Fleiri fréttir

Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð

Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa.

Ferðast fyrir tíu milljónir króna

Alls nam ferðakostnaður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkurborgar um tíu milljónum króna á síðasta ári en listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu var lagður fram á borgarráðsfundi á fimmtudag.

„Hún er bæði falleg og góð“

Sambúð eldri borgara og háskólanema á þrítugsaldri í þjónustuíbúðum við Norðurbrún gengur afar vel að sögn íbúa. Eldri íbúar aðstoða háskólanemann við lærdóminn, en á móti kennir hún þeim Facebook-notkun og íþróttir.

Höfuðborgarlistinn vill mannlega og góða borg

Oddviti nýstofnaðs Höfuðborgarlista hefur efasemdir um Borgarlínu, vill byggja Sundabraut sem fyrst og gera borgina mannlega og góða. Framboðið var kynnt fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur síðdegis.

Flúðu íshelli vegna súrefnisleysis

Að undanförnu hefur hellirinn verið lokaður vegna veðurs og var verið að undirbúa hann fyrir komu ferðamanna þegar mælar greindu súrefnisleysi.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður rætt við eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrr á þessu ári. Þeir heita sex milljónum króna í fundarverðlaun fyrir búnaðinn.

Segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli Kanadamannsins

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli kanadísks námsmanns sem þarf að yfirgefa landið vegna formgalla í dvalarleyfisumsókn. Hún telur rétt að stjórnvöld axli sjálf ábyrgð veiti þau ófullnægjandi leiðbeiningar. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag.

Óreiða í norðurljósaferðum

Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum.

Segja brotið gegn Barnasáttmálanum í máli Eugenes

Vinir nígerísks manns sem hefur ekki séð börn sín í um níu mánuði segja íslensk yfirvöld brjóta gróflega gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Maðurinn var sendur úr landi síðasta sumar og verður mál hans ekki skoðað á ný fyrr en hann greiðir reikning upp á eina komma eina milljón króna.

Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“

Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa.

Enginn verður skilinn eftir

Íslenskt menntakerfi stendur á tímamótum að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem lítur til Finnlands og Kanada. Börn af erlendum uppruna megi ekki vera jaðarsett og skortir aðstoð.

Lendingarbúnaður lokar leiðum úr bænum

Nýr lendingarbúnaður við Akureyrarflugvöll gæti lokað útivistarleið um Eyjafjörð en gömlu brýrnar hafa borið ferðalanga yfir Eyjafjörð síðan árið 1923. Óvíst hvenær ný vegur verður lagður fyrir þann sem tapast undir lendingarbúnaðinn.

Málefni barna í forgangi hjá ráðherra

Til greina kemur að reglugerð um daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að tveir dagforeldrar þurfi að starfa saman að lágmarki eins og Reykjavíkurborg hefur hvatt til.

Siggi segir fastari jörð í pólitíkinni en veðrinu

Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði. Hann segir flokkinn á góðri siglingu og stefnir á að ná þremur mönnum inn. Þótt stjórnmálin þyki hvikul segir hann spáveðurfræðina en hvikulli.

FG vann Gettu betur í fyrsta sinn

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hafði betur gegn Kvennaskólanum í Reykjavík í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, en úrslitin fara fram í Háskólabíói og eru í beinni útsendingu á RÚV.

Senda sólknúinn plastjeppa í 30 daga ferð á Suðurskautslandið

Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs.

Sjá næstu 50 fréttir