Fleiri fréttir

Hafís kominn í mynni Húnaflóa

Hafís er kominn í mynni Húnaflóa og þurfti fiskiskip, sem var á leið vestur fyrir Horn í gærkvöldi, að krækja fyrir hann.

Fjölmenni á fundi um olíuhreinsistöð

Á annað hundrað manns ræddu olíuhreinsistöð á Vestfjörðum á málþingi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir verulega sjónmengun af slíkri stöð.

Leitað aftur að týndri flugvél

Í dag fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF í leitarflug á svæðinu þar sem leitað hefur verið að Piper Cherokee flugvél frá því á fimmtudag. Veður og sjólag var gott og aðstæður til leitar góðar, en leitaraðstæður hafa verið mjög slæmar allt frá því slysið varð. Skip sem leið hafa átt um svæðið hafa einnig litast gaumgæfilega um. Enn hefur ekkert fundist sem bent gæti til afdrifa flugmannsins eða flugvélarinnar.

Árni leitar að loðnu

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var að leggja af stað í loðnuleit. Leitarsvæðið nær frá Reykjanesi og suður með landinu. Ástæða leitarinnar eru loðnuveiðibannið sem sett var á í síðustu viku sem og gagnrýni á ráðleggingar Hafrannsóknastofnunarinnar um að stöðva veiðar.

Ótrúleg niðurstaða

“Þetta er ótrúleg niðurstaða eftir tveggja vikna þóf,” segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, um yfirlýsingu Sjálfstæðismanna um hvernig manna eigi borgarstjórastólinn þegar hann kemur í hlut þeirra eftir rúmt ár.

Niðurstaðan kemur ekki á óvart

Niðurstaðan sem sjálfstæðismenn í borgarstjórn kynntu í dag kom Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins ekki á óvart.

Lögregla náði þjófum eftir æsilega flóttatilraun

Lögregla hafði í nógu að snúast í morgun við að hafa upp á þjófi sem gripinn var glóðvolgur við að ræna skartgripaverslun í miðbænum en flúði lögreglu á fæti og svo með aðstoð félaga síns á flóttabíl.

Tveir gistu fangageymslur vegna slagsmála

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Laust eftir miðnættið var kveikt í bifreiðinni, sem farið hafði útaf á Flugvallarvegi fyrir nokkrum dögum. Slökkviliðið frá Brunavörnum Suðurnesja komu og slökktu eldinn í bifreiðinni, sem er ónýt eftir. Vitni sá til tveggja bifreiða, sem voru við bifreiðina skömmu fyrir brunann og er þeirra nú leitað. Málið er í rannsókna.

Barnaskákmót í Ráðhúsinu í dag

Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir barnaskákmóti í Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 24. febrúar kl. 14. Mótið er opið öllum börnum, yngri en 15 ára, og er þátttaka ókeypis.

Áhrif einangrunarinnar afar skaðleg

"Áhrif svona langrar einangrunar­vistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins.

Engin merki um að hægt verði að selja hvalkjötið til Japans

Engin merki eru um að Japan muni flytja inn hvalkjöt frá Íslandi segir formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands. En þegar á annað ár er liðið frá því að Hvalur 9 veiddi síðustu langreyðina í atvinnuskyni hefur enn ekki tekist að semja við Japani um sölu á kjötinu þangað.

Skeie sigraði á Food and Fun

Alþjóðlega matarhátíðin Food and fun stendur nú sem hæst. Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og koma tugir verðlaunakokka víða að og elda fyrir gesti á fimmtán veitingastöðum í borginni. Í dag sýndu kokkarnir listir sínar þegar þeir kepptu í matreiðslu og valinn var kokkur hátíðarinnar. Það var Geir Skeie frá Noregi sem fór með sigur af hólmi í keppninni. Nýr norrænn matur er þema hátíðarinnar að þessu sinni en henni lýkur á morgun.

Nýgerðir kjarasamningar skelfileg mistök

Ný undirritaðir kjarasamningar eru skelfileg mistök og munu leiða til uppsagna. Þetta er mat Víglundar Þorsteinssonar sem hefur áratuga reynslu af kjarasamningagerð fyrir atvinnurekendur en hann telur réttast að menn setjist aftur að samningaborðinu og geri nýja samninga.

Verður að ákveða hvort hann sitji áfram fyrir mánudag

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson mun að öllum líkindum kalla borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á sinn fund á morgun og tilkynna þeim ákvörðun sína um að sitja áfram sem oddviti flokksins. Geri hann það ekki munu borgarfulltrúar flokksins taka ákvörðun fyrir hann segir einn þeirrra.

Hefði átt að leggja konuna inn á spítalann

Plássleysi á spítalanum réði því ekki að kona sem liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans í kjölfar meðferðar á slysadeild hafi verið send heim heldur mat læknirinn sem annaðist hana að hún væri heimferðarfær. Þetta segir Már Kristjánsson, sviðstjóri lækninga á slysa og bráðamóttöku. Fréttastofa hefur engu að síður öryggar heimildir fyrir því að svo hafi verið.

Birkir Jón: Það á ekki að banna fólki að leggja svolítið undir

Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokks fjallar um umræðu um þáttöku sína í fjárhættuspilum í nýjum pistli á bloggsíðu sinni. Hann segir tvískinnugs hafi gætt í umræðunni og spyr hvers vegna nokkrar tegundir fjárhættuspils eru leyfðar og jafnvel reknar af ríkisvaldinu á meðan aðrar séu litnar hornauga.

Myndir ársins

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, opnaði sýningu blaðaljósmyndara, Myndir ársins, í Gerðarsafni í dag að viðstöddu fjölmenni. Sýningin skartar rúmlega 200 myndum frá tæplega 40 ljósmyndurum. Mynd ársins sem þið sjáið hér að ofan tók Eggert Jóhannesson af Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs þegar hann hélt upp á sextugsafmæli sitt í Glaðheimum, reiðhöll Gusts í Kópavogi, 29.september.

Hvalkjötið enn óselt

Þegar á annað ár er liðið frá því að Hvalur 9 veiddi síðustu langreyðina í atvinnuskyni hefur enn ekki tekist að semja við Japani um fyrirkomulag á sölu á kjötinu þangað. Sjávarútvegsráðherra er heldur þó í vonina um að það takist.

Sprengja sprakk á Spáni

Lítil sprengja sprakk fyrir utan sjónvarps og útvarpssendi rétt fyrir utan borgina Bilbao í Baskahéruðum Spánar morgun. Enginn slasaðist í sprengingunni.

Opið í Skálafelli í fyrsta skipti í 3 ár

Mörg skíðasvæði eru opin í dag. Til að mynda eru diskalyftur opnar í Skálafelli í fyrsta skipti í um þrjú ár. Stefnt er að opna stólalyftuna þar síðar í dag eða á morgun.

Háskóli Íslands styrkir afburðarnemendur

Háskólaráð hefur samþykkt að setja á stofn afreks- og hvatningasjóð til styrktar afburðanemendum. Þetta kom fram í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands við brautskráningu í dag.

Geir og Þorgerður vilja ekki Vilhjálm sem oddvita

Hvorki Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði áfram oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Leit að Piper vélinni hætt

Skipulagðri leit að Piper Cherokee flugvél sem leitað hefur verið frá því á fimmudag hefur verið hætt. Vonskuveður er enn á svæðinu en ölduhæð þar er tíu metrar á sekúndu. Leitað hefur verið verið á öllu því svæði þar sem talið var að að björgunarbátur flugvélarinnar gæti fundist.

Skíðasvæðið í Tindastól opið í dag

Skíðasvæðið í Tindastól í Skagafirði verður opið frá klukkan 11 til 17 í dag. Þar er -6°c, suðaustan átt, 4 m/sek, léttskýjað og fínasta skíðafæri að sögn staðarhaldara.

Fjórir á spítala eftir árekstur við Eyrarbakka

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur varð við Eyrabakka rétt eftir miðnætti. Áreksturinn varð þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman. Farþegarnir eru ekki mikið slasaðir að sögn lögreglu.

Málþing um stóriðju á Vestfjörðum

Málþing um stóriðju á Vestfjörðum verður haldið á Bíldudal í dag og á Ísafirði á morgun. Tilefni þess er að nú liggja fyrir skýrslur um staðarval fyrir olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.

Nánir vinir Vilhjálms gætu grætt milljarða á lóðabraski

Magnús Jónatansson, einn nánasti vinur og stuðningsmaður borgarstjórans fyrrverandi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, og félagar hans í eignarhaldsfélaginu Lindberg gætu grætt milljarða á lóðabraski í Örfirisey. Til þess að þarf þó fyrst að breyta deiliskipulagi hafnarsvæðisins í íbúðabyggð.

Nadja heil á húfi

Nadja Karitas, ung stúlka sem leitað hefur verið að undanfarna daga er fundin heil á húfi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík. Ekkert amaði að henni samkvæmt sömu upplýsingum.

Fjórir handteknir í Reykjanesbæ

Einn ökumaður var tekinn í Reykjanesbæ í gærkvöld grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá fannst lítilræði af meintum kannabisefnum og áhöld til fíkniefnaneyslu í bifreiðinni og voru því fjórir farþegar, sem voru í bifreiðinni einnig handteknir og fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Allir aðilarnir voru lausir að lokinni yfirheyrslu.

Hvetur Össur líka til þess að fara snemma í háttinn

„Nú sé ég að kollegi minn í ríkisstjórn skrifar um lítið annað á sinni heimasíðu en Dag B. Eggertsson. Það fer samt enginn á taugum í Samfylkingunni við það,“ sagði Össur Skarphéðinsson í dag og átti þar við tilvitnun Björns Bjarnasonar í orð Dags B Eggertssonar.

Nadja Karitas fundin heil á húfi

Lögreglan á Dalvík lýsti eftir stúlku í fyrradag, Nadju Karitas. Hún er nú fundin og amaði ekkert að henni að sögn lögreglu. Stúlkan sem er fjórtán ára er nú komin í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur.

Hálka á Hellisheiði

Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Annars er hálka, hálkublettir eða snjóþekja um allt Suður- og Vesturland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í kvöld.

Vilhjálmur ætlar að standa af sér storminn

Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson hefur ákveðið að sitja áfram sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og taka við sæti borgarstjóra að ári. Þetta hefur fréttastofa eftir öruggum heimildum.

Kópavogsbær styrkir Sunnuhlíð

Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt tímabundna fjárveitingu til sjálfseignarstofnunarinnar Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Þetta er gert sökum þess að ekki hefur tekist á síðastliðnum tveimur mánuðum að manna vaktir að fullu.

Ákærð fyrir að trufla störf lögreglu

Tuttugu og eins árs gömul kona hefur verið ákærð fyrir að trufla störf lögreglu og neita að fara eftir fyrirmælum lögreglu um að víkja á brott þegar hún var stödd fyrir utan veitingastaðinn Gauk á Stöng aðfararnótt sunnudagsins 7. október síðastliðinn. Stúlkan braut gegn 19. grein lögreglulaga, en þar segir að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.

Sjá næstu 50 fréttir