Fleiri fréttir

Geta fryst sóknargjöld berist reikningar ekki

Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar getur ákveðið að svipta sóknir tekjum sínum ef þær skila ekki ársreikningum. Reglur þessa efnis tóku gildi um áramót. Sóknargjöldin eru þá lögð inn á biðreikning þar til reikningnum hefur verið skilað.

Gert ráð fyrir rekstrarafgangi

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir um 120 milljóna rekstrarafgangi bæjarsjóðs á árinu. Afgangur samstæðu er talin verða tæpar 400 milljónir. Eignir bæjarins á hvern íbúa eru áætlaðar um 2,5 milljónir og skuldir á hvern íbúa eru rúmar 2 milljónir.

Fá fleiri samninga en ætlast var til

Allir gildandi þjónustusamningar sem ráðuneytin tólf hafa gert verða til skoðunar hjá Ríkisendurskoðun á næstunni. Ráðuneytin hafa þó enn ekki skilað öllum samningunum í hús, en þeir eru um 150 talsins. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir ástæðuna fyrir töfinni líklega liggja í því að ráðuneytin séu einnig að safna saman samningum við aðila sem Ríkisendurskoðun hafi ekki ætlað sér að skoða í upphafi.

Var 32 prósentum yfir mörkum

Magn díoxíns í mjólkursýni frá Efri-Engidal í Skutulsfirði var 3,98 píkógrömm í grammi af fitu (pg/g) en leyfilegt magn er þrjú píkógrömm díoxíns í hverju grammi. Mjólkursamsalan á Ísafirði lét gera mælinguna á bænum, sem stendur 1,5 kílómetra frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði.

Íbúar í Suður-Súdan kjósa um sjálfstæði

Allt bendir til þess að ríkjum heims fjölgi um eitt í kjölfar þjóðar­atkvæðagreiðslu í Suður-Súdan, sem hefst nú um helgina og stendur í viku. Valkostirnir hafa verið settir fram fyrir kjósendur með myndrænum hætti. Á kjörseðlunum eru tvær myndir og eiga kjósendur að merkja við aðra þeirra.

Brýnt að ný raforkulög nái í gegn á þingi

Forsvarsmenn orkumála og -dreifingar eiga fundi með iðnaðarráðherra eftir helgi þar sem fara á yfir þær brotalamir sem leitt hafa til þess að tafist hefur að endurreikna gjaldskrá Landsnets. Þá hefur ráðuneytið ákveðið að kalla eftir úttekt í samstarfi við erlenda sérfræðinga á regluverki og skilvirkni raforkumarkaðarins.

Sneri aftur til Íraks úr útlegð

Muqtada al-Sadr, einn helsti leiðtogi sjíamúslima í Írak, hefur snúið aftur til landsins eftir fjögurra ára sjálfskipaða útlegð í Íran. Hann var leiðtogi Mahdi-hersins, sem barðist ákaft gegn bandaríska hernum í Írak, og nýtur enn mikils fylgis í landinu, meðal annars á þinginu.

Vilja ekki fýlupúka í trúnaðarstörfum

Hvíta húsið í Washington hefur fyrirskipað að gerðar verði áætlanir til að meta hugsanlega hættu innanhúss í opinberri þjónustu. Að sögn BBC er markmiðið að finna þá óánægðu starfsmenn sem gætu lekið ríkisleyndarmálum.

Ný stefna HÍ á afmælisári

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, opnar í dag dagskrá afmælishátíðar háskólans, en hann fagnar aldarafmæli hinn 17. júní.

Óttast þyngri róður hjá fjölskyldum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Hafnarfjarðar segjast hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum og tekjutengingu leikskólagjalda í bænum.

Tíu ár í endurreisn hjá millitekjufólki

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir að áratugur geti liðið áður en kaupmáttur meðaltekjufólks nái sama stigi og á góðæristímanum fyrir hrun.

Afkoma ríkisins betri en ætlað var

Greiðsluhalli ríkisins fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs er heldur minni en ráð var fyrir gert í fjárlögum. Í þeim var gert ráð fyrir rúmlega 105 milljarða króna halla, en þess í stað reyndist handbært fé frá rekstri neikvætt um 72,7 milljarða króna. Árið áður var hallinn á sama tíma 122,8 milljarðar, að því er fram kemur í nýjum tölum fjármálaráðuneytisins.

Björgvin hlynntur veggjöldum

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi, segir koma til greina að taka upp notendagjöld fyrir vegi. Slík gjöld hafa stundum verið kallaðir vegtollar og hafa verið mikið í umræðunni, til dæmis vegna breikkunar Suðurlandsvegar.

Björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í verkefni á Reyðarfirði, á Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum í kvöld vegna veðurs. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hvers eðlis verkefni björgunarsveitirnar fengust við, nema á Reyðarfirði en þar losnaði þak.

Dálítið spennandi lending

Það var ausandi rigning og lítið skyggni þegar tveggja hreyfla Fokker 100 farþegaþota frá Mexíkó kom inn til lendingar í Havana á Kúbu í jólamánuðinum. Rauði liturinn á ratsjánni sýnir að hún er að fljúga inn í eldingaveður.

Hjartveiku börnin fá ekki borgað

Máli Styrktarsjóðs hjartveikra barna gegn Landsbankanum og Landsvaka var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir jól. Styrktarsjóðurinn stefndi Landsbankanum og dótturfélagi hans Landsvaka, sem sér um rekstur

Eldri mæður eignast frekar tvíbura

Líkurnar á því að eignast tvíbura aukast eftir því sem móðirin er eldri. Þetta skýrist af því að eftir því sem konur eru nær breytingarskeiðinu þeim mun fleiri egg losna þegar að egglos verður. Afleiðingin er auknar líkur á tvíeggja tvíburum.

Skylda fólk til að hugsa um mömmu og pabba

Kínverjar eru að hugsa um að skylda fólk með lögum til þess að hugsa um aldraða foreldra sína. Þetta hefur BBC fréttastofan eftir fjölmiðlum þar í landi.

Ótryggir áfengismælar

Rúmlega tvítug stúlka var dæmd fyrir ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól - þrátt fyrir að hafa blásið í áfengismæli hjá lögreglu og fengið grænt ljós á að setjast undir stýri, samkvæmt vitnisburði stúlkunnar og tveggja gæslumanna á tónleikasvæði í Galtalæk í sumar. Lögreglan á Hvolsvelli segir slík áfengispróf ekki fullkomin.

„Þurfti að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum"

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði í handbolta var einn þeirra sem tók þátt í pallborðsumræðum í Norræna húsinu en þar var í dag sett þriggja daga karókí maraþon. Það er Björk Guðmundsdóttir og fleiri sem standa að uppákomunni en markmiðið er að vekja athygli á undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að þjóðin fái að kjósa um hvort auðlindir landsins verði framvegis í lögsögu þjóðarinnar.

Kísilver í sjónmáli á Suðurnesjum

Samningaviðræður um kísilverksmiðju í Helguvík eru á lokastigi og er nú vonast til ákveðið verði fyrir lok mánaðarins að hefja framkvæmdir í vor. Um 150 manns fengju vinnu við smíðina næstu tvö ár en síðan yrðu til 90 framtíðarstörf í verksmiðjunni.

Töluverðar umferðartafir vegna hálku

Töluverðar umferðartafir hafa skapast seinnipartinn í dag vegna veðurs og hálku á götum borgarinnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir þó að engin óhöpp hafi orðið.

"Hættum ekki að syngja fyrr en við náum 35.000"

Björk Guðmundsdóttir flutti lagið, Þrjú hjól undir bílnum, ásamt Ómari Ragnarssyni í karókímaraþoni sem hófst í dag. Björk stendur fyrir uppákomunni ásamt fleirum en takmarkið er að fá 35.000 undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Tvíhöfði flutti besta lag í heimi

Þeir félagar Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson tóku þátt í karókímaraþoninu sem nú stendur yfir í Norræna húsinu í dag. Um er að ræða uppákomu sem Björk Guðmundsdóttir og fleiri standa að en takmarkið er að fá 35.000 undirskrifftir þar sem skorað er á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Björgólfur tapaði máli gegn RÚV

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Fréttastofa RÚV, Óðinn Jónsson fréttastjóri og Sigrún Davíðsdóttir fréttamaður hafi ekki gerst brotleg við siðareglur BÍ. Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður kærði umfjöllun í Speglinum á RÚV um aflandsfélög Landsbankans. Umfjöllunin sneri að aflandsfélögum Landsbankans.

Flutt slösuð til Reykjavíkur

Kona á sjötugsaldri var um fimmleytið í dag flutt alvarlega slösuð suður til Reykjavíkur með sjúkaflugi eftir að hafa lent í árekstri við strætisvagn á Sauðárkróki í dag.

Ari Edwald: Framhald af áramótaskaupinu

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir tilboð Páls Magnússonar útvarpsstjóra um að kaupa sýningarréttinn að HM í handbolta koma of seint til að hægt sé að taka það alvarlega.

Árekstur skólabíls og fólksbíls á Sauðarkróki

Skólabíll og fólksbíll skullu saman á Sauðárkróki um klukkan tvö í dag. Óljósar upplýsingar eru um tildrög slyssins og ekki vitað hvort einhver hafi slasast. Mjög slæmt veður er í bænum, um tíu gráðu frost og stórhríð. Óhappið varð á veginum sem liggur með sjónum og gengur sjór upp á land og yfir götuna svo færðin er afar slæmt.

RÚV vill kaupa sýningarréttinn að HM af 365

Ríkisútvarpið hefur gert 365 miðlum tilboð þess efnis að RÚV kaupi sýningarréttinn að HM í handbolta af 365 á sama verði og greitt var fyrir réttinn á sínum tíma. Í bréfi sem Páll Magnússon útvarpsstjóri sendi Ara Edwald forstjóra 365 í dag segir að þetta sé gert vegna „vaxandi óánægju í þjóðfélaginu“ með að HM verði í læstri dagskrá að mestu.

Björk og Ómar tóku karaókí-dúett

Björk Guðmundsdóttir og Ómar Ragnarsson tóku saman lagið í Norræna húsinu fyrr í dag þar sem stærsta söngmót Íslandssögunnar hófst klukkan þrjú.

Frostbrestir í Eyjafjallajökli

Á heimasíðu Veðurstofunnar má sjá að töluverður fjöldi smáskjálfta hefur mælst í Eyjafjallajökli í dag. Skýringin á því er þó ekki auknar jarðhræringar, heldur er um frostbresti í jöklinum að ræða sem eru svo miklir að þeir mælast á jarðskjálftamælum. Kuldinn hefur aukist á svæðinu í dag og veldur það því að jökullinn springur með þessum afleiðingum.

Drukknir hringdu kirkjuklukkum

Þeir voru ekkert að fara dult með það piltarnir sem brutust inn í hina 800 ára gömlu Vangen kirkju í Aurlandsvangen í Noregi í fyrrinótt.

Ríkisendurskoðun vill sameina kirkjusóknir

Ríkisendurskoðun hefur birt yfirlit yfir rekstrarreikninga kirkjusókna landsins fyrir árið 2009. Í samantektinni kemur meðal annars fram að sóknirnar skulda samtals fjóra milljarða króna en eignir þeirra nema tæpum 26 milljörðum. Lagt er til að sóknir verði sameinaðar.

Tæpur milljarður í sektir hjá Samkeppniseftirlitinu

Á árinu 2010 sektaði Samkeppniseftirlitið níu aðila um samtals tæpan milljarð króna í fimm málum. Af þessum níu aðilum voru sjö sektaðir vegna ólögmæts samráðs, einn fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og einn fyrir brot á tilkynningaskyldu vegna samruna. Þetta kemur fram í ársskýrslu Samkeppniseftirlitsins sem var birt í dag.

Þoldi engar mótbárur

Norski landkönnuðurinn Roald Amundsen var maður ákveðinn, eins og leiðangrar hans gefa til kynna. Þau afrek sem hann vann hefðu ekki verið á færi neinnar geðluðru.

Baráttukonur menn ársins á Norðurlandi vestra

Lesendur Feykis og Feykis.is hafa valið baráttukonurnar Helgu Sigurbjörnsdóttur á Sauðárkróki og Bóthildi Halldórsdóttur á Blönduósi menn ársins 2010 á Norðurlandi vestra.

Geðhjálp: Ölmusumatargjafir eru lítilsvirðandi

Geðhjálp skorar á hjálparstofnanir að taka höndum saman við yfirvöld og móta nýtt fyrirkomulag neyðarstoðar við fátækt fólk í landinu. Í ályktun frá stjórn Geðhjálpar segir að ölmusumatargjafir með tilheyrandi biðröðum séu lítilsvirðandi fyrir það fólk sem þarf á sértækri aðstoð að halda.

Veðurstofan varar við sjávarflóðum

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun vegna hugsanlegra sjávarflóða við hafnir frá Hornbjargi og suður með Austfjörðum. Athygli er vakin á að veðurspá er mjög slæm fyrir norðanvert landið í kvöld og nótt samfara því er stórstreymt og spár um öldhæð mjög slæm.

Farsímanotkun veldur streitu hjá bílstjórum

Samkvæmt niðurstöðu viðhorfskönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu lét gera fer almennt tillitsleysi mjög í taugarnar á ökumönnum. Þar kemur einnig fram að farsímanotkun annarra ökumanna er streituvaldur hjá bílstjórum.

Gnarr: Betra að hlúa að erlendum gestum en að skjóta þá

Borgrastjórinn í Reykjavík vill frekar hlúa að erlendum gestum sem hingað koma en að skjóta þá. Á næstu dögum fer í gang alþjóðleg söfnun fyrir nokkurskonar endurhæfingarbúðum fyrir Ísbirni, en ætlunin er að koma þeim upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Öllum brennum frestað í Reykjavík í kvöld

Hátíðarhöldum í tengslum við þrettándann sem halda átti í Reykjavík í kvöld hefur verið frestað. Varað er við stormi í borginni í kvöld og því þótti óráðlegt að halda sig við áður ákveðin hátíðarhöld. Til stóð að fagna þrettándanum í Vesturbæ, í Grafarholti og í Grafarvogi.

Gunnar Rúnar fluttur á Sogn

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var á mánudag fluttur af Litla-Hrauni og á réttargæsludeildina á Sogni. Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Gunnars Rúnars, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Gunnar Rúnar er enn í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í máli hans hefst 7. febrúar.

Sjá næstu 50 fréttir