Fleiri fréttir

Tryggvi Þór: Árni réð ekki við Árbótarmálið

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, hafi ekki ráðið við hið svokallaða Árbótarmál. Það skýri aðkomu þingmanna Norðausturkjördæmis og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra að málinu.

Læstist inni á baðherbergi í 20 daga

Eldri konu í París var bjargað á dögunum en hún hafði setið föst inni á baðherbergi sínu í heila 20 daga. Baðherbergishurðin læstist og þar sem herbergið er gluggalaust átti hún engin ráð með að láta vita af sér.

Skelfing greip um sig þegar brúin byrjaði að dúa

Komið hefur í ljós að yfir 400 manns fórust og aðrir 400 slösuðust þegar skelfing greip um sig meðal manna sem voru að fara yfir hengibrú í Phnom Penh höfuðborg Kambódíu á mánudag.

Móðir Tryggva Jóns orðlaus yfir sterkum viðbrögðum

Móðir fjölfatlaðs drengs á Akureyri er orðlaus yfir sterkum viðbrögðum við vandræðum fjölskyldunnar. Bæjaryfirvöld á Akureyri hyggjast breyta reglum svo hægt verði að styðja umbætur á heimili þeirra. Byrjað er að umbylta heimili drengsins.

Enginn með allar tölur réttar

Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottói kvöldsins og því verður fyrsti vinningurinn, sem nam 96 milljónum króna, tvöfaldur næst. Einn var fimm réttar tölur auk bónustölu og hlýtur hann 7,8 milljónir í vinning. Um var að ræða Íslending sem keypti miðann sinn á Lotto.is.

Fylgja Cantona og ætla að gera áhlaup á bankana

Hátt í 300 Íslendingar ætla að gera áhlaup á bankana 7. desember og fylgja þannig frönsku fótboltagoðsögninn Eric Cantona, sem óafvitandi hleypti af stað alþjóðlegri bankabyltingu í Youtube viðtali nýverið.

Aðildarviðræðunum verði haldið áfram

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram og stefnt á að ná sem bestum samningi.

Stjórnarliðar tókust hart á

Ósætti órólegu deildarinnar í Vinstri grænum við ríkisstjórnina hefur síst minnkað eftir flokksráðsfund flokksins um helgina. Stjórnarliðar tókust hart á um efnahagsmál á Alþingi í dag.

Herir Kóreuríkjanna enn í viðbragðsstöðu

Herir Kóreuríkjanna eru enn í viðbragðsstöðu og bandarískt flugmóðurskip er á leiðinni þangað ásamt fylgdarskipum. Bandaríska flotadeildin mun hefja æfingar með suður-kóreska flotanum. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ítrekaði enn í dag að Bandaríkin muni standa við skuldbindingar sínar um að verja Suður-Kóreu fyrir öllum árásum.

Veiddi stærstu lúðu sögunnar úti fyrir Bolungarvík

Þýskur ferðamaður og frístundaveiðimaður, veidd nýverið heimsins stærstu lúðu á sjóstöng fyrir utan Bolungarvík. Gunther Hansel var tvo tíma að ná ferlíkinu um borð og þurfti hann hjálp fimm fílelfdra karlmanna við verkið. Lúðan er enda risastór, 2,5 metrar að lengd og 220 kíló. Um heimsmet mun vera að ræða og hafa aflabrögðin vakið mikla athygli um allan heim.

Bubbi biður Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar og Gunnars

Bubbi Morthens biður góðan Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar Þórs Helgasonar og Gunnars Rúnars Sigþórssonar í sorg þeirra og taka burt reiðina sem brenni aðeins fólk upp og gefi engan frið. Harmur fjölskyldu Hannesar sé mikill og reiðin sé skiljanleg.

Lögreglumenn fundu fíkniefni undir berum himni

Fíkniefni fundust við húsleit í Kópavogi í fyrradag en um var að ræða 50 grömm af marijúana og ámóta magn af hassi. Hluti fíkniefnanna fannst utandyra og þá lagði lögreglan einnig hald á 300 þúsund krónur í reiðufé sem var falið undir rúmdýnu í húsinu, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.

Niðurskurðurinn hefur ekki áhrif á heilsu þjóðarinnar

Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, væntir þess að þær breytingar sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu hafi ekki áhrif á heilsufar landsmanna. Bráðaþjónusta við landsmenn sé nú þegar í föstum skorðum og ekki sé ætlunin að hrófla við henni.

Slasaði hjólreiðamaðurinn tryggður

„Hann lendir í árekstri við ökutæki og það er tryggt. Hann á því að fá fullar bætur vegna slyssins,“ segir Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna um slys sem hjólreiðamaðurinn Þorsteinn K. Kristiansen lenti í á laugardaginn.

Leita að vitnum að „hugsanlegu“ umferðaróhappi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að „hugsanlegu umferðaróhappi“ eins og það er orðað, sem átti sér stað í júní eða júlí á síðasta ári þar sem bifhjólamaður hafi fallið í götuna á Snorrabraut í Reykjavík á móts við Austurbæ.

Gríðarleg fækkun innfluttra hunda

Gríðarleg fækkun á innfluttum hundum varð hingað til lands á síðasta ári. Þá voru aðeins fluttir 124 hundar til landsins en innflutningur náði hámarki árið 2006 þegar 232 hundar komu til landsins.

Ökumaður rafskutlunnar á spítala

Ökumaður rafskutlunnar sem ekið var á við Holtagarða fyrr í dag var fluttur meðvitundarlaus á spítala, að sögn lögreglu. Hann mun vera talsvert meiddur en ekki í lífshættu. Maðurinn er á áttræðisaldri en hann var á leið yfir Sæbraut þegar bíll sem kom úr vesturátt ók á hann.

Hlíðahrottarnir handteknir

Lögreglan í Reykjavík hefur handtekið tvo ribbalda sem ruddust inn á heimili manns í Hlíðunum til þess að fá skuld greidda.

Ekið á mann í rafmagnshjólastól

Ekið var á einstakling nálægt Holtagörðum þar sem hann var að fara yfir Sæbrautina á rafmagnshjólastól samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Íslenska kokkalandsliðið fékk gull fyrir heita rétti

Íslenska kokkalandsliðið hlaut í dag gullverðlaun í flokknum „Heitir réttir" á heimsmeistaramótinu í matreiðslu. Keppt var í þessum flokki í gær og gæddu þá 110 manns sér á glæsilegri þriggja þriggja rétta máltíð. Fimm lið kepptu samtímis og höfðu þau sex klukkutíma til að undirbúa matinn. Selt var inn á keppnina í forsölu og sátu gestir við borð á keppnisstað og fengu matinn afgreiddan eins og á veitingastað.

Stúdentaóeirðir í Lundúnum

Tugþúsundir stúdenta eru aftur komnir til mótmæla í Lundúnum og átök hafa orðið milli þeirra og lögreglunnar.

Átök eftir starfsmannaveislu Dominos

Þrír voru fluttir á slysadeild í gærkvöldi eftir að starfsmannaveisla, sem flatbökufyrirtækið Domino´s hélt í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi, fór úr böndunum.

Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda

Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Ólafur Ragnar: Kostir evru óljósari en áður

Aðild að evrusamstarfinu tryggir ekki sjálfkrafa efnahagslega farsæld og kostir evrunnar fyrir Íslendinga eru óljósari en áður í kjölfar efnahagshrunsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í samtali við Reuters fréttastofuna í dag.

Margbrotinn eftir að hafa lent fyrir strætisvagni

„Ég var á leiðinni í vinnustaðapartí í Hjálpræðishernum þegar þetta gerðist,“ segir starfsmaður Hjálpræðishersins, Þorsteinn K. Kristiansen, sem varð fyrir strætisvagni á laugardagskvöldið. Þorsteinn fót- og handleggsbrotnaði og þarf líklega að vera í gifsi næstu fimm vikurnar.

Fjölmargir vilja hjálpa Tryggva Jóni

Hópur manna og fyrirtækja brást skjótt við fregnum af vandræðum Tryggva Jóns, fimmtán ára drengs í hjólastól á Akureyri, og vilja freista þess að breyta heimili hans þannig að hann geti áfram búið hjá fjölskyldu sinni.

Óheimilt að eigna drykknum lækningarmátt

Bónus Engifer heilsudrykkur með mintu & lime hefur verið innkallaður af Matvælastofnun þar sem á umbúðum drykkjarins er hann sagður lækna og fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma.

Benedikt gerir sína fyrstu kvikmynd

„Þetta er tvö hundruð milljóna króna mynd sem fjallar um samskipti manna og hesta,“ segir Benedikt Erlingsson, sem hefur tökur á myndinni Hross um oss næsta vor.

Biskupi sparkað fyrir að móðga krúnuna

Breskum biskupi hefur verið vikið úr embætti í óákveðinn tíma vegna óviðurkvæmilegrar bloggfærslu um hjónaband þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton.

Íslendingur í N-Kóreu: Kominn til Kína

Nítján ára drengur, Ævar Ingi Matthíasson, sem staddur var í Norður-Kóreu þegar heimamenn gerðu stórskotaliðsárás á Suður-Kóreu í gærmorgun, er nú kominn yfir landamærin til Kína þar sem faðir hans er búsettur. Móðir Ævars gerði utanríkisráðuneytinu viðvart í gær og gerði sþað endiráði Íslands í Peking viðvart en það sér um sendiráðsstörf gagnvart Norður-Kóreu.

Íslendingur í Seoul: Stríð skilar aldrei neinu

„Nánast allir mínir vinir hafa þjónað þessari herskyldu eða eru að þjóna henni núna og ef það kæmi til stríðs yrðu þeir allir kallaðir til," segir segir Sverrir Örn Sverrisson, kóreskunemi sem dvalið hefur í Seoul síðan í ágúst. Allir karlmenn í Suður-Kóreu þurfa að þjóna herskyldu í 22 mánuði milli tvítugs og þrítugs.

Flugmóðurskip á leið til Kóreuskaga

Bandaríska flugmóðurskipið George Washington er á leið að Kóreuskaga ásamt fjölmörgum beitiskipum, tundurspillum og freigátum. Flotadeildin mun taka þátt í heræfingum með flota Suður-Kóreu.

Blindir efast um lögmæti kosninganna

„Það er grundvallarregla allra lýðræðisríkja að menn fái notið kosningaréttar síns við frjálsa kosningu og að þeir fái á kjörstað notið réttinda sinna til að kjósa fulltrúa sína með leynilegri kosningu." Þetta segir í bréfi sem sent hefur verið til dóms- og mannréttindaráðherra frá lögmanni blindra og sjónskertra einstaklinga sem krefjast þess að mannréttindi þeirra verði virt í kosningum til stjórnlagaþings. Ragnar Aðalsteinsson er lögmaður þeirra fimm einstaklinga sem um ræðir.

Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína

„Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi.

Innbrot í Bankastræti

Brotist var inn í veitingahús við Bankastræti í nótt. Þjófavarnakerfi fór í gang og öryggisvörður kom á vettvang skömmu síðar, en þá var þjófurinn horfinn. Hann virðist engu hafa stolið.

Allsherjarverkfall lamar Portúgal í dag

Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls í Portúgal í dag og vonast verkalýðsfélög landsins til þess að það muni lama allt athafnalíf í landinu.

Starfsmannaveisla endaði með hópslagsmálum

Þrír voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar, eftir að starfsmannaveisla fyrirtækis fór úr böndunum á veitingastað í miðborginni í nótt og hópslagsmál brutust út.

Komu í veg fyrir að bátur strandaði við Löngusker

Starfsmenn vaktstöðvar siglinga sáu á tækjum sínum í nótt, að lítill fiskibátur, sem var á leið inn til Hafnarfjarðar, var kominn af réttri leið og stefndi upp í Löngusker á Skerjafirði.

Sjá næstu 50 fréttir