Fleiri fréttir

Fundað í sjómannadeilunni í dag

Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna reyna nú að afstýra verkfalli sjómanna sem á að hefjast á eftir rúma tvo sólarhringa. Deiluaðilar ætla funda síðdegis en formaður Sjómannasambands Íslands segir allan undirbúning verkfallsins langt kominn og sjómenn tilbúna ef ekki semst í tæka tíð.

Fyrirheit stjórnvalda reyndust orðin tóm

Háskóli Íslands verður að óbreyttu rekinn með 300 milljóna króna halla á þessu ári. Fordæmalaus staða, segir rektor. Þarf 1,5 milljarða strax á næsta ári.

Búa sig undir 55% fjölgun íbúa

Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja fer í allsherjar innviðagreiningu vegna spár um farþegafjölgun á Keflavíkurflugvelli og tilheyrandi íbúafjölgun á svæðinu. Íbúum Suðurnesja fjölgar um 55% á næstu fjórtán árum, má telja víst.

Kjaradeilu kennara vísað til ríkissáttasemjara

Kjaradeilu Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Samninganefnd Félags grunnskólakennara ákvað í dag að vísa deilunni þangað þar sem samningar náðust ekki á fundi nefndanna í dag.

Færð á götum Reykjavíkur í beinni

Vefmyndavélar sem starfsmenn Reykjavíkurborgar nota til að meta færð á götum borginnar eru nú aðgengilegar öllum á vef Reykjavíkurborgar.

Göngufólk á Vatnaleið styggir fé á afréttinum

Fjallskilanefnd í Borgarfirði lýsir áhyggjum af vaxandi ágangi ferðamanna sem styggja kindur á afrétti. Bæði um að ræða göngufólk og akandi á Vatnaleið, segir nefndarmaðurinn Sigurjón Jóhannesson, bóndi á Valbjarnarvöllum á Mýrum.

Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin

Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken

Fatlað fólk fær miskabætur

Velferðarþjónusta Árnessýslu og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa verið dæmd til að borga sjö fötluðum einstaklingum á Sólheimum hálfa milljón króna hverjum í miskabætur fyrir að neita þeim um akstursþjónustu.

Sjá næstu 50 fréttir