Fleiri fréttir Mótvægisaðgerðir ræddar að nýju vegna veiðistöðvunar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir ljóst að ríkisstjórnin muni ræða mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á aflamarki. Loðnuveiðar voru stöðvaðar á hádegi í gær, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins. 22.2.2008 14:21 Skorað á stjórnvöld að lækka eldsneytisgjald Neytendasamtökin taka undir áskörun Félags íslenskra bifreiðaeigenda til stjórnvalda um að lækka opinberar álögur á eldsneyti. Í frétt á vef samtakanna eru sögð full rök fyrir því að gjaldið sem nemur auknum tekjum af virðisaukaskatti. Þá minna samtökin á að eldsneytisgjald hér á landi er með því hæsta í heimi. 22.2.2008 14:11 Forsætisráðherra: Breiðavíkurdrengirnir fá bætur Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta semja frumvarp um hugsanlegar bætur til þeirra sem vistaðir voru í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. 22.2.2008 12:57 Enn er leitað að Nödju Karitas Enn hefur ekkert spurst til 14 ára gamallar stúlku sem fór frá Dalvík í fyrradag. Stúlkan, Nadja Karitas Gulla Hallström, hvarf í hádeginu á miðvikudaginn og er talið að hún hafi ætlað til Reykjavíkur. 22.2.2008 12:50 Vill heilsársveg á hálendinu vegna lengingar flugbrautar Lenging flugbrautarinnar á Akureyri eykur nauðsyn þess að hálendið opnist almennilega fyrir ferðamenn með tengingu norðurs og suðurs. Þetta segir talsmaður í ferðaþjónustu sem vill heilsársveg. 22.2.2008 12:45 Hittast í dag til að skipuleggja loðnuleit Fulltrúar útvegsmanna og Hafrannsóknastofnunar ætla að hittast í dag til þess að skipuleggja leit að loðnu á tveimur Hafrannsóknaskipum og nokkrum loðnuskipum í næstu viku. 22.2.2008 12:30 Vill funda með Eyjamönnum um tillögur þeirra Sjávarútvegsráðherra segir hugmyndir bæjarstjórnar Vestmannaeyja í sjávarútvegsmálum athyglisverðar en vill ræða við menn þar áður en hann tekur efnislega afstöðu. 22.2.2008 12:17 Bréf umboðsmanns kemur Árna ekki á óvart Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir það ekki vera áfellisdóm að Umboðsmaður Alþingis taki skipun hans á Þorsteini Davíðssyni í embætti héraðsdómara til efnislegrar meðferðar. 22.2.2008 12:11 Annmarkar á ákvarðanatöku varðandi vistun á Breiðavík Annmarkar voru á verklagi og málsmeðferð við töku ákvarðana í barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun barna stóran hluta þess tímabils sem Breiðavík var starfandi, einkum á árunum 1952 til 1965-1966. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri skýrslu nefndar Breiðavíkurmálið sem kynnt var í morgun. 22.2.2008 11:45 Áfram leitað að flugvél í dag ef aðstæður leyfa TF-SYN, Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, og varðskip frá stofnuninni hafa í morgun leitað flugvélarinnar sem saknað hefur verið fyrir austan land eftir að hún hafnaði í sjónum í gær. Reiknað er með að leit haldi áfram í dag ef aðstæður leyfa. 22.2.2008 11:30 Össur neitar að tjá sig meira um Gíslaskrif Össur Skarphéðinsson neitaði í dag að tjá sig um skrif sín á bloggsíðu sinni um Gísla Martein Baldursson. Ráðherrann var að koma af ríkisstjórnarfundi þegar blaðamenn reyndu að ná af honum tali. Össur vildi ekki veita viðtöl en sagðist þegar hafa tjáð sig um málið. 22.2.2008 11:14 Stjórnsýsluúttekt á Þróunarfélaginu á lokastigi Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vonast til að stjórnsýsluúttekt á á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar verði lokið í næstu viku en segir það þó ekki öruggt. 22.2.2008 11:02 Penninn og Habitat mega renna saman Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast sérstaklega vegna samruna Pennans og eignarhaldsfélagsins Smára sem rekur Habitat. 22.2.2008 10:33 Hafa þungar áhyggjur af ástandi Norðfjarðarflugvallar Bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsir þungum áhyggjum af bágbornu ástandi og viðhaldsskorti á Norðfjarðarflugvelli. 22.2.2008 10:16 RKÍ aðstoðar Rauðu Davíðsstjörnuna Rauði kross Íslands hefur sent tæpa eina milljón króna til að aðstoða systurfélag sitt í Ísrael, Rauðu Davíðsstjörnuna, við að setja á fót verkefni í sálrænum stuðningi 22.2.2008 10:09 Olga Lísa nýr skólameistari VA Menntamálaráðherra hefur skipað Olgu Lísu Garðarsdóttur í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá 1. mars 2008 að telja 22.2.2008 09:55 Bíll með þremur hafnaði í húsgarði Engin meiddist alvarlega þegar fólksbíll með þremur mönnum um borð hafnaði á hliðinni inni í húsagarði í Keflavík seint í gærkvöldi. 22.2.2008 09:33 Tekur þátt í námstefnu um ofbeldi karla gegn konum Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra er í hópi þriggja norrænna ráðherra sem taka þátt í námstefnu um ofbeldi karla gegn konum sem haldin verður í tengslum við þing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. 22.2.2008 09:32 Flugvélarinnar enn leitað Leit að bandarísku flugvélinni sem saknað hefur verið frá í gær, hefur enn ekki borið árangur. 22.2.2008 09:17 Vöruskiptahalli dregst saman um 68 milljarða á milli ára Tæplega 88 milljarða króna halli varð á vöruskiptum við útlönd í fyrra eftir því sem segir á vef Hagstofunnar. Fluttar voru út vörur fyrir tæpa 303 milljarða en inn voru fluttar vörur fyrir rúma 390 milljarða. 22.2.2008 09:16 Lögreglumaður fékk heilahristing eftir átök í lögreglubíl Lögreglumaður var fluttur með heilahristing á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi eftir að óður maður sparkaði í höfuð hans um borð í lögreglubíl. 22.2.2008 07:55 Sjómaður í komst í hann krappann við Arnarstapa Sjómaður á litlum plast fiskibáti komst í hann krappann þegar hann ætlaði að sigla inn til Arnarstapa í gærkvöldi. 22.2.2008 07:50 Eyjamenn vilja að álögum sé létt af sjávarútvegi Bæjarstjórn Vestmannaeyja vill að íþyngjandi álögum verði þegar létt af sjávarútvegi til að vega eitthvað á móti hinu mikla tekjutapi, sem verður vegna stöðvunar á loðnuveiðum. 22.2.2008 07:22 Varðskip og Fokker leita enn að flugvélinni Varðskip leitar nú á svæðinu suðaustur af landinu, þar sem lítil eins hreyfils bandarísk flugvél, með einum manni um borð, brotlenti skömmu fyrir hádegi í gær. 22.2.2008 06:47 Einangrunarfangi getur fengið tíu ár Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot. 22.2.2008 00:01 Varðskip leitar að vélinni – frekari ákvörðun tekin í fyrramálið Leitin að Piper Cherokee flugvélinni, sem hvarf af ratsjá fyrir austan land um hálftólfleytið í dag, hefur enn engan árangur borið. 21.2.2008 21:46 Friðrik Valur líklega farinn úr landi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir sautján ára pilti í gærdag. Sá heitir Friðrik Valur Hákonarson og var beðinn um að hringja heim til sín. 21.2.2008 21:37 Týnda stúlkan á Akureyri ófundin í Reykjavík Lögreglan á Akureyri lýsti í dag eftir 14 ára gamalli stúlku, Nadju Karitas Gulla Hallström. Hún fór frá Dalvík fyrir hádegi í gærdag þann 20. febrúar og er talið að hún hafi farið til Reykjavíkur. 21.2.2008 22:00 Kveðjuhóf Björns Inga - allir mættu nema Villi Kveðjuhóf fyrir Björn Inga Hrafnsson var haldið í Höfða í kvöld. Þar voru allir borgarfulltrúarnir mættir nema Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna. 21.2.2008 21:06 Davíð Oddsson fær bréf frá Guðna Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hefur sent Davíði Oddssyni seðlabankastjóra bréf þar sem hann fer fram á að Seðlabankinn svari nokkrum spurningum ásamt hagfræðilegum rökstuðningi og greinargerð. Svörin vill Guðni fá innnan mánaðar. 21.2.2008 20:46 Enn óvíst með oddvita sjálfstæðismanna „Það eru engar nýjar fréttir varðandi forystumál Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar Vísir náði tali af henni nú síðdegis. 21.2.2008 20:14 „Ég er ekki að fara að gráta undan einu né neinu“ „Mér finnst þetta vera dapurlegt og ég var sleginn þegar ég las þetta,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson um bloggskrif Össurar Skarphéðinsson í viðtali við Kastljósið fyrir stundu. 21.2.2008 20:02 Þingmaður spilaði 21 í spilavíti á Suðurgötu Í viðtali á Rás 2 nú seinni partinn játaði Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins að hafa spilað 21 í spilavíti á Suðurgötu í Reykjavík. Það var í septembermánuði árið 2002. 21.2.2008 19:16 Vill að Össur biðjist afsökunar Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra biðjist afsökunar á skrifum sínum um Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa. 21.2.2008 19:03 Samherji tapar 300 milljónum á loðnuveiðistöðvun Útgerðarstjóri Samherja á Akureyri telur að veiðibann á loðnu sé ótímabært. Tjón Samherja vegna veiðibannsins verður að minnsta kosti 300 milljónir króna að óbreyttu. 21.2.2008 18:42 Umboðsmaður krefur Árna um svör varðandi skipun Þorsteins Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur fengið ítarlegan spurningalista frá Umboðsmanni alþingis þar sem hann er krafinn svara um þá ákvörðun sína að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. 21.2.2008 18:36 „Hrinti mér og öskraði, þetta er rán“ Misheppnuð ránstilraun var framin á Snyrti- og fótaaðgerðarstofu Eddu á Hverfisgötu fyrir skömmu. Rauðbirkinn, grannur karlmaður um þrítugt reyndi að ræna peningakassa stofunnar, en fótaaðgerðarfræðingur sá við manninum. 21.2.2008 17:13 Vanaafbrotamaður í tólf mánaða fangelsi Karlmaður var í Hæstarétti í dag sakfelldur fyrir tvo þjófnaðarbrot, hilmingu, nytjastuld, þrjú fíkniefnalagabrot og réttindaleysi við akstur í tvö skipti. 21.2.2008 17:12 Björn Ingi kvaddur í Höfða Nú stendur yfir í Höfða kveðjuhóf fyrir Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem lét af embætti nýverið. 21.2.2008 16:56 Fjármunum vegna manneklu úthlutað um næstu mánaðamót Áætlað er að borgin fari að úthluta fjármunum, sem lagðir voru til aukalega vegna manneklu víða í borgarkerfinu, um næstu mánaðamót. 21.2.2008 16:03 Lögreglan á Akureyri lýsir eftir 14 ára stúlku Lögreglan á Akureyri lýsir eftir 14 ára gamalli stúlku, Nadju Karitas Gulla Hallström. 21.2.2008 16:01 Bresk herflugvél tekur þátt í leit að flugvélinni Landhelgisgæslan hefur fengið Nimrod-flugvél frá breska flughernum til þess að leita að flugvélinni sem fór í sjóinn austan við Ísland laust fyrir hádegi. 21.2.2008 15:52 Ísland stefnir að kolefnishlutleysi Ísland mun taka þátt í átaki Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem miðar að því að stefna að kolefnishlutleysi. Þrjú önnur ríki taka þátt í átakinu sem var hleypt af stokkunum á ráðherrafundi UNEP í Mónakó í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði við það tækifæri að þótt loftslagsbreytingar væru alvarleg ógn væri mikilvægt að ganga bjartsýn til verks við að finna lausn á vandanum. Það kallaði á nýsköpun og tækniþróun. 21.2.2008 15:41 Hönnunarmiðstöð Íslands fari í Zimsen-húsið við Grófartorg Minnihlutinn í borgarstjórn vill að borgarstjóra verði falið að ræða við iðnaðarráðuneytið og samtök hönnuða um að Hönnunarmiðstöð Íslands verði fundinn staður í Zimsen-húsinu við Grófartorg. 21.2.2008 15:34 Erlendir ferðamenn óánægðastir með skyndibitastaðina Erlendir ferðamenn sem hingað koma eru óánægðastir með skyndibitastaðina. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Ferðamálastofu. 21.2.2008 15:09 Sjá næstu 50 fréttir
Mótvægisaðgerðir ræddar að nýju vegna veiðistöðvunar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir ljóst að ríkisstjórnin muni ræða mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á aflamarki. Loðnuveiðar voru stöðvaðar á hádegi í gær, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins. 22.2.2008 14:21
Skorað á stjórnvöld að lækka eldsneytisgjald Neytendasamtökin taka undir áskörun Félags íslenskra bifreiðaeigenda til stjórnvalda um að lækka opinberar álögur á eldsneyti. Í frétt á vef samtakanna eru sögð full rök fyrir því að gjaldið sem nemur auknum tekjum af virðisaukaskatti. Þá minna samtökin á að eldsneytisgjald hér á landi er með því hæsta í heimi. 22.2.2008 14:11
Forsætisráðherra: Breiðavíkurdrengirnir fá bætur Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta semja frumvarp um hugsanlegar bætur til þeirra sem vistaðir voru í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. 22.2.2008 12:57
Enn er leitað að Nödju Karitas Enn hefur ekkert spurst til 14 ára gamallar stúlku sem fór frá Dalvík í fyrradag. Stúlkan, Nadja Karitas Gulla Hallström, hvarf í hádeginu á miðvikudaginn og er talið að hún hafi ætlað til Reykjavíkur. 22.2.2008 12:50
Vill heilsársveg á hálendinu vegna lengingar flugbrautar Lenging flugbrautarinnar á Akureyri eykur nauðsyn þess að hálendið opnist almennilega fyrir ferðamenn með tengingu norðurs og suðurs. Þetta segir talsmaður í ferðaþjónustu sem vill heilsársveg. 22.2.2008 12:45
Hittast í dag til að skipuleggja loðnuleit Fulltrúar útvegsmanna og Hafrannsóknastofnunar ætla að hittast í dag til þess að skipuleggja leit að loðnu á tveimur Hafrannsóknaskipum og nokkrum loðnuskipum í næstu viku. 22.2.2008 12:30
Vill funda með Eyjamönnum um tillögur þeirra Sjávarútvegsráðherra segir hugmyndir bæjarstjórnar Vestmannaeyja í sjávarútvegsmálum athyglisverðar en vill ræða við menn þar áður en hann tekur efnislega afstöðu. 22.2.2008 12:17
Bréf umboðsmanns kemur Árna ekki á óvart Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir það ekki vera áfellisdóm að Umboðsmaður Alþingis taki skipun hans á Þorsteini Davíðssyni í embætti héraðsdómara til efnislegrar meðferðar. 22.2.2008 12:11
Annmarkar á ákvarðanatöku varðandi vistun á Breiðavík Annmarkar voru á verklagi og málsmeðferð við töku ákvarðana í barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun barna stóran hluta þess tímabils sem Breiðavík var starfandi, einkum á árunum 1952 til 1965-1966. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri skýrslu nefndar Breiðavíkurmálið sem kynnt var í morgun. 22.2.2008 11:45
Áfram leitað að flugvél í dag ef aðstæður leyfa TF-SYN, Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, og varðskip frá stofnuninni hafa í morgun leitað flugvélarinnar sem saknað hefur verið fyrir austan land eftir að hún hafnaði í sjónum í gær. Reiknað er með að leit haldi áfram í dag ef aðstæður leyfa. 22.2.2008 11:30
Össur neitar að tjá sig meira um Gíslaskrif Össur Skarphéðinsson neitaði í dag að tjá sig um skrif sín á bloggsíðu sinni um Gísla Martein Baldursson. Ráðherrann var að koma af ríkisstjórnarfundi þegar blaðamenn reyndu að ná af honum tali. Össur vildi ekki veita viðtöl en sagðist þegar hafa tjáð sig um málið. 22.2.2008 11:14
Stjórnsýsluúttekt á Þróunarfélaginu á lokastigi Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vonast til að stjórnsýsluúttekt á á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar verði lokið í næstu viku en segir það þó ekki öruggt. 22.2.2008 11:02
Penninn og Habitat mega renna saman Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast sérstaklega vegna samruna Pennans og eignarhaldsfélagsins Smára sem rekur Habitat. 22.2.2008 10:33
Hafa þungar áhyggjur af ástandi Norðfjarðarflugvallar Bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsir þungum áhyggjum af bágbornu ástandi og viðhaldsskorti á Norðfjarðarflugvelli. 22.2.2008 10:16
RKÍ aðstoðar Rauðu Davíðsstjörnuna Rauði kross Íslands hefur sent tæpa eina milljón króna til að aðstoða systurfélag sitt í Ísrael, Rauðu Davíðsstjörnuna, við að setja á fót verkefni í sálrænum stuðningi 22.2.2008 10:09
Olga Lísa nýr skólameistari VA Menntamálaráðherra hefur skipað Olgu Lísu Garðarsdóttur í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá 1. mars 2008 að telja 22.2.2008 09:55
Bíll með þremur hafnaði í húsgarði Engin meiddist alvarlega þegar fólksbíll með þremur mönnum um borð hafnaði á hliðinni inni í húsagarði í Keflavík seint í gærkvöldi. 22.2.2008 09:33
Tekur þátt í námstefnu um ofbeldi karla gegn konum Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra er í hópi þriggja norrænna ráðherra sem taka þátt í námstefnu um ofbeldi karla gegn konum sem haldin verður í tengslum við þing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. 22.2.2008 09:32
Flugvélarinnar enn leitað Leit að bandarísku flugvélinni sem saknað hefur verið frá í gær, hefur enn ekki borið árangur. 22.2.2008 09:17
Vöruskiptahalli dregst saman um 68 milljarða á milli ára Tæplega 88 milljarða króna halli varð á vöruskiptum við útlönd í fyrra eftir því sem segir á vef Hagstofunnar. Fluttar voru út vörur fyrir tæpa 303 milljarða en inn voru fluttar vörur fyrir rúma 390 milljarða. 22.2.2008 09:16
Lögreglumaður fékk heilahristing eftir átök í lögreglubíl Lögreglumaður var fluttur með heilahristing á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi eftir að óður maður sparkaði í höfuð hans um borð í lögreglubíl. 22.2.2008 07:55
Sjómaður í komst í hann krappann við Arnarstapa Sjómaður á litlum plast fiskibáti komst í hann krappann þegar hann ætlaði að sigla inn til Arnarstapa í gærkvöldi. 22.2.2008 07:50
Eyjamenn vilja að álögum sé létt af sjávarútvegi Bæjarstjórn Vestmannaeyja vill að íþyngjandi álögum verði þegar létt af sjávarútvegi til að vega eitthvað á móti hinu mikla tekjutapi, sem verður vegna stöðvunar á loðnuveiðum. 22.2.2008 07:22
Varðskip og Fokker leita enn að flugvélinni Varðskip leitar nú á svæðinu suðaustur af landinu, þar sem lítil eins hreyfils bandarísk flugvél, með einum manni um borð, brotlenti skömmu fyrir hádegi í gær. 22.2.2008 06:47
Einangrunarfangi getur fengið tíu ár Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot. 22.2.2008 00:01
Varðskip leitar að vélinni – frekari ákvörðun tekin í fyrramálið Leitin að Piper Cherokee flugvélinni, sem hvarf af ratsjá fyrir austan land um hálftólfleytið í dag, hefur enn engan árangur borið. 21.2.2008 21:46
Friðrik Valur líklega farinn úr landi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir sautján ára pilti í gærdag. Sá heitir Friðrik Valur Hákonarson og var beðinn um að hringja heim til sín. 21.2.2008 21:37
Týnda stúlkan á Akureyri ófundin í Reykjavík Lögreglan á Akureyri lýsti í dag eftir 14 ára gamalli stúlku, Nadju Karitas Gulla Hallström. Hún fór frá Dalvík fyrir hádegi í gærdag þann 20. febrúar og er talið að hún hafi farið til Reykjavíkur. 21.2.2008 22:00
Kveðjuhóf Björns Inga - allir mættu nema Villi Kveðjuhóf fyrir Björn Inga Hrafnsson var haldið í Höfða í kvöld. Þar voru allir borgarfulltrúarnir mættir nema Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna. 21.2.2008 21:06
Davíð Oddsson fær bréf frá Guðna Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hefur sent Davíði Oddssyni seðlabankastjóra bréf þar sem hann fer fram á að Seðlabankinn svari nokkrum spurningum ásamt hagfræðilegum rökstuðningi og greinargerð. Svörin vill Guðni fá innnan mánaðar. 21.2.2008 20:46
Enn óvíst með oddvita sjálfstæðismanna „Það eru engar nýjar fréttir varðandi forystumál Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar Vísir náði tali af henni nú síðdegis. 21.2.2008 20:14
„Ég er ekki að fara að gráta undan einu né neinu“ „Mér finnst þetta vera dapurlegt og ég var sleginn þegar ég las þetta,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson um bloggskrif Össurar Skarphéðinsson í viðtali við Kastljósið fyrir stundu. 21.2.2008 20:02
Þingmaður spilaði 21 í spilavíti á Suðurgötu Í viðtali á Rás 2 nú seinni partinn játaði Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins að hafa spilað 21 í spilavíti á Suðurgötu í Reykjavík. Það var í septembermánuði árið 2002. 21.2.2008 19:16
Vill að Össur biðjist afsökunar Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra biðjist afsökunar á skrifum sínum um Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa. 21.2.2008 19:03
Samherji tapar 300 milljónum á loðnuveiðistöðvun Útgerðarstjóri Samherja á Akureyri telur að veiðibann á loðnu sé ótímabært. Tjón Samherja vegna veiðibannsins verður að minnsta kosti 300 milljónir króna að óbreyttu. 21.2.2008 18:42
Umboðsmaður krefur Árna um svör varðandi skipun Þorsteins Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur fengið ítarlegan spurningalista frá Umboðsmanni alþingis þar sem hann er krafinn svara um þá ákvörðun sína að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. 21.2.2008 18:36
„Hrinti mér og öskraði, þetta er rán“ Misheppnuð ránstilraun var framin á Snyrti- og fótaaðgerðarstofu Eddu á Hverfisgötu fyrir skömmu. Rauðbirkinn, grannur karlmaður um þrítugt reyndi að ræna peningakassa stofunnar, en fótaaðgerðarfræðingur sá við manninum. 21.2.2008 17:13
Vanaafbrotamaður í tólf mánaða fangelsi Karlmaður var í Hæstarétti í dag sakfelldur fyrir tvo þjófnaðarbrot, hilmingu, nytjastuld, þrjú fíkniefnalagabrot og réttindaleysi við akstur í tvö skipti. 21.2.2008 17:12
Björn Ingi kvaddur í Höfða Nú stendur yfir í Höfða kveðjuhóf fyrir Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem lét af embætti nýverið. 21.2.2008 16:56
Fjármunum vegna manneklu úthlutað um næstu mánaðamót Áætlað er að borgin fari að úthluta fjármunum, sem lagðir voru til aukalega vegna manneklu víða í borgarkerfinu, um næstu mánaðamót. 21.2.2008 16:03
Lögreglan á Akureyri lýsir eftir 14 ára stúlku Lögreglan á Akureyri lýsir eftir 14 ára gamalli stúlku, Nadju Karitas Gulla Hallström. 21.2.2008 16:01
Bresk herflugvél tekur þátt í leit að flugvélinni Landhelgisgæslan hefur fengið Nimrod-flugvél frá breska flughernum til þess að leita að flugvélinni sem fór í sjóinn austan við Ísland laust fyrir hádegi. 21.2.2008 15:52
Ísland stefnir að kolefnishlutleysi Ísland mun taka þátt í átaki Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem miðar að því að stefna að kolefnishlutleysi. Þrjú önnur ríki taka þátt í átakinu sem var hleypt af stokkunum á ráðherrafundi UNEP í Mónakó í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði við það tækifæri að þótt loftslagsbreytingar væru alvarleg ógn væri mikilvægt að ganga bjartsýn til verks við að finna lausn á vandanum. Það kallaði á nýsköpun og tækniþróun. 21.2.2008 15:41
Hönnunarmiðstöð Íslands fari í Zimsen-húsið við Grófartorg Minnihlutinn í borgarstjórn vill að borgarstjóra verði falið að ræða við iðnaðarráðuneytið og samtök hönnuða um að Hönnunarmiðstöð Íslands verði fundinn staður í Zimsen-húsinu við Grófartorg. 21.2.2008 15:34
Erlendir ferðamenn óánægðastir með skyndibitastaðina Erlendir ferðamenn sem hingað koma eru óánægðastir með skyndibitastaðina. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Ferðamálastofu. 21.2.2008 15:09