnmálaflokkanna tefst. Flokkarnir áttu að skila tilnefningum sínum í nefndina til forsætisráðherra fyrir 1. maí eða fyrir tæpri viku síðan. Eftir þingkosningarnar 25. apríl var Borgarahreyfingunni boðið að skipa fulltrúa í nefndina og skilaði flokkurinn tilnefningum sínum í dag. 7.5.2009 14:59 Fréttablaðið með yfirburðastöðu á markaði Ný könnun Capacents Gallup á lestri tveggja stærstu dagblaðanna sýnir að Fréttablaðið heldur yfirburðastöðu sinni. 7.5.2009 14:36 Enn verið að yfirheyra smyglskútumennina Yfirheyrslur standa ennþá yfir mönnunum sem handteknir voru í smyglskútumálinu svokallaða í síðasta mánuði. Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem handteknir voru vegna málsins rennur út í byrjun næstu viku, 7.5.2009 14:15 ASÍ ítrekar kröfur sínar gagnvart stjórnvöldum ASÍ á ekkert erindi í nánara samstarf við stjórnvöld um framvindu efnahagsmála fyrr en búið er að koma stöðu almennings og heimila í landinu í rétt horf. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar sambandsins. Þar er lýst yfir megnri óánægju með seinagang við að endurskipuleggja fjárhag heimilanna, þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt mikilvægar breytingar á réttar- og samningsstöðu almennings gagnvart kröfuhöfum. 7.5.2009 13:48 Ánægður með afstöðu Grindavíkur vegna fyrningar kvóta „Ég er mjög ánægður með að þeir skuli taka þessa afstöðu," segir Eiríkur Tómasson, útgerðarmaður í Grindavík, um bókun bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna hugmynda um fyrningu á veiðiheimildum. 7.5.2009 13:41 Brennuvargur með hass á Litla Hrauni Guðmundur Freyr Magnússon sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa meðal annars kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn sem hann hafði skömmu áður rænt árið 2007 hefur verið kærður fyrir fíkniefnalagabrot. Guðmundur var í tvígang tekinn fyrir vörslu hass og tóbaksblandaðra kannabisefna í klefa sínum á Litla Hrauni. 7.5.2009 13:21 Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7.5.2009 13:00 Háskólinn kennir fólki að stofna sprotafyrirtæki Eitt af fjölmörgum námskeiðum sem Háskóli Íslands mun standa að í sumar er Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði. Markmið með námskeiðinu er að kenna fólki að hrinda hugmyndum í framkvæmd þannig að úr geti orðið sprotafyrirtæki. Jóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, er umsjónarkennari námskeiðsins en hann hefur tekið þátt í að stofna á annan tug fyrirtækja. 7.5.2009 12:59 Vilja ekki að Dalai Lama verði heiðursborgari í París Kínversk stjórnvöld hafa varað þau frönsku við að gera Dalai Lama að heiðursborgara í París. Þau segja að það myndi vekja mikla reiði hjá kínversku þjóðinni. Dalai Lama kemur í heimsókn til Íslands í sumar. 7.5.2009 12:45 Plataði fjölmiðla með færslu á Wikipedia Írskur námsmaður falsaði tilvitnun í franskt tónskáld á vefsíðunni Wikipedia til þess að sýna framá að það geti verið varasamt að treysta upplýsingum á netinu. Fjölmargir virtir fjölmiðlar notuðu tilvitnunina. 7.5.2009 12:19 Gylfi: Í takt við það sem ég óttaðist „Þetta er í takt við það sem ég hafði óttast, en ekki í takt við það sem ég hafði vonast eftir," segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands um vaxtaákvörðun Seðlabankans. 7.5.2009 12:16 Afplánun á Íslandi ekki skoðuð fyrr en dómur fellur í Brasilíu Afplánun hér á landi kemur ekki til tals fyrr en Ragnar Hermannsson hefur hlotið sinn dóm í Brasilíu segir dómsmálaráðherra. Unnið er að samningi milli Brasilíu og Íslands um flutning á föngum. Ragnar varar aðra við því að smygla eiturlyfjum, honum hafi aldrei liðið verr. 7.5.2009 12:02 Inflúensan: Mest fjölgun tilfella í Bandaríkjunum Staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1) voru alls 2.217 í morgun í 24 ríkjum í heiminum og hafði fjölgað um 568 á síðastliðnum sólarhring samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar ESB. Í tilkynningu frá Sóttvarnarlækni og Almannavarnadeild segir að inflúensan hafi nú verið staðfest í fyrsta sinn í Svíþjóð og Póllandi, eitt tilfelli í hvoru landi en sem fyrr er ástandið alvarlegast í Mexíkó þar sem staðfest tilfelli eru ríflega 1.100 og 42 dauðsföll eru rakin til veikinnar. 7.5.2009 11:22 Krabbameinssjúklingar studdir með bleikum hrærivélum Krabbameinsfélag Íslands skrifaði nýlega undir samkomulag við Einar Farestveit & co hf., umboðsaðila Kitchenaid á Íslandi þess efnis að 10 þúsund krónur af söluandvirði hverrar bleikrar Kitchenaid hrærivélar 7.5.2009 11:06 Aðsókn á skíðasvæði eykst mikið Aðsókn á öllum skíðasvæðum á landinu jókst mikið veturinn 2008 til 2009. Aukning frá því í fyrra var um 42%, en gestir voru 241 þúsund í vetur samanborið við 170 þúsund gesti árið áður. 7.5.2009 10:35 Nefbraut fórnarlambið óvart Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir tvær líkamsárásir. 7.5.2009 10:29 Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra skoðar mál Ragnars Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hefur sent fyrirspurn til Brasilíu vegna máls Ragnars Erlings Hermannssonar þar sem óskað er allra upplýsinga sem að gagni koma. Þetta segir Smári Sigurðsson yfirmaður Alþjóðadeildar við fréttastofu. Ragnar Erling var handtekinn á föstudaginn í síðustu viku í bænum Recife í Brasilíu með tæp 6 kíló af hreinu kókaíni. 7.5.2009 10:27 Styttist í nýja ríkisstjórn Vinnu við gerð stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna heldur áfram í dag og funduðu forystumenn flokkanna í stjórnarráðinu í morgun. „Við sitjum núna og förum yfir drög að stjórnarsáttmálanum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, í samtali við fréttastofu. 7.5.2009 10:18 Höfuðpaurinn í Pólstjörnumálinu tekinn með fíkniefni Einar Jökull Einarsson sem fékk þyngsta dóminn í Pólstjörnumálinu svokallaða hefur verið ákærður fyrir vörslu fíkniefna. Einar Jökull afplánar nú níu og hálfs árs fangelsisdóm á Litla Hrauni fyrir að hafa skipulagt smygl á tæpum fjörutíu kílóum af fíkniefnum sem komu hingað til lands með skútu. 7.5.2009 09:34 Eyddu fimm kílóum af sprengiefni Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyddu á tólfta tímanum í gærkvöldi rúmum fimm kilóum af dynamit-sprengiefni sem fundust í gær í og við grjótnámu rétt utan við byggðina á Þórshöfn á Langanesi. Menn, sem voru að sækja efni í námuna í gær, urðu efnisins varir og lokaði lögregla svæðinu strax. 7.5.2009 08:59 Framleiðandi hraðamyndavéla nappaður á 160 Framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins Serco var sviptur ökuleyfi í sex mánuði eftir að hafa verið gripinn á rúmlega 160 kílómetra hraða á Volvo-bifreið sinni í Suffolk. 7.5.2009 08:45 Stærsta fölsunarmál innflytjendapappíra í sögu Bretlands Þrír Indverjar eru nú fyrir rétti í Bretlandi, ákærðir fyrir að falsa hundruð umsókna um vegabréfsáritanir og selja ólöglegum innflytjendum. Er hér um að ræða umfangsmesta fölsunarmál slíkra pappíra í sögu Bretlands. 7.5.2009 08:19 Elsti hundur heims 21 árs í gær Elsti hundur heims fagnaði 21 árs afmæli sínu í gær en þar er um að ræða tíkina Chanel sem býr í New York. Chanel, sem er af svokölluðu dachshund-kyni, er þegar á síðum Heimsmetabókar Guinness fyrir háan aldur sinn en hundar lifa sjaldnast lengur en í 15 ár. 7.5.2009 08:15 Maður á sjötugsaldri grunaður um morð Sextíu og fjögurra ára gamall maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið tæplega fimmtugri unnustu sinni að bana í Óðinsvéum í Danmörku. Dætur konunnar komu að henni látinni á heimili hennar á þriðjudag og taldi lögregla við frumrannsókn að hún hefði verið kyrkt. 7.5.2009 08:13 Kanadamenn sofa illa í kreppunni Um þriðjungur Kanadabúa er farinn að þjást af svefnleysi og öðrum streitutengdum einkennum vegna efnahagsástandsins þar í landi. Þetta leiddi nýleg könnun ráðgjafafyrirtækis í ljós. 7.5.2009 08:09 „Ég vonaði að þetta væri bara ekki satt“ „Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. 7.5.2009 08:00 Skoða framtíðarskipulag kirkjugarða Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri kirkjumáladeildar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, segir að rætt verði við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur vegna skipulagningar á kirkjugörðum í framtíðinni. 7.5.2009 08:00 Skógareldar geisa í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Santa Barbara í Kaliforníu eftir að skógareldar kviknuðu þar í gær og eyðilögðu að minnsta kosti sex heimili. Að auki voru um 2.000 íbúðarhús í útjaðri bæjarins rýmd til öryggis. 7.5.2009 07:35 Norður-Kóreumenn undirbúa tilraunasprengingu Norður-Kóreumenn virðast nú vera að búa sig undir að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni enda höfðu þeir hótað því eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi tilraunaeldflaugarskot þeirra í byrjun apríl og greip til hertra refsiaðgerða gegn landinu. 7.5.2009 07:33 Alræmd brasilísk fangelsi Cotel-fangelsið nærri Recife er alræmt fyrir illan aðbúnað og uppreisnir. Það, líkt og raunar mörg önnur fangelsi í Brasilíu, hefur sætt harðri gagnrýni mannréttindasamtaka. Árið 2007 létust nokkrir fangar í uppreisn í fangelsinu og í febrúar í fyrra var einnig gerð þar uppreisn. Þá slapp 51 fangi úr fangelsinu. Í nokkurra ára gamalli skýrslu um fangelsi í Brasilíu kemur fram að árið 2002 hafi 303 fangar verið myrtir í brasilískum fangelsum af samföngum sínum. 7.5.2009 07:30 Drauganet til vandræða í heimshöfunum Talið er að 640 þúsund tonn af veiðarfærum bætist árlega við þau drauganet, sem fyrir eru í heimshöfunum, en drauganetin halda áfram að fanga fisk, fugl, skjaldbökur og hvali árum saman eftir að þau týnast eða er hent í sjóinn. 7.5.2009 07:24 Innbrot í bátaskýli í Skorradal Brotist hefur verið inn í nokkur bátaskýli í Vatnsendalandi við Skorradalsvatn í vikunni og þaðan stolið ýmsum búnaði. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og óskar eftir upplýsingum um mannaferðir við bátaskýlin. Þykir þetta til marks um hve þjófar eru farnir að leita víða fanga. 7.5.2009 07:22 Enginn strætó í Hvalfjarðarsveit Ekkert verður úr því að Strætó hefji akstur um Hvalfjarðarsveit, eins og fyrirhugað var, og Borgarbyggð hefur sagt upp samningi við Strætó um akstur upp í Borgarnes. 7.5.2009 07:19 Vill betri tengsl við Vesturlönd Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segist vilja góð samskipti við Vesturlönd þrátt fyrir alvarlegan ágreining í tengslum við heræfingar á vegum NATO, sem hófust í Georgíu í gær. 7.5.2009 07:15 Meirihluti landsmanna vill aðildarviðræður Meirihluti landsmanna, eða rúmlega 61 prósent, vill aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt skoðanakönnun Ríkisútvarpsins. Mest er fylgið meðal tekjuhárra vel menntaðra íbúa höfuðborgarsvæðisins, en andstaðan er mest á landsbyggðinni. 7.5.2009 07:10 Innbrotsþjófur á fermingaraldri Fjórtán ára piltur og annar nokkrum árum eldri voru handteknir undir morgun eftir að þeir brutust inn í Nýherja við Borgartún og stálu þaðan stórum flatskjá. 7.5.2009 07:04 Sjá næstu 50 fréttir
Lögreglan kölluð að stjórnarráðinu Lögreglan var kölluð niður að Stjórnarráði Íslands rétt fyrir fimm í dag. Varðstjóri hafði ekki enn fengið allar upplýsingar um málið en sagði það væntanlega smávægilegt og tengt drykkjulátum. 7.5.2009 17:37
Brasilískir fjölmiðlar: Grínarinn sem varð kókaínsmyglari Brasilískir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á Ragnari Erling Hermannssyni en blaðið Diario De Pernambuco fjallar um feril Ragnars í raunveruleikaþættinu Strákarnir okkar. Í greininni er svo myndskeið úr þáttunum þar sem rætt er við Ragnar. 7.5.2009 17:29
Tveir á spítala eftir Kríuhóla - annar með höfuðáverka Tveir menn voru lagðir inn á spítala vegna líkamsárásar sem átti sér stað rétt upp úr hádeginu í Kríuhólum í dag. Annar maðurinn er með höfuðáverka en ástand hans er þó stöðugt. 7.5.2009 17:18
Strand við Geirsnef - grunur um ölvun Skemmtibátur strandaði við Geirsnef rétt fyrir hálf þrjú leytið í dag. Fjórir voru í bátnum en að sögn lögreglu eru þrír þeirra nú niður á lögreglustöð en þeir eru grunaðir um ölvun. 7.5.2009 16:36
Einn slasaðist í Kríuhólum - fimm í haldi Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með höfuðáverka eftir ryskingarnar í Kríuhólum eftir hádegið. Fimm voru handteknir og segir lögregla að svo virðist vera sem fimmmenningarnir hafi ráðist á manninn sem slasaðist. 7.5.2009 16:32
Draumalandið slær aðsóknarmet Kvikmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason er orðin aðsóknarmesta og tekjuhæsta heimildarmyndin frá upphafi mælinga á Íslandi. Alls hafa 13.359 manns séð myndina og hún og hún halað inn tekjur upp á rúmlega 13 milljónir eftir aðeins 28 daga í sýningu. Draumalandið sló þar við nýlegu meti Sólskinsdrengsins. 7.5.2009 15:46
Birgitta kjörin þingflokksformaður Birgitta Jónsdóttir var kjörin þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar á fundi þingflokksins í dag. Í kosningunum 25. apríl fékk Borgarahreyfingin 7,2% atkvæða og fjóra þingmenn kjörna. 7.5.2009 15:18
Sænski ræðismaðurinn í Recife ætlar að heimsækja Ragnar Sænski ræðismaðurinn í Recife í Brasilíu mun heimsækja Ragnar Erling Hermannsson, Íslendinginn sem handtekinn var í borginni á dögunum með tæplega sex kíló af kókaíni í farangri sínum. 7.5.2009 15:12
Stelpuslagur á Selfossi Nítján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir líkamsárás fyrir utan 800 Bar á Selfossi í október á síðasta ári. Þá reif hún í hár kynsystur sinnar þannig að hún féll í götuna. Stúlkan lét ekki staðar numið þar heldur sparkaði í hana þar sem hún lá í götunni, með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda hruflaðist á báðum fótum við hné og á framanverðum fótleggjum og skarst á hægri fæti fyrir neðan hnéskel þannig að sauma þurfti 10 spor. 7.5.2009 15:00
Þrír stjórnmálaflokkar tefja endurskoðun laga Seinagangur Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins og veldur því að vinna nefndar við endurskoðun laga um fjármál stjórnmálaflokkanna tefst. Flokkarnir áttu að skila tilnefningum sínum í nefndina til forsætisráðherra fyrir 1. maí eða fyrir tæpri viku síðan. Eftir þingkosningarnar 25. apríl var Borgarahreyfingunni boðið að skipa fulltrúa í nefndina og skilaði flokkurinn tilnefningum sínum í dag. 7.5.2009 14:59
Fréttablaðið með yfirburðastöðu á markaði Ný könnun Capacents Gallup á lestri tveggja stærstu dagblaðanna sýnir að Fréttablaðið heldur yfirburðastöðu sinni. 7.5.2009 14:36
Enn verið að yfirheyra smyglskútumennina Yfirheyrslur standa ennþá yfir mönnunum sem handteknir voru í smyglskútumálinu svokallaða í síðasta mánuði. Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem handteknir voru vegna málsins rennur út í byrjun næstu viku, 7.5.2009 14:15
ASÍ ítrekar kröfur sínar gagnvart stjórnvöldum ASÍ á ekkert erindi í nánara samstarf við stjórnvöld um framvindu efnahagsmála fyrr en búið er að koma stöðu almennings og heimila í landinu í rétt horf. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar sambandsins. Þar er lýst yfir megnri óánægju með seinagang við að endurskipuleggja fjárhag heimilanna, þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt mikilvægar breytingar á réttar- og samningsstöðu almennings gagnvart kröfuhöfum. 7.5.2009 13:48
Ánægður með afstöðu Grindavíkur vegna fyrningar kvóta „Ég er mjög ánægður með að þeir skuli taka þessa afstöðu," segir Eiríkur Tómasson, útgerðarmaður í Grindavík, um bókun bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna hugmynda um fyrningu á veiðiheimildum. 7.5.2009 13:41
Brennuvargur með hass á Litla Hrauni Guðmundur Freyr Magnússon sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa meðal annars kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn sem hann hafði skömmu áður rænt árið 2007 hefur verið kærður fyrir fíkniefnalagabrot. Guðmundur var í tvígang tekinn fyrir vörslu hass og tóbaksblandaðra kannabisefna í klefa sínum á Litla Hrauni. 7.5.2009 13:21
Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7.5.2009 13:00
Háskólinn kennir fólki að stofna sprotafyrirtæki Eitt af fjölmörgum námskeiðum sem Háskóli Íslands mun standa að í sumar er Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði. Markmið með námskeiðinu er að kenna fólki að hrinda hugmyndum í framkvæmd þannig að úr geti orðið sprotafyrirtæki. Jóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, er umsjónarkennari námskeiðsins en hann hefur tekið þátt í að stofna á annan tug fyrirtækja. 7.5.2009 12:59
Vilja ekki að Dalai Lama verði heiðursborgari í París Kínversk stjórnvöld hafa varað þau frönsku við að gera Dalai Lama að heiðursborgara í París. Þau segja að það myndi vekja mikla reiði hjá kínversku þjóðinni. Dalai Lama kemur í heimsókn til Íslands í sumar. 7.5.2009 12:45
Plataði fjölmiðla með færslu á Wikipedia Írskur námsmaður falsaði tilvitnun í franskt tónskáld á vefsíðunni Wikipedia til þess að sýna framá að það geti verið varasamt að treysta upplýsingum á netinu. Fjölmargir virtir fjölmiðlar notuðu tilvitnunina. 7.5.2009 12:19
Gylfi: Í takt við það sem ég óttaðist „Þetta er í takt við það sem ég hafði óttast, en ekki í takt við það sem ég hafði vonast eftir," segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands um vaxtaákvörðun Seðlabankans. 7.5.2009 12:16
Afplánun á Íslandi ekki skoðuð fyrr en dómur fellur í Brasilíu Afplánun hér á landi kemur ekki til tals fyrr en Ragnar Hermannsson hefur hlotið sinn dóm í Brasilíu segir dómsmálaráðherra. Unnið er að samningi milli Brasilíu og Íslands um flutning á föngum. Ragnar varar aðra við því að smygla eiturlyfjum, honum hafi aldrei liðið verr. 7.5.2009 12:02
Inflúensan: Mest fjölgun tilfella í Bandaríkjunum Staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1) voru alls 2.217 í morgun í 24 ríkjum í heiminum og hafði fjölgað um 568 á síðastliðnum sólarhring samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar ESB. Í tilkynningu frá Sóttvarnarlækni og Almannavarnadeild segir að inflúensan hafi nú verið staðfest í fyrsta sinn í Svíþjóð og Póllandi, eitt tilfelli í hvoru landi en sem fyrr er ástandið alvarlegast í Mexíkó þar sem staðfest tilfelli eru ríflega 1.100 og 42 dauðsföll eru rakin til veikinnar. 7.5.2009 11:22
Krabbameinssjúklingar studdir með bleikum hrærivélum Krabbameinsfélag Íslands skrifaði nýlega undir samkomulag við Einar Farestveit & co hf., umboðsaðila Kitchenaid á Íslandi þess efnis að 10 þúsund krónur af söluandvirði hverrar bleikrar Kitchenaid hrærivélar 7.5.2009 11:06
Aðsókn á skíðasvæði eykst mikið Aðsókn á öllum skíðasvæðum á landinu jókst mikið veturinn 2008 til 2009. Aukning frá því í fyrra var um 42%, en gestir voru 241 þúsund í vetur samanborið við 170 þúsund gesti árið áður. 7.5.2009 10:35
Nefbraut fórnarlambið óvart Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir tvær líkamsárásir. 7.5.2009 10:29
Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra skoðar mál Ragnars Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hefur sent fyrirspurn til Brasilíu vegna máls Ragnars Erlings Hermannssonar þar sem óskað er allra upplýsinga sem að gagni koma. Þetta segir Smári Sigurðsson yfirmaður Alþjóðadeildar við fréttastofu. Ragnar Erling var handtekinn á föstudaginn í síðustu viku í bænum Recife í Brasilíu með tæp 6 kíló af hreinu kókaíni. 7.5.2009 10:27
Styttist í nýja ríkisstjórn Vinnu við gerð stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna heldur áfram í dag og funduðu forystumenn flokkanna í stjórnarráðinu í morgun. „Við sitjum núna og förum yfir drög að stjórnarsáttmálanum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, í samtali við fréttastofu. 7.5.2009 10:18
Höfuðpaurinn í Pólstjörnumálinu tekinn með fíkniefni Einar Jökull Einarsson sem fékk þyngsta dóminn í Pólstjörnumálinu svokallaða hefur verið ákærður fyrir vörslu fíkniefna. Einar Jökull afplánar nú níu og hálfs árs fangelsisdóm á Litla Hrauni fyrir að hafa skipulagt smygl á tæpum fjörutíu kílóum af fíkniefnum sem komu hingað til lands með skútu. 7.5.2009 09:34
Eyddu fimm kílóum af sprengiefni Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyddu á tólfta tímanum í gærkvöldi rúmum fimm kilóum af dynamit-sprengiefni sem fundust í gær í og við grjótnámu rétt utan við byggðina á Þórshöfn á Langanesi. Menn, sem voru að sækja efni í námuna í gær, urðu efnisins varir og lokaði lögregla svæðinu strax. 7.5.2009 08:59
Framleiðandi hraðamyndavéla nappaður á 160 Framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins Serco var sviptur ökuleyfi í sex mánuði eftir að hafa verið gripinn á rúmlega 160 kílómetra hraða á Volvo-bifreið sinni í Suffolk. 7.5.2009 08:45
Stærsta fölsunarmál innflytjendapappíra í sögu Bretlands Þrír Indverjar eru nú fyrir rétti í Bretlandi, ákærðir fyrir að falsa hundruð umsókna um vegabréfsáritanir og selja ólöglegum innflytjendum. Er hér um að ræða umfangsmesta fölsunarmál slíkra pappíra í sögu Bretlands. 7.5.2009 08:19
Elsti hundur heims 21 árs í gær Elsti hundur heims fagnaði 21 árs afmæli sínu í gær en þar er um að ræða tíkina Chanel sem býr í New York. Chanel, sem er af svokölluðu dachshund-kyni, er þegar á síðum Heimsmetabókar Guinness fyrir háan aldur sinn en hundar lifa sjaldnast lengur en í 15 ár. 7.5.2009 08:15
Maður á sjötugsaldri grunaður um morð Sextíu og fjögurra ára gamall maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið tæplega fimmtugri unnustu sinni að bana í Óðinsvéum í Danmörku. Dætur konunnar komu að henni látinni á heimili hennar á þriðjudag og taldi lögregla við frumrannsókn að hún hefði verið kyrkt. 7.5.2009 08:13
Kanadamenn sofa illa í kreppunni Um þriðjungur Kanadabúa er farinn að þjást af svefnleysi og öðrum streitutengdum einkennum vegna efnahagsástandsins þar í landi. Þetta leiddi nýleg könnun ráðgjafafyrirtækis í ljós. 7.5.2009 08:09
„Ég vonaði að þetta væri bara ekki satt“ „Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. 7.5.2009 08:00
Skoða framtíðarskipulag kirkjugarða Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri kirkjumáladeildar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, segir að rætt verði við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur vegna skipulagningar á kirkjugörðum í framtíðinni. 7.5.2009 08:00
Skógareldar geisa í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Santa Barbara í Kaliforníu eftir að skógareldar kviknuðu þar í gær og eyðilögðu að minnsta kosti sex heimili. Að auki voru um 2.000 íbúðarhús í útjaðri bæjarins rýmd til öryggis. 7.5.2009 07:35
Norður-Kóreumenn undirbúa tilraunasprengingu Norður-Kóreumenn virðast nú vera að búa sig undir að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni enda höfðu þeir hótað því eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi tilraunaeldflaugarskot þeirra í byrjun apríl og greip til hertra refsiaðgerða gegn landinu. 7.5.2009 07:33
Alræmd brasilísk fangelsi Cotel-fangelsið nærri Recife er alræmt fyrir illan aðbúnað og uppreisnir. Það, líkt og raunar mörg önnur fangelsi í Brasilíu, hefur sætt harðri gagnrýni mannréttindasamtaka. Árið 2007 létust nokkrir fangar í uppreisn í fangelsinu og í febrúar í fyrra var einnig gerð þar uppreisn. Þá slapp 51 fangi úr fangelsinu. Í nokkurra ára gamalli skýrslu um fangelsi í Brasilíu kemur fram að árið 2002 hafi 303 fangar verið myrtir í brasilískum fangelsum af samföngum sínum. 7.5.2009 07:30
Drauganet til vandræða í heimshöfunum Talið er að 640 þúsund tonn af veiðarfærum bætist árlega við þau drauganet, sem fyrir eru í heimshöfunum, en drauganetin halda áfram að fanga fisk, fugl, skjaldbökur og hvali árum saman eftir að þau týnast eða er hent í sjóinn. 7.5.2009 07:24
Innbrot í bátaskýli í Skorradal Brotist hefur verið inn í nokkur bátaskýli í Vatnsendalandi við Skorradalsvatn í vikunni og þaðan stolið ýmsum búnaði. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og óskar eftir upplýsingum um mannaferðir við bátaskýlin. Þykir þetta til marks um hve þjófar eru farnir að leita víða fanga. 7.5.2009 07:22
Enginn strætó í Hvalfjarðarsveit Ekkert verður úr því að Strætó hefji akstur um Hvalfjarðarsveit, eins og fyrirhugað var, og Borgarbyggð hefur sagt upp samningi við Strætó um akstur upp í Borgarnes. 7.5.2009 07:19
Vill betri tengsl við Vesturlönd Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segist vilja góð samskipti við Vesturlönd þrátt fyrir alvarlegan ágreining í tengslum við heræfingar á vegum NATO, sem hófust í Georgíu í gær. 7.5.2009 07:15
Meirihluti landsmanna vill aðildarviðræður Meirihluti landsmanna, eða rúmlega 61 prósent, vill aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt skoðanakönnun Ríkisútvarpsins. Mest er fylgið meðal tekjuhárra vel menntaðra íbúa höfuðborgarsvæðisins, en andstaðan er mest á landsbyggðinni. 7.5.2009 07:10
Innbrotsþjófur á fermingaraldri Fjórtán ára piltur og annar nokkrum árum eldri voru handteknir undir morgun eftir að þeir brutust inn í Nýherja við Borgartún og stálu þaðan stórum flatskjá. 7.5.2009 07:04