Fleiri fréttir Hringvegurinn er enn lokaður við Svignaskarð Hringvegurinn er enn lokaður við Svignaskarð í Borgarfirði eftir að vatnsagi rauf hann í fyrrinótt. Þar stíflaðist ræsi, með fyrrgreindum afleiðingum, og ætlar Vegagerðin að setja mun afkastameira ræsi í staðinn. 19.2.2008 07:16 Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18.2.2008 20:30 Lýst eftir ungri stúlku Lögreglan lýsir eftir Sigrúnu Maríu Líndal. Hún er fædd árið 1994 og er klædd í brúna hettupeysu, gallabuxur og er með dökkt millisítt hár. Hún er 160 sm á hæð. 18.2.2008 23:15 Lögreglan kölluðu til vegna unglinga í Kringlunni Lögreglan var kölluð til vegna óláta í unglingum í Kringlunni rétt fyrir klukkan 16:00 í dag. Var einhver hópamyndun í Kringlunni en ekki kom til óláta. 18.2.2008 22:15 Þriggja ára áætlun borgarinnar kynnt á morgun Mikill stormur hefur verið í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarið. Á morgun verður hinsvegar þriggja ára áætlun borgarinnar kynnt. 18.2.2008 20:04 Haldið sofandi í öndunarvél Annar piltanna sem lenti í hörðum árekstri á Akranesi seinni partinn í dag er haldið sofandi í öndunarvél. Líðan hans er stöðug að sögn vakthafandi læknis. 18.2.2008 19:52 Samningar ASÍ aldrei fyrirmynd að kennarasamningum Kjarasamningar Alþýðusambandsins við atvinnurekendur verða aldrei fyrirmynd að samningum við kennara, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Sterkari aðgerðir þurfi til að stöðva flóttann úr stéttinni. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir ríkið ekki geta tekið upp hráa samningastefnu atvinnurekenda. 18.2.2008 19:07 Mjólkurvörur gætu hækkað um allt að 20 prósent Verðhækkun á áburði og fóðri gæti orðið til þess að stærstu kúabú landsins fari á hausinn. Viðbúið er að mjólkurvörur til neytenda hækki um allt að 20% vegna ástandsins. 18.2.2008 18:41 Datt af þaki og handleggsbrotnaði Maður féll afturfyrir sig fram af þaki þar sem hann var við vinnu í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. 18.2.2008 18:29 Hringvegurinn ekki opnaður fyrr en á morgun Hringvegurinn, sem lokaður er við Svignaskarð í Borgarfirði vegna vatnaskemmda verður ekki opnaður fyrr en um miðjan dag á morgun, þriðjudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 18.2.2008 18:20 Niðurstöðu í flóttarannsókn að vænta í fyrramálið Lögreglan vill ekki gefa neitt upp í tengslum við rannsókn á flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar fyrr en í fyrramálið. 18.2.2008 17:28 Fleiri konur en karlar smituðust af HIV í fyrra Þrettán einstaklingar greindust með HIV-smit á síðasta ári samkvæmt því sem fram kemur í nýjasta hefti Farsóttarfrétta frá Landlæknisembættinu. Þá greindust óvenjumargir með lifrarbólgu B á síðasta ári. 18.2.2008 17:13 Jón Baldvin: Ekki eftir neinu að bíða varðandi Kosovo Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ekki eftir neinu að bíða fyrir Íslendinga með að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt að hafa verði samráð við Norðurlöndin í málinu. 18.2.2008 17:05 Segjast ekki tengjast heimasíðu til höfuðs Steinþóri Starfsfólk sölu og markaðsdeildar Sláturfélags Suðurlands segist í yfirlýsingu ekki standa fyrir heimasíðunni slaturfelagid.com sem sett hefur verið á laggirnar til höfuðs forstóra SS, Steinþóri Skúlasyni. 18.2.2008 16:40 Norðmenn kláruðu nær allan loðnukvóta sinn við landið Norsku loðnuveiðiskipin sem voru við veiðar hér við land veiddu nær allan kvóta sinn eftir því sem Landhelgisgæslan greinir frá. 18.2.2008 16:29 Sekt og svipting fyrir að aka undir áhrifum Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sviptur ökuréttindum í tvö ár og dæmdur til þess að greiða 180 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa í september í fyrra ekið undir áhrifum tetrahýdrókannabínólsýru. 18.2.2008 16:23 Langt á eftir nágrannaþjóðum í þjónustu við geðfatlaða Formaður Geðlæknafélags Íslands segir Íslendinga langt á eftir nágrannaþjóðunum í þjónustu við geðfatlaða og kallar eftir því að yfirvöld fari að sinna þessum hópi í stað þess að minnka við það þjónustuna eins og nú sér gert. 18.2.2008 15:59 Þungt haldinn á gjörgæslu eftir bílslys á Akranesi Bíl var ekið á miklum hraða á hús við Vesturgötu á Akranesi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir voru í bílnum. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en að sögn lögreglu voru þeir báðir meðvitundarlausir þegar að var komið og meiðsl þeirra talin alvarleg. 18.2.2008 15:42 Rannsókn á flótta Annþórs ætti að ljúka í dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvað fór úrskeiðis á föstudaginn var þegar Annþóri Kristjáni Karlssyni tókst að flýja úr klefa sínum á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Reiknað er með að málið skýrist seinnipartinn í dag. Klefinn hans var ólæstur og undir morgun fór hann fram á gang, náði sér í kaðalspotta og braut rúðu á ganginum. Síðan lét hann sig síga niður og fór huldu höfði fram eftir degi. 18.2.2008 14:21 Engin ákvörðun um hvort þrennt verður ákært vegna flótta Ekki hefur verið ákveðið hvort þrjár manneskjur sem handteknar voru í tengslum við flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangageymslu lögreglunnar á föstudag verði ákærðar. 18.2.2008 14:13 Mánaðar fangelsi fyrir að skalla kynsystur sína Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítuga konu í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ýtt annarri konu upp að húsvegg og skallað hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún marðist nokkuð. 18.2.2008 13:49 Varar verslunarfólk við stolnum kortum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir afgreiðslufólki að skoða vel myndir á bakhlið greiðslukorta til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar misnoti kort sem þeir eiga ekki. 18.2.2008 13:06 Stofna ný samtök gegn kvótakerfinu 34 sjómenn hafa gengið í ný samtök sem stofnuð voru á Akureyri í gær. Þeir undirbúa aðgerðir gegn óréttlátu kvótakerfi og munu jafnvel róa í trássi við lög. 18.2.2008 12:59 Með ólíkindum að fólk hafi sloppið ómeitt Sjónarvottar segja það með ólíkindum að allir skuli hafa sloppið ómeiddir þegar þrír bílar lentu í hörðum árekstri á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. 18.2.2008 12:50 Úrslitatilraun til þess að finna loðnu við landið Úrslitatilraun til að finna meira af loðnu við landið á þessari vertíð hófst í morgun með tveimur hafrannsóknaskipum og þremur loðnuskipum. Endanleg niðurstaða gæti legið fyrir á miðvikudag. 18.2.2008 12:37 Kosovo-Albanar á Íslandi fagna sjálfstæði héraðsins Á bilinu fjögur til fimm hundruð Kosovo-Albanar eru búsettir á Íslandi. Þeir fögnuðu sjálfstæði héraðsins frá Serbíu í fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi. 18.2.2008 12:33 Lýsir áhyggjum af stöðu ríkissjóðs Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, fagnar því að samningar hafi náðst á vinnumarkaði en lýsir yfir áhyggjum af stöðu ríkissjóðs í ljósi breytinga á markaði og síðustu fjárlagagerðar. 18.2.2008 12:10 Heimasíða til höfuðs Sláturfélagsforstjóra Jónas Jónsson, stjórnarformaður Sláturfélags Suðurlands, segir að nokkrir óánægðir starfsmenn, sem nýlega hafi sagt upp hjá fyrirtækinu, vinni nú gegn því og reyni að skapa leiðindi. Heimasíða var stofnuð til höfuðs forstjóranum í gær. 18.2.2008 12:07 Skjár einn sækir líka í sig veðrið Skjá miðlar, móðurfélag Skjás eins, gera athugasemdir við viðtal sem birtist í Fréttablaðinu í morgun við Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. Í viðtalinu er því haldið fram að í nýrri áhorfsskönnun Capacent Gallup hafi Skjár einn mælst með minna áhorf en áður. Þetta er alrangt að sögn Skjá miðla. 18.2.2008 11:57 Mótmæla því að frekar sé þrengt að endurhæfingu geðsjúkra Stjórn Geðlæknafélags Íslands hvetur stjórnvöld eindregið til þess að hætta við að loka starfsendurhæfingur Bergiðjunna við Kleppsspítala og að breyta deild 28 í Hátúni 10 úr sólarhringsdeild í dagdeild. Segir félagið heilsu 60-80 manna stefnt í voða ef síðarnefndu áformin verða að veruleika. 18.2.2008 11:55 Fann nýræktað marijúana í húsi í Hveragerði Lögreglan á Selfossi fann tæp tuttugu grömm af nýlega ræktuðu marijúana, kannabisfræ og áhöld til fíkniefnaneyslu við húsleit í Hveragerði á laugardagskvöld. 18.2.2008 11:32 Sagan gekk ekki upp hjá ölvuðum ökumanni Hvorki meira né minna en átta ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna um helgina og fjórir fyrir ölvunarakstur. 18.2.2008 11:21 Tíu ára á fjórhjóli á götum Stokkseyrar Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af óvenju ungum ökumanni á Stokkseyri á föstudag en þar fór hann um göturnar á fjórhjóli. 18.2.2008 11:17 Rýrt framlag ríkisstjórnarinnar í kjaramálum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir framlag ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga rýrt og segir að þungi gagnrýninnar muni aukast þegar menn átti sig á því hvað framlag hennar er lítið. 18.2.2008 11:03 Norðmenn opna heimasíðu um þyrlukaup Norsk yfirvöld hafa opnað sérstaka heimasíðu um samstarf þeirra og Íslendinga um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrlna. 18.2.2008 09:31 Tveir teknir eftir innbrot í söluturn Tveir menn brutust inn í söluturninn Bláturn við Háaleitisbraut í nótt og komust undan með þýfi. 18.2.2008 07:20 Loðnan farin að ganga á grunnslóð Loðna virðist nú vera að ganga upp á grunnslóð suðaustur af landinu og eru nokkur skip þegar búin að fá all góðann afla. 18.2.2008 07:14 Þjóðvegurinn í Norðurárdal í Borgarfirði er lokaður Þjóðvegurinn í Norðurárdal í Borgarfirði rofnaði seint í gærkvöldi vegna vatnavaxta í Álalæk, skammt frá Svignaskarði. Ekki eru líkur á að hann opnist aftur fyrr en í kvöld. 18.2.2008 06:17 Samningar í höfn í Karphúsinu Skrifað var undir kjarasamninga á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins nú á níunda tímanum í Karphúsinu eftir langan dag. 17.2.2008 21:00 Rétt framkvæmd samninga geti leitt til lækkunar vaxta og verðbólgu Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að fyrirtæki geri ekki aðrar launabreytingar nú en þær sem ákveðnar eru í samningum sem skrifað var undir í kvöld. Segja samtökin að með réttri framkvæmd kjarasamninga og framlagi stjórnvalda séu góðar horfur á að starfskilyrði atvinnulífsins batni, vextir lækki og verðbólga minnki og raunverulegar kjarabætur verði tryggðar. 17.2.2008 21:35 Skemmdir á vegum á Suður- og Vesturlandi vegna leysinga Lögreglan á Hvolsvelli segir mikið verða að gera hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar á næstunni við að gera við vegi sem farið hafa illa í miklum leysingum undanfarna daga í umdæmi lögreglunnar. 17.2.2008 21:47 Slasaðist þegar hestur fældist vegna torfæruhjóla Stúlka féll af hestbaki í Grindavík í dag og hlaut áverka á baki þegar hestur hennar fældist við hávaða frá torfæruhjólum sem ekið var um í næsta nágrenni við hesthúsahverfið þar í bæ. 17.2.2008 20:06 Vegfarendur á Vesturlandi sýni varúð Við viljum biðja vegfarendur um að sýna varúð vegna skemmda á vegum vegna mikils vatnsveðurs, bæði í Borgarfirði, Norðurárdal sem og í Hrútafirði. Bæði er um að ræða vatn sem að rennur þvert yfir vegi sem og stórar holur í vegi, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. 17.2.2008 19:38 Persónuafsláttur hækkar um 7 þúsund krónur Persónuafsláttur hækkar um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum, umfram almenna verðuppfærslu. Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð og tekjuskattur fyrirtækja verður lækkaður í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viljayfirlýsingu sem ríkisstjórnin hefur samþykkt vegna kjarasamninga sem til stendur að undirrita í kvöld. 17.2.2008 19:32 Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað Fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins er lokið. 17.2.2008 18:11 Sjá næstu 50 fréttir
Hringvegurinn er enn lokaður við Svignaskarð Hringvegurinn er enn lokaður við Svignaskarð í Borgarfirði eftir að vatnsagi rauf hann í fyrrinótt. Þar stíflaðist ræsi, með fyrrgreindum afleiðingum, og ætlar Vegagerðin að setja mun afkastameira ræsi í staðinn. 19.2.2008 07:16
Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18.2.2008 20:30
Lýst eftir ungri stúlku Lögreglan lýsir eftir Sigrúnu Maríu Líndal. Hún er fædd árið 1994 og er klædd í brúna hettupeysu, gallabuxur og er með dökkt millisítt hár. Hún er 160 sm á hæð. 18.2.2008 23:15
Lögreglan kölluðu til vegna unglinga í Kringlunni Lögreglan var kölluð til vegna óláta í unglingum í Kringlunni rétt fyrir klukkan 16:00 í dag. Var einhver hópamyndun í Kringlunni en ekki kom til óláta. 18.2.2008 22:15
Þriggja ára áætlun borgarinnar kynnt á morgun Mikill stormur hefur verið í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarið. Á morgun verður hinsvegar þriggja ára áætlun borgarinnar kynnt. 18.2.2008 20:04
Haldið sofandi í öndunarvél Annar piltanna sem lenti í hörðum árekstri á Akranesi seinni partinn í dag er haldið sofandi í öndunarvél. Líðan hans er stöðug að sögn vakthafandi læknis. 18.2.2008 19:52
Samningar ASÍ aldrei fyrirmynd að kennarasamningum Kjarasamningar Alþýðusambandsins við atvinnurekendur verða aldrei fyrirmynd að samningum við kennara, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Sterkari aðgerðir þurfi til að stöðva flóttann úr stéttinni. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir ríkið ekki geta tekið upp hráa samningastefnu atvinnurekenda. 18.2.2008 19:07
Mjólkurvörur gætu hækkað um allt að 20 prósent Verðhækkun á áburði og fóðri gæti orðið til þess að stærstu kúabú landsins fari á hausinn. Viðbúið er að mjólkurvörur til neytenda hækki um allt að 20% vegna ástandsins. 18.2.2008 18:41
Datt af þaki og handleggsbrotnaði Maður féll afturfyrir sig fram af þaki þar sem hann var við vinnu í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. 18.2.2008 18:29
Hringvegurinn ekki opnaður fyrr en á morgun Hringvegurinn, sem lokaður er við Svignaskarð í Borgarfirði vegna vatnaskemmda verður ekki opnaður fyrr en um miðjan dag á morgun, þriðjudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 18.2.2008 18:20
Niðurstöðu í flóttarannsókn að vænta í fyrramálið Lögreglan vill ekki gefa neitt upp í tengslum við rannsókn á flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar fyrr en í fyrramálið. 18.2.2008 17:28
Fleiri konur en karlar smituðust af HIV í fyrra Þrettán einstaklingar greindust með HIV-smit á síðasta ári samkvæmt því sem fram kemur í nýjasta hefti Farsóttarfrétta frá Landlæknisembættinu. Þá greindust óvenjumargir með lifrarbólgu B á síðasta ári. 18.2.2008 17:13
Jón Baldvin: Ekki eftir neinu að bíða varðandi Kosovo Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ekki eftir neinu að bíða fyrir Íslendinga með að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt að hafa verði samráð við Norðurlöndin í málinu. 18.2.2008 17:05
Segjast ekki tengjast heimasíðu til höfuðs Steinþóri Starfsfólk sölu og markaðsdeildar Sláturfélags Suðurlands segist í yfirlýsingu ekki standa fyrir heimasíðunni slaturfelagid.com sem sett hefur verið á laggirnar til höfuðs forstóra SS, Steinþóri Skúlasyni. 18.2.2008 16:40
Norðmenn kláruðu nær allan loðnukvóta sinn við landið Norsku loðnuveiðiskipin sem voru við veiðar hér við land veiddu nær allan kvóta sinn eftir því sem Landhelgisgæslan greinir frá. 18.2.2008 16:29
Sekt og svipting fyrir að aka undir áhrifum Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sviptur ökuréttindum í tvö ár og dæmdur til þess að greiða 180 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa í september í fyrra ekið undir áhrifum tetrahýdrókannabínólsýru. 18.2.2008 16:23
Langt á eftir nágrannaþjóðum í þjónustu við geðfatlaða Formaður Geðlæknafélags Íslands segir Íslendinga langt á eftir nágrannaþjóðunum í þjónustu við geðfatlaða og kallar eftir því að yfirvöld fari að sinna þessum hópi í stað þess að minnka við það þjónustuna eins og nú sér gert. 18.2.2008 15:59
Þungt haldinn á gjörgæslu eftir bílslys á Akranesi Bíl var ekið á miklum hraða á hús við Vesturgötu á Akranesi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir voru í bílnum. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en að sögn lögreglu voru þeir báðir meðvitundarlausir þegar að var komið og meiðsl þeirra talin alvarleg. 18.2.2008 15:42
Rannsókn á flótta Annþórs ætti að ljúka í dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvað fór úrskeiðis á föstudaginn var þegar Annþóri Kristjáni Karlssyni tókst að flýja úr klefa sínum á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Reiknað er með að málið skýrist seinnipartinn í dag. Klefinn hans var ólæstur og undir morgun fór hann fram á gang, náði sér í kaðalspotta og braut rúðu á ganginum. Síðan lét hann sig síga niður og fór huldu höfði fram eftir degi. 18.2.2008 14:21
Engin ákvörðun um hvort þrennt verður ákært vegna flótta Ekki hefur verið ákveðið hvort þrjár manneskjur sem handteknar voru í tengslum við flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangageymslu lögreglunnar á föstudag verði ákærðar. 18.2.2008 14:13
Mánaðar fangelsi fyrir að skalla kynsystur sína Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítuga konu í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ýtt annarri konu upp að húsvegg og skallað hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún marðist nokkuð. 18.2.2008 13:49
Varar verslunarfólk við stolnum kortum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir afgreiðslufólki að skoða vel myndir á bakhlið greiðslukorta til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar misnoti kort sem þeir eiga ekki. 18.2.2008 13:06
Stofna ný samtök gegn kvótakerfinu 34 sjómenn hafa gengið í ný samtök sem stofnuð voru á Akureyri í gær. Þeir undirbúa aðgerðir gegn óréttlátu kvótakerfi og munu jafnvel róa í trássi við lög. 18.2.2008 12:59
Með ólíkindum að fólk hafi sloppið ómeitt Sjónarvottar segja það með ólíkindum að allir skuli hafa sloppið ómeiddir þegar þrír bílar lentu í hörðum árekstri á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. 18.2.2008 12:50
Úrslitatilraun til þess að finna loðnu við landið Úrslitatilraun til að finna meira af loðnu við landið á þessari vertíð hófst í morgun með tveimur hafrannsóknaskipum og þremur loðnuskipum. Endanleg niðurstaða gæti legið fyrir á miðvikudag. 18.2.2008 12:37
Kosovo-Albanar á Íslandi fagna sjálfstæði héraðsins Á bilinu fjögur til fimm hundruð Kosovo-Albanar eru búsettir á Íslandi. Þeir fögnuðu sjálfstæði héraðsins frá Serbíu í fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi. 18.2.2008 12:33
Lýsir áhyggjum af stöðu ríkissjóðs Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, fagnar því að samningar hafi náðst á vinnumarkaði en lýsir yfir áhyggjum af stöðu ríkissjóðs í ljósi breytinga á markaði og síðustu fjárlagagerðar. 18.2.2008 12:10
Heimasíða til höfuðs Sláturfélagsforstjóra Jónas Jónsson, stjórnarformaður Sláturfélags Suðurlands, segir að nokkrir óánægðir starfsmenn, sem nýlega hafi sagt upp hjá fyrirtækinu, vinni nú gegn því og reyni að skapa leiðindi. Heimasíða var stofnuð til höfuðs forstjóranum í gær. 18.2.2008 12:07
Skjár einn sækir líka í sig veðrið Skjá miðlar, móðurfélag Skjás eins, gera athugasemdir við viðtal sem birtist í Fréttablaðinu í morgun við Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. Í viðtalinu er því haldið fram að í nýrri áhorfsskönnun Capacent Gallup hafi Skjár einn mælst með minna áhorf en áður. Þetta er alrangt að sögn Skjá miðla. 18.2.2008 11:57
Mótmæla því að frekar sé þrengt að endurhæfingu geðsjúkra Stjórn Geðlæknafélags Íslands hvetur stjórnvöld eindregið til þess að hætta við að loka starfsendurhæfingur Bergiðjunna við Kleppsspítala og að breyta deild 28 í Hátúni 10 úr sólarhringsdeild í dagdeild. Segir félagið heilsu 60-80 manna stefnt í voða ef síðarnefndu áformin verða að veruleika. 18.2.2008 11:55
Fann nýræktað marijúana í húsi í Hveragerði Lögreglan á Selfossi fann tæp tuttugu grömm af nýlega ræktuðu marijúana, kannabisfræ og áhöld til fíkniefnaneyslu við húsleit í Hveragerði á laugardagskvöld. 18.2.2008 11:32
Sagan gekk ekki upp hjá ölvuðum ökumanni Hvorki meira né minna en átta ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna um helgina og fjórir fyrir ölvunarakstur. 18.2.2008 11:21
Tíu ára á fjórhjóli á götum Stokkseyrar Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af óvenju ungum ökumanni á Stokkseyri á föstudag en þar fór hann um göturnar á fjórhjóli. 18.2.2008 11:17
Rýrt framlag ríkisstjórnarinnar í kjaramálum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir framlag ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga rýrt og segir að þungi gagnrýninnar muni aukast þegar menn átti sig á því hvað framlag hennar er lítið. 18.2.2008 11:03
Norðmenn opna heimasíðu um þyrlukaup Norsk yfirvöld hafa opnað sérstaka heimasíðu um samstarf þeirra og Íslendinga um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrlna. 18.2.2008 09:31
Tveir teknir eftir innbrot í söluturn Tveir menn brutust inn í söluturninn Bláturn við Háaleitisbraut í nótt og komust undan með þýfi. 18.2.2008 07:20
Loðnan farin að ganga á grunnslóð Loðna virðist nú vera að ganga upp á grunnslóð suðaustur af landinu og eru nokkur skip þegar búin að fá all góðann afla. 18.2.2008 07:14
Þjóðvegurinn í Norðurárdal í Borgarfirði er lokaður Þjóðvegurinn í Norðurárdal í Borgarfirði rofnaði seint í gærkvöldi vegna vatnavaxta í Álalæk, skammt frá Svignaskarði. Ekki eru líkur á að hann opnist aftur fyrr en í kvöld. 18.2.2008 06:17
Samningar í höfn í Karphúsinu Skrifað var undir kjarasamninga á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins nú á níunda tímanum í Karphúsinu eftir langan dag. 17.2.2008 21:00
Rétt framkvæmd samninga geti leitt til lækkunar vaxta og verðbólgu Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að fyrirtæki geri ekki aðrar launabreytingar nú en þær sem ákveðnar eru í samningum sem skrifað var undir í kvöld. Segja samtökin að með réttri framkvæmd kjarasamninga og framlagi stjórnvalda séu góðar horfur á að starfskilyrði atvinnulífsins batni, vextir lækki og verðbólga minnki og raunverulegar kjarabætur verði tryggðar. 17.2.2008 21:35
Skemmdir á vegum á Suður- og Vesturlandi vegna leysinga Lögreglan á Hvolsvelli segir mikið verða að gera hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar á næstunni við að gera við vegi sem farið hafa illa í miklum leysingum undanfarna daga í umdæmi lögreglunnar. 17.2.2008 21:47
Slasaðist þegar hestur fældist vegna torfæruhjóla Stúlka féll af hestbaki í Grindavík í dag og hlaut áverka á baki þegar hestur hennar fældist við hávaða frá torfæruhjólum sem ekið var um í næsta nágrenni við hesthúsahverfið þar í bæ. 17.2.2008 20:06
Vegfarendur á Vesturlandi sýni varúð Við viljum biðja vegfarendur um að sýna varúð vegna skemmda á vegum vegna mikils vatnsveðurs, bæði í Borgarfirði, Norðurárdal sem og í Hrútafirði. Bæði er um að ræða vatn sem að rennur þvert yfir vegi sem og stórar holur í vegi, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. 17.2.2008 19:38
Persónuafsláttur hækkar um 7 þúsund krónur Persónuafsláttur hækkar um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum, umfram almenna verðuppfærslu. Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð og tekjuskattur fyrirtækja verður lækkaður í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viljayfirlýsingu sem ríkisstjórnin hefur samþykkt vegna kjarasamninga sem til stendur að undirrita í kvöld. 17.2.2008 19:32
Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað Fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins er lokið. 17.2.2008 18:11