Fleiri fréttir

Kjör og réttindi verða óbreytt

Samkomulag um faglegt og fjárhagslegt fyrirkomulag á tilfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna var undirritað í gær. Frumvarp til laga um tilfærsluna verður lagt fyrir Alþingi á næstu dögum. Málefni fatlaðra færast til sveitarfélaganna 1. janúar 2011.

Vonarstræti 12 á leið á næsta horn

Hafinn er flutningur á byggingunum við Vonarstræti 12 yfir á nýjan stað á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Húsið hefur síðustu árin þjónað sem skrifstofa þingflokks Vinstri grænna en þar voru ýmsir flokkar áður.

Gerði fyrst og fremst það sem embættismenn lögðu til

„Það var mjög eðlilega að þessu máli staðið af minni hendi að öllu leyti," segir Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. „Málið kemur til kasta ráðuneytisins vegna þess að það nást ekki samningar. Það hafði alltaf verið gengið út frá því að semja um starfslok á milli Barnaverndarstofu og fólksins. Það var forsendan fyrir uppsögninni og gefin fyrirheit um það þegar Barnaverndarstofa segir upp samningnum," segir Árni Páll.

Átta ára fangelsi fyrir dópsmygl

Kona um fertugt var í gær dæmd í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að reyna að smygla til landsins tæplega tuttugu lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa. Önnur kona sem var ákærð fyrir sömu sakir, var sýknuð.

Langur aðdragandi að ákvörðun Breta

Þótt sú ákvörðun breskra stjórnvalda að beita lögum um eignafrystingu, sem kölluð hafa verið hryðjuverkalög, á Landsbankann haustið 2008 hafi komið fyrirvaralaust átti hún sér langan aðdraganda í Bretlandi.

Vilja tvo stóra dómsali í húsi Silla og Valda

Lausn á hluta húsnæðisvanda Héraðsdóms Reykjavíkur er í augsýn. Í bígerð er að dómurinn leigi eina hæð í Austurstræti 17 og leysi með því þörfina fyrir bætta starfsaðstöðu dómara, aðstoðarmanna og dómritara. Húsið er sambyggt húsi Héraðsdóms við Lækjartorg. Er ætlunin að opna á milli húsanna enda augljósir kostir því samfara.

Úlpuþjófurinn ófundinn

Stúlkan sem sást taka fimm úlpur úr fatahenginu í Valhúsaskóla í fyrramorgun var ófundin síðdegis í gær. Hún sást greinilega á öryggismyndavélum.

Ferðavenjurnar hafa breyst

Færri nota nú einkabílinn til að fara til og frá vinnu og færri grunnskólabörn eru keyrð í skólann en árin 2009 og 2008. Reiðhjól eru aftur á móti orðin vinsælli. Þetta kemur fram í árlegri ferðavenjukönnun Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Formaður fjárlaganefndar tjáir sig ekki um Árbótarmálið

Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill ekki tjá sig um Árbótarmálið að svo stöddu. Henni hafi ekki gefist tóm til að kynna sér allar hliðar málsins, enda fjárlagavinnan í fullum gangi. Það hyggist hún þó gera.

Íbúar flúðu í ofboði

Bandaríkin fordæmdu árás Norður-Kóreumanna í gær. Robert Gibbs, blaðafulltrúi Hvíta hússins, skoraði á Norður-Kóreu að láta af árásum og sagði Bandaríkin staðráðin í að verja Suður-Kóreu. Bandaríkin eru með nærri 30 þúsund hermenn í Suður-Kóreu.

Flatskjár og Nokia N8 í verðlaun í Vinaleik Vísis

Vinaleikur Vísis heldur áfram og enn er til mikils að vinna fyrir þá sem fylgjast með Vísi á Facebook. Við vinningana hafa bæst flatskjár af flottustu gerð, nýi Nokia N8 síminn, tugir jólabóka og fleiri spennandi glaðningar. Frá og með morgundeginum verður dregið á hverjum degi til 20. desember.

Brotnaði á höndum og fótum þegar strætó ók á hann

Starfsmaður Hjálpræðishersins verður frá vinnu í fimm vikur eftir að strætisvagni var ekið á hann á laugardagskvöldið. Maðurinn var á hjóli þegar slysið varð en hann segir tillitsleysi ökumanna í garð hjólreiðafólks gríðarlegt.

Björgunarsveitarmenn fundu hjálm

Björgunarsveitarmenn fundu í kvöld hjálm sem tilheyrði einum af námuverkamönnunum 29 sem saknað hefur verið frá því á föstudag þegar sprenging varð í námu í Nýja Sjálandi.

„Þetta getur komið fyrir hvern sem er"

Fimmtán ára drengur sem misst nær alla sjón og heyrn og þarf auk þess að notast við hjólastól vill ekki að fólk tali fyrir sig ef hann hefur ekki beðið um aðstoð að fyrra bragði. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er," segir Tryggvi Jón Jónatansson en rætt var við hann og móður hans í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld.

Handtekinn í skjóllitlum nærbuxum

Fáklæddur hlaupari var handtekinn á Sæbraut í Reykjavík um helgina. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en hann var heldur illa búinn til íþróttaiðkana, aðeins á sokkaleistunum og í skjóllitlum nærbuxum, að því er segir á vef lögreglunnar. Þar kemur fram að maðurinn var auk þess vel hífaður. Aðspurður um uppátækið sagðist hann hafa verið að taka áskorun félaga sinna um að hlaupa klæðalítill um borgina.

Drengurinn fundinn

Aron Geir Ragnarsson, 13 ára drengur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag, er kominn fram heill heilsu. Ekkert hafði spurst til Arons frá því á sunnudagskvöld. Lögreglan þakkar þeim sem aðstoðuðu við leit að honum.

Viðræður um fríverslun við Rússa hefjast á næsta ári

Össur Skarphéðinsson, utanríkisviðskiptaráðherra, staðfesti í dag fyrir Íslands hönd að viðræður um fríverslunarsamning við Rússland hefjist í byrjun næsta árs. Staðfestingin fór fram á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Genf, og samhliða staðfestu EFTA-ríkin viðræður um fríverslun við Hvíta-Rússland og Kasakstan, en ríkin eru í sameiginlegu tollabandalagi með Rússum, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Mikilvægt að svara með afgerandi hætti

Herir Kóreuríkjanna eru báðir í viðbragðsstöðu fyrir frekari bardaga. Ef til þeirra kemur er óttast að þeir fari fljótlega úr böndunum. Forseti Suður-Kóreu segir mikilvægt að svara með afgerandi hætti.

Ný spá grafalvarleg

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nýja hagvaxtarspá grafalvarleg tíðindi. Fjármálaráðherra vill þó meina að forsendur fjárlaga haldi þrátt fyrir verri horfur í hagvexti.

Skannar fyrir atkvæðin komnir til landsins

Þrír skannar sem notaðir verða fyrir talningu á kjörseðlum vegna stjórnlagaþings komu til landsins frá Bretlandi síðdegis í dag. Allir kjörseðlar verða skannaðir inn og upplýsingatæknin nýtt til þess að reikna út niðurstöðu kosninganna sem fara fram á laugardaginn.

Síbrotakona áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að kona skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í málum hennar. Þó skal varðhaldið ekki standa lengur en til 17. desember næstkomandi. Ákærða hafði mótmælt úrskurðinum og áfrýjað til Hæstaréttar.

Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum

„Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu.

Sólbrunnir hvalir á Kaliforníuflóa

Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hvalir sólbrenni og að það sé vaxandi vandamál. Vísindamenn frá Bretlandi og Mexíkó fylgdust með og gerðu rannsóknir á 156 hvölum á Kaliforníuflóa.

Hamborgartréð kemur úr Borgarfirðinum í ár

Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar næstkomandi laugardag klukkan fimm. Tréð hefur í daglegu talið verið kallað „Hamborgartréð" í gegnum árin en nú kann að verða breyting á því.

Lögreglan lýsir eftir Aroni Geir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Aroni Geir Ragnarssyni, þrettán ára, en ekkert hefur heyrst frá honum síðan kl. 20:45, þann 21.nóvember síðastliðinn.

Herjólfur siglir á Landeyjahöfn

Herjólfur mun sigla á Landeyjahöfn seinnipartinn í dag eins og vonir höfðu staðið til. Í tilkynningu frá Eimskipi, rekstraraðila ferjunnar, segir að veðurútlit fyrir höfnina sé gott næstu daga. Fyrsta ferð þangað verður farin frá Vestmannaeyjum klukkan 17:00 í dag og síðan samkvæmt áætlun.

Barnabarn Yoda ?

Í frásögn Fox fréttastofunnar af þessum atburði er ekki getið um hvort stúlkan sem þar kemur við sögu er frá "Vetrarbraut langt, langt í burtu."

Forsetinn viðstaddur vígslu sjálfbærustu byggingar veraldar

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var í morgun heiðursgestur við vígslu Masdar tækniháskólans í Abu Dhabi. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að byggingin, sem er teiknuð af hinum heimsþekkta arkitekt Norman Foster, sé talin „sjálfbærasta bygging veraldar þar sem mengun og úrgangur eru komin niður að núll-markinu."

Drukknir á flandri með kjarnorkuvopn

Opinberir starfsmenn sem sjá um flutninga á kjarnorkuvopnum innan Bandaríkjanna komu á tveggja ára tímabili sextán sinnum við sögu lögreglunnar vegna áfengisneyslu að sögn orkumálaráðuneytis landsins.

Halinn klipptur af stressuðum grísum

Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra.

Guðlaugur Þór áhyggjufullur vegna sölunnar á Vestia

„Það er algjörlega skýrt að það var farið á svig við lög um bankasýslu ríkisins við sölu Vestia. Þó eru tveir menn sem halda öðru fram og það eru fjármálaráðherra og bankastjóri Landsbankans," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Þrettán ára neydd í hjónaband í Noregi

Tvennir foreldrar og karlmaður á þrítugsaldri eru fyrir rétti í Osló sökuð um að hafa neytt þrettán ára telpu til þess að giftast manninum, sem er frændi hennar. Hann er einnig sakaður um að hafa margnauðgað henni.

Konunglegt brúðkaup í apríl

Vilhjálmur erfðaprins ætlar að kvænast unnustu sinni Kate Middleton þann 29. apríl á næsta ári. Konungsfjölskyldan tilkynnti um þetta í morgun en athöfnin fer fram í Westminster Abbey í London.

Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar

Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni.

Norðmenn sjái um olíuleit fyrir Íslendinga

Þingflokksformaður framsóknarmanna vill að Íslendingar hætti sjálfir að standa í olíuleit en semji í staðinn við Norðmenn um að annast verkefnið. Olíuleitarútboð Íslendinga á Drekasvæðinu var rætt í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.

Vonast eftir sátt um færslu Markarfljóts

Siglingastofnun mun endurhanna flóðvarnagarð við Markarfljót í samræmi við óskir landeigenda, og vonast sveitarstjóri Rangárþings eystra til að með breytingunni náist sátt um hvernig staðið verður að færslu fljótsins.

Sjálfstæðar stofnanir eiga að vera lausar við pólitík

Þingmenn að norðan beittu sér fyrir því að samið yrði um bætur til hjónanna á meðferðarheimilinu Árbót. Samningaviðræður um það hófust þremur mánuðum fyrr en stjórnvöld hafa fullyrt að því fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Stjórnsýslufræðingur segir að stofnanir á borð við Barnaverndarstofu eiga að vera sjálfstæðar undan pólitík.

Vilja að ríkið yfirtaki tóm fjölbýlishús

BSRB leggur til við stjórnvöld, að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi að danskri fyrirmynd, þar sem fólk geti búið alla ævina í leiguíbúðum, ef það vill.

Tugir húsa í björtu báli

Tugir húsa stóðu í morgun í björtu báli beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna, eftir mikinn stórskotaliðsbardaga. Bæði löndin hafa sett herafla sinn í viðbragðsstöðu.

Krossmaður kannast ekki við ásakanir

„Ég kannast ekki við þessar ásakanir,“ segir framkvæmdastjóri trúfélagsins Krossins, Björn Ingi Stefánsson, en Pressan.is greinir frá því að óskilgreindur hópur kvenna hafi borið alvarlega ásakanir á hendur Gunnari Þorsteinssyni, leiðtoga safnaðarins.

Sjá næstu 50 fréttir