Fleiri fréttir

Heldur færri á ferð um hálendið

Heldur færri ferðamenn fóru um hálendið í sumar en undanfarin sumur samkvæmt mati björgunarsveitarmanna sem sinntu vakt á hálendinu. Aðstoðarbeiðnir voru litlu færri en í fyrra.

Óttast um 50 þúsund fanga

Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin.

Tom Jones á spítala

Stórsöngvarinn Tom Jones þurfti að fara á spítala í Mónakó í gær vegna alvarlegrar ofþornunar. Tom, sem er 61 árs gamall, er á tónleikaferðalagi og átti að spila í gærkvöldi í borginni. Tónleikunum var aflýst og þegar fóru kjaftasögur á kreik um að hann hefði fengið hjartaáfall.

Flæðir yfir götur borgarinnar

Sjór hefur flætt yfir bakka sína á Manhattan og víðar vegna Írenu sem hefur nú verið flokkaður sem hitabeltisstormur samkvæmt frétt Daily Telegraph um málið.

Mikið um smáskjálfta nærri Mýrdalsjökli

Talsvert hefur verið um smáskjálfta nærri Mýrdalsjökli en stærsti skjálftinn mældist 2,3 á richter en upptök hans voru um tveimur kílómetrum vest-suðvestur af Goðabungu.

Sér ekki ástæðu til þess að stofna rannsóknarnefnd

Varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis hefur ekki nokkra trú á að þingstyrkur sé fyrir skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka stuðning Íslands við aðgerðirnar í Líbíu. Hún segist ekki geta séð annað en að meirihluti hafi verið fyrir þessum stuðning á Alþingi.

Dregur úr Írenu - hætta á flóðum

Fellibylurinn Írena er genginn á land í New Jersey, nærri New York borg. Samkvæmt fréttum Daily Telegraph þá hefur dregið talsvert úr fellibylnum og íhuga vísindamenn að flokka hann sem hitabeltisstorm, áður var fellibylurinn í flokknum tveimur sem er gríðarlega sterkur bylur.

New York eins og draugaborg

Að minnsta kosti níu eru látnir og milljónir manna eru enn án rafmagns á meðan fellibylurinn Írena heldur áfram ferð sinni upp austurströnd Bandaríkjanna í átt að fjölmennustu borg landsins, New York.

Snarpur skjálfti nærri Heklu í morgun

Jarðskjálfti upp á 2,4 á richter varð skammt frá Heklu á áttunda tímanum í morgun. Upptök skjálftans má rekja til þekkts sprungusvæðið og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu bendir ekkert til þess að það séu hræringa í eldfjallinu, sem er aðeins fimmtán kílómetrum vestan frá upptökum skjálftans.

Tveir gistu fangageymslur á Akureyri

Tveir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt en þar fór fram Akureyrarvaka um helgina. Hátíðin tókst með eindæmum vel að sögn lögreglu og eru þeir sáttir við helgina.

Farsími í rassvasa stöðvaði byssukúlu

Kona í Colarado Springs í Bandaríkjunum heldur því fram að farsíminn hennar, sem hún geymdi í rassvasanum, hafi bjargað lífi sínu samkvæmt fréttasíðunni Gazette.com.

Borgin leggur dagsektir á eigendur húsa

Dagsektir verða lagðar á eiganda hússins að Þingholtsstræti 29a í Reykjavík vegna seinagangs við framkvæmdir samkvæmt fréttastofu RÚV. Eigendur hússins er eignarhaldsfélag í eigu Ingunnar Wernersdóttur.

Milljarða hagsmunir í húfi

Milljarðar sparast í gjaldeyri náist það markmið að draga úr innflutningi jarðefnaeldsneyta um tíu prósent árið 2020. Þá mun innlend framleiðsla skila umtalsverðu í framlegð. Orkuskipti draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

20 ár frá staðfestingu á sjálfstæði

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, buðu Daliu Grybauskaitë, forseta Litháens, í heimsókn í Höfða í gærmorgun. Þá voru tuttugu ár liðin frá því að viðurkenning Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja var staðfest með athöfn í Höfða.

Lenti í Keflavík vegna reyks í flugstjórnarklefa

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í nótt eftir að tilkynnt hafði verið um reyk í flugstjórnarklefa farþegaþotu frá United Airlines sem var á leið frá Washington til London. Um borði voru 181 og var ákveðið að lenda í Keflavík. Samhæfingarmiðstöð Ríkislögreglustjóra var virkjuð og tiltækt slökkvi- og sjúkralið sett í viðbragðsstöðu. Vélin lenti síðan heilu og höldnu klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun og var hættustiginu þá aflétt.

Brotið gegn eignarrétti landeigenda

Brotið er gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti eigenda sjávarjarða verði kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum, að því er fram kemur í umsögn Samtaka eigenda sjávarjarða um frumvarpið.

Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar

Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt.

Bylgjan verið í loftinu í 25 ár

„Ég hlustaði alltaf á Bylgjuna þegar hún byrjaði. Þá var ég sölumaður hjá Myllunni árið 1986 og ók með kökur og brauð um Suðurnesin á daginn. Á kvöldin var ég plötusnúður og lét mig dreyma um að verða útvarpsmaður á Bylgjunni,“ segir Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar.

Samningi við miðstöð bjargað

Ríkisstjórnin ákvað einróma á fundi sínum í gær að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt. Var þetta gert að tillögu innanríkisráðherra.

Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu.

Brunnu inni í spilavíti í Mexíkó

Að minnsta kosti 52 eru látnir í Norður-Mexíkó eftir að kveikt var í spilavíti í borginni Monterrey um miðjan dag á fimmtudag. Vopnaðir menn réðust inn í spilavítið þar sem um 100 manns voru samankomnir, bæði starfsfólk og gestir. Samkvæmt sjónarvottum helltu þeir bensíni á gólf og sögðu fólki að koma sér út. Margir hræddir gestir og starfsmenn flúðu hins vegar lengra inn í bygginguna og urðu innlyksa þar. Mörg lík fundust meðal annars á salernum staðarins, þar sem fólk hafði læst sig inni til að forðast byssumennina. Fregnir hafa einnig hermt að neyðarútgangar hafi verið læstir.

Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins

Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað.

Efnahagsmál í brennidepli

Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember.

Stjarna úr demanti

Ástralskir geimvísindamenn hafa komið auga á nýja stjörnu sem virðist gerð úr demanti. Stjarnan er í um 4000 ljósára fjarlægð nálægt miðju vetrarbrautarinnar. Þetta kemur fram í á vefmiðli The West Australian.

Jóhanna ræddi við forseta Litháen

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddi við forseta Litháen, Daliu Grybuskaité, um aðildarviðræður Íslands að ESB, efnahagsmál og samstarf ríkjanna tveggja yfir kvöldverðarborði á Þingvöllum í kvöld.

Undrameðal Berlusconi er jurtate

Hinn fjörmikli forsætisráðherra Ítala,Silvio Berlusconi, hefur ljóstrað upp leyndarmálinu á bak við krafta sína, jafnt pólitíska sem aðra. Undrameðalið er jurtate. Þetta tilkynnti hann eftir að hann horfði á fótboltalið sitt, AC Milan, vinna sigur á erkifjendunum í Juventus.

Búrhvalur syndir upp á strönd

Baðstrandargestir á Norður-Spáni áttu undarlegan morgun, en þegar þeir mættu á ströndina hafði 15 metra löngum búrhval skolað þar á land. Hann var enn á lífi þegar menn komu að honum, en var svo gríðarlega stór að dráttarbátur gat ekki komið honum aftur á flot. Hann dó fljótlega eftir að hann fannst.

Þrisvar kveikt í sama húsi

Þrisvar sinnum hefur verið kveikt í sömu nýbyggingu í miðborg Reykjavíkur á síðustu tveimur vikum. Slökkviliðsstjóri segir ástandið á byggingarreitum í miðbænum slæmt, skemmdarverk séu unnin og eldhætta sé mikil.

Loftárásir í fæðingabæ Gaddafi

Breskar orrustuþotur gerðu í nótt loftárásir á bæinn Sirte í Líbíu, sem er eitt síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafís, einræðisherra. Uppreisnarmenn undirbúa nú allsherjar árás á bæinn.

Staðan hjá Kvikmyndaskólanum

33 milljónir vantar upp á tilboð ríkisins til Kvikmyndaskólans svo að hann geti haldið starfsemi sinni áfram í óbreyttri mynd. Margir nemendur við skólann munu lenda í vandræðum næstu mánaðarmót þar sem þeir fá ekki greidd námslán.

Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana

Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar.

Fíkniefni í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í dag fjóra aðila vegna fíkniefna. Rúm fimmtíu grömm af maríjúana fundust á herbergi þeirra á gistiheimili í Vestmannaeyjum. Fíkniefnahundurinn Luna fann einnig lítilræði til viðbótar í bifreið þeirra.

Irene sögulegur fellibylur

"Allt bendir til þess að Irene verði sögulegur fellibylur," sagði Barack Obama, bandaríkjaforseti, á blaðamannafundi fyrr í dag og hvatti fólk til að undirbúa sig vel fyrir komu fellibylsins.

Velferðarráðuneytið veitir ekki undanþágur

Í tilkynningu Velferðaráðuneytisins frá því er dag kemur fram að ráðuneytið getur ekki veitt undanþágur frá ákvæðum lyfjalaga. Samkvæmt ákvæðum laganna þurfa minnst tveir lyfjafræðingar að vera við störf í apótekum á afgreiðslutímum.

Ísland útskrifað frá AGS

Ísland er fyrsta ríkið til að útskrifast úr efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í yfirstandandi alþjóðafjármálakreppu. Forsætisráðherra segir viðsnúning efnahagslífsins kraftaverki líkast.

Opið hús í Þjóðleikhúsinu

Boðið verður uppá skoðunarferðir baksviðs, hestakerruferðir, barnasýningar á Stóra sviðinu, grillaðar pylsur, búningamátun og andlitsmálningu í Þjóðleikhúsinu á morgun, laugardag. Húsið verður opið frá 14:00 til 17:00 og forsetinn og prinsessan úr Ballinu á Bessastöðum taka á móti gestum með söng og skemmtilegheitum.

Nubo vill þakka fyrir lopapeysu

Áform kínverska auðmannsins Nubo, um tugmilljarða fjárfestingu í íslenskri ferðaþjónustu, þarfnast kyrfilegrar skoðunar, að mati Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Sjálfur segist Nubo vilja með þessu þakka fyrir íslenska lopapeysu sem honum var gefin fyrir þrjátíu árum og stefnir að því að gera Ísland að miðstöð kínverskra ferðamanna á leið til Norðurlanda.

Hagnaður hjá Byr

Byr hagnaðist um ellefu hundruð milljónir króna á síðasta ári. Hagnaður skýrist aðallega af endurmati á eignum. Ekki liggur fyrir hversu mikið ríkið fær endurgreitt af 900 milljóna króna fyrirgreiðslu til Byrs.

Laug Gaddafi um andlát dóttur sinnar?

Hingað til hefur verið fullyrt að kjördóttir Gaddafis, leiðtoga Líbíu, hafi farist í sprengjuárás árið 1986. En nú hafa fundist vísbendingar um að hún hafi alls ekki farist, heldur sé enn á lífi. Dóttirin heitir Hana og er sögð hafa týnt lífi í loftárás Bandaríkjamanna á Trípolí, höfuðborg Líbíu, árið 1986.

Níu milljóna afgangur af rekstri spítalans

Níu milljóna tekjuafgangur var af rekstri Landspítalans á fyrri helmingi ársins. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, gerir þetta að umtalsefni í fjölmiðlapistli sínum.

Háskólalestin stoppar á morgun

Háskólalestin lýkur yfirferð sinni um landið með pompi og prakt og heimsækir tvö bæjarfélög með vísindi, fjör og fræði á morgun, laugardaginn 27. ágúst. Sandgerði og Seltjarnarnes eru áningarstaðirnir og þar verður boðið upp á góða skemmtun og fræðslu fyrir alla fjölskylduna.

Sjá næstu 50 fréttir