Fleiri fréttir

FÍB um Kristján: „Hann ber sig karlmannlega“

„Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra og baráttumaður fyrir hlutafélaga- og vegatollavæðingu þjóðveganna út frá höfuðborgarsvæðinu er ókátur yfir undirskriftasöfnun FÍB gegn þessu áhugamáli hans og segir félagið standa ófaglega að málum. FÍB hlýtur vitaskuld að þurfa að hugsa vel sinn gang þegar slíkur fagmaður sem hann mælir svo."

Afleitt ferðaveður á Austurlandi

Afleitt ferðaveður er á Austurlandi, ófært og stórhríð á Fjarðarheiði, Vatnsskarði eystra, Öxi , Breiðdalsheiði og á Fagradal, og óveður er í Hamarsfirði.

Lögreglan í útkall vegna gítarleiks

Lögreglan var kvödd að iðnaðarhúsnæði með íbúðarherbergjum í Höfðahverfi í Reykjavík undir morgun, þar sem íbúum var ekki svefnsamt vegna gítarleiks í einu herberginu.

Misheppnuð tilraun til flugráns

Tilraun til flugráns misheppaðist í gærkvöldi. Um var að ræða farþegavél frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines á leið frá Osló til Istanbul. 63 farþegar voru um borð.

Tveir þjófar gripnir í kvenfataverslun

Lögreglan handtók tvo þjófa í nótt eftir að þeir brutust inn í kvenfataversluln við Laugaveg í Reykjavík og voru að taka fatnað til handargagns á lager verlsunarinnar.

Játaði ránið í útibúi Arionbanka

Karlmaður um tvítugt, sem gerði tilraun til að ræna útibú Arionbanka í Árbæjarhverfi í Reykjavík í gærkvöldi, og viðhafði ógnandi tilburði við starfsmenn, gaf sig fram við lögreglu í gærkvöldi og játaði á sig verknaðinn.

Stormur skellur á flóðasvæðið í Queensland

Reiknað er með að ástandið á flóðasvæðinu í Queensland í Ástralíu muni versna í dag þar sem gert er ráð fyrir að stormur skelli á svæðið og að honum fylgi mikil úrkoma.

Kaldasti mánuður í Bretlandi undanfarin 100 ár

Desembermánuður var sá kaldasti í Bretlandi á síðustu 100 árum eða frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í upplýsingum sem breska veðurstofan hefur sent frá sér.

Fæðingamet sett á sjúkrahúsinu á Akranesi

359 börn fæddust á sjúkarhúsinu á Akarnesi á nýliðnu ári, sem er met í sextíu ára sögu stofnunarinnar. Það er 86 börnum fleira en árið áður, sem líka var met ár.

Þráðlaus net Símans liggja vel við höggi

Gæti þeir sem kaupa nettengingar hjá Símanum ekki að sér og breyti sjálfgefnum stillingum í beini (e. router) er hægur leikur að brjótast inn á þráðlaus net þeirra. Þannig gætu ókunnugir notað nettengingu þeirra til netvafurs, eða til að hlaða vafasömu efni af netinu.

Ákvörðun um áfrýjun bíður enn

Slitastjórn Glitnis hefur enn ekki ákveðið hvort frávísunarúrskurði dómarans Charles Ramos í Glitnismálinu í New York verði áfrýjað. Slitastjórnin fær að líkindum eins mánaðar áfrýjunarfrest eftir að skriflegur úrskurður liggur fyrir en sá úrskurður er hins vegar enn ekki tilbúinn.

Þekktu niðurstöður mælingar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að bæjaryfirvöld hafi vitað af díoxíni í útblæstri frá sorpbrennslunni á staðnum síðan mæling var gerð árið 2007. „Við höfum verið að vinna að úrlausn þeirra mála síðan þá. Það bendir flest til þess að við séum búin að ná díoxínmenguninni verulega niður og að íbúum hér stafi engin bráð hætta af mengun frá stöðinni.

Baráttumál Íslands

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að síðustu tvo áratugi hafi íslensk stjórnvöld lagt mikla áherslu á alþjóðlegt samstarf til að draga úr mengun sjávar af völdum þrávirkra lífrænna efna á borð við díoxín og fúran.

Sveitarfélögin sóttu undanþágu fast

Stjórnvöld fengu undanþágu frá ströngum reglum um sorpbrennslu vegna þrýstings frá sveitarfélögunum. Umhverfisráðuneytið taldi enga umhverfisvá fylgja díoxíni 2007 þar sem Umhverfisstofnun gerði engar tillögur um aðgerðir.

Kæra Hannesar til skoðunar

„Málið er til skoðunar hjá mér og ég get ekkert tjáð mig um efni þess eða framgang.“ Þetta segir Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður spurður um framgang kærumáls Hannesar Smárasonar gegn ríkissaksóknara og saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Guðjón Ólafur er settur saksóknari í málinu.

Segir alla styðja stjórnina

„Við vorum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna almennt og fara yfir grundvöllinn og stjórnarsamstarfið og fá niðurstöðu í það til þess að það væri ekkert kjaftæði í gangi um það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, að loknum þingflokksfundi í gærkvöldi.

Búist við átakaþingi vestanhafs

Repúblikanar tóku í gær við stjórnartaumunum í fulltrúadeild bandaríska þingsins á ný, eftir kosningasigur fyrir tveimur mánuðum. John Boehner settist í stól forseta fulltrúadeildarinnar í stað demókratans Nancy Pelosi, sem var fyrst kvenna til að taka við embættinu.

Tjónið af flóðunum minnst 600 milljarðar

Ástralar hafa falið hershöfðingja að stýra endurreisnarstarfinu í kjölfar flóðanna miklu í Queensland-fylki undanfarnar vikur. Queensland er miðstöð kolavinnslu í landinu en vegna flóðanna hefur þurft að loka flestum kolanámum fylkisins, yfir fjörutíu talsins, og ólíklegt er að starfsemi geti hafist þar aftur fyrr en eftir marga mánuði.

Tveir milljónaþjófar handteknir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo menn sem reyndust hafa á samviskunni innbrot í tólf fyrirtæki og geymslustaði verktaka í Hafnarfirði og Garðabæ. Talsverð eignaspjöll voru unnin á mörgum innbrotsstaðanna sem allir eru í sama hverfinu.

Nam 101 milljarði króna

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 101 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum nýliðins árs samanborið við rúma 86 milljarða á sama tímabili árið 2009, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þetta er fimmtán milljarða króna aukning á milli ára, eða 17,8 prósent.

Ríkissáttasemjari að máli Sólheima

„Við vorum sammála um að halda viðræðunum áfram undir handleiðslu ríkissáttasemjara og hann féllst á það,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmastjóri Sólheima, um samningaviðræður við sveitar­­félagið Árborg um rekstur stofnunarinnar.

Útiloka kulda og flugelda sem orsök

„Þetta er alveg stórfurðulegt. Ég hef aldrei heyrt um svona lagað,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur, sem hefur starfað við rannsóknir á sviði veðurfræði í hálfa öld. Veturinn hefur verið óvenju kaldur í Svíþjóð, þar sem 100 krákur drápust á þriðjudagskvöld, en þó segir Þór afar ólíklegt að fu

Regluverkið er meingallað

Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Umís ehf. Environice, segir að díoxín og fúrön hafi töluverða sérstöðu meðal algengustu mengunarefna vegna þess hversu alvarleg og langvinn áhrif þau geti haft á lífríkið og heilsu fólks.

Vill endurhæfingabúðir fyrir ísbirni í Laugardal

Borgarstjóri ætlar að standa fyrir því að reistar verði endurhæfingarbúðir fyrir ísbirni sem hafa hrakist hingað til lands verði reistar í Húsdýragarðinum í Laugardal. Hann vill að verkefnið verði fjármagnað með alþjóðlegri söfnun en ekki skattfé.

Meintur bankaræningi handtekinn

Tvítugur karlmaður hefur verið handtekinn vegna ránstilraunar í útibúi Arion banka í morgun. Lögreglan segir að vegna upplýsinga sem almenningur hafi komið á framfæri við lögreglu hafi leitt til þess að karlmaðurinn hafi verið handtekinn og hafi hann játað verknaðinn. Hann gistir nú fangageymslur lögreglu, segir á fésbókarsíðu lögreglunnar.

Auknar efasemdir um ESB innan VG

„Þetta er náttúrlega upphafsfundur frekar en einhver lokafundur enda eru svona stórmál ekki kláruð á stuttum fundi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, um þingflokksfundinn sem fór fram í kvöld.

Ekki þörf á nýjum stjórnarsáttmála

Árni Þór Sigurðsson, formaður þingflokks VG, segist ánægður með þingflokksfundinn sem haldinn var í kvöld. „Við fórum yfir stöðuna í stjórnmálum og hjá okkur og hvað hefur á dagana drifið ef svo má að orði komast,“ segir Árni. Ný efnahagsstefna sem taki við þegar AGS fer og Evrópusambandsmál.

Segir vegtolla algerlega óásættanlega

Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.

Þingflokksfundi lokið

Þingflokksfundi VG lauk um sjöleytið í kvöld. Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokksins, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisúvarpsins að þingflokkurinn stæði saman. Hann sagði að skoðanaskipti hefðu verið hreinskiptin á fundinum. Vísir hefur reynt að ná tali af Árna, en án árangurs.

Talsmaður Bandaríkjaforseta hættir

Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, hefur tilkynnt starfsfólki sínu að hann ætli að hætta störfum í Hvíta húsinu fyrir lok febrúar. Gibbs ætlar þó áfram að vera sjálfstæður ráðgjafi fyrir forsetann og starfsfólk hans í Hvíta húsinu. Sem slíkur mun hann undirbúa endurkjör forsetans en kosningar fara fram árið 2012. Gibbs hefur unnið fyrir Obama síðan hann var öldungadeildarþingmaður. Ekki liggur fyrir hver mun taka við af Gibbs.

Gengislán íbúða enn í óvissu

Þrátt fyrir nýsett gengislög viðskiptaráðherra virðist alger óvissa enn ríkja um hvað þúsundir heimila skulda í gengistryggð húsnæðislán. Fordæmisgefandi mál gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum fer fyrir Hæstarétt eftir 2 vikur, niðurstaðan gæti breytt endurútreikningi á gengistryggðum húsnæðislánum.

Hjólhýsi fauk á hliðina

Hjólhýsi fauk á hliðina í Grafarvogi um hádegisbil í gær. Óhappið átti sér stað á bifreiðastæði við fjölbýlishús en talsvert rok var í borginni þegar þetta gerðist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sakaði engan en hjólhýsið er mikið skemmt.

BUGL fékk tvær bifreiðar til eignar

Klúbbfélagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn afhentu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans til eignar tvær bifreiðar, Renault Trafic og Renault Clio, sem Fjörgyn hefur haft á rekstrarleigu undanfarin 3 ár.

Ofbeldismaður framseldur til Póllands

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framsal á pólskum karlmanni til heimalands síns. Maðurinn hafði gerst sekur um líkasmárás, ásamt öðrum manni. Auk þess hótaði hann tveimur mönnum lífláti og að kveikja í húsi þeirra þannig að mennirnir óttuðust um líf sitt og heilbrigði.

Forsetinn fær viðurkenningu frá Rússum

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók í dag við minnispeningi og heiðursviðurkenningu sem forseti Rússlands Dmitry Medvedev og sérstök minningarnefnd um síðari heimsstyrjöldina hefur ákveðið að veita forsetanum. Peninginn fær hann vegna stuðnings við viðburði og athafnir sem tengjast varðveislu sögu föðurlandsstríðsins mikla en svo nefna Rússar síðari heimsstyrjöldina.

Í varðhald fyrir að hóta vitnum í hrottafengnu pyntingarmáli

Karlmaður á Akureyri var úrskurðaður í gæsluvarðhald um áramótin eftir að hann hótaði vitni í þeim tilgangi að hafa áhrif á vitnisburð hans vegna hrottalegs ofbeldismáls sem verður réttað í þann 7. janúar næstkomandi. Þá hafði lögreglan einnig afskipti af manninum eftir að hann gekk í skrokk á sambýliskonu sinni og vinkonu hennar sama kvöld.

Þekkið þið ræningjana | Myndir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir mönnum sem gerðu tilraun til bankaráns í Arion banka í Árbænum í morgun.

Bað fréttamenn að sýna tillitssemi

Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, var lítið tilbúinn að tjá sig um efni þingflokksfundarins í samtali við fréttamann sem var á staðnum. „Það er fundarhlé," sagði hann.

Réttað í fjóra daga yfir hrottum

Fyrirtaka fór fram í máli þriggja manna sem ákærðir eru fyrir hrottalega árás á 64 ára gamlan karlmann, eiginkonu hans og dóttur í Reykjanesbæ í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þar var meðal annars ákveðið að verja fjórum dögum í aðalmeðferð málsins, sem þykir óvanalega langur tími fyrir sakamál.

Ákærður fyrir að smygla amfetamíni í skópörum

Serbneskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til þess að smygla tæpu kílói af amfetamíni til landsins á síðasta ári. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, kom hingað til lands 9. nóvember. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir