Fleiri fréttir

Lagaprófessorar ekki einhuga um túlkun

Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings.

Eldur í gróðurhúsi - óttast um tómatauppskeru

Eldur kviknaði í rafmagnstöflu í gróðurhúsum að bænum Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð um klukkan sex í morgun. Slökkviliðið á Laugarvatni var kallað á vettvang en þegar það kom höfðu heimamenn náð að slá á eldinn.

Sonur Mubaraks flýr land

Sonur Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, flúði land í gær samkvæmt arabískum fjölmiðlum eftir að óeirðir brutust út í Kairó með þeim afleiðingum að þrír létust og þúsundir slösuðust.

Selja börn óléttra kvenna

Búlgarska lögreglan hefur upprætt mansalshring þar í landi sem flytur þungaðar konur til Egyptalands þar sem þær eru neyddar til þess að eignast börnin og þau svo seld.

Þrír látnir og þúsundir slasaðir eftir mótmæli í Kairó

Að minnsta kosti þrír létust í ofbeldisfullum mótmælum í Kairó í Egyptalandi í gær en lögreglan batt í nótt enda á óeirðirnar. Skipuleggjendur mótmælanna segja óeirðirnar í gær marka upphafið af endinum á valdatíð núverandi stjónrvalda.

Hljóp með stolnar matvörur í fangið á lögreglunni

Mörg lögbrot hlóðust í einu vettvangi upp í fangið á lögreglunni á Selfossi í gær þegar hún ætlaði að hafa afskipti af konu á bíl fyrir utan verslun Krónunnar, vegna gruns um fíkniefnaakstur.

Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna

Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna.

Lögreglan vildi ekki hneyksla almenning

Hæstiréttur felldi úr gildi í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni á þrítugsaldri sem var handtekinn á Leifsstöð með um 4 kg af fíkniefnum í ferðatösku. Lögreglan krafðist þess að maðurinn yrði í gæsluvarðhaldi til að særa ekki réttarvitund almennings og valda hneykslun í samfélaginu.

Gerir það gott í Hollywood

Nánast önnur hver manneskja í Hollywood er leikari svo lífsbaráttan snýst um að vinna sig áfram og þá gildir dugnaður, ákveðni og vinnusemi," segir Andrea Ösp, sem hefur búið í Los Angeles í þrjú ár.

Peter Habeler með fyrirlestur um háfjallagöngur

Peter Habeler, einn frægasti fjallgöngumaður allra tíma, verður heiðursgestur og fyrirlesari á ráðstefnu 66°Norður og Félags Íslenskra Fjallalækna um háfjallagöngur sem verður haldin í Háskólabíói á morgun, miðvikudaginn 26. janúar kl. 20.

Segir íhaldið hrætt við auðlindaákvæði

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í lokaræðu sinni á Alþingi í kvöld að íhaldið væri „skíthrætt" við að komið yrði á ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindirnar eigi að vera í þjóðareign. Það væri dapurlegt að það hlakki í stjórnarandstöðunni vegna ákvörðun Hæstaréttar.

Sveik rándýran páfagauk af Furðufuglum

Nítján ára piltur hefur verið ákærður fyrir fjölmörg þjófnaðar- og fjársvikamál. Meðal annars er hann ákærður fyrir að hafa svikið út páfagauk, búr og fóður fyrir rúmlega hálfa milljón úr versluninni Furðufuglum. Gaukurinn er af sjaldgæfri tegund, svokallaður grænvængjaður arnpáfi, og með dýrari fuglum í heimi. Hann sveik pilturinn út á stolið greiðslukortanúmer í gegnum síma og nefndi hann Húgó.

Gæsluvarðhaldi yfir raðþjófi staðfest

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 18 ára pilti sem stöðvaður var í bifreið fullri af þýfi þann 16. janúar síðastliðinn. Í rökstuðningi lögreglunnar kemur fram að rannsókn málsins hafi undið upp á sig og pilturinn sé grunaður um aðild að fjölda innbrota og þjófnaða á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði.

Símnotkun minnkar þegar landsliðið spilar

Greina má umtalsverðan mun á símnotkun Íslendinga á meðan á leikjum íslenska landsliðsins stendur yfir. Tölur frá vodafone sýna að símnotkunin snarminnkar á meðan íslenska landsliðið er við leik.

Vega upp minnkandi akstur með auknum álögum

Olíufélögin hafa hækkað álagningu sína um ríflega fjórar krónur á þessu ári miðað við meðalálagningu á síðasta ári. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir olíufélögin og ríkið reyna að bæta upp fyrir minni akstur með auknum álögum

Nígerusvindl í sms formi

Nígeríusvindlarar hafa náð tökum á SMS tækninni og sendu skilaboð á fjölmarga Íslendinga í nótt. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir slík skilaboð sífellt algengari og erfitt sé að fyrirbyggja þau.

Mikil verðhjöðnun milli mánaða

Greiningardeildir spá því einróma að mikil verðhjöðnun mælist milli mánaða. Ástæðan er einkum róttækar breytingar á því hvernig vísitalan er mæld, án þess að verðlag lækki raunverulega til samræmis.

„Til hamingju með daginn ríkisstjórn“

Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að öll ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp varðandi stjórnlagaþingið hvíli hjá ríkisstjórninni og sérstaklega hjá „barnsmóður“ stjórnlagaþingsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

„Forseti, nú kjósum við bara aftur“

Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á Alþingi í dag að mikilvægasta málið núna væri að stjórnlagaþingið yrði haldið og að Íslendingar fái róttæka endurskoðun á stjórnarskránni.

Stjórnlagaþingið er langhlaup

Róbert Marshall, formaður Allsherjarnefndar, sagði ekki möguleika í stöðunni að stjórnlagaþing yrði tekið af dagskrá. Það hefði alltaf legið fyrir að stjórnlagaþingið væri langhlaup og þingið megi ekki gefast upp.

Jóhanna hlýtur að íhuga stöðu sína

Ólöf Nordal þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hljóti að íhuga stöðu sína eftir úrskurð Hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings sé ógild.

„Tökum ekki stjórnlagaþingið frá þjóðinni“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við stjórnlagaþingið. Jóhanna flutti munnlega skýrslu um þá stöðu sem nú er komin upp eftir að Hæstiréttur lýsti kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Hún fór yfir ástæðurnar sem Hæstiréttur taldi grundvöllur fyrir ógildingu og benti á að fyrst og fremst væri fundið að vinnulagi við framkvæmd kosninganna en ekki lögin sjálf. Hún benti á að ekkert af þeim atriðum sem Hæstiréttur tilgreindi hafi komið fram sem raunveruleg vandamál við framkvæmdina.

„Niðurstaðan hefði ekki orðið önnur"

Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, sagði á Alþingi að grundvallaratriðið í umræðunni um dóm Hæstaréttar væri það að á engum manni hefði verið brotið og niðurstaða kosningarinnar hefði ekki orðið önnur þó annað fyrirkomulag hefði verið haft á.

Þingfundi frestað til klukkan fimm

Þingfundi var frestað í dag þegar fregnir bárust af ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Fundur átti að hefjast að nýju klukkan fjögur en honum hefur nú verið frestað til klukkan fimm.

Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“

Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans.

Hörð átök í Kaíró - táragasi beitt

Þúsundir mótmæla í Kairó í Egyptalandi í einhverjum fjölmennustu mótmælum sem fram hafa farið í Mið-Austurlöndum. Hörð átök brutust út í dag þegar mótmælendum og lögreglu lenti saman. Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur, sem eru andvígir stjórn Hosni Mubaraks, sem hefur stjórnað Egyptalandi í 30 ár.

Inga Lind: „Við verðum að fá svör strax“

„Ég vil fá viðbrögð frá stjórnvöldum sem allra fyrst, ekki seinna en í dag," segir Inga Lind Karlsdóttir, þingmaður á stjórnlagaþingi. Hæstiréttur úrskurðaði í dag að kosning til stjórnlagaþings væri ógild vegna annmarka.

„Fyrstu viðbrögð vonbrigði“

„Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega vonbrigði, þetta kemur mjög á óvart, en það getur allt gerst þegar svona er annars vegar," segir Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings aðspurður um fyrstu viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningar til stjórnlagaþings.

Kosning til stjórnlagaþings ógild

Kosningin til stjórnlagaþings, sem fram fór í nóvember síðastliðnum, er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem tók ákvörðun í málinu í dag.

Almenningur á rétt á að kynna sér símtalið

„Ég vil að öll gögn verði birt nú þegar, það eru ýmsir fleiri sem vilja það innan Fjárlaganefndar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í Fjárlaganefnd, á Alþingi í dag.

Trúnaði af símtali Davíðs og Kings verði aflétt

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að hann hefði óskað eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á að trúnaði af samtali Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, verði aflétt.

Tekinn tvisvar fyrir hraðakstur og keyrði síðan útaf

Karl á fertugsaldri var tekinn fyrir hraðakstur á Miklubraut á laugardagskvöld en bíll hans mældist á 127 km hraða á þeim hluta vegarins þar sem er 80 km hámarkshraði. Í tilkynningu frá lögreglu segir að slíkt sé varla í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að sami maður var tekinn aftur rúmlega hálftíma síðar á 123 kílómetra hraða. Þá gaf hann þá afsökun að hann væri að flýta sér í bíó, að sögn lögreglu.

Þúsundir mótmæltu Mubarak

Þúsundir manna söfnuðust saman á götum Kairó, höfuðborgar Egyptalands í dag, og kröfðust afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins.

Uppsagnirnar óhjákvæmilegar

Eimskip segir í tilkynningu að uppsagnir þriggja kvenna sem hafa starfað í Herjólfi sem þernur í mörg ár hafi verið óhjákvæmilegar. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá þremur konum sem þurftu að taka á sig fleiri störf en áður og án hærri launa, eftir að hreinsurnarteymi ferjunnar var sagt upp störfum eftir áramót.

Könnun MMR: Helmingur vill kjósa aftur um Icesave

Helmingur landsmanna vill þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtt Icesave samkomulag en hinn helmingurinn vill að Alþingi taki ákvörðun í málinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR þar sem kannað var hvort ákvarðanataka nýs Icesave samnings ætti að vera eingöngu í höndum Alþingis eða hvort bera ætti samninginn aftur undir þjóðaratkvæði.

Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar

Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar Þórarinssonar, sem hefur verið týndur frá því fyrir jól. Björgunarsveitarmenn leituðu að honum um þarsíðustu helgi en lögregla segir ekkert hafa verið ákveðið með frekari leit.

Sjá næstu 50 fréttir